Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977.
FRELSIÐIAUSTRIOG SUÐRI
Það er byrjað að hausta hér í
Austur-Berlín. Trén við Unter
Dem Linden eru að fella sín
gulu lauf. tJr herbergisglugga
mlnum I hðtel Metropol sér yfir
f járnbrautarstöðina við Fried-
richstrasse^ og við endann á
henni blasa við gluggar dag-
blaðsins Neues Deutschland,
þar sem kommúnistaáróðurinn
rennur með upplýstu letri eftir
lengd hússins allan sólarhring-
inn. Hvarvetna blasa við á
brúm og byggingum áróðurs-
upphróþanir sem málaðar eru
með stóru letri til frambúðar og
eiga allar að minna fólkið á
ágæti kommúnismans. A einu
húsi stendur með mannhæðar-
háum stöfum: „I 60 ár hefur
sósfalisminn ráðið rikjum f
Sovétríkjunum, Sovétríkin
hafa barist f 60 ár fyrir friði og
frelsi f heiminum." Frá þessari
áletrun eru ca 300 metrar að
hinum fræga Rerlínarmúr,
virkasta tákninu um frið og
frelsi kommúnismans.
Þeir sem ekki hafa séð
Berlfnarmúrinn átta sig jafnvel
ekki á þvf að hann er tvöfaldur,
þ.e.a.s. tveir múrar með
200—400 metra millibili vfðast
hvar. A svæðinu milli þeirra
eru háir varðturnar með ljós-
kösturum og vélbyssum, auk
jarðsprengja og blóðþyrstra
varðhunda. Við endann á hinni
fögru götu Unter den Linden er
hið fræga Brandenborgarhlið,
mitt á milli múranna. Þar var
eina táknið um frelsið fuglar og
kanfnur.
Klifrað upp eftir
bakinu
I Tékkóslóvaktu og Ung-
verjalandi komust kommún-
istar til valda með því að klifra
upp eftir bakinu á vinstri sinn-
uðum, nytsömum sakleysingj-
um, en urðu þrátt fyrir það að
kalla á Rauða herinn til að full-
komna verkið. Hver þekkir
ekki það sem er að gerast I
Kambódiu og Suður-Vfetnam f
dag? Hver var að segja að Ráð-
stjórnarrfkin hafi ekki unnið að
friði og frelsi f heiminum?
Astandið í Berlín heyrist
ekki nefnt lengur á nafn f vest-
rænum lýðræðisblöðum.
Gleymskan er farin að hylja
þessi ljótu spor og meira að
segja hægri blöðin á íslandi eru
upptekin af þvf að taka ómakið
af kommúnistamálgagninu með
endalausum, upptuggnum
áróðri um þau pólitfsku mistök
sem hafa átt sér stað í Banda-
rfkjunum, að ég nú ekki tali um
alla æluna um Suður-Afríku og
Ródesfu.
í Austur-Berlín úir og grúir
af vopnaðri lögreglu, ýmist á
götunum eða hún er falin f bíl-
um f skúmaskotum. Það er
fylgst með manni hvert fótmál
eins og illa gerðum hlutum og
jafnvel gengið svo langt að
setja fólk við borðið hjá okkur á
matsölustöðum til að hlera sam-
tal okkar sem fór fram á ensku.
Við gátum aldrei talað svo við
neinn um ómerkilegustu hluti
að ekki væri annar kominn á
vettvang til að hlera. Ottinn við
náungann er mest áberandi f
fari fólksins. Þetta er einkenni
og tákn kommúnismans. Tor-
tryggnin til alls og allra er f
slfku hámarki að það nálgast
sturlun. Ég stilli mig ekki um
að nefna skoplegt dæmi þvf til
sönnunar. Vopnaður vörður
stóð við landganginn við flug-
vélina okkar allan tímann sem
hún var á flugvellinum f
Schönefeld (komum þangað
sex sinnum f hálfan mánuð).
