Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. 9 V Bolungarvík: Umframorka loðnubræðsl- unnar til fiarhitunar húsa? Athugun fer nú fram á þvi hvort nýta megi afgangsorku frá Síldarverksmiðju Einars Guðfinnssonar h.f. í Bolungar- vík til fjarhitunar húsa þar í bænum, að sögn Ölafs Kristjánssonar, forseta bæjar- stjórnar Bolungarvíkur. „Eftir verðhækkanir á oliu og misheppnaða heitavatnsleit hér höfum við að sjálfsögðu leitað nýrra orkugjafa," sagði Ölafur í samtali við fréttamann DB. „Nú er verið að stækka loðnubræðsluna hér um helm- ing og þá verður þar framleitt afl, sem samsvarar 8.8 mega- wöttum. Til samanburðar má geta þess að samanlögð orku- framleiðsla Mjólkár I og II er um 9 megawött. Athugun okkar beinist nú að því hvort mögu- legt verður að nýta reykhita frá bræðslunni og heitt vatn, sem notað er til gufuframleiðslu I verksmiðjunni, til húsáhit- ur,ar,“ sagði Olafur Kristjáns- son, „enda fullnýtir verk- smiðjan ekki alla þessa orku.“ Hann sagði sérfræðinga fulla áhuga á þessu málefni og raunar hefði hann ekki kynnzt svo miklum áhuga embættis- manna fyrr. „Gunnar Thorodd- sen iðnaðar- og orkuráðherra hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og óskað eftir greinar- gerð um niðurstöður okkar, sem ákvörðun verður síðan tekin I framhaldi af,“ sagði for- seti bæjarstjórnar Bolungar- víkur. Miklar gatnagerðarfram- kvæmdir eru fyrirhugaðar I Bolungarvík og sagði Ólafur að nauðsynlegt væri að taka ákvörðun um framtiðarskipu- lag húsahitunar I bænum á næstunni, svo takast mætti að koma hitalögnum undir gang- stéttir. „Það fer mikil afgangsorka út I loftið,“ sagði Ólafur, „bæði frá slldar- og loðnubræðslum, frystihúsum, vélaverkstæðum, sorpbrennsluofnum og fleiri orkufrekum fyrirtækjum. Það er því að vonum að við bindum við þetta talsverðar vonir, og væntanlega liggja fyrir niður- stöður úr athugun okkar eftir um það bil tvo mánuði." ÓV Ferð BRIMKLÓAR um landið að Ijúka: „MAN VARLA EFT- IR ÖÐRU EINS” — segir Björgvin Halldórsson, sem er mjög ánægður með viðbrögð áheyrenda Nú fer að síga á seinni hluta ferðalags hljómsveitarinnar Brimklóar um landið. Um næstu helgi leikur hljómsveitin á Norðurlandi ásamt bræðrunum Halla og Ladda og að viku liðinni skemmtir hópurinn á Stór- Reykjavíkursvæðinu. „Það hefur verið alveg geysi- lega gaman að þessu,“ sagði Björgvin Halldórsson, einn meðlima Brimklóar, er DB spurð- ist fyrir um skemmtanirnar. „Við höfum fyllt öll félagsheimilin og stemmningin er slík að það minnir helzt á gamla daga.“ Og Laddi — Þórhallur Sigurðs- son — tók I sama streng. „Það er oft slíkt fjör á böllum, að svitinn lekur niður veggi hús- anna,“ sagði hann. — Halli og Laddi koma fram allt upp I fimm sinnum á kvöldi milli þess, sem hljómsveitin leikur fyrir dansi. Tónlistin, sem leikin er, er öll af hljómplötum Brimklóar. „Samkomugestir virðast þekkja vel lögin, sem við Ieikum,“ sagði Björgvin Halldórsson, „því að oft á tíðum er tekið svo kröftuglega undir að við heyrum varla til sjálfra okkar.