Dagblaðið - 17.10.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.10.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. OKTÓBER 1977. 1 64. mann- ránið á Ítalíu Eiganda verzlunarkeðju var rænt í borginni Turin a ítaliu i gær. Er það talið 64. mannranið þar í landi sem af er liðið þessu ari. Eiganda verzlananna, sem heitir Guglielmo Liore, 64 ara gamall, var rænt þar sem hann var a daglegum morgunreiðtúr nálægt hesthúsum sinum rétt fyrir utan borgina. Ræningjarnir hringdu skömmu síðar i fjölskyldu hins rænda og vöruðu hana við að hafa nokkurt samband viö lögreglú ef Liore ætti að sjast lifandi aftur. Fyrir tveimur vikum var fjögurra ára gömlum sonarsyni auðugs iðjuhölds rænt þar sem hann var á göngu með ömmu sinni og lífverði. Sagt er að krafizt hafi verið tveggja milljón dollara lausnar- gjalds fyrir barnið. Fyrir .viku fannst lik þekkts lögfræðings í Mílanó bundið við steinsteypuhnullung á botni vatns nálægt Bergamo. Fjölskylda hans segist hafa greitt um 300.000 dollara í lausn- argjald fyrir hann. Austur-þýzkur sjóliði stakk sér í Miðjarð- arhafið Austur-þýzkur sjóliði hefur beðið um hæli sem pólitiskur flóttamaður á ítaliu. Flúði hann af skipi sinu, sem var i leynileg- um erindagerðum áMiðjarðarhafi í siðustu viku, að sögn lög- reglunnar 1 Napóli 1 Italíu. Segir hún að sjóliðinn, sem heitir Franz Johan Folkestein, fjörutíu ára að aldri, hafi hent sér fyrir borð eftir að hafa fengið skot 1 höndina. Var þar skip- stjórinn sjálfur að verki en uppþot hafði orðið um borð. Austur-þýzki sjóliðinn var nærri sólarhring í sjónum áður en honum var bjargað upp í fiskibát frá Sikiley. Telur lögreglan hann hafa komizt á eigin vegum til Napolí en fiskimennirnir sem björguðu honum munu hafa gefið honum einhverja peninga. Lfðan sjóiiðans var sögð vera sæmileg í gærkvöldi. Sagði hann lögreglunni, sem kannar nú sögu hans, að hann hefði hugleitt flótta frá Austur-Þýzkalandi um nokkurn tíma. Nafnið á austur-þýzka skipinu sem á að hafa verið í leynilegum erindagerðum á Miðjarðarhafi og Franz Johan Folkestein flúði af hefur ekki verið gefið upp. Trufluðu Carter við messuna Hópur ungra andstæðinga hinnar nýju nevtrónusprengju trufluðu lltillega messu i kirkju í Washington, þar sem Carter Bandarikjaforseti var viðstaddur. Forsprakkar hópsins reyndu að „ lesa yfirlýsingu gegn nevtrónusprengjunni en dyra- verðir fjarlægðu mótmælendurna skjótt og urðu lítil messuspjöll. Sprengjan, er verið var að mót- mæla, er frábrugðin venjulegum kjarnorkusprengjum að þvi leyti að hún eyðir öllu lifi a tak- mörkuðu svæði en eignatjón af hennar völdum er tiltölulega litið. Haft er eftir Carter forseta, að honum hafi ekki fundizt sér ógn- að á neinn hátt meðan á mót- mælunum stóð. Flugræningjarnir: Flugræningjar lentu í Sómalíu í morgun —lendingabúnaður talinn laskaður —krefjast 3,3 milljarða krdna lausnargjalds Vestur-þýzka farþegavélin með 87 gisla og 4 flugræningja, sem rænt var á leið frá Mallorka til Frankfurt aðfara- nótt föstudagsins, lenti 1 Moga- dishu höfuðborg Sómalfu snemma í morgun. Þangaö kom hún frá Aden en þar hafði hún lent þrátt fyrir neitun flugyfirvalda um lend- ingarleyfi. Aður hafði flugvél- inni verið neitað um lendingar- leyfi í Suður-Jemen. Aður en flugvélin lenti í Aden, sem er syðst á Arabíu- skaganum, hafði hún verið nærri tvff og hálfan sólarhring á Dubai, eyju á Indlandshafi, en þar höfðu yfirvöld reynt að semja við ræningjana, tvo karl- menn og tvær konur, um að láta i það minnsta einhverja af gisl- unum 87 lausa. Bar það ekki árangur en kröfur ræningjanna hafa hingað til verið þær að látnir yrðu lausir 11 félagar þeirra i fangelsum Vestur-Þýzkalands og tveir sem eru fangelsaðir I Tyrklandi. Auk þess hafa þeir krafizt 15 milljóna dollara i reiðufé. Er það meira en þrir milljarðar islenzkra króna. Höfðu ræningjarnir, sem virðast vera í tengslum við þa sem rændu vestur-þýzka iðju- höldinum Hans Martin Schley- er 5. sept. síðastliðinn, hótað að sprengja flugvélina I loft upp á hádegi i gær ef ekki yrði þá búið að uppfylla kröfur þeirra. Ostaðfestar fregnir hermdu að hjóla- og lendingarbúnaður flugvélarinnar vestur-þýzku væri laskaður, þegar hún fór frá Aden en ekkert var vitað um hvernig lending eða mót- tökur i Mogadishu, þar sem vélin lenti siðast, voru. Sómaliustjórn hafði lýst því yfir að hún mundi ekki leyfa flugvélinni með ræningjunum og gfslum þeirra að lenda en hún væri þó fús til að taka við föngunum 13, sem krafizt hefur verið að látnir yrðu lausir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.