Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. 11 útundan þegar talað er um þá glæpaöldu sem gengið hefur yfir Evrópu? Skýrsla um ofbeldi í Frakklandi, höfundarnir allir fórnarlömb Mikil skýrsla hefur verið gerð um glæpi .í Frakklandi. Hún er unnin af tíu mönnum og svo vill til að þeir hafa allir orðið fyrir barðinu á ofbeldis- mönnum, sem á þá hafa ráðizt. Skýrslan sem mennirnir hafa unnið að er um sjö hundruð síður og mjög umfangsmikil. Það er algengt að sjá í frönsk- um blöðum frásagnir fórnar- lamba sem hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldismönnum. Þar má lesa ógeðslegar greinar, t.d. um að faðir hafi skotið fjögur börn sín og svo framið sjálfs- morð. Þar er einnig að finna lýsingar á alls konar árás- um og sprengjutilræðum og morðum. Það er nú svo að fólk er ekki farið að kippa sér upp við slíkar sögur, enda hefur glæpum í Parísarborg fjölgað 350 prósent á síðustu 13 árum. Þessar tölur segja sitt og það er engin furða þótt hinn almenni borgari verði var við þá aukningu sem orðið hefur á glæpum í París. Borgin er sökudólgurinn I skýrslunni um glæpaölduna í París er að finna ýmsar skýringar á því hvers vegna glæpum fer fjölgandi í borg- inni. Ein skýringin er sú að, París sé sökudólgurinn. Borgin skapar það umhverfi, þar sem glæpir eigi bezt uppdráttar. Þetta er engin ný kenning og kemur sjálfsagt engum á óvart. Sömu sögu er að segja t.d. frá New York, London, Róm og öðrum stórborgum um allan heim. Nefndarmenn sem sömdu skýrsluna gerðu þó meira en að kenna borginni um glæpina. Þeir rannsökuðu öll þau smá- atriði í borginni sem ættu sinn þátt í að skapa glæpamönnum skilyrði. Hvað er það eiginlega sem auðveldar þeim myrkra- verkin? Hvernig má breyta París, ef við eigum að reyna að minnka glæpi, eða koma í veg fyrir þá? Þetta voru spurningar sem dómsmálaráðherrann nú- verandi, Alain Peyrefitte, og samstarfsmenn hans í nefnd- inni reyndu að svara. Fœrri fjölbýlishús, stœrri grœn svœði eru lausn m.a. Núverandi dómsmálaráð- herra átti sæti í nefnd þeirri sem samdi umrædda skýrslu um glæpi i Frakklandi. Hann hafði ekki tekið við embættinu þá og ef til viH gæti sá kostnaður, sem hann mælir með í skýrslunni að lagður verði í breytingar vaxið honum í augum sem dómsmálaráð- herra. Þar segir m.a. að til þess að koma í veg fyrir glæpi, þá skuli stuðla að því. að byggja I skýrslunni um glæpl í Frakklandl seglr m.a. að mlklu algengara sé að ungllngar lendt f glæpamálum en fólk sem er orðið 18 ára. Þessi mynd er af stúdentaóeirðum í París. ekki eins mikið af stórum fjöl- býlishúsum. Hafa skuli fleiri græn svæði fyrir almenning og eins sé mjög æskilegt að ekki byggist upp jafnfjölmennir byggðakjarnar og raun ber vitni nú 1 landinu. Nefndin fjallaði einnig um vandræða- unglinga, sem erfitt væri að eiga við í skóla. Komst hún að þeirri niðurstöðu að leitazt skyldi við að halda þessum unglingum i skólum landsins þar til þeir væru að minnsta kosti orðnir sextán ára að aldri. Það eru því miklar breytingaf sem þurfa að eiga sér stað til þess að draga megi úr glæpum, ef marka má þær niðurstöður sem koma fram í skýrslunni. Hóar íbúðarblokkir og fleiri glœpir fara saman í skýrslu þeirri sem fjallað hefur verið um segir að í íbúðarblokkum, sem eru undir sex hæðum, séu 45 glæpatilfelli ef miðað er við 1000 ibúa. Sé hins vegar miðað við 1000 íbúa á sama hátt, en íbúðarblokkir séu yfir sex hæða háar, þá komi það miklu verr út, eða 65 glæpatilfelli á hverja 1000 íbúa. Nefndin segir í skýrslu sinni um glæpi að unglingaafbrot séu miklu algengari i borgun sem hafi yfir eitthundrað þúsund ibúa en í minni bæjum og borg- um. Tekið er dæmi um að i bæ sem hafi um þrjú þúsund Ibúa þá sé tíðni unglingaafbrota um 2,2%. Aftur á móti er tíðnin komin upp í rúmlega 10% I borgum sem hafa íbúafjölda á bilinu milli fimmtíu þúsund til eitthundrað þúsund. Unglingar lenda miklu oftar í glæpamálum en fullorðið fólk. Það kemur fram í skýrslunni, að þrjú prósent af unglingum undir 18 ára aldri flækist inn í glæpamál, en 1,52 prósent af fullorðnu fólki. Kjallarinn skrifstofu borgarverkfræðings til að grennslast fyrir um hvað hægt væri að gera. Hann var spurður að því hvort starfrækt væri bílaverkstæði í húsinu. Þegar vinur minn kvað nei við þeirri spurningu, var svarið sem hann fékk, að þá gætu borgaryfirvöld ekkert gert. Hreinar götur, fögur torg Þessi