Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 10
10
Útgvfandi
Framkviamdaatjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjórí: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar:
Jóhannea Reykdal. iþróttir: Hallur Simonarson. Aöstoöarfrettastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Ssavr Baidvinsson. Handrit: Ásgrímur Palsson.
BlsAamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
Pálsdóttfr, ólaf.ur Jónsson, ómar Vsldimarsson, Ragnar Lár.
Liósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Pormóösson.
Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M.
HaBdórssoff.
Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAafsámi biaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr.
SMttakið.
Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Myndaog plötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Oagbiaöið hf.
WBIAÐIB
Irjálst, úháð dagblað
Fjögurra fíokka kerfí?
Stjórnmáiallokkarnir hafa
þegar byrjað undirbúning næstu
alþingiskosninga. Stjórnarflokk-
arnir hafa farið rólegar af stað en
stjórnarandstöðuflokkarnir, sem
vilja vera við öllu búnir, ef ríkis-
stjórnin ákveður að flýta kosning-
unum.
Meiri hræringar eru nú á fylgi flokkanna en
verið hafa á undanförnum áratugum. Flokks-
tryggð hefur rýrnað, einkum á stórborgarsvæði
Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis. Ætla má
því, að þátttakendur og áhorfendur kosninga-
undirbúningsins verði nú spenntari en áður.
Dagblaðið fjallaði um þessi mál í tveimur
leiðurum í síðustu viku. I fyrri leiðaranum
voru leidd rök að því, að framboð nýrra flokka
mundu ekki ná árangri, allra sízt framboð yzt
frá hægri og vinstri kanti stjórnmálanna. í
hinum síðari var spáð fylgistapi stjórnarflokk-
anna.
Af þessu leiðir, að pólitísk von og bjartsýni
ríkir nú fyrst og fremst í herbúðum stjórnar-
andstöðuflokkanna þriggja. Jafnvel Samtök
frjálslyndra og vinstri manna, sem eru í von-
lausri aðstöðu að mati flestra kunnugra manna,
eygja von um þingmann og framhaldslíf.
Alþýðubandalagið er öflugt um þessar
mundir. Þar virðist flokksstarf vera blómlegt
og félagslíf meira en í flestum öðrum flokkum.
Flokkurinn og Þjóðviljinn eru fullir sjálfs-
trausts. Á þessu stigi er óhætt að spá því, að
bandalagið fari vel yfir 20% markið í kosning-
unum.
Flokknum hefur tekizt furðu vel að þvo
Kreml af sér. Sjálfstraustið er orðið svo mikið,
að ritstjóri Þjóðviljans heldur því fram, að
evrópukommúnismi Berlinguers á Ítalíu og
nokkurra fleiri slíkra í Vestur-Evrópu sé í
rauninni upprunninn í Alþýðubandalaginu!
í síðustu kosningum var Alþýðuflokkurinn í
dauðateygjunum. Hann náði þá aðeins einum
kjördæmakosnum þingmanni og mátti ekki
miklu muna, að flokkurinn þurrkaðist út á
þingi.
Óvinsældir ríkisstjórnarinnar hafa margeflt
lífsvon Alþýðuflokksins. Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma, er flokkurinn nú sem óðast
að undirbúa móttöku flóttamanna úr Sjálf-
stæðisflokknum. Óhætt er að spá því, að
Alþýðuflokkurinn fari vel yfir 10% markið.
Miklar hræringar og flokkadrættir hafa
^ verið í Alþýðuflokknum að undanförnu.
Flokkurinn hefur ákveðið að hagnast á þessu
með svipuðum hætti og Sjálfstæðisflokkur-
inn gerði fyrir síðustu kosningar. Prófkjör eiga
að vera hjá flokknum í öllum kjördæmum. Þau
geta framkailað nýja og efnilega stjórnmála-
menn, er náði góðum árangri í kosningunum.
Flest bendir því til, að hið sígTlda fjögurra
flokka kerfi íslenzkra stjórnmála ríki eftir
kosningar og að meira jafnvægi verði milli
flokkanna en verið heíur að undanförnu. Það
ætti að auka festu stjórnmálanna en um leið að
minnka líkur á nauðsynlegri endurreisn þeirra.
