Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.08.1977, Blaðsíða 10
10 mmuBiÐ frjálst, úhád dagblað Útgofandi DagbiaAiA hf. FramkvMmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fréttastjórí: Jón Birgir Tétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifatofustjóri ritstjórnar: Jóhannas Raykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. AAstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón S»var Baldvir.wson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Bfaflamann: Anna Bjamason. Ásgair Tómasson. Bragi SigurAsson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurflsaon. Hallur Hallsson, Halgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Lióamyndir: Bjamlaifur Bjarnleifsson, HörAur Vilhjálmsson, Svainn ÞormóAsson. Skrífstofustjóri: ólafur Éyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoriaifsson. Draifingarstjórí: Már E.M. Wtstfóm SiAumúla 12. Afgraiflsla Þverholti 2. Áskríftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. AlalaM blaflsins 27022 (10 linur). Áskríft 1300 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 70 kr. aiMdúA. Satning og umbrot: Dagblaflifl og Steindórsprant hf. Armúla 5. Myndaog plötugerfl: Hilmir hf. Síflumúla 12. Prantun: Árvakur hf. Skaifunni 19. Aldarfjórðungs óvild Af viðskiptum Skúla Pálssonar á Laxalóni við yfirvöld er ekki unnt að komast hjá því að draga þá ályktun, að hann hafi verið ofsóttur í aldarfjórðung. Virðist hafa ráðið ferðinni óvild emb- ættismanna í garð manns, sem ekki vargefinnfyrirað sleikja tær þeirra. í aldarfjórðung hefur Skúli ræktað regn- bogasilung, sem frægur er um allan heim fyrir heilbrigði. Lengst af fékk hann samt ekki heil- brigðisvottorð yfirvalda og fékk þar af leiðandi ekki útflutningsleyfi. Beiðnum hans um heil- brigðiseftirlit með stöðinni var ekki einu sinni svarað. Þessi viðbrögð hafa valdiðLaxalónsstöðinni ómældu fjárhagstjóni og þjóðfélaginu gífurleg- um missi gjaldeyristekna. Það var fyrst nýlega, að vinsamlegir þingmenn skárust í leikinn og knúðu kerfið til að veita Skúla leyfi til útflutn- ings á regnbogasilungi. Andúð veiðimálastjóra á Laxalónsstöðinni hefur svo magnazt fyrir þá sök, að hún hefur reynzt Kollafjarðarstöð ríkisins harður keppi- nautur í sölu til veiðifélaga úti á landi. Er hún þó rekin á arðsemisgrundvelli, meðan Kolla- fjarðarstöðin hefur kostað þjóðfélagið marga tugi milljóna. Þessi forsaga veldur því, að fara verður varlega í að taka mark á viðhorfum veiðimála- stjóra og yfirdýralæknis gagnvart þeim vanda- málum, sem Skúli á Laxalóni hefur nú við að stríða. Það er eðlilegt, að hann vilji heldur leita til útlendra sérfræðinga en innlendra óvildar- manna sinna. Ekki hefur neinn orðið var við óeðlilegan dauða á laxi í Laxalóni, svo sem varð í Elliðaán- um og leiddi til slátrunar stofnsins þar. Hins vegar hafa á Láxalóni komið fram einkenni um veikindi, sem sumir telja minna á sjúkdóminn í Elliðaánum. Skúli teflir hins vegar fram sér- fræðingum, sem telja einkennin stafa af rangri samsetningu vatnsins í stöðinni. Veikindi þekkjast í laxi alls staðar í náttúr- unni og þykja ekki tiltökumál. Aðalatriðið er, að þau leiði ekki til laxadauða. Svo virðist sem hinn kanadiski sérfræðingur, sem Reykja- víkurborg fékk til að rannsaka málið, telji hugsanleg veikindi á Laxalóni ekki svo alvar- legs eðlis, að slátra þurfi stofninum, né banna sölu seiða úr honum. Af hverju leggja veiðimálastjóri og yfirdýra- læknir þá svona mikla áherzlu á að slátra öllum laxi Skúla? Full ástæða er til að ætla, að gamalgróin óvild þeirra í garð Skúla liti viðhorf þeirra. Og af hverju telja þeir Bregnballe hinn danska ekki marktækan? Er hann þó ekki verri en svo, að hann flytur erindi á ráðstefnum fiskifræðinga og að vitnað er í hann í kennslu- bókum. