Dagblaðið - 18.08.1977, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGtJST 1977.
„Elska steikur og þang, boröa Capeskúlu-
77 ■ varparísemer
mikiö og oft og drekk bjor” vegurl37kHó
„Eg er þreyttur og hálfleiður á
lífinu og er ekki í skapi til að láta
taka af mér myndir eða tala við
blaðamenn," sagði Geoff Capes
kúluvarparinn brezki er hann
birtist á stigapallinum á Gamla
Garði rétt eftir að matur var til-
búinn til afgreiðslu á hótelinu í
gær.
„Kúiuvarparar sleppa áreiðan-
lega engum matmálstíma, öllu
öðru frekar," sagði Orn Eiðsson
form. FRl er við forvitnuðumst
um hvar helzt væri að hitta sterku
mennina. Örn reyndist ekki sann-
spár. Capes virtist svekktur í
byrjun og leiður á lífinu og Banda.
ríkjamennirnir tveir, Feuerbach
og Albritton, sváfu og hlýddu eng-
um hringingum frá Capes um að
koma f matinn.
Capes sagðist vera 137 , kg og
Saumaskapur—
ákvæðisvinna
Vanar manneskjur óskast á saumastofu
ímiðborginni. Ákvæðisvinna.
Uppl. í síma 28720
Lögtaksúrskurður
Keflavík, Grindavík, Njarðvík
og Gullbringusýsla
Lögtaksúrskurður fyrir vangoldnum þinggjöidum sam-
kvæmt þinggjaldaseðli og skattreikningi 1977, er falia í
eindaga hinn 15. þessa mánaðar, var uppkveðinn í dag,
þriðjudaginn 9. ágúst 1977.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkju-
gjaid, kirkjugarðsgjaid, slysatryggingagjald vegna heim-
ilisstarfa, iðnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmála-
gjald, slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr
laga nr. 67/1972 um almannatryggingar, iífeyristrygg-
ingagjaid skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistrygginga-
gjald og launaskattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til
skattsekta sem ákveðnar hafa verið til rikissjóðs.
Lögtök fyrir framangreindum gjöidum, ásamt dráttar-
vöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum
liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi
að fullu greidd innan þess tíma.
Kefiavík, 9. ágúst 1977.
Bœjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og
Njarðvík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
$
UTSKORIN
&
SOFABORÐ
m*
Húsgagnaverslun
Reykjavíkur hf.
Brautarholti 2 Símar 11940 — 12691
198 sentimetrar á hæð. Hann er
27 ára, kvæntur og á son og
dóttur, 6 og 3 ára.
Steikur Ijúfar í munni,
— bjórinn góður
„Jú, mér þykir gaman og gott
að borða. Bezt er að borða oft.
Steikur eru einna ljúfastar í
munni,“ sagði Capes. „Laukur og
ostur er líka ofsagott en uppá-
haldsmaturinn minn er sérstakur
sjávargróður sem kallast „see-
weed“. (Orðabókin skýrir það
sem marhálm, þang eða þara).
Það er oft lagt í edikslög. En það
er bezt að borða oft og ekki alltof
marga diska í einu.
Jú, ég drekk bjór. Hann er
góður og með þeim líkams-
æfingum sem ég stunda safnast
hann ekki á magann á mér. En
bjór er nærandi og hollur. Ég skil
ekki í ykkur Islendingum að hafa
ekki bjór hér á landi og mér
finnst áfengislöggjöfin ykkar,
eins og henni hefur verið lýst
fyrir mér, vitlausasta löggjöf, sem
ég hef heyrt um. Þið eruð eins og
hinar Norðurlandaþjóðirnar,
drekkið sterkt og ævinlega alltof
mikið þegar þið smakkið það. Lög-
gjöfin ykkar býður upp á leik til
lögbrota og þamb í tíma og ótíma.
Slík löggjöf hlýtur að vera vit-
laus.“
Capes kvaðst starfa sem iþrótta-
kennari við lögregluskóla í
Cambridge, en þar býr hann og á
heimili. Hann kvaðst vinna 3-4
daga í viku á sumrin og varla æfa
meira en svona klukkustund á
dag. Aðalæfingatíminn væri á vet-
urna. Þá færi fram undir-
búningurinn sem árangur byggist
á. „Ég lifi og anda í íþróttahúsi,
svo mig skortir ekki aðstöðuna."
Þeir skipuðu sér framar íþrótta-
mönnunum sjálfum.
