Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.08.1977, Qupperneq 6

Dagblaðið - 15.08.1977, Qupperneq 6
tí Nýkomið: Kvenbuxur, stórar stærðir, margirlitir Elízubúðin Skipholti 5 Skrífstofufólk óskast til almennra skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist til afgreiðslu Dagblaðsins fyrir 19. ágústnk. merkt „l.sept." Óska eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbúð miðsvæðis í borg- inni. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Tilboð sendist auglýsingadeild DB merkt „Miðsvæðis 10“. Síðast buðum við skrifborðslampa á mjög hagstæðu verði. Nú bjóðum við HENGILAMPA Raf Kóp Póstsendum Raftækjaverslun Kópavogs h/f HAMRABORG 11 — KÓPAVOGI — SlMI 43480 Sérverzlun meðhag yðaríhuga DAGBLAÐII). MÁNUDAGUR 15. AGUST 1977 Willy Brandt segist viss um að kommúnistaflokkar á Vesturlöndum muni þróast hver í sína átt, Engir kommar á Italíu eftir 10 ár, segir Willy Brandt Ef ítalski kommúnistaflokkur- inn heldur áfram að þróast eins og á horfist er hann ekki lengur neinn kommúnistaflokkur, eins og Vesturlönd skilja það orð, seg- ir fyrrverandi kanslari Vestur- Þýzkalands, Willy Brandt.í viðtali við blaðið Stern. Brandt sagði aó sér fyndist er- fitt að nota eitt orð yfir alla kommúnistaflokka í Evrópu, Evrópukommúnisma, vegna þess að þeir væru svo ólíkir. Hann sagði einnig að hann væri viss um að kommúnistaflokkar Evrópu myndu þróast hver á sinn hátt og hver í slna átt. Brandt tekur sem dæmi að Santiago Carrillo, for- maður spænskra kommúnista, gangi lengst í sjálfstæðinu frá Moskvu. Hann fær það einnig margborgað frá Moskvu, segir kanslarinn fyrrverandi. Það er víst að kommúnista- flokkarnir halda áfram að þróast, sagði Brandt, en eftir svona tíu ár munum við komast að því að þeir eru langt frá því að vera þeir kommúnistaflokkar sem við þekkjum í dag. Norski njósnarinn: GUNVOR HAAVIK LÉZT í FANGELSI — hún njósnaði fyrir Sovétríkin frá árinu 1949 Norski njósnarinn Gunvor Galt- ung Haavik, sem var tekin föst af norskum yfirvöldum í janúar sl., fannst látin í fangaklefa sínum í Osló nýlega. Gunvor játaði á sig njósnir í þágu Sovétríkjanna stuttu eftir að hún var handtekin. Hún sagði að hún hefði starfað fyrir Sovét- ríkin síðan 1949. Ekkert hefur fengizt gefið upp um dauðsfall Gunvor en sagt er að hún hafi látizt af hjartaslagi. Hún mun hafa verið vakin klukkan sjö um morguninn og var þá hress í bragði en þegar kallað var á hana til morgunverðar fannst hún látin í klefa sínum. Haavik s.tarfaði í sendiráði Norðmanna í Moskvu frá árinu 1949, en áður en hún 'fór þangað hafði hún starfað sem túlkur fyrir sovézka stríðsfanga sem voru í Noregi á árunum eftir seinna stríð. Hún hætti störfum í norska sendiráðinu í Moskvu árið 1965. Þá fékk hún starf í verzlunar- deild utanríkisráðuneytisins og hefur veitt Sovétmönnum upplýs- ingar sem voru m.a. um stefnu landsins í sambandi við skiptingu Barentshafs. Við yfirheyrslur á undanförn- um mánuðum hefur hún játað á sig njósnir og sagt að hún hafi þegié greiðslur fyrir frá Sovét- rikjunúm. Vegna dauða hennar nú verður málið látið niður falla. Gunvor llaavik.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.