Dagblaðið - 18.08.1977, Side 7

Dagblaðið - 18.08.1977, Side 7
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. 7 Erlendar fréttir REUTER Mallorca: Reyndu að sprengja kónginn —forsætisráð- herrann með kóngi Svo virðist sem reynt hafi verið að sýna konungi Spánar, Juan Carlos, og drottningunni, Sofiu, bana- tilræði á Mallorca. Þar hafði verið komið fyrir sprengju á vegi þeim sem þau áttu að aka eftir. Konungshjónin eru á Mallorca ásamt Adolfo Soarez forsætisráðherra Spánar. Sprengjan fannst i tæka tið, áður en konungshjónin og forsætisráðherrann óku um veginn þar sem hún var falin. Sprengjan var ekki mikil að sjá, heimatilbúin eftir gamaldags reglum. Henni var komið fyrir í skó- kassa um 50 metra frá þeim stað þar sem skúta konungs- hjónanna lagðist að bryggju., Sprengiefnið sem notað var í sprengjuna er sagt vera sams konar og það sem vinstrisinnar hafa oft notað á meginlandinu. Forsætisráðherrann kom til Mallorca til að ræða við konunginn um stjórnmál, en hann flaug aftur til Madrid eftir stuttan fund. Rokkkóngurinn eituriyfjaneytandi —segja tveir lífverðir hans Þúsundir aðdáenda Elvis Presleys söfnuðust saman fyrir framan hús hans í Memphis Tennessee i Bandaríkjunum, þar sem hann lá í hvítri kistu, en ættingjar gáfu leyfi fyrir þvl að fólk mætti sýna honum hinztu virðingu sina með þvi að ganga fram hjá kistunni. Ekki nema lítill hluti þeirra, sem vildu komast að, leit goð sitt augum þar sem hann lá I kist- unni klæddur hvítum fötum, í blárri skyrtu, með silfurlitað slifsi. Fyrir utan húsið voru um eitt hundrað lögreglumenn og 50 aðrir gæzlumenn. Þeir reyndu að hemja fólkið en það gekk misjafnlega. Margir, sem voru í hópnum, voru langt að komnir og sumir höfðu komið erlendis frá. Tveir fyrrverandi lífverðir Elvis Presleys héldu blaða- mannafund í gær og sögðu þar að rokkkóngurinn hefði þjáðst síðustu árin. Þeir sögðu einnig að hann hefði verið mjög þung- lyndur og lokað sjálfan sig dögum saman inni I herbergi sinu. Lífverðirnir Sonny West og Dave Hebler sögðu að Presley hefði verið mjög ein- mana. Hann tók alls konar eiturlyf, sögðu þeir, t.d. svefn- pillur og kókaín, einnig tók hann mjög oft svefnpillur og alls konar pillur til að koma sér : - ... ' ? : ' Ur. ;■ - . Elvls Presley var ferlegt átvagl, segja llfverðir hans. I gott skap. Þeir sögðu einnig að þegar Presley hefði verið í þunglyndisköstum sínum hefði hann innbyrt ótrúlegt magn af mat og drykk. t fréttastofufregnum í gær var það tekið fram að rokk- kóngurinn hefði verið stakur reglumaður og hvorki drukkið vin né reykt. Sovétmenn: Sigldu fyrstir á norðurpólinn 18 þúsund tonna ísbrjótur komst í gegnum ísinn Kjarnorkúknúinn ísbrjótur Sovétmanna hefur komizt á norðurpólinn með því að sigla þangað í gegnum ísinn. Þetta er fyrsta skipið sem tekst að sigla á pólinn. Isbrjóturinn er 18.172 tonn og hann er fyrsta skipið sem hefur komizt í gegnum þessi hundruð kílómetra af ísilögðum sjó. Þegar fréttist af afrekinu vakti það mjög mikla athygli í Sovét- ríkjunum. Sjónvarpsdagskráin var rofin og landsmönnum til- kynnt um að Sovétríkin hafi átt það skip sem fyrst hafi siglt á norðurpólinn. Það hefur verið gamall draum- ur sjóara að komast á pólinn og þá sérstaklega þeirra sem hafa lagt upp þangað í könnunarleiðangra. Ahöfn skipsins lét þess getið að hún vildi tileinka sextíu ára afmæli byltingarinnar þetta afrek sitt. CONCORDE ÁKENNEDYFLUGVÖLL Nú hefur alríkisdómari fellt Kennedyflugvelli í New York þann úrskurð að hljóðfráa sagði að fólk myndi ekki sætta þotan þeirra Frakka og Breta, sig við þennan úrskurð og Concorde, megi lenda á flug- dóminum yrði áfrýjað til æðstu vellinum I New York innan 10 yfirvalda, þar tíí andstæðingar daga. Concorde fái sínu framgengt. Flugvallarstjórinn á Carter fær stuðning Fords og Kissingers Carterstjórnin hefur hafið Carters um skurðinn, þeir opinbera baráttu fyrir samn- Bunker og Linowitz, koma fyrir ingi sínum við Panama. fulltrúadeild þingsins I dag og Samningurinn felur það I sér skýra stefnu Carters I samn- að Bandaríkjamenn missa yfir- ingamálinu við Panama. For- ráð yfir skurðinum árið 2000. maður þeirrar nefndar full- Samningurinn hefur mætt trúadeildarinnar sem fjallar mikilli andstöðu ýmissa þing- um, Þetta mál, hefur alla tið manna. Til þess að samningur;' verið mjög andsnúinn þvi að inn verði gildur þarf hann sam- Bandarikjamenn láti skurðinn þykki þingsins. Tveir þriðju aí hendi við Panama riki. öldungadeildarþingmanna Carter forseti hefur nú þegar þurfa að samþykkja hann til fengið stuðning ýmissa mætra þess að hann verði löglegur. . manna. Gerald Ford fyrrver- Það er þvi þungur róður fyrir and' forseti hefur lýst sig fylgj- höndum hjá Carter og hans andi samningnum. Einnig mönnum og nú reynir á hvern hefur Henry Kissinger fyrrver- stuðning hann hefur i þinginu. andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna sagt að Carter hafi Tveir aðalsamningamenn sinn stuðning I þessu máli. Nýjasta nýtt Það er ekki nóg með að tízkukóngar i París skipti sér af því hvernig kvenfólkið á að vera klætt heldur vilja þeir einnig hafa hendur í hári kvenna. Nú eiga konur að sækja fyrirmyhd sína aftur til ársins 1940. Allar konur eiga að vera með sömu hárgreiðsluna og hún Rita Hayworth þegar hún var upp á sitt bezta. Það er hinn frægi hárgreiðslumeistari Alexandre í París sem leggur þetta til. Hann notar stóra kamba til að halda hárinu frá andli<inu og svo sgtur hann ómælt magn af ,,krullum“ í hárið, eins margur og hægt er. Tilheyrandi málning á að fylgja þessari hárgeiðslu en þá á að leggja aðaláherzluna á að klína á varirnar eins miklum rauðum varalit og mögulegt er. ÚTSALAN helduráfram í nokkra daga

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.