Dagblaðið - 15.08.1977, Page 27
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 15. AGUST 1977.
27
Það fer vel á með þeim Tómasi og manninum sem ætlaði raunveruiega að fá sér lærling á hæiinu.
Sjónvarp íkvöld kl. 21.15: Leikrit kvöldsins
Drengurinn fékk ósk
sína uppfyllta
Honum var boðið í heimsókn
Sjónvarpsleikrit kvöldsins
heitir Tómas spjarar sig og er á
dagskránni kl. 21.15 í kvöld. Er
þetta þýzkt sjónvarpsleikrit
sem byggt er á bókinni í for-
eldraleit eftir dr. Hilla Peetz.
Þýðandi er Sonja Diego.
Leikritið er um lítinn strák
sem er á heimili sem gefið er í
skyn að sé upptökuheimilil þótt
það sé aldrei sagt með berum
orðum. Honum líður ekki vel og
óskar innilega eftir því að kom-
ast í burtu. Hjón koma í heim-
sókn á heimilið og er maðurinn
á höttunum eftir að fá lærling,
en unglingarnir fara af hælinu
um sextán ára aldur. Ein
fóstranna sem hefur látið sig
litla drenginn talsvert varða
hugsar sem svo að bezt sé að
láta hann hitta þetta fólk. Það
væri aldrei að vita hvað myndi
gerast. Konunni leizt svo vel á
Tómas litla að hún býður hon-
um I heimsókn. Myndin er
síðan um eftirleikinn að heim-
sókninni.
„Þetta er dálítið skemmtileg
mynd,“ sagði Sonja. „Stráknum
er lýst vel og sömuleiðis fólkinu
á hælinu. Allir eru af vilja
gerðir til þess að gera hlutina
vel þótt það líti kannske ekki
þannig út.“
Leikstjóri er Carlheinz
Angela og með aðalhlutverkin
fara Martin Fechtner, Angela
Pschigode og Peter Kirchberg-
er. Myndin er frá árinu 1975.
-A.Bj.
Útvarp ífyrramáliö kl. 8.00: Morgunstund barnanna
NILFISK
sterka rvksuean... V
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga,
stillanlega og sparneytna
mótors, staðsetning
hans oghámarks
orkunýting, vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni,
stóra. ódýra
pappírspokanum
og nýju kónísku
siöngunni,
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni, ál og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tækniiega ósvik-
in, gerð til að
vinna sitt verk
fljótt og vel, ár
eftir ár, með lág-
marks truflunum
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódvrust.
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Traust þjonusta
Afborgunarskilmólar
rOMIY HÁTÚN6A
lUlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bflastæði
Byggingarvöruverzlun
Óskum ad ráða sem fyrst röskan
starfskraft til starfa í byggingar-
vöruverzlun.
Ný saga með flesta kosti barnabóka
JL hósið
Jón Loftsson h/f
Hringbraut 121.
Frumleg, skemmti-
leg, spennandi
og vel skrif uð
Komdu aftur, Jenný litla eftir
Margaretu Strömstedt nefnist
saga sem Sigrún Sigurðardóttir
byrjar að lesa í Morgunstund
barnanna kl. 8.00 í fyrramálið.
Sigrún þýddi.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
varar Brögu dagskrárfulltrúa
hefur þessi saga flesta kosti sem
prýða má góða barnabók: Hún er
frumleg, skemmtileg, spennandi
og vel skrifuð.
Höfundur sögunnar er sænsk-
ur, fæddur árið 1930. Hún var
ritstjóri og gagnrýnandi við
Dagens Nyheter með barnabæk-
ur að sérsviði um árabil. Arið
1969 réðst hún til sænska ríkisút-
varpsins sem þáttastjórnandi á
barnaefni hjá sjónvarpinu.
Margareta Strömstedt stundaði
kennaranám í skapandi leiklist
hjá Elsu Olenius við Barna- og
unglingaleikhús Stokkhólmsborg-
ar og hefur unnið mikið með
börnum og unglingum að leik-
listarstörfum.
1969 fékk hún Gulliver-
verðlaunin fyrir frábært starf
sem gagnrýnandi og greinarhöf-
undur um barna- og unglingabók-
menntir.
Fyrsta bók höfundar kom út
árið 1961. Var það Fiðrildið i
skólastofunni. Fékk sú bók fá-
dæma góðar viðtökur bæði les-
enda og gagnrýnenda. Komdu
aftur Jenný litla er önnur bók
höfundar.
Margareta Strömstedt var bæði
höfundur og stjórnandi tveggja
stuttra mynda sem sænska sjón-
varpið lét gera árið 1976 og
sýndar voru í ísl. sjónvarpinu í
vor. Voru það myndirnar „Jag
blir sá arg att jag spricker" og
„Dct iir val intet farligt att bli