Dagblaðið - 18.08.1977, Side 15

Dagblaðið - 18.08.1977, Side 15
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGÚST 1977. bakgarð Dresdner bankans, en þegar sú þriðja átti skamma leið eftir ófarna rennir sér í veg fyrir bifreiðina grænn Alfa Romeo. Út úr Romeoinum stökkva tveir ungir menn, annar í ljósum frakka og með vélbyssu í hönd, hinn í peysu með skammbyssu í hendinni. Voru þarna mættir þeir Lug- meier og Linden og hrópuðu ,,Rán, upp með hendur.“ Neyddu þeir mennina alla fjóra til þess að stíga út úr peninga- flutningabílnum, sem var af Opel Karavan gerð, skipuðu þeir mönnunum að opna bifreiðina að aftan og tóku síðan út tvær milljónir marka. Var ein milljón í þúsundmarka- seðlum og afgangurinn í tíu-, tuttugu-, fimmtíu- og fimm- hundruðmarkaseðlum. Stóð þetta yfir í nákvæmlega níutíu sekúndur, skömmu fyrir klukk- an níu að morgni. Hurfu Lug- meier og Linden síðan á brott i hinum græna Alfa Romeo bíl sínum, jafnskjótt og þeir höfðu komið. Gamall maður sem horfði á ránið þar sem hann stóð hinum megin við götuna sagði við lög- regluna: „Þetta gekk allt svo fljótt og vel fyrir sig, mér kom ekki annað til hugar en þarna væri verið að taka upp Tatort (glæpaþáttur í þýzka sjónvarp- inu) með földum myndavél- um.“ Héldu þeir félagar ekki langt á Alfa Romeo bifreið sinni, heldur voru þeir komnir á bíl af Porsche gerð átta mínútum eftir ránið. Hálftíma seinna fannst Porsche bíllinn og höfðu þá þeir félagarnir haldið flótt- anum áfram í öðrum bíl af Porsche gerð. Eltingaleikur um allan heim Hófst nú eltingaleikur lögreglunnar við þá Lugmeier og Linden og var vettvangurinn hálfur heimurinn, ítalia, Eng- land og lauk síðan í Mexíkó þann 29. apríl 1974 með hand- töku þeirra beggja. Gerhard Linden hafði eftir ránið haldið til systur sinnar, Brigittu, í íbúð hennar í Múnchen. Þar fann lögreglan mikið af vopn- um sem systirin geymdi fyrir bróður sinn, þar á meðal vopn- in sem notuð höfðu verið við ránið á peningaflutningabíl Dresdner bankans. Vinkona Lindens frá Frankfurt, Hanne- lore að nafni, uppgötvaðist einnig, en hún hafði heimsótt Linden til Mexíkó og búið hjá honum þar í eina viku á lúxus- hótelinu Rio Tiber, án vitundar eiginmanns síns. Er eigin- maðurinn frétti af þessu sótti hann strax um skilnað og að fá yfirráðaréttinn yfir börnum þeirra tveimur. Er Linden var handtekinn í Mexíkó var hann í tygjum við mexíkanska stúlku. Komst hann að því að samband sitt við Hannelore frá Frankfurt hafði leitt til þess að lögreglan komst á spor hans til Mexíkó, svo hann vildi ólmur giftast hinni mexíkönsku stúlku og ættleiða börn hennar tvö. Hafði hann því látið bæta í hið falsaða vegabréf sitt ,,a la Torre“ fyrir aftan nafnið Ulrik Scharrer, sem hann gekk undir á flótta sínum. Þá gekk Lugmeier undir nafninu Karl Hutzel. Er þeir félagar voru hand- teknir í Mexíkó voru þeir aðeins með litlar fjárupphæðir á sér og höfðu skýringu á reiðum höndum, „14000 pesos (ca 200 þús. ísl. krónur) var stolið af okkur þegar ■ við skruppum í ferðalag.