Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 1
frjálst, óháð dagblað Hannbíður eftirríkis- saksóknara — ekurvörubíl ámeðan Haukur enn á hálfum launum lögreglumanns 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 18. AGlJST 1977. 178. TBL. RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — [VÐALSÍMI 27022 Rannsókn á meintum emb- ættisbrotum Hauks Guðmunds- sonar rannsóknarlögreglu- manns í Keflavík er nú lokið. Eru dómsskjöl komin til ríkis- saksóknara og bíður nú dóms- málaráðuneytið eftir að fá málið — eða málin, því um fjögur atriði er að ræða — til umsagnar. Haukur er enn á hálfum launum sem rannsóknarlög- reglumaður við fógetaembættið í Keflavík og hefur verið það í nær átta mánuði, eða allt frá þvi að grunur vaknaði um að ólöglega hefði verið staðið að handtöku Guðbjarts heitins Pálssonar í Vogum 6. desember í fyrra. Þau fjögur mál, sem um ræðir og sameinuð verða í eitt þegar ríkissaksóknari tekur ákvörðun um hvort ástæða er til að höfða mál á hendur Hauki, eru kærur á hendur Hauki og Kristjáni Péturssyni um ólöglegt athæfi í sambándi við yfirheyrslur í spíramálinu svokallaða; kæra tveggja varnarliðsmanna á hendur þeim fyrir meinta ólöglega handtöku; handtökumál Guð- bjarts Pálssonar og Karls Guð- mundssonar og meint tékkamis- ferli Hauks. Öll þessi mál eru dómsmálaráðuneytisins áður en hann tekur ákvörðun um, framhald málsins. Þeirrar um- sagnar hefur ekki verið leitað enn, að sögn Ölafs Walters Stefánssonar skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. K Haukur ' Guðmundsson varð frægur sem rannsöknarlög- reglumaður meðan Geirfinns- málið var i rannsókn. Nú ekur hann vörubíl og bíður þess sem verða víll. — DB-mynd. nú komin til ríkissaksóknara sem verður að leita umsagnar Samkvæmt lögum ber að taka afstöðu til þess hvort Haukur tekur aftur við starfi sínu sem rannsóknarlögreglu-' maður í Keflavík þegar ,,loka- niðurstöður rannsóknar eru' kunnar“. Haukur ekur nú eigin vöru- bíl á vörubílastöð í Keflavík. Hann sagði í samtali við Dag- blaðið að hann myndi væntan- lega stunda það stárf þar til hann byrjaði aftur í lögregl- unni, sem hann taldi sjálfsagt, þar sem engar sakir hefðu á sig sannazt. -OV „Ég held að það sé komið eitt- hvert Elvis-æði í mannskapinn,“ sagði Halldór Astvaldsson verzlunarstjóri í hljómplötudeild Fálkans í viðtali við Dagblaðið í morgun. „Plöturnar með honum voru rifnar út hér í gær og satt að segja vorum við hér ekki viðbúnir dauða söngvarans svo það var ekki mikið til.“ Halldór sagði að það væri aðal- lega fólk sem myndi eftir Presley sem keypti plöturnar, „ekki krakkarnir sem kaupa ABBA.“ Kvaðst Halldór eiga von á nýrri sendingu með plötum Presleys en ennþá væru fáeinar til. Sagðist hann búast við því að þær hyrfu eins og dögg fyrir sólu í dag og hélt að ástandið væri svipað í öðrum verzlunum í borginni. „Hingað hefur verið stöðugur straumur fólks að spyrja um Presleyplötur,“ sagði Asmundur Jónsson afgreiðslumaður í Faco á Laugavegi 89. „Salan á plötum hans hafði verið fremur treg að undanförnu svo að við settum allt á útsölu. Þær eru nú allar upp- seldar." Hinum megin við götuna er Hljóðfærahús Reykjavikur. Ásmundur kvaðst hafa hlerað í gær að Presleyplötur hefðu einnig selzt vel þar. Hins vegar virtust þeir æiga eitthvað til' ennþá því að ljúfir Presleytónar bærust þaðan út a götu. Ásmundur bætti pví við að þó að vel seldist hér á lafcdi yrði vafa- laust heilt Presleyædi úti í heimi. Þar væri til nóg af plötum og útvarpsstöðvarnar kyntu vafa- laust hressiiega undir. Að lokum var spurzt fyrir hjá Karnabæ. Þar höfðu ekki verið til Presleyplötur um nokkurt skeið vegna lélegrar sölu. HP/AT’ Myndin er tekin t morgun á hljómplötudeild Fálkans og sýnir Presleyaðdáanda. DB-mynd Ragnar Th. Landhelgisgæzlunni hefur borizt tilkynning frá belgískum seglbát sem lagði af stað frá Vestmannaeyjum fyrir 2—3 dögum áleiðis utan. Er bátur- inn sendi út beiðni um aðstoð var hann um miðja vegu milli íslands og Færeyja. Var hann búinn með olíubirgðir sinar og enginn byr var. Kvörtuðu skip- verjar lika um vatnsskort og að matarbirgðir væru af skornum skammti. Gæzlan bað skip og erlenda togara að svipast um eftir bátn- um því hann er á siglingaleið að og frá íslandi. Skip hafa ekki fundið bátinn og í morgun ætl- aði flugvél Gæzlunnar að huga að bátnum. - ASt. KarlHutzel og Ulrich Scharrer, dulnefnin sem þeir Lugmeierog Linden gengu undir íMexíkó - sjá bls. 14-15 Rottuhreiður ínýjum hverfum — sjá kjallara- grein Agnars Guðnasonar ábls.ll Hvaðgreiðir „uppmælinga aðallinn” ígjöld? — sjá bls. 5 „Hreinníof hættulegu starfi” — segir Geoff Capes íeinkaviðtali — bls.8 Hlustunardufl? Maður frá Seljalandsseli undir Eyjafjöllum fann i fyrradag sivalt, ryðgað hylki rekið á Merkur- fjörur. Var Landhelgis- gæzlunni gert viðvart og sendi hún Pálma Hlöðvers- son stýrimann, sérfræðing í duflamálum, í þyrlu á staðinn í gær. Hylkið reyndist tómt og hættu- laust. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.