Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977. S „Gildi látleysisins í stjóm þessa fámenna ríkis” Fjármálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen, svaraði á fundi sam- einaðs þings í gær fyrirspurn Stefáns Jónssonar og Helga F. Seljan um bifreiðahlunnindi ráð- herra. Stefán hafði orð fyrir þeim fyrirspyrjendum. Taldi hann ástæðu til að koma launakjörum ráðherra frekar á hreint en verið hefði. Minnti hann á orð forseta íslands í þingsetningarræðu sinni er hann talaði um „gildi latleysis- ins í stjórn þessa fámenna ríkis.“ I svari ráðherra kom fram að íslenzkir ráðherrar hefðu heimild til að kaupa bíla sem notaðir væru í þágu embættis þeirra. Væri felldur niður tollur og söluskattur af þeim bifreiðum og lán til 10 ára með 5% vöxtum veitt til hluta kaupverðsins. Svar ráðherra i heild fer hér á eftir: 1. Sérmeðferð á bifreiðum ráð- herra að því er tekur til greiðslu. aðflutningsgjalda er ákveðin með lögum, sbr. 14. tl. 3. gr. tollskrárlaga. Þessi ákvæði voru fyrst sett með toll- „Hjálpar- herinn” ístað sjúkraliðs Dagbláðið á marga vini. Þeir eru ekki allar stórir — sumir meira að.segja áberandi stuttir í annan endann. .Þessi ungi heiðursmaður kom til okkar á ritstjórnina i gær, kynnti sig sem Kolbein Einarsson herforingja, Háaleitisbraut 111, og afhenti svolátandi fréttatil- kynningu: „Nýr hjálparher. Hann getur hjálpað ykkur ef þið viljið og öllum í heiminum sem þurfa. Það er alveg hægt að kalla á hjálpar- herinn í staðinn fyrir sjúkraliðið, og líka í staðinn fyrir slökkvi- liðið.“ Kolbeinn herforingi Einarsson skýrði þannig frá tilurð Hjálpar- hersins, að vinur sinn einn hefði Kolbeinn Einarsson, herforingi. Yfirskeggið er ekki ekta — en heima sagðist Koibeinn eiga plat- skegg á hökuna og stórar vígtennur. — DB.-mynd: Bj.Bj. stofnað hann og verið herforingi, en síðan hefði hann sjálfur slegizt í hópinn og líka orðið herforingi. Hinn sé þó einum meiri her- foringi. Hjálparherinn á að hjálpa öllum og við hvað sem er. Enginn liðsmaður („þeir eru meira en níu,“ sagði Kolbeinn) klæðist ein- kennisbúningi, nema þegar verið er að slökkva í húsum. „Þá förum við í búninga," sagði herforinginn ungi. Hann kvað æfingar fyrir slökkvistarfið hefjast um næstu helgi. ÖV RÁÐHERRAR FÁ BIFREIÐAR SÍNAR MEÐ VILDARKJÖRUM hlunnindin til umræðu íþinginu ígær skrárlögum á árinu 1970, en verið endursett síðan, síðast í árslok 1976. Efnislega byggjast þessi ákvæði á bílareglum frá 1970, sem settar voru þegar verið var að afnema bílaeign ýmissa ríkisstofnana til einka- afnota fyrir forstjóra stofnan- anna. Þá var ákveðið að ráð- herrar gætu fengið ríkis- bifreiðar til afnota en bá eingöngu opinberra nota. Kysu þeir það ekki ættu þeir kost á að fá keypta bifreið í upphafi ráðherraferils án greiðslu aðflutningsgjaldda og sölu- skatts. Sú hefð hafði þá lengi gilt um bifreiðakaup ráðherra, þegar þeir létu af embætti. Bifreiðin yrði þá notuð sem embættisbifreið ráðherra. Jafnframt var gert ráð fyrir láni að tiltekinni fjárhæð til 10 2. ára og með 5% vöxtum til bifreiðakaupanna. Frá upp- hafi var gert ráð fyrir að ríkið greiddi að fullu rekstrar- kostnað ráðherrabifreiða. I tíð fyrri ríkisstjórnar var ákveðið, að ráðherrum skuli heimilt að 3. endurnýja bifreiðar sínar með sama hætti að því er varðar aðflutningsgjöld eftir þriggja ára samfellt starf og að sú heimild standi allt að einu ári eftir að ráðherradómi lýkur. Arið 1976 voru greidd laun til átta bifreiðastjóra ráðherra auk afleysinga sem samtals nam kr. 16.927.352. Launin voru mjög mismunandi vegna mismikillar yfirvinnu, frá 1567 þús. kr. upp í 2.607 þús. kr. Starf bifreiðastjóranna felst í akstri og umsjón með bifreið ráðherra. Að auki sinna þeir ýmsum sérstörfum og útrétt- ingum i þágu ráðuneytanna eftir því sem þörf krefur. BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.