í þessum spám virðast helzt vera tvö óviss
atriði. Annað er, hvort óháð framboð á borð við
Karvel Pálmason og menn hans munu ná
árangri. Hitt er, hvort Samtökunum tekst aftur
að komast á blað. Á báðum stöðum virðist vera
mjög á brattann að sækja.
! •
I
DACBLAÐIÐ. MÁNUDAOUR 15. AGtJST 1977.
ÍTALÍA:
Mannrán, mótmæli
og óeirðir
—en við eigum ekki einir við það vandamál
að stríða, segja ítalir
Diskur fullur af spaghetti
með skammbyssu til skrauts
var forsíðumyndin á vestur-
þýzku blaði nýlega. I blaðinu
var nákvæm frásögn af
óeirðum á Ítalíu undanfarna
mánuði. Þar voru tíunduð ails
konar rán, óeirðir og óánægja
stúdenta með allt og alla á
Ítalíu.
Ekki bara óeirðir
ó Ítalíu
Vegna þessarar greinar í
þýzka blaðinu urðu margir
ítalir til að mótmæla þessu og
segja að það séu ekki bara
óeirðir á Italíu. Þeir minna á að
nýlega hafi bankastjóri verið
skotinn til bana í Vestur-
Þýzkalandi. Þar hafi hryðju-
verkamenn verið að verki. Þeir
segja að Þjóðverjar séu í stök-
ustu vandræðum með róttækl-
inga í landinu og þeir eigi fullt
í fangi með að ráða 'við þetta
vandamál i sínu eigin landi, en
í stað þess að snúa sér að því, þá
tali þeir aðeins um það hversu
slæmt ástandið sé í öðrum
löndum. Það er allt logandi í
alls konar mótmælum, allir eru
óánægðir.
Glœpamennirnir
komnir í sumarfrí
Italir eru ekki að mótmæla
því að þeir eigi í miklum vand-
ræðum með alls konar
óánægjuhópa. Þar er algengt
að fólki sé rænt og þá er krafizt
mikils lausnargjalds. Nýlega
gerðu fangar uppreisn og
stúdentar hafa mikið látið að
sér kveða. Þeir hafa farið í
miklar mótmælagöngur og ekki
verið að spara kröfuspjöldin.
En nú bregður svo við að
allar mótmælagöngur og aðrir
óánægðir hópar hafa haft hægt
um sig að undanförnu. Að sögn
lögreglunnar lítur út fyrir að
glæpamenn séu almennt í
sumarfríi. Þar hafa þeir litið
látið til sin taka undanfarið.
Stúdentarnir hafa einnig látið
af mótmælum sínum. Það eru
allir Italir í sumarfrii um þess-
ar mundir og flestir sóla sig á
skemmtilegum sandströndum.
Lögreglan gengur um götur og
hefur það rólegt þessa dagana.
Hins vegar hafa rannsóknarlög-
reglumenn nóg að starfa. Und-
anfarna sjö mánuði hefur verið
skotið á 35 manns og þeir
særðir á þann hátt, að skotið
hefur verið í fótleggi þeirÁ.
Hér er álitið að skæruliðar séu
að verki en ekki hefur hafzt
upp á neinum í samtökum
V
Hagsmunamál ein-
stæðra foreldra
I vor hófust fyrir alvöru hvorri hæð og í áðurnefndri
framkvæmdir við endurbætur
og viðgerðir á húsi, sem Félag
einstæðra foreldra keypti í
Skerjafirði í fyrra. Þessar við-
gerðir hafa gengið vonum
framar, og má þakka það
góðum smið og verkamönnuni'
hans, svo og nokkrum vænum
framámönnum, einkum af
hálfu borgarinnar, sem hafa
stutt af dyggð og prýði við
bakið á félaginu í þessu brýna
hagsmunamáli.
Þar sem misskilnings eða
kannski öliu heldur takmark-
aðrar þekkingar gætir oft á
þessu máli — sem og reyndar
fleirum hagsmunamálum ein-
stæðra foreldra — væri ekki úr
vegi að nota þetta tækifæri
til að kynna málið lítillega.
Eins og margir vita rekur
félagið skrifstofu og leita
þangað einstæðir foreldrar í
ýmsum erindum. Þau ár sem
skrifstofan hefur starfað og allt
frá því félagið var stofnað fyrir
átta árum heíur einn vanda þó
borið hæst og sá vandi hefur
jafnframt verið óleysanlegast-
ur allra, þ.e. húsnæðisleysi.
