Dagblaðið - 17.10.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.10.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 17. OKT0BER 1977. BIAÐIB írjálst, áháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjclfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánsson. Frettastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjori ritstjórnar: Johanncs Keykdal. íþrottir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfrottastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurÖsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur SigurÖsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Goirsson, Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljosmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HórÖur Vilhjálmsson, Sveinn Þormoðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstiorn Siöumula 12. AfgreiÖsla Þverholti 2. Áskriftir, auqlysingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsími blaösins 27022 (10 línur). Áskríft 1500 kr. a mánuöi innanlands. I lausasölu 80 kr eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmirhf. SíÖumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 19. Nautíflagi Þegar verkfallsmenn kunna ekki til verka, er hætt við, að verkföllin fái á sig óhugnanlega mynd, sem fælir alla alþýðu manna frá málstað verkfalls- manna. 1 núverandi verkfalli. hefur Bandalagi starfsmanna rík- is og bæja ekki tekizt að finna neinn gullinn meðalveg í verkfallsvörzlu, er minnt geti á jafnvægi reyndra verkfallsmanna á vegum launþegasamtaka atvinnulífsins. Verkfallsstjórar ríkisstarfsmanna hafa þó fleira en reynsluleysið sér til afsökunar. Andrúmsloftið í þessu verkfalli er óvenju óhreint, enda kynda Þjóðviljinn og Morgun- blaðið undir hatri á báða bóga. Á föstudaginn gekk Morgunblaðið svo langt að hóta óbeint í leiðara, að söluskattur yrði hækkaður um 2,8 stig eða tekjuskattur um tæp 45%. í svona andrúmslofti er náttúrlega ekki von á, að skynsemin fái að ráða ferðinni. Alvar- legast er, þegar dagfarsprúðir menn, sem átta sig á, að þeir komast upp með að fara sínu fram utan laga og réttar, taka upp vaggandi göngu- lag gestapómanna, ábúðarmikinn málróm og fara á verkfallsvakt. Slíkt getur endað með alvarlegum mistökum. Einna sorglegust er framkoma lögreglu- manna á Keflavíkurflugvelli. Þeir hafa gengið svo langt að nota einkennisbúning sinn og lyklavöld til að hefnast á manni með því að setja hann í varðhald. Hafði sá hafnað að taka mark á verkfallsaðgerðum þeirra. Vinnubrögð lögreglunnar í hliðum flugvall- arins voru verkfallsaðgerðir, þar sem þau voru önnur en hún notar undir venjulegum kring- umstæðum. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki komizt með neinni þrætubókarlist. Lögreglumönnunum, sem stóðu að handtök- unni, ber að vísa úr starfi, því að í gerðum þeirra felst vísir að geðþóttaríki lögreglu- manna. Réttarríkið er ekki svo sterkt hér á landi, að það þoli sáðkorn af þessu tagi. Einna furðulegust í verkfallinu er tilraunin til að láta einn mann stöðva störf hundraða kennara og nemenda í menntaskólum og háskóla. Jafn furðulegur var heybrókarháttur menntamálaráðherra, er hann beygði sig fyrir þessari firru. Sem betur fer hefur hann nú séð að sér. Eina lífæð þessarar þjóðar gagnvart um- heiminum er telexið. Þessa lífæð hugðust verk- fallsstjórar