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir, að Skúli gæti flutt starfsemi sína austur fyrir fjall, þarsemhann hefur undirbúið mun full- komnari stöð, með betra yatni og betri aðstöðu en á Laxalóni. Sjúkdómahræðsla þeirra kann að vera hreint yfirvarp. Fá þarf óhlutdræga erlenda sérfræðinga til að segja álit sitt á slíkum flutningi, því að aldarfjórðungs óvild er ekki heppilegur mæli- kvarði. DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. AGCST 1977. Carter Bandaríkjaforseti: Fangelsisvist vinnur fólki meira tjdn en marijúana- reykingar — hann vill létta refsingu til muna Mikið hefur verið rætt og ritað um skaðsemi hass- og marijúana-reykinga. Ekki eru menn á eitt sáttir um niðurstöð- ur, en fólk skiptist í tvö horn, sumir segja að þessi efni hafi engin skaðleg áhrif á líkamann, en aðrir segja að þau vinni hverjum einstaklingi óbætan- legt tjón, bæði.sálarlega og lík- amlega. Refsing vinnur meira tjón en marijúana Þrátt fyrir miklar umraeður siðastliðin ár um skaðsémi marijúana, hefur Carter for- seti Bandaríkjanna gert það að tillögu sinni að refsilöggjöfinni verði breytt frá þvi sem nú er í Carter forseti Bandarikjanna hefur lýst sig fylgjandi að refsing verði miklu vægari við þvi að hafa iítið magn af marijúana undir höndum. .... .-.... " - Litazt um ílæknaheimum: Sjálfseignar- bændur ílæknadeildinni sjúkum og heilbrigðum frá vöggu til grafar, vaka yfir heil- brigði einstaklingsins í lífi og starfi á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Það gefur því auga leið að þeir, sem með þessi mál fara, verða að hafa þekkingu Iangt út fyrir þau takmörk sem læknis- fræðin í þrengri skilningi setur sér. Menntun lækna er því nauð- synlegt að haga þannig að hún sé í beinum tengslum við þjóð- lífið og þarfir þess. Það er viðurkennt í dag að engum ein- um manni sé það fært að hafa þekkingu, svo að til hlítar sé, á öllum sviðum læknisfræðinnar og er það að líkum, svo ótrúlegt magn sem upp hrúgast af hvers kyns fróðleik á dögum tölvu og tækni, en þar mun oftast vera mesti vandinn að skilja hafra frá sauðum. En þar reynir á getu læknis- ins og hina eiginlegu menntun hans. Menntun læknis á að vera í þvi fólgin að heili hans og Þegar heilbrigðismálin eru rædd verður ekki hjá því kom- izt að ræða hlut læknastéttar- innar í þeim, enda munu læknar hafa meiri áhrif á fram- vindu þeirra og framkvæmd en nokkur önnur heilbrigðisstétt. Fyrr á tlmum unnu læknar störf sín I ljóma mannúðar og ofurmannleika, vonin og þakk- lætið báru þá á höndum sér, góður læknir átti greiða leið að hjörtum fólksins og i pyngju auðkýfingsins. Ennþá vinna læknar án efa verk sín af mannúð og skilningi en tækni og þekking hafa í miklu breytt afstöðu almenn- ings til þeirra og á sú afstaða eftir að breytast að miklum mun. Það er þó augljóst mál í dag að flestir þeir stjórnmálamenn, sem ákvarðanir taka um heil- brigðismál, eru með því mark- inu brenndir að líta á þennan málaflokk meira sem tilfinn- ingalegs eðlis en rekstrar- og framkvæmdamál þjóðfélagsins og því eru lagasetningar og framkvæmdir í þessum málum oft marklausar og fálmkennd- ar. Þeir sem ráða eru í rauninni læknarnir en innan þeirrar stéttar er svo margt sinnið sem skinnið. Það er því eðlilegt að ræða að nokkru menntun lækna og. reyna.að gera sér grein fyrir hvernig þeir eru í stakk búnir frá þeim skóla sem býr þá undir þjónustu þeirra við þjóð og þjóðfélag. Menntun Um skólagöngu hefir margt verið rætt og ritað og á það að sjálfsögðu eins við um menntun og nám lækna sem annarra. Menntun og þekking lækna á þó þá sérstöðu að engin grein þekkingarinnar mun vera jafn- fjölþætt og Iæknisfræðin. Það er fræðigrein sem á að fylgja

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.