Dagblaðið - 17.10.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1977.
tl
fyrir sveitir sínar. Hann ætlaði
að ráðast til atlögu þaðan og
breiða byltinguna um gervalla
Suður-Ameríku. En honum ent-
ist ekki ævi til, eða þá að óvinir
hans, sem voru þjálfaðir í
Bandaríkjunum, voru sterkari.
Þessi aðferð varð árangursrík á
Kúbu, en hún hafði ekki verið
notuð a meginlandinu fyrr.
Einrœðisstjórnirnar
aldrei fastari í sessi
Argentínska herforingja-
stjórnin hefur nýlega barið
niður starfsemi skæruliða í
norðurhéraði landsins. Svo
virðist sem herforingjastjórnir
um gervalla álfuna séu aldrei
fastari í sessi en nú, tíu árum
eftir dauða Guevara.
Suður-Ameríka er ekki
lengur land bænda. Svo dæmi
sé tekið þá búa um 70 prósent
íbúa Argentínu í borgum og
bæjum. Stöðugur straumur
fólks er til borganna og sú þró-
un virðist ekki vera að breytast.
Hugsjónamenn í borgunum
eiga sífellt minna sameiginlegt
með þeim sem búa á lands-
byggðinni og stunda búskap og
ræktun. Hugsjónir Che hafa
ekki eins mikinn hljómgrunn
og fyrr, tímarnir breytast og
Hershöfðingi í her Bólivfu bendir á þann stað, þar sem skot hæfði Che Guevara, en hann lézt af sárum
sínum.
Che Guevara og Castro voru leiðtogar byltingarmanna á Kúbu.
Þaðan fór hann úr valdastóli og virðingarstöðu til að berjast i
frumskóginum í Suður-Ameríku.
mennirnir með.
Ymsar frelsishreyfingar, sem
höfðu stefnu Guevara að leiðar-
ljósi, hafa gufað upp. Her-
stjórnir landanna hafa gengið
hraustlega til verks og máð
hinar ýmsu skæruliðahreyfing-
ar út. Vinstrisinnaðir fá engan
frið í löndum þeim sem herfor-
ingjarnir ráða. Arið 1970 má
segja að sfðustu leifar skærulið-
anna hafi verið þurrkaðar út af
her landsins.
Rifu niður styttu af
Guevara í Santiago
Herinn tók völdin I Chile.
Þar var við völd vinstri stjórn
kjörin af landsmönnum. Eitt af
fyrstu verkum herforingja-
stjórnarinnar eftir valdatökuna
var að láta rífa niður styttu af
Guevara f oantiago. Hún mátti
ekki minna fólk á byltingarhug-
myndir hans.
í Suður-Ameríku lifir
Guevara enn f hugum fólKsins
sem hetja. Hans er minnzt á
hverju ári, þó að það fari ekki
hátt. Torgið fyrir utan háskól-
ann f Bogota er nefnt eftir
honum, þó að það sé aðeins
manna á meðal. Nafni hans er
haldið á lofti um allan heim og
það virðist sem minning hans
lifi frekar f hugum Vestur-
landaþjóða en landa hans f
Suður-Ameríku.
- KP
armagnið orðið hátt í 500 þús.
lestir. Ofveiði a uppeldisfiski er
þó búin að standa lengi, þegar
hér er komið sögu. Aðrar
tegundir en þorskur eru hér
ótaldar, mundi vera yfir 50%
til viðbótar, og kemur þá heim
við áætlunina um 750 þús.
tonna heildarveiði.
Þessu til viðbótar koma svo
skýrslur, sem verið hafa að ber-
ast frá eftirlitsmönnum þeim,
sem starfað hafa á vegum
Sjávarútvegsráðuneytisins.
Samkvæmt þeim hefur
stundum komið fyrir að 80 til
90% þess sem í vörpu hefur
komið fyrir norðan hefur verið
undir 54 cm, en sá fiskur er
varla meira en Vá kg að þyngd.
