Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið hf wBlABIB frjálst, óháð dagblað Framfcvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Frénastjón: Jón Birgir Pátursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofus^órí ritstjórnar Jóhannas Raykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Savsr Baldvinsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Anna Bjarnasan, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín k, Ólaftir Jónsson, ómár Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmywdir: Bjamleifur Bjvnleifsson, Hj^Aur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorlaifsson. Droifingarstjórí: Már E.M Wtst|óm Siðumúla 12. Afgraiðsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrifstofur Þvarholti 11 i blaðsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 70 kr og umbrot: Dagblaðið og Staindórsprant hf. Ármúla 5. og plötugarö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19- Gengislækkun? „tJlfur, úlfur,“ hrópa samtök frystihúsaeigenda um þessar mundir. Þau spá 3—4 milljarða taprekstri húsanna á næstu mánuðum, ef þeim verði ekki komið til hjálpar. Að óbreyttu ástandi verði frystihúsin á Suður- og Vesturlandi að loka á næstunni, sum jafnvel um næstu helgi. Aróðursherferð frystihúsaeigenda er svo vel skipulögð, að efasemdir hljóta að vakna. Menn muna eftir mörgum fyrri ramakveinum fisk- vinnslu og útgerðar og telja eigendur þessara atvinnutækja vera sérfræðinga í að barma sér. í sögunni um „úlfinn, úlfinn“ hafði stráksi einu sinni rétt fyrir sér og vildi þá svo illa til, að menn voru einmitt hættir að trúa endur- teknum ýkjusögum hans. Við megum því ekki skella skollaeyrum við hrópum frystihúsaeig- enda, þótt við trúum þeim ekki í blindni. Ein staðreynd styður fullyrðingar frystihúsa- eigenda. Laun starfsfólks húsanna hækkuðu verulega í síðustu kjarasamningum, án þess að húsin hafi nokkra möguleika til að velta kostn- aðaraukningunni á viðskiptavini sína í útlönd- um. Sú er hin viðkvæma sérstaða útflutnings- framleiðslunnar. Enginn vafi er á, að það er gengislækkun, sem eigendur frystihúsanna eru að biðja um. Það er gamalkunnugt og áhrifamikið ráð, sem oftast hefur átt fullan rétt á sér. Og í hjarta sínu efast enginn kunnugur maður um, að um þessar mundir sé krónan minna virði en gengis- skráningin segir. En ríkisstjórnin á einstaklega erfitt með að verða við óskum frystihúsaeigenda að þessu sinni. Hendur hennar voru óvenju rækilega bundnar í síðustu kjarasamningum. Gengis- lækkun mundi hafa í för með sér, að eins og hálfs árs kjarasamningar yrðu samstundis lausir. Og þá væri fjandinn laus. Það er engin furða, þótt samtök launþega vilji ekki sætta sig við gengislækkun. Á núver- andi gengi eru lífskjör hér mun lakari en í nágrannalöndunum. Til dæmis er í frásögur færandi, að kjör í sjómennsku og fiskvinnslu eru miklu betri í Færeyjum en hér á landi, þótt færeyskir frystihúsaeigendur selji afurðir sínar á sama verði og íslenzkir. Gengislækkun mundi auka þennan lífskjara- mun af fullum þunga. Þörfina á því er alls ekki unnt að skilja, þrátt fyrir allar tölur og hag- fræði. Þess vegna þurfa stjórnvöld nú að svara nokkrum spurningum: Eru íslenzkir sjómenn og fiskiðjufólk svona verklítið í samanburði við Færeyinga? Eru íslenzk útgerð og fiskvinnsla svona illa rekin í samanburði við færeyska? Eða er skýringar- innar að leita í óhóflegum rekstrarþunga og afskiptasemi hins opinbera, sem meðal annars hefur leitt til offjárfestingar í útgerð og fisk- iðju? Þegar svona dæmi verða örlagarík, er kominn tími til, að stjórnvöld fari að taka mark á kenningunni