“ Björgvin lét þess getið, að með- limir Brimklóar væru farnir að ræða um upptöku á nýrri Brimklóarplötu. Hann kvað málið þó ekki vera á því stigi að hægt væri að segja um hvenær það „A faraldsfæti ’77 — Brimkló & Halli og Laddi“. Bræðurnir koma fram allt upp í fimm sinnum á kvöldi og taka þá gjarnan lagið við undirleik meðlima Brimklóar. Myndin var tekin á dansleik að Borg í Grímsnesi fyrir nokkru. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. verk hæfist. Sú nýjasta, Undir nálinni, kom út fyrr I sumar. Halli og Laddi fara til Spánar og Grikklands strax að landreisu hópsins lokinni. Þar skemmta þeir á Sunnuhátíðum. „Þegar við komum til baka förum við strax I stúdíó og hljóð- ritum plötu," sagði Laddi. Hann vildi lítið um efni þeirrar plötu segja, en kvað þá bræður æfa söng af krafti þessa dagana. Björgvin var að lokum spurður að því, hvort til stæði að fram- lengja ferðina um landið. Hann sagðist ekki telja að það yrði gert. Halli og Laddi færu til Spánar strax að dansleikjunum á Suður- landi loknum, og fleira stæði í veginum. „Við höfum reyndar fengið nokkur tilboð, þar á meðal frá Kaupstefnunni," sagði hann. „Við eigum hins vegar alveg eftir að ræða þau.“ AT Gölluðu strætisvagn arnirafturheilir Strætisvagnarnir sem heltust I vor úr lestinni hjá SVR vegna framleiðslugalla í girkassa, eru nú sem óðast að koma í gagnið aftur. Hafa gírkassar vagnanna verið sendir utan til Daimler Benz verksmiðjanna, sem eru framleiðandi þeirra. Þar voru gírkassarnir endurbættir og cndurbyggðir. Eftir að þeir komu I vagnana á ný hefur ekki borið á göllum. DB sagði frá því seint I mai að þá hefði 5 vögnum verið lagt vegna framleiðslugallanna. Fimm aðrir vagnar með gír- kassa úr sömu framleiðslu voru þá enn nothæfir og I akstri. Tveir vagna Strætisvagna Kópavogs voru einnig með gír- kassa úr gölluðu framleiðsl- unni. Nú er búið að skipta um gír- kassa I 8 af 10 vögnum SVR og tveir síðustu og gírkassarnir frá SVK eru I viðgerð. Framleiðslu- verksmiðjurnar bera allan kostnað af endurbótunum. Haraldur Þórðarson, for- stöðumaður tæknideildar SVR, tjáði DB að engin vandræði hefðu skapazt af þessu óhappi hjá framleiðendum. SVR hefðu verið óvenju vel undir það búnir að mæta vandanum. Eldri vagnar I „varaflotanum” hefðu verið til taks og málin gengið snurðulaust fyrir sig. Haraldur sagði að þetta væri ekki eini vandinn sem þurft hefði að fást við. Gallar gætu komið fram — og hefðu komið fram I fleiri tegundum vagna en Mercedez Benz. Sameigin- legt væri með öllum framleið- endum og seljendum að vilja bæta þar úr á sem beztan og fljótvirkastan hátt. ASt. CENTURY TOLVU-UR MEÐ SKEIÐKLUKKU Herra Herra Diimu (án skeiðklukku) Cerntury-úrin eru með fljótandi Ijósaborði sem sýnir: 1. Stundir — min — sek. 2. Mánuð — mánaðarctag. :i. Fvrir hádegi — eftir hádegi. 4. Nákvæmni ce + -2 mín á ári. 5. Sjálfvirkt dagalal í 4 ár. 6. Ljósahnapp fyrir álestur í myrkri. 7. Ryðfritt stál — hert gler. 8. Vatnsvarið — höggvarið. 9. Skeiðklukka, sek- og mín - teljari. 10. 1 árs ábyrgð. Faglærðir menn. ! f N". ,»;v Verð: 18.365.- Verð: 18.365.- Verð: 19.720.- Skífa brún + blá Skífasvört Skífa. blá+grá Skífa brún+blá Ur og skartgripir - lón og Óskar - Laugavegi 70 - Sími 24910 Verð: 18.365 Skífa græn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.