Tillögu Hafrannsóknastofnunar
um að loka svæðum ef viss %-
tala reyndist undir 64 cm var
ekki sinnt.
Sumar mælingar eftirlits-
manna sýna að vísu miklu
skárri samsetningu en að ofan
greinir. Heildarniðurstaðan
virðist þó munu vera sú,að
jafnaðarvigt þess fisks, sem nú
er veiddur á uppeldissvæðum
fyrir norðan og austan, sé sem
næst 2 kg (meðallengd um 61-
63 cm).
Löngum slæðist eitthvað með
af hreinum smáfiski af og til og
fara breytilegar sögur af því,
hver miklu er hent — af fiski
sem er of smár til að koma með
hann að landi. En f þeim
tilvikum fara margir ein-
staklingar í tonnið. Hreint smá-
fiskadráp hefur þó vafalaust
minnkað sfðan farið var að
friða viss svæði — og sfðan
möskvi var stækkaður f vörp-
unni nú um áramótin. Eg tel þó
að ekki muni fjarri lagi að
áætla að dráp af þessu tagi
megi enn ieggja að jöfnu við
„hinn eðlilega dauða“, sem
verður milli þess tfma f ævi
fisksins frá því hann er 3ja ára
til kynþroska, þ.e. 6-7 ára.
Kjallarinn
Kristján Friðriksson
Niðurstöður af þessu verður
svo að leggja til grundvallar
þeim útreikningi að ef 300 þús.
tonn af fiski (150 milljón
fiskar, þar af 100 milljón
þorskur) er veitt með tveggja
kflóa jafnaðarvigt — en sami
fiskur hefði verið veiddur sem
fjögurra kílóa fiskur, þá munar
þarna 300 þúsund tonnum
(sumt er veitt stærra og fleiri
atriði valda þvf að ég tel ekki
skynsamiegt að reikna með
hærri tölu f uppeldisfiska-
flokknum).
En 300 þús. tonn af fiski gera
f útflutningi um 45 miljarða
(150 kr. til jafnaðar pr. kg full-
unnið f útflutningsverðmæti,
stórfiskur).
Aftur frósögn
af fundi
Á fundi sem ég var á alveg
nýlega, þar sem meðal annarra
voru nokkrir ungir framsóknar-
menn, var þar komið f sögunni,
þar sem við vorum búnir að
gera þann útreikning, sem að
ofan getur. Þá kom ég að þvf, að
það væri ekki aðeins þessi upp-
hæð, sem þjóðin tapaði á því að
slátra fiskinum sínum of ung-
um, heldur tæki þetta á sig það
sem ég hef nefnt þjóðhagslegt
margfeidi. Ég stakk upp á að
reikna með tölunni 2,5, sem
þýddi að þjóðarbúið tapaði 45
milljörðunum sfnum sinnum
2,5, sama sem 112,5 miljörðum,
sem þá mætti lfta á sem hið
þjóðhagslega tap.
Þó kom hljóð
úr horni
Einn hinna ungu manna
gerði athugasemd. Sá var
lærður J hagfræði. Hann benti
á, að það væri alls ekki vfst að
skynsamlegt væri að reikna
með svo háu þjóðhagslegu
margfeldi, því það væri alls
ekki vlst að viðbótar-
gjaldeyristekjur, sem kæmu
inn f þjóðarbúið, lytu sömu lög-
málum og þeim, er gilda um
gjaldeyristekjurnar núna.
Þetta var auðvitað alveg rétt
hjá unga hagfræðingnum. En
svo gerði einn þá athugasemd,
að það væri I rauninni nógu
siæmt að missa af þessum
tekjuauka f.þjóðarbúið, jafnvel
þó hann gerði ekki betur en að
tvöfaldast, en það yrði þá að 90
miljörðum sem þjóðartekjuvið-
bót.