Nokkru áður en við fórum í
eitt skiptið þurfti vörðurinn að
bregða sér frá (náttúran senni-
lega kallað hann til að ganga
örna sinna). Þegar hann kom
aftur, eftir ca tíu mínútur, æddi
hann um alla vélina, sfðast á
klósettið, til að leita að flótta-
manni sem við hugsanlega
hefðum falið í vélinni á meðan
hann var fjarverandi. Hvernig
sú persóna hefði átt að geta
komist í gegnum flugstöðina,
fulla af vörðum, og út f vél til
okkar er ráðgáta sem ég læt
öðrum eftir að leysa.
Það var drungi yfir Berlfn
dagana sem við dvöldum þar,
ekki aðeins veðurfarslega
heldur sýnilega f huga fólksins
á götunum. Hins vegar mátti
sjá að þrek Þjóðverjanna
verður ekki svo auðveldlega
beygt f duftið þvf þrátt fyrir
það að Rússar rændu þá allri
lffsbjörg í stríðslokin, með því
að flytja til Rússlands allar
verksmiðjur og verkfræðinga
úr Austur-Þýskalandi, eru þeir
f dag langt komnir að byggja
upp þau svæði f Berlín sem
þurrkuðust út sfðustu daga
strfðsins. Lfklega er það gert f
þeirri góðu von og trú að ein-
hvern tfma rofi til f gegnum
mistur kommúnismans. Við-
skiptalega eru Austur-
Þjóðverjar undir pressu frá
Rússum. T.d. láta þeir þá kaupa
af sér lélegar flugvélar og illa
nothæf bflaræksni, svo eitthvað
sé nefnt.
Það er erfitt að þurfa að trúa
þeirri staðreynd, að jafnvel á
tslandi skuli finnast tiltölulega
nokkuð stór hópur manna sem
trúir á svona þjóðskipulag. En
allir hlutir eiga sfnar orsakir.
Kommúnistar hafa notfært sér
þá staðreynd að snemma
beygist krókurinn að þvf sem
verða vill. Þær munu vera þrjár
vinstri stjórnirnar sem mynd-
aðar hafa verið á Islandi frá
stríðslokum með þátttöku
kommúnista. Þær eiga það allar
sameiginlegt að kommúnistar
hafa heimtað f sínar hendur
menntamálin. Þar hafa þeir
ekki slegið slöku við að tefla
fram sfnum „Frankenstein-
um“. Þeir hafa dyggilega not-
fært sér sína aðalútungunar-
miðstöð, sem er Kennarahá-
skóli Islands. Þaðan er dreift
um landsbyggðina uppalendum
ungu kynslóðarinnar. Ég vildi
gjarnan eiga þess kost að hlusta
á þann landafræðitíma i
fslenskum skóla sem kennarinn
fræddi ungdóminn um aðdrag-
andann að tilveru Berlínar-
múrsins.
Sá mikli fræðimaður og
skólamaður, Steingrímur Ara-
son, sagði f formála að bókinni
Fósturdóttir úlfanna: „Skap-
gerð barnsins má sveigja, næst-
um þvf f hvaða átt sem er, ef
beitt til þess réttum ráðum á
réttum tíma.“ Þeir voru heldur
ekki svo fáir njarðvíkarnir sem
kommúnistar tróðu inn í út-
varpið á tfmum vinstri stjórn-
anna. Mér er ekki grunlaust
um, og veit raunar vel, að fólk
almennt er sofandi fyrir þvf
hverjum uppeldisáhrifum
kommúnistar hafa náð að
planta með stjórn sinni á skóla-
málum þjóðarinnar þegar þeir
haf haft aðstöðu til. Það er mál
að almenningur á tslandi byrji
að rumska.
„Sjálfstœðið“
í Afríku
Ég bregð mér nú suður á
bóginn og hyggst fara nokkrum
orðum um frelsið í Afríku.
