Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 23
DAGBT.AÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. AGtJST 1977.
23
Sjónvarp
Útvarp
ídag kl. 17.30:
Helga Þ. Stephensen er þarna að velja lög í þáttinn Lagið mitt.
m er fyrir börn innan tólf ára, sem er á dagskránni I dag kl. 17.30.
elga vinnur í tónlistardeild útvarpsins fyrir hádegi.
:-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson.
EIGA LÍKA
ENTÓLF
Útvarp íkvöld kl. 20.25: Leikrit vikunnar
Hæfilegur skammtur af
þjódfélagsádeilu og gamni
Leikendur eru úr Leikfélagi Sauðárkróks
Leikritið sem flutt verður í
útvarpinu í kvöld heitir Hver
er maðurinn? eftir Alexander
Vampilof. Þýðinguna gerði
Arni Bergmann, Gisli Halldórs-
son er leikstjóri. Að þessu sinni
er það Leikfélag Sauðárkróks
sem fer með hlutverkin: Kári
Jónsson, Kristín Dröfn Arna-
dóttir, Hafsteinn Hannesson,
Elsa Jónsdóttir, Kristján Skarp-
héðinsson, Ölafur H. Jóhanns-
son og Haukur Þorsteinsson
Gerist leikurinn í herbergi á
sveitahóteli. Býr þar Viktoría,
stúlka um tvítugt. Hún fær
óvænta heimsókn þegar annar
hótelgestur, Potapof, ber að
dyrum og vill óður og
uppvægur fá að hlusta á knatt-
spyrnulýsingu í útvarpinu. Þeg-
ar lýsingin stendur sem hæst
birtist hótelstjórinn og tekur
óþyrmilega á Potapof. Honum
bregður í brún þegar i Ijós
kemur að Potapof sé „layout
maður“ frá Moskvu og heldur
að það hljóti að vera útsendari
yfirvaldanna, þvi hann veit
ekki merkingu orðsins. Fyrir
þá lesendur sem vita heldur
ekki hvað þetta orð þýðir, skal
það upplýst, að „layout maður“
er sá maður sem teiknar upp
hvernig raða á fréttunum á
siður blaðanna.
Leikritið er úr leikritaflokki
sem nefnist Skritlur úr dreif-
býlinu. Fyrr á þessu ári flutti
útvarpið annað leikrit úr þess-
um flokki í þýðingu Arna Berg-
mann. Nefndist það Tuttugu
minútur með engli og var
bráðfyndið.
Höfundurinn, Alexander
Vampilof, drukknaði á bezta
aldri. Hann var afkastamikill
rithöfundur og hafa verk hans
hlotið verðskuldaða athygli, þvi
hann kann að blanda saman
þjóðfélagsádeilu og gamni.
Leikritið sem flutt verður i
kvöld, Hver er maðurinn?
minnir að sumu leyti á Eftirlits-
manninn eftir Gogol. Getur
höfundurinn vel við unað þvi
ekki er talið leiðum að líkjast,
þar sem Gogol er annars vegar.
-A.Bj.
Útvarp íkvöld kl. 19.40: Fjöllin okkar
Áður mátu menn ekki fegurð
nema hún væri til gagns
Dyrf jöllin svo vita gagnslaus —
en nú meta menn fegurð þeirra
Fjöllin okkar eru á dagskrá
útvarpsins i kvöld kl. 19.40.
Flytur Armann Halldórsson
safnvörður á Egilsstöðum pistil
um Dyrfjöll.
„Dyrfjöll eru mjög norðar-
lega á Austfjarðafjallgarðin-
um og liggja að úthéraði,
Borgarfirði og Njarðvik. Hæsti
tindur þeirra er 1136 m á hæð,“
sagði Armann er við hringdum
til hans austur á Egilsstaði.
„Annars eru Dyrfjöll tvö
fjöíl, aðskilin með svokölluðum
Dyrum sem þau draga nafn sitt
af. Þröskuldurnin milli þeirra
er um 800 m á hæð.“
— Er auðvelt að ganga á Dyr-
fjöll?
„Það er auðvelt að ganga á
einn tindinn, þann sem líklega
telst vera næsthæsti tindur
þeirra, hann er svona milli 1000
og 1100 m hár. Annars staðar
eru Dyrfjöll ókleif nema fyrir
fjallgöngumenn, þvi þau eru
með þverhníptum móbergs-
stabba eða hlem, sem nær í 750
m hæð.
Hæsti tindurinn hefur po
einu sinni verið klifinn þar sem
farið var upp þverhnfpt hamra-
beltið.
Þar sem aðallega er farið á
næstefsta tindinn liggur mel-
jaðar upp fyrir stabbann. Það
er bratt en auðvelt uppgöngu.
Ffst í fjallinu eru bara venju-
leg blágrýtis- eða basaltlög.
Það liggur við í seinni tíð að
fólk sé farið að dýrka þessi fjöll
og ferðum fer alltaf fjölgandi á
tindinn. Þau eru lika ákaflega
falleg og menn eru farnir að
meta það sem gleður augað
öðru vísi en áður.
Aður fyrr bjuggu þarna tröll
og óvættir sem áttu heima í
þjóðsögunum. Krökkum var
innrætt óbeit á fjöllunum I
vöggugjöf og þeim sagt að þar
væri bústaður Grýlu og Leppa-
lúða og alls kyns hyskis.
Virðist sem fyrr á tlmum hafi
menn ekki kunnað að meta
fegurð nema hún væri gagnleg
á einhvern hátt.
Dyrfjöll eru svo vita gagns-
laus. ógróin að langmestu leyti,
skafin að utan og fannir víða
fram eftir öllu sumri. Þau eru
líka kuldaleg og standa af þeim
rokstrengir," sagði Armann
Halldórsson safnvörður.
Fyrir skömmu lauk Ármann
við að segja okkur frá hinum
viðkunnu Njarðvíkurskriðum á
sumarvöku útvarpsins.
- A.Bj.