Dagblaðið - 15.08.1977, Síða 11

Dagblaðið - 15.08.1977, Síða 11
DACiBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. AGÚST 1977. isrrriíRi iwrnrmi yr rrrm iXrcrrnj —**' Stúdentar mót- mæla yfirfull- um fyrirlestrar- sölum og at- vinnuleysi að námi loknu. — Til hliðar: Lög- reglan verður oft að grípa inn í mótmæiagöng- ur en óeirðir og mótmæli krefj- ast ekki eins margra manns- iífa og áður. þeirra, svo litið er vitað um þau. Unglingar skjóta fórnar- dýrin í fótleggina Allir þeir sem hafa orðið fyrir árásum skæruliðanna hafa verið skotnir í fótleggina. Þegar fórnardýrið hefur verið að yfirgefa heimili sitt, hefur hópur unglinga ráðizt að við- komandi og skotið hann i fót- leggina. Svo er fórnardýrið látið liggja í blóði sínu. Nokkr- um stundum síðar kemur yfir- lýsing frá einhverjum samtök- um, sem kalla sig ýmsum nöfn- um, sem flest géfa til kynna að hér sé um vinstri sinna að ræða. Þessi samtök vanda valið á fórnardýrum sfnum og þar eru allar stéttir teknar með.t.d. lög- reglumenn, prófessorar, blaða- menn, iðjuhöldar og stjórn- málamenn. Óeirðir, en fœrri lóta lífið Það eru oft pólitiskar óeirðir á Spáni, en á undanförnum árum hafa þær ekki krafizt eins margra mannslífa og fyrr á árum. Ef litið er á tölur frá því fyrir tíu árum, þá létust 173 f óeirðum. A skrá hjá lögreglunni eru j)á 702 tilfelli þar sem um óeirðir er að ræða. A sfðasta ári eru hins vegar fleiri skráð tilfelli um óeirðir eða mótmæli hjá lögreglu eða aíls 1533. Dauðsföll eru hins vegar 11. Svo virðist sem ekki sé eins mikil harka og áður fyrr. Fyrstu sex mánuðina á þessu ári eru skráð um 900 tilfelli hjá lögreglunni, en sex manns hafa látizt í mótmælum, eða óeirðum, sem pólitfsk sam- tök hafa staðið fyrir. a Atburðir eins og áttu sér stað árið 1969, þegar 16 manns létu lífið þegar sprengju var kastað inn f banka f Mílanó, eða þegar sprenging varð i hraðlest með þeim afleiðingum að 12 manns létu lffið, eru nú úr sögunni að þvf er virðist. Nú eru notaðar aðferðir, sem skapa mikla spennu í þjóðfélaginu, vegna þess að enginn veit hver verður næstur á listanum. Mannrán færast sffellt f aukana og um 50 manns hefur verið rænt á sfðasta ári, og af þeim eru ennþá um 30 týndir. Stúdentar mótmœla yfir- fullum fyrirlestrarsölum Stúdentar hafa haft sig i frammi undanfarið og farið f margar mótmælagöngur. Þeir vilja mótmæla þeim þrengslum sem eru í fyrirlestrarsölum skólanna. Háskólar eru yfir- fullir, allt of margir eru teknir inn, eða að byggja verður meira yfir þá sem vilja halda menntaveginn_ Sífellt fleiri stúdentar hætta námi, það er vegna þess, að sögn stúdenta sjálfra, að Kennsia er mjög léleg og fyrirlestrarsalir eru yfirfullir, svo að enginn nýtur kennslunnar nema til hálfs. Taka verður með í reikninginn að um 70 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á Ítalíu eru undir 29 ára aldri. Af þessum fjölda eru tæp 400 þúsund sem hafa t.d. próf úr háskóla eða öðrum æðri skólum. Stjórnmálamenn standa allir jafn vanmáttugir gagnvart þessu og erfitt virðist vera að finna laúsn. Þrátt fyrir það vilja þeir benda á að Ítalía á ekki ein landa við þetta vanda- mál að stríða. .... ■/' . ...... Hefur Reykjavíkur- svæðið orðið útundan? * .1 ■■■II I ■■■■■ ....—^ Eitt mesta vandamál siðustu áratuga hefur vdrið það hróp- lega misrétti, sem þróast hefur og þá fyrst og fremst af manna- völdum milli þess fólks, sem býr á Reykjavikursvæðinu og hinna, sem búa á landsbyggð- inni. Þannig hefur verið .á málum haldið af hálfu þeirra, sem ráðið hafa ferðinni, að í ótal- mörgum tilfellum hefur verið litið á og farið með lands- byggðarfólk sem annars eða þriðja flokks þjóðfélagsþegna samanborið við þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu. í þessu sambandi nægir að nefna málaflokka eins og heil- brigðismál, samgöngumál, póst og síma, orkumál, vöruflutn- inga, menntamál og margs konar aðra félagslega þjónustu, að ekki sé minnst á þær dráps- klyfjar, sem hvíla á herðum þess fólks úti á landsbyggðinni sem hita þarf hús sín með olíu, en þar er um að ræða gegnum sneitt 30.000.00 kr. mánaðarleg- an skatt á heimili. Líklega mundi hvína í tálknum þeirra Reykvíkinga við slíkum skatt- pósti. En á öllum þeim sviðum, sem hér hafa verið nefnd hefur landsbyggðarfólki verið búinn langtum þrengri og lakari kostur af þjóðfélagsins hálfu en þeim, sem byggja