I vfmu sigursins yfir nasism-
anum eftir siðasta heimsstrfð
var fjöldi þjóða kallaður saman
til ráðstefnu um myndun al-
heimssamtaka sem hlutu
nafnið United Nations eða
hinar sameinuðu þjóðir. Nú
skyldi aldrei aftur verða háð
styrjöld á okkar hnattrfki. Eng-
inn kúga annan, allir búa við
frið og frelsi. Með þennan
kyndil að leiðarljósi var þess
krafist að nýlenduveldin svo-
kölluðu létu nýlendurnar af
hendi, þ.e.a.s. gæfu þeim frelsi
og sjálfstæði. Nýlenduveldin
létu undan þessu almennings-
áliti sem hafði skapast f skjóli
Sameinuðu þjóðanna. Nú er svo
komið að varla er lengur hægt
að tala um nýlendur. Það
heyrir fortíðinni til.
Adam var ekki lengi f Para-
dfs. Rússum hafði á skömmum
tfma næstum tekist að leggja
alla Evrópu að fótum sér þegar
þær fáu þjóðir, sem enn eru
frjálsar í Evrópu, sáu hvert
stefndi og mynduðu með sér
Atlantshafsbandalagið — Nato.
Hver heyrir ekki ennþá síðustu
neyðaróp Ungverjalands \)g
Tékkóslóvakíu til hinna frjálsu
þjóða um hjálp? Hvers virði
fyrir þá voru samtök Samein-
uðu þjóðanna? Ofbeldið fékk
að ráða. Arásir Rússa hétu bara
ekki nýlendukúgun. Hvernig
hefur þessum Afríkuþjóðum,
sem fengu frelsið, vegnað í sfnu
sjálfstæði? Ég hef komið i svo
til hvert einasta rfki f Afríku.
Kjallarinn
Þdrður Halldórsson
Þar fer ekki fram hjá neinum,
sem sér, að víðast hvar eru
þessi rfki á hraðri niðurleið.
Þar kemur aðallega tvennt til. I
fyrsta lagi hafa þau flest rekið
hvíta menn úr landi og tekið
við stjórn mála sem stjórn-
endur hafa hvorki vilja, vit né
hæfileika til að fjalla um. I
öðru lagi berast trú- og ætt-
flokkar á banaspjótum til að
hrifsa völdin hver af öðrum.
Bregði þjóðhöfðingi sér f annað
land má hann nokkurn veginn
eiga vfst að annar hefur steypt
honum af stóli á meðan.
Stórþjóðir hagnýta
sér vitleysuna
Ég ætla aðeins að taka dæmi
af Nfgeríu. Nfgerfa er eitt nátt-
úruauðugasta land Afríku,
bæði að námum og olíu. Stjórn-
endurnir vaða f peningum sem
þeir hafa ekkert vit á að hag-
nýta. Snemma árs 1975 hugðust
þeir heldur en ekki ætla að
vinna stórvirki. Þeir keyptu á
einum mánuði milljónir tonna
af sementi. Nú átti að byggja
vegi, brýr og hús. Skipin hópuð-
ust að hvaðanæva, full af sem-
enti, og svo var komið á útmán-
uðum 1975 að 400 (fjögur
hundruð) flutningaskip lágu f
og utan við höfnina f Lagos.
Með þeim löndunartækjum og
mannafla, sem fékkst til að
vinna, tók rúmt ár að losa skip-
in, þ.e.a.s. þau sem sementið
var ekki þegar orðið að steini f.
I hita óg raka hitabeltisins má
geta sér nærri um hvers virði
það litla af sementi, sem náðist
á land, var orðið. Það má kann-
ski segja að þetta fólk sé frjálst
að þvf að ráða sfnum högum og
fjármunum. Þarna var kastað í
sjóinn milljarðaverðmætum
sem annars hefðu komið fbúun-
um að gagni ef stjórnað væri,
þó ekki væri nema með hálfu
viti.
