Dagblaðið - 15.08.1977, Síða 5
DAC.BLAÐIÐ. MANUI)A(’.UH 15. ACUST 1977.
Lögreglan um helgina — Lögreglan um helgina — Lögreglan um helgina
Ölóður skríll í miðbænum —
rúðubrot og slagsmál
Sex rúður voru brotnar i húsi
einu við Langholtsveg á laugar-
dag Barst lögreglunni kæra um
atburðinn kl. 13.30 og var þegar
farið á vettvang. Ekki munu þeir
enn fundnir sem ódæðið unnu.
I húsi þessu er hverfisskrif-
stofa Sjálfstæðisflokksins. Liggur
beinast við að ætla að eitthvert
samband sé milli þeirrar
staðreyndar og hugarfars afbrota-
mannsins, þó ekkert liggi fyrir
um það.
-ASt.
Mikil ölvun var í Reykjavík á
föstudagskvöldið og ágerðist er á
nóttina leið. Bárust um 70 útköll
til lögreglunnar á laugardags-
nóttina að sögn Gylfa Jónssonar
varðstjóra og flest þeirra voru
tengd ölvun.
Kvöldið fór rólega af stað en
ærslin ágerðust er líða tók á nótt
og stóðu næstum látlaust til um
klukkan sex á laugardags-
morgun.
Mikil ærsl urðu í miðbænum og
gerðust menn þar allherskáir í
ölvímu sinni. Rúður voru brotnar
á þremur stöðum í miðbænum
með því að í þær var kastað
flöskum eða öðru lauslegu. Var á
þann hátt brotin rúða hjá.Karna-
bæ í Austurstræti, hjá Leður-
verzlun Jóns Brynjólfssonar og í
Hverfitónum í Miðbæjar-
markaðinum. Náðust nokkrir
peyjar er að þessum skrílslátum
stóðu.
A laugardag var minni móður í
mönnum eða kannski aðeins búið
að teyga vinbirgðir helgarinnar
og átti lögreglan því rólegra kvöld
en nóttina áður. -ASt.
Reyndi
lyfjasölu
viðÓðal
Seint á laugardagskvöld höfðu
lögreglumenn í miðborginni
hendur í hári manns sem gert
hafði tilraun til lyfjasölu við
veitingahúsið Óðal. Maðurinn var
tekinn úr umferð og er mál hans I
rannsókn.
-ASt.
Slegizt af hörku
við veitingahúsin
fil siagsmála kom á mörgum
stöðum í Reykjavík nú um helg-
ina og voru það þó einkum veit-
ingahúsin og grennd þeirra
sem var orrustuvöllurinn.
Til slagsmála kom við Glæsi-
bæ þar sem tveir 16 og 17 ára
unglingar lentu í útistöðum við
fullorðinn mann og reyndar
einhverja fleiri. Manninn
hörðu piltarnir með flösku í
höfuðið’. Var hann fluttur í
slysadeild en fékk að fara heim
er gert hafði verið að sárum
hans. Piltunum var stungið í
svartholið.
Þá kom til slagsmála á Sögu á
laugardagskvöldið. Áttust þar
við dyravörður og gestkomandi.
Dyravörðurinn hlaut skurð á
enni áður en leiknum lyktaði.
Ekki kom til fangageymslu í
sambandi við þessi átök.
Síðar á laugardagsnótt var
slegizt við Óðal. Þau ólæti voru
stöðvuð en enginn tekinn.
-ASt.
Rúður brotnar h já
Sjálfstæðisflokknum
Dekkið tók ráðin
af strákunum
Vanhugsaður leikur
nokkurra stráka í gær leiddi til
skemmda á kyrrstæðum bíl.
Voru strákarnir á ráfi er þeir
komu að traktorsdekki á opnu
svæði við Hallarmúla. Reistu
þeir dekkið við og tóku að láta
það skoppa. Er dekkið var kom-
ið af stað tók það ráðin af
strákunum. Sem betur fer lenti
dekkið ekki út i umferðina á
Suðurlandsbraut en hafnaði á
kyrrstæðum bil við Suðurlands-
braut 4. Dældaðist bretti hans.
Lögreglan var nærstödd og
er hún frétti af málinu hóf hún
leit og fann drengina á flótta.
Fengu þeir tiltal og akstur
heim til foreldra sinna.
-ASt.
Onýtur bíll
eftirveltu
Bílvelta varð á Stranda-
heiði á Reykjanesbraut á
sunnudagsmorgun. Þar var
einn maður á ferð í þriggja
ára gömlum Fiat-bíl. Bíllinn
er talinn ónýtur eftir en
maðurinn slapp með minni-
háttar meiðsli en var þó
fluttur í sjúkrahúsið í Kefla-
vík.
Talið er að bíllinn hafi
farið tvær eða þrjár veltur.
Grunur leikur á að öku-
maður hafi verið undir
áhrifum áfengis. -ASt.
Hesturinn
Skjóni
týndurá
hálendinu
Víðtæk leit fer nú fram að
fjögurra vetra hesti sem týndist
inn á öræfi suður af Eyjafjarðar-
dal fyrir hálfum mánuði. Hafa
spor hans verið rakin suður
Sprengisand, allt suður fyrir
Klakk í rótum Hofsjökuls, en
sfðan aftur í norðurátt.
Hesturinn hefur verið kallaður
Skjóni, að sögn húsfreyju á
Halldórsstöðum í Saurbæjar-
hreppi í Eyjafirði en þaðan er
hesturinn. Fóru menn þaðan I
gærmorgun á tveimur bílum og
ætluðu í Laugarfell til að leita
þaðan að slóðum í austur og
suður.
Hvarf Skjóna bar þannig að, að
tveir hestar hurfu úr hrossahópi
sem verið var að reka upp úr
Eyjafjarðardal, um 6 km innan
við brúnir. Sex sólarhringar liðu
áður en uppvíst varð um hvarf
hestanna og var þegar hafin leit.
Annar hesturinn sneri aftur og
náðist á brúnum Eyjafjarðardals.
Skjóni hefur hins vegar ekki sézt.
Hann er bleikskjóttur, ójárnaður,
meira hvítur á hægri hlið,
sokkóttur með reglulegan hvítan
þríhyrning á vinstri hlið, fjögurra
vetra, eins og áður segir.
Slóð eftir Skjóna var rakin frá
fyrrgreindum stað til suðausturs
og síðan suðvesturs um Þjórsár-
kvíslir allt suður fyrir Klakk.
Þaðan var slóð rakin til norðurs
um Háöldur að Laugarfellskvisl.
Þar hvarf slóðin inn á bílslóðina
um 2 km austan við sæluhúsið
Laugarfell.
Eigendur Skjóna hafa óskað
eftir því að ferðamenn gæfu
Skjóna gætur og létu vita ef þeir
sæju til hans eða slóð eftir
ójárnaðan hest. Símstöðin í
Saurbæ í Eyjafirði hefur tekið að
sór að taka við upplýsingum um
strokuhestinn.
-f)V.