Reykjavikur- svæðið. Harmagrótur borgar- stjórnarfulltrúanna Þann 27. mars sl. birtist í Morgunblaðinu ritstjórnar- grein sem bar yfirskriftina ..Byggðajafnvægið er að raskast á hinn veginn“. I grein þessari er að því vikið, að það séu fyrst og fremst skattborgarar á höfuðborgarsvæðinu, sem staðið hafi undir kostnaði við byggðastefnuna. I áframhaldi af þessari opin- berun þeirra Morgunblaðs- manna hafa svo fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur, með sjálfan borgarstjóra í broddi fylkingar, geystst fram á sjónarsviðið i sjónvarpi, út- varpi og ýmsum dagblöðum með þann boðskap, að Reykja- vík hafi verið hlunnfarin og svo að henni sorfið á undanförnum árum samanborið við lands- byggðina, að við slíkt verði ekki lengur unað. Hver riddarinn á fætur öðrum úr borgarstjórn hefur verið leiddur fram á ritvöllinn og látinn vitna og skiptir þar engu, hvort um er að ræða menn úr meiri- eða minnihluta borgarstjórnar — allir tyggja þeir sömu tugguna um að Reykjavík hafi verið sett hjá og hún hlunnfarin. Hvaðan hefur fjórmagnið komið? Það er vert að velta því fyrir sér og vekja á þvi athygli í ljósi fullyrðinga borgarfulltrúa, hvaðan það fjármagn hefur komið, sem notað hefur verið til þeirrar geysilegu uppbygg- ingar, sem átt hefur sér stað á Reykjavíkursvæðinu og einnig hinu, hvort þeir Morgunblaðs- menn og borgarfulltrúar Reykjavikur trúa því í raun og veru, að það séu fyrst og fremst skattborgarar Reykjavíkur, sem standi undir þeim tiltölu- lega litlu framkvæmdum, sem unnið hefur verið að úti á landi. Trúa þessir menn þvi virki- lega sjálfir og ætlast þeir til að Karvel Pálmason tandsbyggðarfólk trúi peim fullyrðingum þeirra, að lands- byggðin hafi lifað á Reykjavík? Ef svo er, þá er tími til kom- inn að upplýsa blessaða menn- ina um hið rétta. Sannleikurinn er sá, að það fólk til sjávar og sveita sem byggir hinar dreifðu byggðir eru þeir þjóðfélags- þegnar, sem fyrst og fremst hafa séð þjóðarbúinu fyrir þeim fjármunum, sem staðið hafa undir þeirri uppbyggingu, sem átt hefur sér stað á tslandi. Það er þetta fólk, sem lagt hefur nótt við dag í vinnu á undanförnum áratugum við gjaldeyrisskapandi fram- leiðslustörf, sem gert hefur þessa uppbyggingu mögulega. Reykjavíkursvæðið hefur þvi á undanförnum áratugum notið forgangs i uppbyggingunni á kostnað fólksins á landsbyggð- inni sem fyrst og fremst hefur séð fyrir fjármagninu. Það er því hreint öfugmæli og óskammfeilni, þegar full- trúar Reykjavíkurborgar og Morgunblaðsins reka upp rama- kvein og ásaka landsbyggðina um að vera ómagi á Reykjavík. Það væri tilvinnandi fyrir dreifbýlisfólk að bjóða þessum herrum vetursetu í einhverju sjávarplássinu eða sveitabæn- um, t.d. á Vestfjörðum, og lofa þeim þannig að upplifa þá ein- angrun, sem þetta fólk þarf við að búa, ekki bara dögum saman heldur svo vikum og mánuðum skiptir á hverju ári. Vonandi tæki þetta mengaða hugarfar Reykjavíkurfulltrúanna þá ein- hverjum breytingum til hins betra, ef þeir byggju við sama kost og þetta fólk þarf við að búa. Reykjuvíkursvœðið í algerri sérstöðu öifum, sem fylgst hafa með þróun mála á undanförnum áratugum, er ljóst, að búið er að hafa af landsbyggðarfólki fé svo milljörðum eða tugum milljarða skiptir, sem það átti rétt á til uppbyggingarinnar, en var látið renna til framkvæmda á suðvesturhorni landsins. Það er því landsbyggðarfólk sem hefur verið hlunnfarið en ekki Reykjavík. Frammámönnum Reykja- vfkurborgar og Morgunblaðsins skal á það bent í þessu harma- grátstali sínu, að árlega hirðir Reykjavíkurborg sjö til átta hundruð milljónir í útsvörum af þeim embættismönnum ríkisins, sem búsettir eru á Reykjavíkursvæðinu. Það er tekið af landsbyggðarfólki. Þeirn skal einnig á það bent, að það skiptir hundruðum milljóna, sem Reykjavíkurhöfn hirðir af landsbyggðarfólki vegna þeirrar sérstöðu sinnar að vera i reynd eina innflutn- ingshöfn landsins. Síðast en ekki síst skal enn itrekað við þá, að stór hluti þeirra fjármuna, sem runnið hafa úr ríkissjóði á undanförn- um áratugum til uppbyggingar á Reykjavíkursvæðinu eru fjár- munir, sem dreifbýlið átti rétt á til uppbyggingar á hinum gjald- eyrisskapandi stöðum víðs vegar úti á landsbyggðinni, en hefur verið af því haft og þann- ig skapað hið gífuriega misrétti milli þéttbýlis og dreifbýlis. Karvel Pálmason alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.