Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.08.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. AGUST 1977. BRUNINN HJA GEYSI ER HREIN HANDVÖMM „Þvímiður umvan- þekkingu, kunnáttu- leysi og kæruleysi að ræða hjá iðnaðar- mönnum,”segir brunamálastjóri „Ég kalla það handvömm að slíkt skuli gerast," sagði Bárður Danfelsson brunamálastjóri ríkisins er Dagblaðið ræddi við hann um eldsupptökin í húsi Geysis við Aðalstræti. „Vegg hússins hefði að sjálfsögðu mátt verja og forðast slíkt slys sem þarna varð. Meiri aðgæzlu þarf eftir því sem húsin eru hættulegri. Sá sem vinnur með opinn eld við forskalaðan vegg I Éömlu húsi verður að gæta sérstakrar varúðar.“ Bárður sagði að það ætti að vera algjört skilyrði að slökkvi- tæki væru við höndina, er unnið væri að pappalögn eins og þarna á þaki eða syllu. Hvað hann þau oft hafa afstýrt stórum brunum, enda til þess ætluð ef eitthvað bæri út af. Kvaðst hann ekki hafa kynnt sér hvort svo var í þessu tilfelli. „Því miður er um vanþekk- ingu, kunnáttuleysi og nokkurt kæruleysi að ræða hjá iðnaðar- mönnum oft á tíðum. Dæmi eru um stórtjón af völdum elds sem komst í dúkalím hjá dúklagn- ingamönnum. Vmis dæmi eru um elda og sprengingar af völd- um meðferðar gaskúta og gas- lampa. Minntist Bárður á eld í frystihúsinu á Höfn í Horna- firði. Þar voru það eldsnögg viðbrögð slökkviliðs sem hrein- lega björguðu húsinu. „Bruninn hjá Geysi er slys en mennirnir, sem að þakviðgerð- inni unnu, áttu að gera sér ljóst að þeir voru að vinna í gömlu timburhúsi.“ Bárður sagði að þörf væri frekari uppfræðslu og lærdóms meðal iðnaðarmanna um hættu- leg efni og tæki. Bruninn í Geysi yrði vonandi til að eitt- hvað yrði aðhafzt til úrbóta þótt ekki gæti hann sagt til um hvernig að yrði staðið. - ASt. Aðgerðum slökkvlllðsmanna og lögreglunnar var þarna að Ijúka á brunastaðnum f mið- punkti Reykjavíkur, hinni Somlu og grónu verzlun Geysis. fatnaðar sem færður var út úr imar Ragnarsson frá sjón- húsinu. — DB-mynd Bjarn- varpinu er önnum kafinn við leifur. Ijósmyndun, lögreglan gætir i Ó&B ,Siml 40299 __________ INNRÉTTINGAR | Auðbrekku 32, KOpavog) 3 nýjar gerðir af eldþúsinnréttingum, fura, hnota og eik. Uppstilltar á staðnum. — 1-2 mán. afgreiðslufrestur. Verzlunarhúsnæði tilleigu Til leigu er 65 fermetra verzlunar- húsnæði við Laugaveginn, á sama stað eru til sölu innréttingar. Uppl.ísíma 28720 Lærið að fljúga Flug er heillandi tómstundagaman og eftirsóknarvert starf. Ef þú hefur áhuga á flugi þá ert þú velkominn til okkar í reynsluflug — það kostar þig ekkert. gamla flugturnmum Reykjávíkurflugvelli. Sími 28122. Hvað getum við fram leitt úr eigin áli? —vestur-þýzkur sérff ræðingur kannar möguleika okkar „Schneider er hingað kominn til þess að meta þá möguleika sem við höfum á þvi að vinna úr álinu hérlendis og þá sérstaklega með ýmiss konar álsteypu í huga,“ sagði Asgeir Leifsson hjá Iðn- þróunarstofnuninni i viðtali við Dagblaðið í morgun, en hingað er kominn v-þýzkur sérfræðingur, Filip Schneider að nafni, er kanna mun frekari möguleika á framleiðslu úr áli hérlendis. „Það hefur lengi staðið til að fá sér- fræðing til þess að kanna þessi mál og víljum við með þvi að fá Schneider hingað reyna að gera átak í því máli.“ Asgeir sagði að sérstaklega hefði verið bent á möguleika okkar til þess að framleiða troil- flotholt en mikið er notað af þeim hérlendis, Þau eru flest fram- leidd úr plasti, m.a. hérlendis, „en það er mikið deilt um hvort sé raunhæfara, plast eða ál. Það hefur verið sá galli í sambandi við plastið að á því hafa verið miklar verösveiflur.“ Augljóst er ao hagkvæmt ætu ao vera að hefja að einhverju leyti framleiðslu á vörum úr áli hér- lendis, þó ekki nema fyrir það að álið fengist fljótandi hjá Isal og svo myndu menn losna við aðflutningsgjöld. Að sögn Asgeirs hefur Scímeider sjálfur rpkið álsteypu i v-pyzKalandi i nokkur ár, auk þess sem hann er for- maður samtaka maimsteypueig- i'itda þar 1 landi. Hann er nú alþjóðlegur ráðunautur á bessu sviði. HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.