Dagblaðið - 18.08.1977, Page 3

Dagblaðið - 18.08.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. LEG LEGO heita PLA KUBBAR sem ætlaðir eru um börnum til þess að leika að og eru taldir vera m þroskandi fyrir börnin. I Danmörku, þaðan s þessir KUBBAR munu ætta hafa þeir dönsku komið sér i úti á Jótlandi LEGOLANDI sem heill bær er byggður i úr þessum KUBBUM og ga: menn innan um þennan smé líkt og risar í LILIPUTBÆ munu þúsundir manna kc þarna árlega. Líklega tugþúsundatali. Mér detta stundum í 1 þessir KUBBAR þegar veric að byggja göturnar í bænun: finnst mér þá vera komið ok LEGOLAND, eða því sem nt Svo ákaflega smáar eru þes framkvæmdir okkar í gat gerð stundum. Gatnamót hér i Reykjavnv eru t.d. alltof þröng, með fáum undantekningum þó. Oft eru byggðir háir múrveggir út á yztu mörk lóða manna eða þá að trjágróður nær of langt fram á lóðamörkin (á hornlóðum). Þetta veldur því að ökumenn hafa ekki það útsýni sem nauðsynlegt er og verða að aka út á miðja akrein til þess að huga að umferðinni. Þetta er ATVR Björn Guðmundsson skrifar: Eitt af vandamálum islenzks þjóðfélags er ÁTVR eða Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins. Þar á ég þó ekki við fyrirtækið sem slíkt eða rekstur þess, ekki heldur forstjóra þess eða annað starfsfólk. Ég hygg að forstjórinn reyni að koma þar ýmsu skynsamlegu til leiðar, s.s. að draga úr óhóflegri hækkun á verði léttra vína til að reyna að auka hlutfall þeirra á móti sterkum vlnum, ef það mætti verða til þess að bæta drykkjusiði íslendinga. Eg er heldur ekki frá því að hann gleðjist I hjarta sfnu yfir þvl að tóbakssala hefur dregizt saman. Börnin hafa unnið þarft verk ef þau hafa getað haft áhrif á reykingar landsmanna. Að minnsta kosti sýndu þau lofs- verða viðleitni. Um langan aldur hafa ráðandi ríkisstjórnir byggt traust sitt mikið á sölu áfengis og mikið hefur verið í húfi að landsmenn brygðust ekki því trausti með því að draga úr kaupum sínum á þessum vökva. Þegar Alþingi afgreiddi fjár- Iög fyrir þetta ár var lands- mönnum gert að sjá svo um að tekjur ÁTVR yrðu ekki undir 8600 milljónum króna. Það er hár skattur sem lagður er á áfengiskaupendur og því hærri sem fjárhæðin er og því meira sem á hana er treyst, því meira er í húfi að men i bregðist ekki þvl trausti sem til þeirra er borið, því ekki er á hina að treysta sem ekki kaupa áfengi. Hugsum okkur bara þá ringul- reið sem skapaðist ef viðskipta- vinirnir brygðust þó ekki væri nema einn mánuð. Þá mynd- aðist yfir 700 milljóna greiðslu- halli sem hafa mundi víðtæk áhrif um allt land. Sennilega eigum við heimsmet í skatt- lagningu á þá sem kaupa áfenga drykki og þegar svo langt er gengið létta þeir mjög skattbyrði þeirra sem ekki kaupa áfengi og ekkert leggja af mörkum I þennan sameigin- lega sjóð sem stendur undir margs konar framkvæmdum. Við vitum hvað gerðist þegar viðskiptavinirnir brugðust trausti ríkisstjórnarinnar á fyrri hluta árs og keyptu minna áfengi en þeim hafði verið ætlað að kaupa. Þá var það ráð nærtækast að stórhækka verð á sterkum vínum og tóbaki og freista því að ná því inn sem á vantaði til að áætlunin stæðist. