Dagblaðið - 15.08.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 15. AGÚST 1977.
Barbara og Tom búa með sautján börnum sínum, en sex eru flutt að heiman. Þarna eru atjan krakkar,
en það er vegna þess að einn er gestkomandl.
Dálaglegur bamahópur
Það er til gamall íslenzkur
málsháttur sem segir „Eitt
barn sem ekkert, tvö sem tíu“.
Það er heilmikill sannleikur í
þessu. En hvað er tíu barna
hópur hjá tuttugu og þriggja
barna hóp? Ekki mikið.
Ekki er það þó ein kona sem
aliðhefur öll þessi tuttugu og
þrjú börn. Kona nokkur, Bar-
bara McCarthy í Dallas í Texas
missti manninn sinn, en þau
höfðu átt átta börn saman. Árið
eftir að eiginmaðurinn dó hitti
Barbara ekkjumann, Thomas
O’Keefe, sem bjó handan við
götuna. Hann átti fimmtán
börn! Þau gengu í það heilaga á
gamlárskvöld 1975. Nú búa þau
með sautján börnum sinum en
sex eru gift og gengin út.
Svona stór fjölskylda kemst
ekki fyrir í hvaða húsi sem er
enda búa þau í stórhýsi með
fimm risastórum svefnher-
bergjum, sex baðherbergjum,
og risastórri dagstofu sem er
yfir 100 fermetrar á stærð. í
húsinu eru þrír ísskápar, tvær
frystikistur (hvort tveggja
auðvitað af stærstu gerð), tvær
sjálfvirkar þvottavélar og tveir
þurrkarar. Fjölskyldan fer með
um 40 þúsund krónur á viku
eingöngu í mat og þykir það
mikið þar í landi. Þau O’Keefe
hjónin fengju dágóðan skatta-
afslátt ef þau væru búsett á
Islandi með allan þennan
barnahóp eða tæpar sex
hundruð þúsundir ef við reikn-
um með að tólf barnanna sem
enn eru heima, séu undir sex-
tán ára aldri.
Á myndinni eru átján krakk-
ar, en það er vegna þess að einn
var gestkomandi. Vonandi hafa
hjónin ekki háttað gestinn ofan
í rúm hjá sér í misgripum.
Barbara segir að þau séu öll
ákaflega hamingjusöm og
rekstur heimilisins gangi al-
deilis prýðilega með því að allir
leggi hönd á plóginn.
Hver skyldi vera barnflesta
fjölskyldan á Islandi í dag? Ef
þið vitið um barnmarga fjöl-
skyldu, sendið okkur þá línu.
- A.Bj.
STÆRSTISORPBÍLL í HEIMI
Þessi sorpbfll er miklu líkari
einhvers konar tunglófreskju eða
einhverju úr visindaskáldsögu en
því sem hann raunverulega er,
stærsti sorpbíll í heimi. Bíllinn er
frá General Motors og getur tekið
350 tonn af sorpi í einni ferð.
Hann er með 16 strokka vél sem
gefur 3.300 hestöfl. Verið er að
reyna bilinn í Kaliforníu.
Þessir gengu á Rauðhettu
Frúin við rafmagnsviðgerðar-
manninn:
Og þú sem lofaðir að koma og
gera við útidyrabjölluna hjá
mér í gærkvöldi og komst svo
aldrei!
Rafmagnsviðgerðarmaðurinn:
Eg kom vist og hringdi þrisvar
sinnum á bjölluna. Það svaraði
enginn!
Jói öriagaskalii stóð fyrir
framan spegillinn og strauk
yfir glansandi kollinn: Alltaf
unglegur. Ekki eitt einasta
grátt hár!
17
Þórir Baldursson
útsetur lögin í
fyrsta og þriðja
sæti í Bretlandi
Undanfarnar vikur hafa vin-
sældalistarnir fallið niður en
nú verður þráðurinn tekinn
upp að nýju sumum til mikils
ama — öðrum og vonandi
miklu fleiri til ómældrar gleði
og ánægju.
Donna Summer er I fyrsta
sæti brezka vinsældalistans
þessa vikuna og hefur verið þar
nokkrar undanfarnar vikur.
Lag hennar nefnist I Feel Love
og er tekið af nýjustu LP plötu
hennar, I Remember Yester-
day. Lagið er eftir söngkonuna
sjálfa og útsetningu og hljóm-
borðsleik annast Þórir Baldurs-
son.
Þórir útsetur einnig lagið í
þriðja sæti. Það nefnist Ma
Baker og er með Boney M.
Þetta lag hefur náð miklum
vinsældum í óskalagaþáttum
ríkisútvarpsins. Einhver hvísl-
aði því að DB, að Ma Baker
væri bara Daddy Cool spilað
aftur á bak, en hvað sem til er í
því, þá eru tónsmíðar Boney M
ávallt ákaflega keimlíkar.
Athyglisvert er að í fjórða
sæti í Bretlandi eru Sex Pistols
— ræflarokkhljómsveitin
alræmda. Hljómsveitin á í
mestu erfiðleikum með að fá
lög sín leikin í útvarpi og koma
þeim á framfæri að öðru leyti,
en plötur hennar virðast seljast
vel. I tíunda sæti er hljómsveit-
in Stranglers sem er á mörkun-
um að vera „normal” og ræfla-
rokkarasveit. Þetta fyrirbæri
kalla Bretar nýbylgjuhljóm-
sveitir.