Húsnæðismissir í kjölfar skiln-
aðar eða makaláts,' skortur á
húsnæði fyrir einstæða feður
sem vilja hafa börn sín, en sjá
öll tormerki á því vegna að-
stöðuleysis bæði hvað snertir
húsnæði og barnagæzlu. Ein-
stæðir foreldrar í námi sem
verða að búa hjá foreldrum sín-
um oft við þröngar aðstæður.
Og svo mætti lengi telja.
Ilúsið í Skeljanesi leysir ekki
allan vanda. Til þess þvrfti
stærra hús en byggt hefur verið
enn á íslandi. Húsinu er hins
vegar ætlað að bæta úr alvar-
legustu tilvikunum hverju
sinni — en einvörðungu til-
bráðabirgða. Á þessu heimili er
því ekki sízt mikilvægt að í boði
verði félagsleg aðstoð við íbúa.
I sumar hefur verið unnið við
ytra borð hússins. Hefur húsið
verið klaút utan hinni göfug
Jóhanna Kristjónsdóttir
ústu álklæðningu, skipt um
fjölmarga glugga og innan tíðar
verður byrjað á aðgerðum i ris-
hæð þar sem þaki verður lyft og
það síðan klætt. Þetta mun gefa
svigrúm til að rishæðin verði
innréttuð með langtum meiri
nýtingu en fæst þar nú.
Við upphaf var að sjálfsögðu
unnin teiknivinna við allar
hæðir hússins, sem er samtals
um 600 fm. Kjallarinn, sem var
í heldur afbakalegu ástandi
þegar Félag einstæðra foreldra
keypti húsið, hefur verið
gerður þannig úr garði að vonir
standa til að þar verði góð
aðstaða fyrir börn hússins við
leiki sína. Það er æskilegt að
okkar dómi að börnin, sem
þarna munu búa, þurfi ekki að
flengjast milli hinna ýmsu
barnaheimila meðan foreldri
stundar vinnu, heldur geti
verið um kyrrt á heimilinu.
Þarf ekki heldur að fara mörg-
um orðum um, hversu dýrmætt
pláss sem þannig sparast, er
fyrir borgina. Á efri hæðunum
tveimur sem hvor um sig er um
150 fm hefur húsnæðið verið
stúkað niður i þrjár íbúðir á
rishæð verða síðan 5—6 góð
herbergi, bað, sameiginleg
setustofa og eldhús. Þarna
verður fært að taka á móti um
tíu fjölskyldum samtímis og
enda þótt þeir séu auðvitað
miklu fleiri sem þyrftu að geta
komizt inn, verður þarna stórt
skref stigið til að bæta aðstöðu
og hag einstæðra foreldra og
barna þeirra, þegar húsið
kemst í gagnið.
Lagt verður kapp á eins og
fyrr kemur fram að búa svo um
hnútana að hver fjölskylda
dvelji sem allra skemmst á
heimilinu. Það er sem sé ekki
meiningin að íbúar geti hlassað
sér þarna niður sem einhverjar
eilífðarkýr, heldur er ætlunin
að vinna að því eins hratt og
hægt er að þeir komi á eðlileg-
an hátt undir sig fótunum á ný.
Þó er ljóst að um einstæða for-
eldra í námi munu gilda aðrar
og rýmri reglur hvað búsetu-
tíma snertir.
Okkur hefur þótt skorta á að
ríkið sýndi nokkurn sérstakan
fúsleika á að létta okkur byrð-
arnar. Það hefur verið sótt um
fé til ríkisins hvert ár. Og lítið
komið þaðan. En kannski augu
þingmanna ljúkist nú upp og
þeir sýni okkur í verki allan
þann skilning og velvildarhug
sem þeir hafa jafnan látið í
Ijós í orði, en hefur láðst að
sýna á borði, með nokkrum
heiðarlegum undantekningum
Þó.
Verkið er allt mikils háttar
og hefur kostað drjúgan skild-
ing og er þó ekki nema hluti
verksins unninn. Enda þótt
okkur hafi þótt sem miklu hafi
þurft til að kosta er þó verkið
unnið í þeirri trú að sá kostn-
aður skili sér rfflega aftur —
ekki í beinhörðum peningum,
heldur í ötulli og hamingjusam-
ari þjóðfélagsþegnum.
Jóhanna Kristjónsdóttir
blaðamaður.
I