Dagblaðið - 17.10.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. OKTOBER 1977.
Vandræðavæl
og skæl
1 viðtölum blaðamanna þa er
ýmsir framkvæmdamenn
hleypa af stokkunum nýju
fyrirtæki og lyfta þa að sjálf-
sögðu glasi er ekki ósjaldan
talað um ýmis vandræði við
uppbyggingu fyrirtækja a Is-
landi.
Talað er oft um byrjunar-
örðugleika, svo að sjaifsögðu
um alls konar aðra örðugleika,
íansfjarskort, háa vexti og tolla.
Oft er talað um nýjar vélar sem
ekki hafa verið áður notaðar á
Islandi og að þessi eða hin „vél-
in“ henti ekki íslenzkum stað-
háttum.
Ekki ósjaldan fara þessi
fyrirtæki a „hausinn“ eða þá að
„hið opinbera" verður að
hlaupa undir bagga með lánsfé
o.þ.h.
Oft hafa þessi „vandræði" átt
rætur sfnar að rekja til þess að
ekki hefur verið notuð erlend
reynsla og þekking og oft inn-
anlands ekki hlustað a orð
manna er hafa haft staðgóða
þekkingu á hlutunum. tslenzkir
menn eru oft að bjástra við að
reka fyrirtæki sin með eintómu
brjóstviti og mistekst svo oft
allt.
Sá fyrirvari sem menn hafa
tileinkað sér að fara strax að
væla og/eða skæla er gert af
asettu raði, því hér á landi er
það gróðavegur að bera sig illa.
Vissar stéttir manna eru orðnar
býsna leiknar í þessari iðn og
held ég að þar fari fremstir I
flokki bændurnir okkar og út-
gerðarmennirnir fylgja þeim
fast á eftir.
Það er með ólíkindum hversu
margbrotna styrki bændur fá
til allra skapaðra hluta. Þeir fá
m.a. styrk fyrir að byggja
hlandforir, skurði og fyrir að
slétta lönd sín. Utgerðarmenn
fá styrki til alls komr hluta, svo
sem vegna ,,þurrafúa“ í skipum
sínum, einnig var um daginn
auglýst eftir umsóknum um
styrk vegna ,,ryðmyndunar“ í
skipum, allt eftir tilskildum
reglum sjávarútvegsmálaráðu-
neytisins.
Mér virðist svo sem að út-
gerðarmenn velti eðlilegu við-
haldi skipa sinna á RlKIÐ. Já,
margt er skrítið í kýrhausnum.
Það er nú komið svo, að
þegar fer að ganga illa hjá ýms-
um fyrirtækjum er farið að
skæla framan í ríkisvaldið og
heimta hjálp, oft vegna þess að
fyrirtæki eru oft það skattpínd
og það að þau hafa ekki fengið
að leggja fé í endurnýjunar-
sjóði eins og þurft hefur.
Áður en varir er svo allt
„klabbið" komið á ríkið og
rekið af þvl.
Það kemur oft fyrir að t.d.
skip eru auglýst á nauðungar-
uppboði vegna skulda(r) við
t.d. fiskveiðasjóð eða aðra sjóði
útgerðarinnar. En ég hef aldrei
séð bújörð auglýsta á nauð-
Eiga bændur að fá leyfi til að láta sauðkindina éta upp öll beitilönd landsins, umyrðalaust? Og síðan á
að greiða þeim skaðabætur fyrir minnkandi beitiland, t.d. á Auðkúluheiði vegna virkjunar.
ungaruppboði. Það hlýtur þvl
að vera mjög arðvænlegur at-
vinnuvegur að vera bóndi I
sveit, m.a. vegna þess að þeir
(bændur) ákveða sjálfir það
verð sem þeir þykjast þurfa að
fá fyrir búvörur sínar.
Þetta geta að sjálfsögðu út-
gerðarmenn ekki gert þar sem
framleiðsla þeirra, fiskurinn,
lýtur heimsmarkaðsverði.
Hér áður fyrr var það svo, að
græddu fyrirtæki, var þeim
leyft það, en þau þurftu líka að
mæta oft tímabundnu tapi, sem
þau líka gerðu.
Hitt er svo annað mál að oft
voru fyrirtæki látin fara á
hausinn af pólitlsku ofsóknar-
brjálæði, en það er löng og
óskemmtileg saga.