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að landsmenn bregðist ekki trausti ríkisstjórnarinnar. Vín skulum við kaupa fyrir þessa fyrirfram ákveðnu upphæð en okkur er ekki treystandi til þess að drekka tiltölulega veikan bjór hér á landi. Við verðum að fara til annarra landa til að drekka hann. Stundum er sagt að þeir sem kaupi áfengú og neyta þess séu veikir fyrir víni og því skal sízt neitað, að sumir drekka langt úr hófi fram, bæði að því er varðar heilsu og efni. Er þá ekki lágkúrulegt að leggjast á lítilmagnann og okra á honum í trausti þess að hann kaupi vlnið samt þótt verð keyri fram úr hófi? Minnir þetta ekki nokkuð á eiturlyfjasalana sem almennt eru ekki vel rómaðir? Að lokum þetta: Er hægt að segja að þjóðfélag sem byggir tilveru sina svona mikið á óhóflegri álagningu á áfengi, sérsköttun þeirra sem kaupa áfengi, standi á traustum grunni? Þvl verður hver og einn að svara. Hækkað verð á áfengi hefur lltil áhrif á áfengiskaup þeirra sem drekka sér til vansa eða heilsutjóns en þeir eru margir sem drekka og veita vln sér og öðrum til heilsubótar og ánægju, því það er líka hægt að umgangast vln á þann hátt. t.d. mjög áberandi I Kleppsholtinu sums staðar. Ég kom eitt sinn með kunningja mínum til útlanda og var það hans fyrsta utan- landsreisa. Honum fannst mikið til umferðarinnar koma (í'Hamborg). En eftir einu tók hann strax og það var hve gatnamót voru rúmgóð. Glöggt er gests augað, segir máltækið, en slík gatnamót hafði hann ekki séð I Reykjavík. Stórir strætisvagnar aka um þessar þröngu smágötur og því miður oft á alltof miklum hraða. Umferðin I Reykjavik er orðin gífurleg og slysin eru alltof mörg, en mörg eru þau vegna hinna þröngu gatna og alltof þröngu gatnamóta. Reykjavík er vissulega orðin lítil stórborg en mér virðist sem enn sé verið að byggja götur eins og um smábæ væri að ræða. Við skulum reyna að hætta þessu LEGOLAND skipulagi og reyna að byggja nýtízku götur, sem hæfa umferðinni I stór- borginni okkar, sem Reykjavlk er vissulega orðin, umferðarlega séð. Mér datt þetta (svona) I hug. SIGGI flug 7877-8083. Bankastrœh9 sími 11811 3 Spurning dagsjns Hefurðu borðað lox í sumar? Halla Kjartansdóttir afgreiðslu- maður: Nei, það hef ég aldrei gert á æfi minni. Hins vegar hugsa ég að lax sé mjög góður þvi ég hef borðað silung og mér er sagt að lax sé enn betri. Þorgeir Jónsson læknir: Já, það hef ég gert. Að visu ekki mjög oft, svona tvisvar, þrisvar. Ég borða helzt hausana og hrognin, það þykir mér bezt. Og svo reyktan lax. Þetta er mjög góður matur, það veit ég fyrir víst því ég hef‘ veitt og borðað lax I yfir 20 ár. Albert Stefánsson afgreiðir bensfn: Já, já, það hef ég gert. Enda er ég I heimili hjá laxveiði- manni. Laxinn hefur verið góður i sumar eins og alltaf. Jóhann Sigurðsson nemi f flug- umferðarstjórn: Ég, nei. Ég borða hins vegar lax af og til en þó frekar sjaldan. Asgerður Isfeld er i skólar Nei, ekki I sumar. Ég borðaði hins vegar lax einhvern tlma þegar ég var smákrakki. Ég man ekkert eftir þvl hvernig hann var á bragðiö. Geir Björnsson rafvirkjameist- ari: Já, það hef ég gert. Hann var alveg ágætur. Annars finnst mér silungurinn oft á líðum eins góður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.