Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977. Þeir taka fyrstir við sér á Hvammstanga: Undirskriftasöfnun til stuðnings f rjálsu útvarpi Nokknr ungir menn á Hvammstanga hafa ákveðið að beita sér fyrir undirskriftasöfn- un í Húnavatnssýslum og víðar, þar sem skorað er á Alþingi að samþykkja frumvarp Guð- mundar H. Garðarssonar um breytingu á útvarpslögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að einkaréttur ríkisins til út- varpsreksturs falli niður og leyfður verði frjáls rekstur út- varpsstöðva í eigu einstaklinga og félaga. Einn forsprakka undir- skriftasöfnunarinnar á Hvammstanga, Guðmundur Sigurðsson, sagði í samtali við fréttamann DB, að þeir félagar teldu að starfsemi lítilla út- varpsstöðva í hinum ýmsu byggðarlögum gæti orðið til mikils gagns hver á sínum stað. „Það gæti til dæmis verið með flutningi tilkynninga og frétta, sem ef til vill eiga ekki erindi við alla landsmenn, en geta samt haft gildi til gagns eða gamans í viðkomandi byggðar- Iagi,“ sagði Guðmundur. Þá benti hann á þá öryggis- þjónustu, sem slíkar stöðvar yrðu öðrum færari um að láta í té. „Það er skammt að minnast þeirrar röskunar, sem varð á útvarpsþjónustu í landinu í verkfalli BSRB á dögunum," sagði Guðmundur. „Sú reynsla ætti að nægja flestum til að átta sig á þvi, að það er aldeilis óhæft fyrirkomulag til fram- búðar að hafa aðeins eina stofn- un til útvarpsreksturs f öllu landinu og hana með alla sfna aðstöðu á einum stað.“ Guðmundur Sigurðsson sagði þá félaga gjarnan vilja ná sam- bandi við fólk í öðrum byggðar- lögum og hvatti þá, sem væru svipaðs sinnis um rekstur út- varps, til að hringja í sfma 1322 eða 1337 á Hvammstanga (svæðisnúmer 95). Undirskriftalistar ásamt frumvarpi Guðmundar H. Garðarssonar munu liggja frammi í nokkrum helztu stofn- unum í Húnavatnssýslu á næst- unni. Undirskriftasöfnunin miðast við átján ára og eldri. ÖY Var þetta kannski fyrirboði? Þessi mynd Snorra Snorra- fyrirboði þess sem koma skyldi? sonár flugstjóra er gömul, en góð Snorri tók myndina veturinn 1961 engu að síður. Kannski var hún af HEKLU, DC-4 flugvél sem var f Bifreiðastillingar NICOLAI Brautarhotti 4 — Stni 13775 eigu Loftleiða. Á vélina var samt málað hið enska nafn Flugfélags Islands, Icelandair, og faxamerk- ið sómdi sér prýðilega á stéli vélarinnar. Þannig stóð á þessu að Flug- félagið tók vélina á leigu og nótaði hana til ísleitarflugs við strendur S-Grænlands. Á sama tima var unnið að því að setja radartæki í Sólfaxa Flugfélags- ins, sem tók síðan við isleitinni næstu árin. Flugfélagsmenn flugu Heklu meðan ísetning radartækjanna fór fram. I dag eru þessi flugfélög orðin' að einu. Flugleiðum. - JBP- Hjalteyri: Landsbankinn vill selja hreppnum og matvæla- framleiðanda á Akureyri eignirnar Enn hefur ekki verið ákveðið hverjum Landsbanki tslands selur eignir sínar á Hjalteyri við Eyjafjörð. Mestan áhuga hefur bankinn á að samræma tvö tilboð af þeim þrjátíu, sem bárust í eign- irnar, þ.e. tilboð Arnarneshrepps og tilboð Daviðs Kristjánssonar á Akureyri. Hreppurinn gerði tilboð í allar eignirnar, bæði landið og húsin sem á því standa, eri Davið Krist- jánsson aðeins í megnið af húsun- um. Ingimar Brynjólfsson, odd- viti Arnarneshrepps, hefur lýst því yfir að hreppurinn treysti sér ekki til að ganga inn i tilboð Davíðs en Landsbankinn fyrir- hugar nú að koma á viðræðum milli þessara aðila fyrir norðan. Gerir bankinn sér vonir um að þær viðræður leiði af sér „sam- ræmingu tilboða hreppsins og Davíðs“, þannig að hægt verði að selja hreppnum landið og Davíð húsin. Davíð Kristjánsson hefur í hyggju að reka matvælaiðju á Hjalteyri, en hann rekur nú Reyk- miðstöðina á Akureyri. - ÖV Gáf u 2 milljón króna nýja sjúkrabifreið og hef ja söfnun fyrir snjóbíl Félagar í Björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði hafa nú yfir að ráða flúnkunýrri sjúkrabifreið, en hana fengu þeir að gjöf frá Borgfirðingum og höfðu félagar í Kiwanisklúbbnum Jöklum allan veg og forgang þar um. 70 manns mættu á fundi að Brún í Bæjarsveit fyrir nokkru þar sem afhending bílsins fór fram. Lýsti formaður klúbbsins því, hvernig fé hafði verið safnað kr. hagnað af töðugjöldum I sveitinni. Klúbbfélagar unnu svo að innréttingu, frágangi og máln- ingu á bílnum án endurgjalds og er framlag þeirra metið á 350 þúsund kr. Kostnaðarverð bílsins við afhendingu var því tæpar 2 milljónir. Sjálfir smíðuðu Oks- félagar nýtt, upphitað skýli fyrir nýja farkostinn I Reykholti. Næsta verkefni klúbbsins er þegar ákveðið en það er söfnun til NORRÆNA HÚSIÐ Finnbogi Arndal formaður Jökla afhendir Jóni Þórissyni formanni öks sjúkrabílinn. til kaupa sjúkrabifreiðarinnar. Fóru félagar í heimsókn á 270 heimili norðan Skarðsheiðar og leituðu stuðnings. Söfnuðust á þann hátt 1.250.000 krónur. Hagn- aður af dansleikjum er Kiwanis- menn stóðu fyrir gaf 470 þús. í aðra hönd. Töðugjaldanefnd i Andakilshreppi gaf 128 þúsund kaupa á snjóbfl fyrir Björgunar- sveitina Heiðar í Mýrasýslu. Margar ræður voru haldnar við afhendingu bilsins og m.a. talaði Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri SVFl og lýsti undrun sinni yfir hröðum vexti og við gangi í björgunar- og slysavarna málum i héraðinu. - ASt SKÁTAR - SKÁTAR Muniö kvöldvökuna í íþróttahusi Hagaskólans við Neshaga í kvöld kl. 20. Söngur—gleði—gaman. Aögangur kr. 300. BÍS Kari Skjönsberg lektor frá Osló heldur tvo fyrirlestra í Norræna húsinu: Miðvikudaginn 2. nóv. kl. 20:30 „Kjönnsrollemönster í nyere skandi- naviske barne- og ungdomsböker.“ Fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20.30 „Den kvinnepolitiske situasjon í Norge.“ Norrœna húsið Verið velkomin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.