Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 1977.
R
Notaðir bílar
Wagoneer ’73, 8 cyl.
Beinskiptur, ekinn 71.000
km, kr. 2,2.
Wijgoneer ’74, 8 cyl. Sjálf-
skiptur, ekinn 76.000 km, kr.
2,9.
Wagoneer ’74, 8 cyl. Sjálf-
skiptur, ekinn 51.000 km, kr.
2,8.
Wagoneer ’74, 6cyl. Bein-
skiptur, ekinn 55.000 km, kr.
2,6.
Wagoneer '71, 6 cyl. Bein-
skiptur, ekinn 120.000 km,
kr. 1,5.
Cherokec '75, 6 cyl. Bein-
skiptur, ekinn 21.000 km, kr.
3 milljónir.
Cherokee ’74, 8 cyl. Sjálf-
skiptur, ekinn 65.000 km, kr.
2,8.
Jeepster ’67, 4 cyl. Bein-
skiptur, vél ekin 28.000 km,
kr. 950.000.
Jeepster ’73, 8 cyl. Bein-
skiptur, ekinn 34.000 km, kr.
1,8.
Jeep CJS '74, 8 cyl. Bein-
skiptur, ekinn 60.000 km, kr.
2 milljónir.
Willys Jeep '55, 4 cyl. Bein-
skiptur, vél góð, kr. 500.000
kr.
Willys Jeep ’63, 4 cyl. Bein-
skiptur, 450.000 kr.
Sunbeam '73, 4 cyl. Bein-
skiptur, ekinn ca 50.000 km,
kr. 720.000.
Hunter DL '74, 4 cyl. Bein-
skiptur, ekinn 60.000 km, kr.
850.000.
Hunter GL ’74, 4 cyl. Bein-
skiptur, ekinn 80.000 km, kr.
1.050.000.
Matador 2ja dyra ’74, 8 cyl.
Sjálfskiptur, ekinn 60.000
km, kr. 2,2.
Hornet Match Back '74, 8
cyl. Sjálfskiptur, ekinn
54.000 km, kr. 2 millj.
Hornet station ’74, 8 cyl.
Beinskiptur, ekinn 52.000
km, kr. 1.950.000.
Morris Marina ’74, 4 cyl.
Beinskiptur, ekinn 60.000
km, kr. 850.000.
M. Benz 230 ’72, 4 cyl. Sjálf-
skiptur, ekinn 130.000 km,
kr. 2,4.
Nýir bílar
Gaiant Signa 4ra dyra og
Galant 2ja dyra hard top.
' Cherokee 8 cyl. Sjálfskiptur.
Jeep CJ5 með blæju.
Getum bœtt við bílum
ó söluskrá okkar og í
sýningarsal.
EGILL.
VILHJALMSSON
m Laugjavegi t18-Siirt 15700
r
Hví eru filmur svo óheyrilega dýrar á Islandi?
TOLUVHJRARNIR ERU VERSTU
ÓVINIR UÓSMYNDAUNNENDA
—segir Ástþör Magnússon sem skeleggast berst fyrir samkeppni
á Ijósmyndasviðinu
„Það sem gerir filmur og mynd-
vinnslu svo dýra hér á landi er
fyrst og fremst tollamúrinn. Á
filmum er nú 35% tollur, 18%
vörugjald og 20% söluskattur,”
sagði Astþór Magnússon forstjóri
Myndiðjunnar Ástþórs hf., í
viðræðu við DB um þessi mál. ,,Ég
þori að fullyrða að heildsölu-
álagning á filmur hér er ekki
hærri en í öðrum löndum Evrópu
og ef um slíkt er að ræða þá er
það fyrir staðgreiðsluafslætti eða
magnafslætti, sem miðast gjarnan
við nokkur milljón stykki.”
Ástþór sagði að allur pappír til
myndiðju bæri einnig þessa háu
tolla og vélar bæru einnig tolla.
Taldi Ástþór þessa skattheimtu
ríkissjóðs mjög óeðlilega, því
myndiðnaður á Islandi væru auð-
vitað í beinni samkeppni við er-
lendar myndiðjur, þar sem fjöldi
tslendinga tekur sumarleyfis-
myndir sínar erlendis. Þar geta
menn keypt filmur og fengið
framkallað og í öllum tilfellum
væri um að ræða vörur, lítt eða
ótollaðar.