um auðlindaskatt og fari að leigja aðgang að takmörkuðum auðæfum hafs- ins á þann hátt, að sókn og veiðilíkur séu í jafnvægi. Ef hálfur flotinn nægði til að ná fullum afla, mundi hann geta selt hann ódýrar til frystihús- anna. Aðgerðir af því tagi eru varanlegri en gengislækkun. DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. r n Glæpir rannsakaðir í Frakklandi: Afbrotaunglingar koma fremur úr háhýsahverf um en öðrum borgarhverfum Ofbeldi á Vesturlöndum hefur verið mikið til umtals og rannsóknar að undanförnu. Lönd eins og Ítalía hafa lýst því yfir að ofbeldi og glæpir séu víðar en þar, þrátt fyrir það að alltaf séu sagðar þaðan nýjar sögur af mannránum og morðum. Vestur-Þjóðverjar Skýrsla um rannsókn á glæpum í Frakklandi hefur nýlega komið út. Þar kemur m.a. fram að háar íbúðarblokkir og fleiri glæpir fara saman. fara ekki varhluta af þeirri of- beldisöldu sem gengur yfir Vestur-Evrópu, þar hefur bankastjóri verið skotinn á heimili sínu nýlega og stúlka er grunuð um verknaðinn og hennar leitað. En hvernig er Frakkland á vegi statt í þessum málum? Ætli það sé alveg ‘3tTT.C|r,TT8mjijf-rff HVERT SKAL HALDA? Fjögurra stiga frost mæiaist nýlega við jörðu í Reykjavík. í Borgarfirðinum hefur verið rigningarsuddi í allt sumar og hráslagalegt. Pesetinn var felldur, dollarinn féll. Peningaflótti á sér stað ann- ars staðar að úr heiminum til Bandaríkjanna. Fjárfesting Marshalláætlunarinnar er að pkila sér. Evrópa er að gefa það frá sér, sem reiknað var með, og ef til vill verða peningarnir notaðir til að tortíma henni á ný til þess að geta endurtekið leikinn. Það er von, að menn séu ruglaðir og átti sig ekki á þessari hringiðu og einnig á þeirri staðreynd, að hérlendir stjórnmálamenn skipuleggjs yfirleitt ekki neitt til lang- frama. Landflótti er hafinn á nýjan leik. Að mínum dómi mun hann vera meiri en hér var fyrir um það bil tíu árum. Það er ávallt sagt, að menn tolli ekki lengi erlendis, þá langi ávallt heim til tslands á ný. Það er vissulega sannleikur í þessu, en undanfarin tíu ár. hafa menn ferðazt það mikið erlendis.að valið um að flytja til annarra landa er ekki alveg eins mikið út í bláinn og áður fyrr, þvi miður. Þau lönd, sem mest er rætt Kjallarinn Friðrik Á. Brekkan um, eru Svíþjóð, Bandaríkin, Noregur, Ástralía, Nýja- Sjáland og Kanada. Spilar þar margt inn í, pen- ingar, veðurfar, vinnuaðstaða en umfram allt frelsi frá ríkj- andi kerfi. Menn eru yfirleitt ekki á móti tslandi sem slíku, enda engin áóstæða til. Landið er fag- urt og hér eigum við heima. tsland býður upp á ótal mögu- leika og margt er að gerast. í miðri ótrúnni er samt trú og reisn og nefni ég eitt jarðbund- ið dæmi, EDDU-hótelin. Þau eru dæmi um samhæfingu og reisn, snyrtileg starfsemi í sí- fellt betur byggðu húsnæði um allt land. Trú mín er, að sú starfsemi eigi eftir að verða geysilega arðbær strax á næsta ári, þegar hin margumtalaða bílaferja kemst í gagnið og mun starfs- fólk hótelanna njóta góðs þar af. En á Eddu-hótelunum er starfsfólk nokkurs konar hlut- hafar í gróðanum, gott dæmi um sósialískan kapitalisma. En ekki geta allir lifað á ferðamannamóttöku, sérstak- lega ekki menn með sérhæfða iðnmenntun, nema að takmörk- uðu leyti. Það er leitt að sjá iðnaðar- menn hverfa af landinu, en þeir eru ófáir, sem undanfarið hafa farið eða eru í þann veg- inn að fara, og glatar þjóðin þar mörgum vinnufúsum höndum. Snúum vörn i sókn. Gerum eangskör að nýrri uppbygg- ingu. Finnum störf fyrir alla, og’gleymið því ei, að kosningar eru á næsta ári. Friðrik Asmundsson-Brekkan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.