Þetta er aðeins eitt Iftið
dæmi sem endurtekur sig i
ýmsu formi hjá flestum þessum
þjóðum. A þennan hátt geta
stórþjóðirnar hagnýtt sér vit-
leysuna án þess að hægt sé að
kalla það nýlendukúgun. Með
það virðast allir ánægðir, eða er
ekki svo? Það gefur nokkra vís-
bendingu um vitsmuni þessara
þjóðhöfðingja Afrlkuþjóðanna
þegar þeir kusu Idi Amin f
Uganda forseta Afríkusam-
bandsins. Idi-arnir eru bara
ansi margir þegar á heildina er
litið.
Bretar enn að hefna sín
Ég kem þá að Ródesfu og
Suður-Afríku.
Ég á því láni að fagna að hafa
átt heima f Suður-Afrfku í tæp
tvö ár og séð með eigin augum
það sem þar fór fram. Eins og
flestir vita lýstu hvftir menn
þar yfir sjálfstæði f óþökk
Breta, sem og í Ródesfu. Þetta
voru nýlendur Breta, sem þeir
töldu sig eiga. Af alkunnri,
fádæma þrjósku, töldu þeir sér
misboðið með þessum mála-
lokum. Hafa þeir nú snúist
gegn þeim á alþjóða vettvangi.
Nú er svo komið að meginhluti
hins svokallaða vestræna heims
hefur snúist gegn þessum
tveim löndum vegna þess að
þau eru treg til að gefa
negrunum, hinum svokallaða
meirihluta, yfirráðin.
Þarna er margs að gæta og
orsakir margar. I fyrsta lagi
settust frumbyggjar S.A. og
Ródesiu þar að án þess að taka
lönd af svertingjum. Með
svikum við frumbyggjana, sem
voru að mestu Hollendingar og
Þjóðverjar, og með aðstoð
svertingjanna hófu Bretar Búa-
stríðið sem var og er einn af
svörtustu blettunum á breska
ljóninu og eru þeir þó margir.
Allir vita hvernig sú heljar-
slóðarorusta endaði. I skjóli
Sameinuðu þjóðanna og með
aðstoð ólfklegustu afla eru þeir
enn að vega f sama knérunn.
Nú skal kné fylgja kviði og
hefna ófaranna þó seint sé.
Það er e.t.v. á flestra vitorði
að S.A. er eitt af fáum löndum
f heiminum sem banna
kommúnisma með lögum. Hvað
er þá eðlilegra en að hinn
kommúnistiski heimur Ieggi
öllum sfnum áróðursspjótum að
þessu landi? Áróður um
kynþátthatur, kúgun og hvers
konar óþverraskap f garð
svertingja i S.A. er eitt af
fréttaefni heimspressunnar.
Kommúnisminn brosir f sfnu
skúmaskoti að sfnum óvæntu
bandamönnum. Meira að segja
kommúnistamálgagnið á
Islandi sést varla hallmæla
Suður-Afrfku en lætur sér
nægja með úlfsbrosi að láta
hægri pressuna hafa fyrir þvf.
Aftur á frumstigið?
Hvað er apartheit? Hvar eru
svertingjar jafningar hvftra
manna? Er það f Bandarfkjun-
um? Er það f Englandi? Er það
í Rússlandi? Er það kannski á
tslandi. Nei og aftur nei. Þeir
eru hvergi I heiminum
jafningjar hvftra manna. Hvers
vegna fela Bandarfkjamenn
ekki svertingjum f hendur
stjórn Washington D.C., þar
sem þó eru 60-65% svertingja?
Hvað er kynblendingur? Það er
afkomandi hvits og svarts aðila,
sem fær ekki fullkomna viður-
kenningu i samfélagi hvftra og
þeim mun sfður svartra. Er
þetta æskilegt?
Mér er ekki grunlaust um að
Bandarlkjamenn öfundi Suður-
Afrfku af sinni aðskilnaðar-
stefnu. Þeir bara runnu á þeim
hála fs að nota þá sem
kjósendur á meðan þeir voru
nógu fáir til að geta engu
breytt um stjórn Banda-
ríkanna. En hvað verður það
lengi?