“ Og það mun hafa verið rétt hjá þeim, því það kom heim og saman víð frásögn í bréfi Gerhards til systur sinnar, Brigitte, þar sem hann segir frá ráninu. Höfðu þeir ekið út í eyðimörkina og bíll beirra bilað þar. Sjá þeir hvar úr fjarska nálgast þá menn ríðandi, voru þetta þá „Caballeros" (kúrekar er stunda gripdeildir) með alvæpni sem kröfðust þess að þeir reiddu fram féð. 15 Flóttá Lugmeiers lokið, hann sendur heim í fangelsið í Frankfurt f fylgd þriggja lögreglumanna, þeirra Karl Heins Georg, Dieter (Mvndir: Ernst Dankert og Ragnar Th. Sigurðsson) Ortiauf og Ivars Hannessonar. Réttarhöldin dragast ó langinn Fimmtánda maí 1974 fljúga þeir Linden og Lugmeier síðan heim til Frankfurt i fylgd lögreglu. Fyrst þurfti að ljúka rannsókn málsins áður en réttarhöldin gátu hafizt og stóð sú rannsókn lengi og var afar erfið. M.a. fannst í einum bíln- um, sem þeir félagar höfðu notað á flóttanum, húfa sem álitið var að Lugmeier hefði verið með við ránið. I húfunni fundust nokkur hár og seinna þurfti að sannprófa hvort þau væru ekki örugglega af Lug- meier. Kom í ljós að svo var. Gerist það síðan að réttar- höldin yfir Lugmeier og Linden hefjast haustið 1975 og standa yfir í u.þ.b. eitt ár. En þann fjórða febrúar 1976 skömmu eftir hádegið, brá hins vegar svo við að þegar dómvörður leit augunum af Lugmeier þá gerði hann sér lítið fyrir og hoppaði út um glugga réttarsalarins á annarri hæð.Varþetta um fjög- urra til fimm metra stökk, en Lugmeier varð ekki meint af heldur hljóp strax á brott og faldi sig í vörugeymslu þar skammt frá og gisti í hjónarúmi er þar stóð. Á meðan hófst gífurleg leit um alla Frankfurt, en án árangurs, Lugmeier var hvergi að finna. Hófst þá mikill eltingaleikur hans við lögreglu- mennina Dieter Ortlauf og Karl Heinz Georg. Fréttu þeir af honum í Iran, á Bahamaeyjum og víðar, síðast á Islandi þar sem hann var loksins gómaður. Dœmdur fjarverandi Eftir flótta Lugmeiers úr réttarsalnum var ekkert annað að gera en halda réttarhöldun- um áfram eins og ekkert hefði i skorizt, enda var það gert og lauk réttarhöldunum yfir Lug- meier og Linden haustið 1976. Annan október 1976, átta mánuðum eftir flótta Lug- meiers, var kveðinn upp dómur yfir þeim báðum, Gerhard Linden var dæmdur til 13 ára betrunarhússvistar og Ludwig Lugmeier til tólf ára, að honum fjarverandi. Linden hrópaði er dómurinn var upp kveðinn: ,,Þarf ég að hlusta á þetta, ég hef ekki áhuga á að heyra svona svínarí. Þetta er rangur, óréttlátur dórnur." En allt kom fyrir ekki, Gerhard Linden situr bak við lás og slá í Þýzka- landi og nýlega bættist honum félagsskapur í fangelsisvistina, þarsem Ludwig Lugmeierer.- BH Leit stendur yfir f Frankfurt að Lugmeier í febrúar 1976. Þrátt fyrir mlkla leit fannst hann alls ekki fyrr en á fsiandi rúmu ári seinna. Glugginn sem Lugmeier stökk út um í dómhúsinu í Frankfurt þann 4. febrúar 1976. Við gluggann standa lögmenn sakborninganna tveggja, þeir Egon Geis og Johannes Riemann.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.