saga finnst víst flestum heldur ótrúleg, en svona eru nú hlutirnir hér í Reykjavík. Grænu svæðin og vanhirtar lóðir Allmargir Reykvíkingar gera það sér til dundurs á síðkvöld- um að aka um og skoða nýrri hverfi borgarinnar. Ýmislegt er eflaust spjallað í þessum öku- ferðum s.s. um skattsvik, arki- tektúr, snyrtilega umgengni eða hið gagnstæða. Það er hægt að skammast eða dást að því sem fyrir augun ber. Ég lagði það á mig að aka með nokkra útlendinga um þessi betri hverfi borgarinnar sem svo eru kölluð, en þá sóttu á mig spurningar: Hvers konar fólk er það sem steypir upp hús, lokar gluggum og hurðum með einhverju drasli og lætur svo ekki sjá sig í mörg ár? Hvers konar fólk er það sem getur fengið lóð á bestu stöðum og beðið í fjölda ára með að hefja byggingarframkvæmdir? Leiðindagaurar og rottuhreiður Það er óskaplegt til þess að vita þegar áhugasamt fólk fær lóð t.d. undir einbýlishús og reynir síðan af veikum mætti að snyrta sæmilega í kringum sig. Koma upp þokkalegum skrúðgarði og leggja í þetta mikla vinnu og töluvert fjár- magn. Svo eru einhverjir leið- indagaurar við hliðina á þessu fólki eða i næsta nágrenni, sem eru algjörlega skeytingarlausir um útlit lóðar eða húss. Allt fyllist af illgresi og oft verða þessi hús, sem standa auð og yfirgefin í mörg ár, rottu- hreiður og eru viðurstyggð í annars þokkalegu umhyerfi. I mörgum nýrri hverfum borgar- innar eru slík hús. Það má með sanni segja að við íslendingar séum í sérflokki. Það er rifist um eldgömul hús við Lækjar- götu, hvort þau eiga að fá að standa eða verða rifin. En að mynduð séu einhver samtök, hliðstæð Torfusamtök- unum til að herja á þessu vand- ræða fólki sem skynjar ekki þýðingu þess að sýna samborg- urum sínum eðlilega og sjálf- sagða tillitssemi, hefur víst eng- um dottið í hug. Lítil saga um erfiðan núgranna Kunningi minn einn byggði einbýlishús á þokkalegum stað. Hann hugðist hafa samráð við þann sem byggði húsið við hlið- ina um frágang lóðarmarka. iHúsin voru byggð á svipuðum tíma. Eftir að hafa rætt við þennan nágranna, sem hann sá sjaldan eftir að húsið var orðið fokhelt, þá var það að þessi. kunningi minn fær jarðýtu til að jafna lóðina hjá sér og hefst handa um gróðursetningu. Skömmu síðar.eftir að því verki var lokið.kemur nágranninn i heimsókn og var heldur þungur á svipinn. Hann skammaðist yfir því að ekki skyldi vera haft samráð við sig um jöfnun lóðar- innar, þvi hann hefði skilið eftir stóra holu í garði kunn- ingja míns til að geta grafið grjótið úr sinni loð. Það sem bjargaði málinu var að þessi vinur minn er gæddur þeim eiginleika sem fáum er gefið, að taka öllu mótlæti með jafnaðargeði, og einnig þessu áfalli að hafa lent við hliðina á stórklikkuðum manni. Síðan þetta gerðist eru liðin 6 ár, og allt við það sama hjá þeim sem' vildi láta kunningja minn bíða þar til hann væri tilbúinn. Auð- vitað veldur það vini mínum riokkrum áhyggjum að illgresi skuli fá að vaxa óhindrað í næstu lóð við hans lóð, þess vegna hafði hann samband við Greinarhöfundur kvartar um hve lengi sé verið að Ijúka við frágang í sumum nýju hverfunum. legt, eins og að ganga sæmilega frá lóðum og húsum. Þar held ég að það fari á engan hátt eftir stjórnmálaskoðun eða vinfengi. Þetta er svo dæmalaust hvað við erum góð hvert við annað. Borgin er hrein. og hreinsun gatna til fyrirmyndar og þeirra svæða sem garðyrkjudeild borgarinnar annast. En þessar subbulóðir og ófrágengnu hús innan um í annars snyrtilegum hverfum setja heldur leiðinleg- an svip á borgina. Getur ekki borgarráð sett einhver ákvæði sem hægt er að framfylgja um þessi atriði? Sennilega skrifa flestir undir einhverja samþykkt um tíma- mörk varðandi byggingafram- kvæmdir þegar þeim er úthlut- að lóð. Þetta virðast vera dauðir og ómerkir bókstafir, ef ráða- menn geta ekki gripið I taum- ana og kippt hlutunum í lag. Það er sannfæring mín að það sé ekki sökum fátæktar sem fólk hefur subbulegt i kringum sig, eða gengur ekki sómasam- lega frá sínum eignum. Það er þetta yfirþyrmandi kæruleysi og tillitsleysi sem hefur heltek- ið þessar sálir. Agnar Guðnason Agnar Guðnason Hvað er að hjá skipulagi borgarinnar? Ég held að svarið sé augljóst, þar ráða ríkjum þessir elskulegheitar menn sem öllum vilja vel, þeir hafa ekki brjóst í sér til að amast við borgurunum um svo smávægi-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.