Þá kom sá þriðji tii sögunnar
og lét f ljósi það álit, að senni-
legast þætti sér, að óhætt væri
að margfalda með þremur, sem
mundi þá þýða að þjóðartekju-
aukinn yrði 45x3=135 milj-
arðar. Þetta var í rauninni allt
ágætt hjá þessum ungu mönn-
um, þvf það sanna er, að enginn
getur slegið neinu föstu um það
hvaða tölu sé réttast að reikna
með — en hér um bil vfst má
telja að þetta umrædda marg-
feldi sé einhvers staðar á milli'
2 og 3.
En þess vegna segi ég frá
þessu, að það er einmitt á þetta
stig sem þjóðfélagsumræðan
þarf að komast. Að menn al-
mennt fari að gera sér grein
fyrir hinum þjóðhagslegu
stærðum í þessu örlagaríka
máli — og fleiri tilsvarandi
málum.
Kaupið gœti hœkkoð
Ef við berum gæfu til að hag-
nýta fiskimiðin rétt, þá væri
auðvelt að bæta kjör almenn-
ings — og þá yrði e.t.v. minna
um hina rándýru kjarabaráttu,
sem fólk neyðist út í, vegna
lélegra launa — en oftast með
litlum árangri vegna þess að
deilitekjurnar — þjóðartekj-
urnar — eru nú litlar.
Góð viðbót
óstarsögunnar
Ágæt viðbót við söguna um
ást ráðamanna á fiskveiðum er
glæný skýrsla frá Fram-
kvæmdastofnun. Þar kemur
fram, að 1958 var fjárfesting f
veiðiflota okkar um 20 milj-
arðar (umreiknuð til núver-
andi peningagildis). Veiði þá
var um 585 þús. lestir og er þá
annar afli en botnfisksafli um-
reiknaður til botnfiskafla-
verðgildis.
1975 eru tilsvarandi tölur 562
þúsund lesta afli (sams konar
umreiknun) en þá er fjárfest-
ingin f flotanum orðin 70 milj-
arðar.
1 fyrra tilvikinu, þ.e. 1958,
var fiskifloti okkar um 55
þúsund lestir (veiðlestir) en er
nú 100 þúsund lestir, svo verð-
mætishlutfallið hefur raskast.
Skipin eru nú vandaðri og af-
kastameiri pr. veiðilest vegna
bættrar fiskileitartækni o.fl.
í fyrra tilvikinu áttum við f
keppni um fiskinn við útlend-
inga. Nú fer hin æðisgengna og
ofsadýra keppni fram milli
okkar eigin skipa, en á kostnað
þjóðarbúsins.
Og ekki má gleyma að bæta
við, að við lok þeirrar skýrslu-
gerðar, sem hér um ræðir —
var búið að ákveða kaup á 15 til
20 togurum til viðbótar!
Skyldum við geta orðið
útlendingum til
fyrirmyndar aftur?
Ég held það sé rétt metið, að
Álþingi okkar og rfkisstjórn
hafj orðið öðrum þjóðum til
fyrirmyndar f landhelgismál-
inu.
Þú segir að ýmsar þjóðir
styrki nú sjávarútveg sinn og sé
þvf erfitt að keppa við þennan
styrkta sjávarútveg.
En er skynsamlegt að styrkja
ofveiðina og rangnýtingu
fiskimiða? (eins og við raunar
höfum verið að gera með þvf að
offjármagna sjávarútveg
okkar). Skyldi ekki vera betra
að halda sókninni f skefjum,
einmitt með skattlagningu —
auðlindaskatti — þannig að
veiðarner gefi hámarks arð?
Það skyldi þó aldrei fara svo,
að ýmsar þjóðir gætu lært þá
aðferð af okkur f framtfðinni,
að hyggilegra er að stjórna
veiðisókn til hófnýtingar með
temprunargjaldi — f stað þess
að styrkja rányrkju.
Davlð, e.t.v. kem ég slðar að
nokkrum atriðum f grein þinni
sem eru athygli og umræðu
verð. Mun þá m.a. vfkja að
iðnaðarmálunum, „námsleiða“
eða málefnaleiða stjórnmála-
manna og að hópi þeirra
manna, sem nefna mætti fjöl-
starfaaðai.
Með kveðju,
Kristján Friðriksson.