Ástþór Magnússon hefur í
firma sinu verið sá aðili sem
skeleggast hefur barizt fyrir sam-
keppni í myndvinnsluiðnaði.
Hann fullyrðir að Myndiðjan
Ástþór sé annar af stærstu filmu-
innflytjendum á tslandi.
„Hjá okkur verða 100 krónur í
innflutningi ekki að 352 þegar
kemur að viðskiptavininum að.
greiða,” segir Ástþór. „Lang-
mestur hluti af okkar filmum eru
seldar með framköllun og miðað
við verðskrá okkar í dag borga
viðskiptavinir aðeins 350 kr„
fyrir 20 mynda litfilmu, þrátt
fyrir að innkaupsverð erlendis sé
nálægt 200 krónum. Þetta 200
krónu verð fæst fyrir mjög hag-
stæða magnsamninga.”
Með þessu hagstæða filmuinn-
kaupsverði kveðst Ástþór geta
boðið framköllun og nýja filmu
fyrir 2650 krónur. Þegar
viðskiptavinir hans koma með
filmu í framköllun geta þeir valið
hvaða filmu þeir vilja fá í vél sína
næst. Velji þeir Kodak-filmur
verða þeir að greiða 150 kr. auka-
gjald. Stafar það af því að Kodak-
filmur fær Ástþór ekki að flytja
inn vegna einkaumboðs hér.
En hann bendir á þá staðreynd
að þrátt fyrir það að hann geti
ekki fengið að kaupa Kodak-
filmur erlendis ódýrari en þær
fást hér I einkaumboði Hans
Petersen, þá selji hann fram-
köllun á filmu og nýja Kodak-
filmu í vélina 340 kr. ódýrara
en framköllun og ný filma kosti
hjá einkaumboði Kodak hér á
landi.
Af þessum sökum kvaðst Ast-
þór mótmæla framkomnum full-
yrðingum um að ekki sé sam-
keppni í filmuverði hér.
Ástþór kvað myndiðju sina
selja allar filmur án álagningar.
Framköllunin væri bakhjarl
fyrirtækisins og filmusalan
bygðist á framkölluninni. Megnið
af filmum er Astþór selur kaupir
firmað frá „manni í Sviss”, sem
selur ódýrt vegna mjög stórra
innkaupa, t.d. 10 milljón stykkja.
Ástþór á nú ljósmyndaverzlun í
Danmörku óg er þar umboðsaðili
fyrir Intercolor filmur. Sú
verzlun kaupir Kodakfilmur af
heildsala þar í landi, sem selur
ódýrar en einkaumboð Kodak hér
á landi. Astþór reyndi inn-
flutning Kodakvara fram hjá
einkaumboðinu hér á árum áður,
en hann hætti því baksi vegna
viðskiptaþvingana sem hann
kvaðst hafa verið beittur af einka-
umboðinu hér.
Astþór hyggur á aukin umsvif á
ljósmyndasviðinu f Færeyjum, en
getur ekki rekið þau viðskipti í
gegnum tsland vegna „þeirra
óskiljanlegu reglna að hlutir sem
hingað koma í tollvörugeymslu
mega þaðan ekki ótollaðir fara þó
til útflutnings sé.“
Ástþór virðist af öllu framan-
sögðu mjög gera sér far um að
bjóða lægra verð en aðrir og
halda uppi samkeppninni.
ASt.
Iþróttafélagið Leiknir
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Leiknis verdur haldinn 2. nóvember í
Fellahelli kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Skýrsla stjórnar og
verðlaunaafhendingar.
Stjórnin.
islendingum er gert erfiðara fyrir en öðrum þjóðum að geyma
minningar á myndum vegna tollmúra rikissjóðs. Þessi „minning" er
úr Minoltasamkeppni DB og Vikunnar. — Ljósmynd: Páll Danielsson,
Melgerði 21, Kópavogi.
Frímerki
helgað
alþjóð-
legu
gigtarári
Nýtt frímerki kemur út hjá
póststjórninni 16. nóvember
nk. Frímerkið er helgað alþjóð-
legu gigtarári og hefur Friðrika
Geirsdóttir auglýsingateiknari
gert myndina sem prýðir
merkið. Verðgildi þess er 90
krónur.
ALÞJÖÐLEGT GIGTARAR
allt er
þegar
þrennt er
t.