Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 15
OAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 1977.
15
sróttir
iþróttir
Iþróttir
róttir
Iþróttir
I
ídsleiki í handknattleik kvenna í Barn-
r. Þýzku stúlkurnar sigruðu i báðum
t frá hér í blaðinu. t fyrri leiknum með
idóttir, A, Kristjana Aradóttir, FH, og
Is í leiknum. t síðari ieiknum með 15-5.
lörkum tslands, Guðrún Sigurþórsdóttir
. Myndin að ofan er frá fyrri leiknum.
im sinum í leiknum úr vitakasti hjá
raði fimm mörk úr vítum í leiknum.
ir af leik-
iry sigraði
li hjá Man. City
Idabikarnum
knýja fram sigur gegn Luton. Jafntefli
0-0 á Maine Road í Manchester eftir
framlengingu. Leikmenn City vildu fá
víti í leiknum og mark var dæmt af
liðinu. Á lokamínútu leiksins mis-
notaði hinn ungi leikmaður Luton,
Gary Heale, auðvelt marktækifæri. t
3ja leiknum í deildabikarnum í gær-
kvöld sigraði Swindon Portsmouth 4-3
— sigurmarkið skorað eftir tvítekna
vitaspyrnu.
t ensk-skozka bikarnum sigraði St.
Mirren Notts County 2-0 í undanúrslit-
um — vann samanlagt 2-1 — og leikur
til úrslita við Bristol City í keppninni.
Bristolliðið sigraði Hibernian 5-3 í gær-
kvöld — 6-4 samanlagt.
í 4. umferð enska deildabikarsins
leika þessi lið saman:
Arsenal — Hull City
Bolton — Leeds
Bury — WBA
Ipswich — Man. City eða Luton
Liverpool — Coventry
Nottm. For. — A. Villa
Sheff. Wed. —vEverton
Wrexham — Swindon.
KANARÍEYJAR
Sunna býður upp á þægilegt
dagflug á laugardögum.
Hægt er að velja um
1, 2, 3 eða 4 vikna ferðir.
Brottfarardagar: 16. okt. 5., 26., nóv.
10., 17., 29. des, 7., 14., 28. jan.
4., 11., 18., 25. feb. 4., 11., 18., 25.
marz. L, 8., 15., 29. apríl.
Pantið snemma meðan ennþá er hægt
að velja um brottfarardaga
og gististaði.
SUNNA
Reykjavik: Lakjargötu 2, simar 16400 og 12070.
Akureyri: Hafnarstrati 94, simi 21835
Vestmarmaeyjum: Hólagötu 16, simi 1515.
DERBY SELUR 0G KAUPIR
Tommy Docherty, hinn nýi
framkvæmdastjóri Derby County,
heldur áfram kaupum og sölum á
leikmönnum. Er á góðri leið með
að gjörbylta liði Derby. Að und-
anförnu hefur hann selt tvo lelk-
menn, Rod Thomas til Cardiff
fyrir tíu þúsund sterlingspund,
og markvörðinn Graham Moseley
til Brighton fyrir 20 þúsund
pund. I gær keypti hann svo
Bruce Rioch frá Everton fyrlr 150
þúsund sterlingspund — eins og
getið var hér í blaðinu í gær.
Rod Rhomas er 29 ára bak-
vörður og hefur um langt árabil
verið fastur leikmaður í landsliði.
Wales.Hannhafði lengi leikið með
Swindon, þegar hann var keyptur
til Derby 1973 — og hefur verið
þar fastamaður siðan. Moseley
var aðalmarkvörður Derby um
tima, þegar Dave McKay réð þar
ríkjum. Docherty hefur þá selt
fimm leikmenn, Archie Gemmill
til Nottm. Forest, Derek Hales til
West Ham og Leighton James til
QPR áður. James fór á jöfnu fyrir
Don Masson, skozka landsliðs-
manninn og fyrirliða Skotlands
gegn Wales í Liverpool á
dögunum.
Derek Hales komst strax á skot-
skóna á ný þegar hann fór frá
Derby. Á mánudag skoraði hann
þrjú mörk i ágóðaleik fyrir kunn-
asta leikmann West Ham, Trevor
Brooking. West Ham lék þá gegn
11 enskum landsliðsmönnum og
vann 6-2. Brooking skoraði fyrsta
mark leiksins. Hales hefur skorað
sex mörk i fjórum leikjum fyrir
VH —eða álika og hann skoraði á
heilu ári hjá Derby frá þvi hann
var keyptur frá Charlton fyrir 280
þúsund sterlingspund. West Ham
fékk hann fyrir 100 þusund pund.
Og f gær kom Bruce Rioch á ný
til Derby, svo Docherty er farinn
að ná sér í Skota eins og hann
gerði, þegar hann var fram-
kvæmdastjóri Manch. Utd. Kom
til þess félags úr starfi sem lands-
liðseinvaldur Skotlands. Bruce
Rioch verður fyrirliði skozka
landsliðsins á HM í Argentlnu
næsta ár — ef ekkert kemur fyrir
hann. Fyrir ellefu mánuðum
keypti Everton hann frá Derby
fyrir tæp 200 þúsund pund — en
honum líkaði aldrei dvölin í
Liverpool. Var fljótur að ákveða
sig, þegar Derby vildi fá hann á
ný. Þar kemur hann til með að
leika við hliðina á landsliðsfélaga
sínum, Don Masson. Báðir mjög
reyndir leikmenn — en farnir að
nálgast þritugt. Eftir að Masson
fór frá QPR til Derby réðist hann
í blaðagrein á sitt gamla félag.
Sagði að það seldi sína beztu
leikmenn og hefði engan áhuga á
að standa sig vel í 1. deildinni.
Fyrir tveimur árum munaði hárs-
breidd að QPR yrði enskur meist-
ari en tap f Norwich í lokin setti
strik I reikninginn. Liverpool
varð meistari. QPR hefur auk
Masson látið þá Dave Thomas (til
Everton) og David Webb (til
Leicester) frá sér að undanförnu.
Alan Dugdale, miðvörðurinn
kunni hjá Coventry, hefur verið
seldur til Lundúnaliðsins
Charlton. Kaupverð 50 þúsund
sterlingspund og Elton John,
poppstjarna, heldur áfram að
styrkja lið sitt Watford, sem er í
norðurjaðri Lundúnaborgar
Elton John er þar stjórnarfor-
maður og Watford efst i 4. deild.
Liðið keypti nýlega Dennis Booth
frá Lincoln City fyrir 15 þúsund
sterlingspund.
Það var i Sviss árið 1883, sem
Herman THORENS hóf fram-
leiðslu sinna fyrstu hljóm-
tækja. THORENS verksmiðjan
hefur nú um áratuga skeið
framleitt plötuspilara fyrir
kröfuharða tónlistarunnendur
með betri árangri, en flestir
aðrir. Við bjóðum fjórar teg-
undir THORENS plötuspilara á
verði frá kr. 74.700 upp í
188.700 (án tónhöfuðs).
THORENS TD-160mkll,sem
hér er sýndur, kostar kr. 86.500.
Það er kannski hægt að fá
,,glæstari“ plötuspilara en
THORENS, en engan betri.
•'7
■
r THOREINIS FYRIR
KRÖFUHARÐA
TÚNLISTARUNNENDUR
Leiðandi fyrirtæki
á sviói sjónvarps
útvarps og hljómtækja
VEBZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150