Þessir sifelldu „afréttarar"
sem rlkisvaldið er að byrla
höfuðatvinnuvegum þjóðarinn-
ar I „formi“ alls kyns styrkja
verða að hætta. Það verður að
búa svo að fiskveiðunum og
landbúnaðinum að þessir at-
vinnuvegir borgi sig. Það
verður að hætta öllum remb-
ingi að vera að flytja út land-
búnaðarvörur, þvi Island er
hvort sem er ekki landbúnaðar-
land vegna legu sinnar, það sjá
allir skynibornir menn.
Islenzkur landbúnaður á ein-
göngu að vera fyrir íslendinga,
þá mun vel farnast og landið
gróa upp á skömmum tíma með
hóflegum fjölda búpenings.
Að lokum þetta: Ég get ekki
sætt mig við að bændur einir
skuli eigna sér öll beitilönd
landsins OKKAR. Einnig gct ég
ekki sætt mig við, að bændur
skuli fá skaðabætur fyrir
minnkandi beitiland, t.d. á Auð-
kúluheiði vegna virkjunar
vegna þess að þeir hafa sjálfir
ofbeitt landið og mér finnst
ótækt að tiltekinn fjöldi bænda
skuli eiga að fá ákveðinn rafur-
magnsskammt ókeypis um
aldur og ævi vegna imyndaðrar
röskunar á landi vegna Blöndu-
virkjunarinnar.
Hver á landið OKKAR,
ISLAND, langt frá öðrum
löndum? Eru það eingöngu
BÆNDUR eða hvað??
Að endingu: Það er ekki
nokkur vafi á því að mönnum
er mjög mismunað I landinu
okkar. Hvað skyldi lltll kallinn
segja þegar hann fer að skrifa
sína skattskýrslu? Hann segir:
Nú — þetta með búskapinn hjá
mér bara borgaði sig ekki en
hann verður að reyna að láta
endana mætast þvl hann getur
ekki sótt um neina styrkl eins
og bændur og útgerðarmenn.
Mér datt þetta (svona) I hug.
Siggi flug, 7877-8083.
Hringiöísíma
27022
millikl.l3ogl5
Lykilstaða
húsvarðanna
Húsvörður hefur orðið:
Þá kom að því að tekið var
eftir húsvörðum. Það er komið
á daginn að þeir hafa veruleg
áhrif á gang mála I verkfalli
BSRB.
Laun húsvarða hafa verið
miðuð við að þeir sinni lltilli
vinnu, aðeins „opna og loka
með lykli“ og því beri þeim
ekki há laun. Þetta hefur verið
álit Höskuldar Jónssonar
ráðuneytisstjóra þegar hann
hefur tjáð sig I samningum
undanfarinna ára um húsverði,
þeirra vinnu og laun. Nú er
kominn tlmi til að húsverðir
eins og aðrir
að
standi saman
launþegar.
Það er engin meining
þeirra störf séu vanmetin.
Fasteignir og innbú I umsjá
húsvarða eru I háu verðgildi.
Svo ekki sé talað um þá sér-
stöðu er varðar innbú I fast-
eignum rikisins. Allt innan-
stokks I eigu rlkis er óvátryggt.
Húsverðir gegna mikilvæg-
um störfum og því er það ekki
nema eðlilegt að þeirra störf
séu metin réttilega þegar til
samninga er gengið og endur-
skoðun á röðun I launaflokka
fer fram.
Gæzluvöllurinn við Fífusel
í þriggja kortéra f jarlægð
Mæður I Seljahverfi hringdu.
Þær voru sáróánægðar með
þær upplýsingar Guðmundar
Sigfússonar á skrifstofu borg-
arverkfræðings I DB 12. okt. að
gæzluvöllur við Fífusel ætti að
þjóna íbúum neðst I Selja-
hverfinu.
Mæðurnar fóru á vettvang og
athugun þeirra leiddi I ljós að
frá þeim stað, neðst I Selja-
hverfi, þar sem m.a. eru verka-
mannabústaðirnir er um
þriggja kortéra gangur þangao
sem gæzluvöllurinn verður!
Að vonum þykir þeim þetta
ekki vera góð úrlausn á gæzlu-
vallaleysi og vilja hér með
skora á borgaryfirvöld að láta
gera annan gæzluvöll neðar I
hverfinu.
Vegna ókunnugleika blm. á
staðháttum I Seljahverfi var
ekki nánar spurt út I
staðsetningu leikvallarins.