Stranglers njóta talsverðrar
virðingar í Bretlandi fyrir að
kunna þó að nota hljóðfæri sín.
Það er meira en margar ræfla-
rokkhljómsveitir geta hrósað
sér af.
I Bandaríkjunum er yngsti
Gibbbróðirinn, Andy Gibb, í
efsta sæti. Lagið nefnist I Just
Want To Be Your Everything.
Lagið samdi Andy ásamt stóra
bróður sínum, Barry Gibb.
Athyglisvert er, að Rita
Coolidge, eiginkona leikarans
Kris Kristoffersonar, virðist
nokkuð hátt skrifuð um þessar
mundir. Hún er með lög á topp
tíu beggja vegna hafsins. I
Bretlandi er We’re All Alone í
fimmta sæti og Your Love Has
Lifted Me er einnig í fimmta
sæti í Bandaríkjunum.
Rita Coolidge hefur ekki
áður náð jafngóðum árangri.
Hún hefur fengizt við dreif-
býlissöng undanfarin .ár og
notið mikillar hylli sem slik.
- AT-
ENGLAND — Melody Maker
1. (1 ) I FEEL LOVE ...................DONNA SUMMER
2. ( 3 ) ANGELO ..................BROTHERHOOD OF MAN
3. ( 2 ) MA BAKER............... ...........BONEY M
4. ( 4 ) PRETTY VACANT....................SEX PISTOLS
5. (7) WE'RE ALL ALONE .................RITA COOLIDGE
6. ( 8 ) FLOAT ON.............................FLOATERS
7. ( 6 ) SO YOU WIN AGAIN ............. HOT CHOCOLATE
8. ( 9 ) YOU GOT WHAT IT TAKES.......SHOWADDYWADDY
9. (15) IT'S YOUR LIFE... ...................SMOKIE
10. (19) SOMETHING BETTER CHANGE...........STRANGLERS
BANDARÍKIN — Cash Box
1. ( 1 ) I JUST WANTTO BE YOUR EVERYTHING..ANDYGIBB
2. ( 3 ) BEST OF MY LOVE...................EMOTIONS
3. ( 4 ) WHATCHA GONNA DO ...............PABLE CRUISE
4. ( 2 ) UNDERCOVER ANGEL ..s.............ALAN O'DAY
5. ( 6 ) YOUR LOVE HAS LIFTED ME........RITA COOLIDGE
6. ( 8 ) EASY ..........................COMMODORES
7. ( 5 ) MY HEART BELONGS TO ME......BARBRA STREISAND
8. ( 4 ) YOU MADE ME BELIEVE IN MAGIC .BAY CITY ROLLERS
9. (11) YOU AND ME......................ALICE COOPER
10. (14) JUST A SONG BEFORE I GO.CROSBY. STILLS AND NASH
¥
Islenzku diskóteklistarnir
KLUBBURINN
1. Love Is Unkind...........
2. Couldn’t Get It Right....
3. Ma Baker.................
4.1 Feel Love ..............
5. Disco Carmen .............
6. Inky Dinky Wang Dang Do..
7. A Woman Can Change A Man
8. Ain’t Gonna Bump No More...
9. Rendezvous ..
10. Uptown Festival
11. Dreams.......
12. Get On The Funk Train....
13. Don’t Leave Me This Way..
14. Classically Elise........
15. Do What You Wanna Do ....
16. N.Y. You Got Me Dancing
17. Disco Mania Pt. 2....
18. Eva .................
19. Chanson d’Amour .....
20. Superman..................
SESAR
1. (í)
2. ( 3 )
3. (2 )
4. (4 )
5. (—)
6. ( 7 )
7. ( 6 )
8. (10)
9. (11)
.........Donna Summer
......Climax Blues Band
................Boney M
.........Donna Summer
...Grammophone Revival
..............Shalamar
................Boney M
................Joe Tex
..........Tina Charles
..............Shalamar
.........Fleetwood Mac
.........Munic Machine
........Thelma Houston
..........Munic Machine
..........T. Connection
..Andrea True Connection
............The Lovers
................Brimkló
.....Manhattan Transfer
....Celi Bee And The Buzzy
Love Is Unkind/I Feel Love .......Donna Summer
Devil’s Gun.............................C.J. & Co.
24 Hours A Day................Barbara Pennington
Ma Baker/A Woman Can Change A Man .......Boney M
Discomania ...........................The Lovers
Do What You Wanna Do................T. Connection
Life Is Music..................The Ritchie Family
Disco Luc.v ............Wilton Place Street Band
Up Jumped The Devil.............John Davis & The
Monster Orehestra
10. (—) Angelo.......................Brotherliood of Men
11. ( 8 ) Don’t Leave Me This Way .......Thelma Houston
12. ( 9 ) Too Hot To Handle ...................Heatwave
13. (13) So You Win Again..................Hot Chocolate
14. (18) N.Y. You Got Me Dancing ....Andrea True Connection
15. (15) Black IsBlack..........................Cerrone
16. (—) Why Did It Have To Be Me ..................Abba
17. (12) Classically Elise....Dino Solera & The Munlc Machlne
18. (20) Feel The Need .................Detroit Emeralds
19. (19) Uptown Fcstival......................Shalamar
20. (—) Breakawav.........................Dead End Kids