höggva af, þvert ofan í fyrirmæli kjaradeilunefndar. Ríkisstjórnin greip þar réttilega í taumana. Samfara öllum þessum leiðindum er svo heimskan, sem lýsir sér í ótal myndum. íþrótta- félag fær ekki undanþágu til að taka þátt í Evrópuk.eppni. Vissulega varðar slík undan- þága ekki öryggi. En það er heimska verkfalls- stjóra að reyna að spilla fyrir áhugafólki, sem ekki er aðili að vinnudeilunni. Langt þref er um, hvernig flytja megi sjúka menn til Evrópu. Verkfallsmenn vaða um sjúkrahús með óviðurkvæmilegum truflunum. Þetta eru eins og naut í flagi. Vonandi læra stjórnendur ríkisstarfsmanna af reynslunni um síðir, þegar geðshræringar eru liðnar hjá. í næsta verkfalli hafa þeir ekki reynsluleysi sér til afsökunar. Suður-Ameríka: Herforingja- st jómir aldrei fastari í sessi —tíu árum eftir dauða Che Guevara, skæruliðaleiðtogans sem féll íBólivíu Um þessar mundir eru tíu Sr síðan hinn frægi byltingar- maður Che Guevara var skotinn til bana í Bólivíu, þar sem hann stjórnaði sveitum skæruliða. Svo virðist sem Suður- Ameríkurfkin hafi aldrei verið lengra frð þeirri byltingu sem Che barðist fyrir og einmitt nú. Það var hinn 8. október 1967, sem hersveitir Bóli- víu umkringdu skæruliðasveit Guevara og særðu hann í bar- daga. Hann lézt daginn eftir, eða réttara sagt var tekinn af lífi af hermönnum Bolivíu, sem höfðu töglin og hagldirnar eftir þennan bardaga. Che Guevara var aðeins 39 ára gamall þegar hann lézt. Yfirgaf valdastól ó Kúbu Það var árið 1965, sem Che Guevara yfirgaf Kúbu. Hann hafði barizt við hlið Castros í byltingunni a Kúbu. Þar sat hann í stjórn og má segja að hann hafi verið búinn að koma sér vel fyrir og fð að sjá árang- ur erfiðis síns. Che Guevara var ekki nóg að sitja á Kúbu. Hann vildi breiða út byltinguna til annarra landa. Suður-Ameríka var honum hugstæð, vegna þess að hann var fæddur í Argen- tínu. Arið 1965 hvarf hann frá Kúbu og það spurðist ekkert til hans í meira en eitt ár. Svo skaut honum upp aftur öllum að óvörum ári síðar í frumskóg- inum í suðaustur Bólivíu. Hann valdi þann stað til að byrja að vinna að útbreiðslu byltingarinnar í Suður- Ameríku. Þessi tilraun Che Guevara stóð ekki nema í eitt ár. Hann féll fyrir þeim sem hann barðist á móti, eins og áður segir. Það má segja að starf hans hafi haft þveröfug áhrif, þvj einræðisstjórnirnar eru aldrei verri en einmitt nú, tíu árum eftir dauða Che, i Suður- Ameríku. Barðist ó móti heimsvaldastefnu Bandaríkjanna Guevara vonaði að hann gæti fetað í fótspor Símons Bolivar, en hann var leiðtogi þeirra sem börðust fyrir frelsi norðurhluta Suður-Ameríku undan yfirráð- um Spánverja snemma á 19. öld. Che barðist ekki á móti Spán- verjum eins og Bolivar gerði. Hann barðist á móti heimsyfir- ráðastefnu Bandaríkjanna, eins og hann kallaði það. Hanm hótaði því að búa til mörg Víet- namstríð og sagði, þegar hann byrjaði baráttu sina í Bolivíu, að Suður-Ameríka yrði orðin eins og önnur Kúba eftir fimm ár. Barátta hans var ekki álitleg í byrjun. Hann reyndi að virkja bændur af Indíánakynstofni, en þeir vantreystu honum. Guevara ætlaði að hafa Bólivíu eins og nokkurs konar bækistöð Glæný ástarsaga Svar við grein Davíðs Haraldssonar í DB 3. okt.