Capes byrjaði 6 ára í iþróttum
og fór fyrst — og er enn — í
kröfuknattleikinn. Hann keppir
enn í þeirri grein og komst í
landslið. Ellefu ára hóf hann
kúluvarp og hefur varpað blýinu í
16 ár. Hann á bezt 58.95 •
það farið á allt annan veg. Það
eru ekki alltaf þeir beztu sem
sigra á ólympíuleikum. Keppni á
óiympíuleikum er einn dagur á
fjögurra ára fresti. Takist ekki
þann dag að ná góðu kasti finnst
mörgum eins og margra ára'erfiði
sé unnið fyrir gýg,“ sagði Capes.
„Og þennan eina dag getur sá sem
íþróttahótíð ríka
fólksins og eigin-
gjarnir leiðtogar
Capes kvaðst ætla að hann
gerðist atvinnumaður eftir OL í
Moskvu. Núverandi fyrirkomulag
OL-leika er honum ekki að skapi.
„Þetta er íþróttahátíð ríka
fólksins og hefur verið síðan 1896.
Það vill ferðast á milli glæsilegra
hátiða og horfa á Iþróttir. Hagur
Capes fékk hvorki steik né þang i hádeginu á Gamla Garði i gær. En i
fyrstu ferð hans að afgreiðsiuborðinu komst ekki á bakkann nema
súpudiskur, vel hlaðinn diskur af kjötbollum, fjórar brauðsneiðar,
tvær Tropicanafernur, jógurtkrús og tebolli. Það færðist bros yfir
andlit þessa þéttvaxna risa er hann var setztur og hóf máltiðina.Wells
spretthlaupari var eins og drengur við hlið hans, hvað likamsburðum
viðvék. — DB-mynd HV.
lengi hefur staðið feti aftar
öðrum görpum borið sigur úr
býtum. Við einn slikan sigur, þó á
réttum tíma sé, er hann ekki bezti
kúluvarpari heims."
Capes kvaðst telja að íslenzk
íþróttayfirvöld ættu að sjá Hreini
fyrir annarri og betri vinnu en
hann hefur. „Hreinn er „semi“-
atvinnumaður eins og nú er
háttað. Hann vinnur ekki í 3
mánuði en sækir kaupið sitt.
Hann þarf að hafa vinnu sem
hann sækir daglega, en íþyngir
honum ekki og hann gæti lokið á
stuttum dagvinnutíma.
Strætisvagnaaksturinn er alltof
hættulegur svo dýrmætum
manni. Arekstur gæti bundið
skjótan enda á feril hans.
Þið eigið að sjá Hreini fyrir
ihyggjulausu lífi næstu þrjú
árin, fram yfir Moskvuleikana.
Hann þarf að læra betur að kasta,
en hugarfarslega hefur hann alla
kosti frábærs íþróttamanns. Hann
er ekki, eins og margir í lands-
liðum allra þjóða, þar aðeins tii að
telja sig nógu góðan og til þess að
fara i skemmtileg ferðalög. Hann
er maður sem vill ná langt, maður
til afreka.“
Capes kynntist Hreini í gegnum
Guðna Halldórsson, sem á frænku
í Cambridge. Hreinn og Guðni
teljast til vina Capes. Þeir félagar
slöppuðu af eftir fyrra keppnis-
kvöld Reykjavíkurleikanna. Eftir
þá samverustund sagðist Geoff
Capes eiginlega heita Geoffrey
Georgsson að íslenzkum sið. Og
hann kunni vel við það og kynn-
in af Islandi í heild.
-ASt.
„Eg er vinsæil i Englandi af þvi að ég þori að tala. Hreinskilnir
íþróttamenn, sem þora að segja áiit sitt og standa við orð sin verða
vinsælir,“ sagði Capes og horfði á blóm sem afgreiðsiustúlka á Gamla
Garði gaf honum.
íþróttamannanna snertir það
ekki.
OL á að opna fyrir öllum. Það
þýðir ekki að vera að horfa á það,
þó einn fái hundrað pundum
meira en hinn. Allir menn eiga að
vera jafnir og það kaupir sér
enginn mikla getu í iþróttum. Að
ná árangri er afrek
einstaklingsins, samræmt átak
hugar og líkama.“
Capes taldi alla iþróttaleiðtoga
mjög eigingjarna. Það kæmi m.a.
fram í því að á mótum og ferða-
lögum fengju þeir beztu her-
bergin, betri mat og betri aðstöðu.
• kringlukasti og spjóti hefur hann
kastað rúma 62 metra.
Hreinn í of hœttu-
legu starfi
„Hreinn Halldórsson er ein-
hver mesti íþróttamaður sem ég
hef kynnzt. Hann er góður
drengur og ótrúlega sterkur. En
hann skortir mikla tækni. Það er
furðulegt hvað hann varpar
langt,“ sagði Geoff Capes i viðtali
við DB.
„Hreinn gæti hugsanlega staðið
á verðlaunapalli á ólympíu-
leikunum i Moskvu. En þó gæti