Það er stundum svo að lygin
nær ekki sjálfri sér á sprettin-
um. Fyrir nokkrum árum var
það móðins að stúdentar gerðu
uppreisnir í hinum vestræna
heimi. Enginn veit í dag, og
varla þeir sjálfir hverju þeir
voru að mótmæla. Undir þessar
uppreisnarglæður kyntu
kommúnistar af fullum krafti.
Nú hefur þvf verið ákaft haldið
fram af áróðurspostulunum að
svertingjar f S.A. nytu engrar
menntunar og væru kúgaðir á
þvf sviði sem öðru. Það skauzt
þó upp úr kommúnistamál-
gagninu á Islandi f fyrra, að
þegar svertingjarnir gerðu
uppreisn I Sovétó við Jóhannes-
arborg, hafi svartir stúdentar
staðið þar fremst f fylkingu.
Hvaðan komu þessir svörtu
stúdentar? Kviknuðu þeir eins
og óværð á grjótinu eða komu
þeir frá svörtu háskólunum f
Suður-Afrlku.
Það er öllum ljóst hvaðan
skólaðir terroristar hafa komið
til Suður-Afríku. Þeim hefur
hins vegar ekki hingað til verið
klappað þar á kinn af stjórn-
völdum. Færi betur að svo væri
vfðar.
Menningarvitarnir, sem
gaspra mest um þessi mál, án
þess að þekkja nokkuð til, telja
sig manna dómbærasta og ekki
vantar hávaðann. Mér er hins
vegar til efs að þeir hafi svo
mikið sem mjgið hinum megin
við Elliðaárnar.
Eftir veru mfna í Suður-
Afrfku hika ég ekki við að full-
yrða að svertingjum lfður
hvergi betur í heiminum en
þar. Lffsgleði þeirra og gott
útlít vitna best um það. Ég
fullyrði einnig að innan við eitt
prósent innfæddra svertingja
þar stendur á bak við kröfu um
að fá stjórn landsins í sfnar
hendur.
Á mfnum vinnustað, þar sem
voru yfir tólf hundruð
svertingjar, voru nokkrir
svartir stúdentar. Ég ræddi
sem erlendur, hlutlaus aðili við
þá um það hvort það væri ósk
þeirra að þeirra fólk tæki við
■stjórn landsins. Þeir tóku því
allfjarri og bentu réttilega á að
þá fyrst yrði farið að berjast af
heift um völdin, sem gæti ekki
leitt til annars en ófarnaðar
fyrir þá sjálfa.
Ég fæ ekki betur séð en flest
rfki Mið-Afríku nálgist með
hörðum skrefum að komast
aftur á frumstigið. Stórveldin
virðast þó hafa verulegan
áhuga á að afla sér þar ftaka
með ýmsu mæti, sem gæti leitt
þau aftur i nýlendustigið f
breyttu formi. Afstöðu Banda-
rikjamanna og sumra Vestur-
Evrópuþjóða til S-Afrfku og
Ródesfu er ekki hægt að túlka á
annan veg en að þau vinni að
því með ráðum og dáð að út-
rýma hvíta kynstofninum.
Grunur minn er sá að það
reynist erfitt f framkvæmd að
þurrka S-Afríku út af kortinu.
Ég hef nú leitast við að sýna.
tvær hlíðar á frelsinu — f
austri og suðri. Ég geri það
vegna þess að mér finnst fólk
leiða sorglega lftið hugann að
þvf sem er að gerast í kringum
það. Það lætur sér nægja að
vera til og lifa fyrir lfðandi
stund. AróðurSöflin láta sér það
vel líka, það er vatn á þeirra
myllu.
I austri er frelsið lokað innan
mannheldra múra með vél-
byssum og varðhundum. I suðri
er því troðið upp á vanþroskaða
fávita sem ekki kunna með það
að fara.
Austur-Berlfn f október
1977
Þórður Halldórsson.