—og athugunaref ni fyrir ráðamenn Svar við grein Davíðs Haraldssonar í Dagblaðinu 3. okt. — og athugunarefni fyrir ráðamenn. Kæri Davíð Haraldsson. Sem blaðagreinahöfundur sýnist mér þú vera 1 hraðri framför. Þú snýrð þó nokkuð fimlega út úr fyrir mér. En meira er þó'um vert, að margt er gott i grein þinni — og vel þess vert að vekja á þvf athygli. Við getum vel haldið áfram að skrifast á í Dagblaðinu eitt- hvað lengur, eða svo lengi sem okkur tekst í formi þessara bréfaskipta að flytja lesendum upplýsingar og fróðleik, sem að gagni má verða. Mótsagnir og þverstœður Fimi þín kemur m.a. fram f því, að þú hefur rétt eftir mér harðorða ásökun á hendur alþingismönnum vegna stjórn- leysis þeirra á fiskverndar- málum, vegna of mikilla togara- kaupa og fleira. En í þvf er engin mótsögn af minni hálfu, þó ég viðurkenni ágæt verk sömu manna á öðrum sviðum. Ef um mótsögn eða þverstæðu er að ræða, þá liggur sú þver- stæða í eðli málsins sjálfs, sem sé þvf, að sömu mönnum skuli takast sumt ágæta vel en annað herfilega illa. Ég er að gagnrýna stjórnun eða stjórnleysi alþingismanna á akveðnu sviði — án þess að í því felist undantekningalítil fordæming á mönnunum sjálf- um, eins og mér virðist koma fram hjá þér. Þú alhæfir, en ég ekki. Þrátt fyrir hin miklu mis- tök þings og stjórnar í sam- bandi við fiskveiðimálin geri ég mér vonir um þessa sömu menn, ekki aðeins sem skipverja á hagkeðjubáti heldur sem dugandi stýrimenn á þjóðarskútunni, a happa- fleytu farsældarríkisins, sbr. bók mfna Farsældarrfkið, sem út kom fyrir tveimur árum. En nóg um þetta. Við skulum ekki pexa en leitast við að varpa ljósi a þau viðfangsefni, sem um er að ræða. Og við skulum reyna að vera ekki of hátfðlegir og leiðinlegir, svo „námsleiði" grfpi sfður lesendur okkar í okkar fjölmiðlamenguðu sam- tfð. „Þeim var ég verst, er ég unni mest“ Alfir þekkja þessa setningu, sem höfð er eftir Guðrúnu Ósvffursdóttur. Hún lét drepa þann sem hún elskaði heitast. Mér finnst að mönnum mætti gjarnan vera hugföst sú líking, sem draga má milli þessara orða úr Laxdælu og þeirra at- vika, sem orðið hafa f fslenskri efnahagsstjórn sfðustu árin. Eg efast ekki um, að þeir hinir sömu valdamenn, sem siga óhæfilega afkastamiklum togveiðiflota á fiskinn okkar meðan hann er að alast upp — ég efast ekki um að þeir elska þessa sömu auðlind • þjóðar okkar — þ.e. fiskinn. En þau hafa þó orðið örlög þessara sömu manna að haga málum svo að auðlindin er stórkostlega ofnýtt — og gefur þess vegna arð f þjóðarbúið svo tugum miljarða skiptir minna en verið gæti ef skipulagning nýtingar- innar væri skynsamleg. Þú gagnrýnir með nokkrum rétti, að ein skýrsla, sem ég styðst við f málflutningi mfn- um, sé gömul. Alla leið frá 1975. En úr þessu ætti að mega bæta með þvi að minna á glænýja þætti þessarar sömu ástarsögu. Samkvæmt skýrslum Haf- rannsóknastofnunar um stærðardreifingu aflans 1976 kemur í ljós eftirfarandi: Þorskafli alls við Island tæpl. 330 þús. tonn, þar af hlutur Islendinga um 284 þús. tonn. Alls veiddust tæplega 123 milljónir þorska. Meira en tveir þriðju þessara fiska, eða um 8314 miljón, vó aðeins 162,6 þúsund tonn og voru á aldrinum 2ja til 5 ára. Meðalþyngd 1,950 kg. Minna en einn þriðji af fiskafjöldanum (tæpar 40 milljónir) vó aftur á móti 167 þúsund tonn. Meðal- þyngd 4.190 kg. Augljóst er, að ef fyrrnefndi hópurinn hefði fengið að tvöfalda þyngd sfna hefði heild-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.