Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 10
10
MBIAÐIÐ
/rfálst, úhád dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjclfsson. Ritstjóri: Jonas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón . Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjómar
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrif
Ásgrímur Palsson.
Blaðamcnn: Anna Bjamason, Ásgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdóttir, Gissi
Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Katrín Palsdottir, ólafur Geirsson
Ólafur Jonsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljosmyndir: Bjamleifur Bjarnloifsson, Hörður Vilhjalmsson, Sveinn Þormoösson.
Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þróinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. ð
Halldórsson.
Ritstjórn Siöumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasnki 80
eintakio.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf.. Armula 5.
Mynda og plötuqerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skoifunni 19.
Vorster stirðnaði
Stjórn hvíta minnihlutans í
Suður-Afríku hefur valið ranga
leið í viðbrögðunum gegn vaxandi
andófi svarta meirihlutans í land-
inu. Hún hefur valið leið, sem
hlýtur að einangra hvíta menn í.
Suður-Afríku og leiða til blóðugr-
ar borgarastyrjaldar fyrr eða síðar.
Um tíma virtist stjórn John Vorsters fara sér
rólega í kynþáttamálum. Hún reyndi að vingast
viö nágrannaríki svartra manna. Hún reyndi að
fá Ian Smith í Rhodesíu ofan af vonlausri
andstöðu við kröfur svartra manna um valda-
töku í landinu. Og hún tók ekki illa í kröfur
Sameinuðu þjóðanna um, að hún léti Namibíu
af hendi.
Að baki þessarar afstöðu lágu herfræðileg
sannindi. Stjórn Suður-Afríku veit, að hún
getur ekki varið Rhodesíu og Namibíu. Hún
hefur þegar mikinn kostnað af þessum löndum
og Vorster telur fénu betur varið til heima-
varna.
Ofsóknir stjórnar Vorsters á hendur and-
stæðingum aðskiinaðarstefnunnar síðustu tvær
vikurnar benda til, að eftirgjöfunum út á við
eigi að fylgja aukin harka heima fyrir. Þar með
hefur stjórnin valið skotgrafirnar og einangr-
unina. Þess má þegar sjá merki, að afstaða
Vesturveldanna til Suður-Afríku hefur kólnað
verulega síðustu dagana.
Þeir tugir svartra frelsisleiðtoga, sem stjórn
Vorsters hefur handtekið og sumpart látið
myrða í fangelsum, voru tiltölulega varfærnir
menn, skynsamleg leiðtogaefni. Þeir, sem koma
í staðinn, verða róttækari og munu reka harð-
skeyttari og hatursfyllri stefnu.
Ofbeldi stjórnar Vorsters leiðir til þess, að
meðal svartra manna í landinu rísa upp leið-
togar, sem endurspegla þröngsýni, ofbeldi og
kynþáttahatur stjórnarinnar sjálfrar.
Hvíti minnihlutinn ei þegar búinn að sjá
forsmekkinn af því, sem síðar kemur. Prent-
frelsi hefur verið rýrt í landinu. Lögregluríkið
heldur hvarvetna innreið sína, svo sem frjáls-
lyndir hvítir menn eru þegar farnir að finna
fyrir.
Vorster heldur því réttilega fram, að svartir
menn eigi betri, lengri og öruggari ævi í Suður-
Afríku en í þeim ríkjum álfunnar, sem svartir
menn stjórna sjálfir. En það þýðir ekki, að
hann geti endalaust haldið þeim réttlausum í
skjóli aðskilnaðarstefnunnar.
Uppþotin í Soweto sýna, að svarti meirihlut-
inn er að vakna til lífsins. Þar og annars staðar
í landinu munu smám saman rísa upp flokkar
borgarskæruliða, sem munu hefna sín með
hermdarverkum af ýmsu tagi. í bæjum og
hverfum svartra manna munu þessir skæru-
liðar eiga sér örugga felustaði, þrátt fyrir lög-
regluaðgerðir stjórnar Vorsters.
Það mun taka svarta menn mörg ár aö undir-
búa borgarastyrjöldina. Þeir þurfa að afla sér
þjálfunar og vopna. Úr því aö stjórn hvíta
minnihlutans hefur ákveðið að loka augunum
og bíta á jaxlinn, getur hún aðeins beðið þess
sem verða vill í vaxandi einangrun, vaxandi
hatri og vaxandi ofbeldi.
________________DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2, NÓVEMBER 1977.
BRETLAND: '
Frjálslyndir og
skozkir þjóðemis-
sinnar valdamiklir
á þingi i vetur
Litlu flokkarnir brezku
munu gegna stóru hlutverki á
þinginu, sem hefst í London í
dag.
Siðustu hálfa öld hafa hinir
tveir stóru risar, Ihaldsflokkur
og Verkamannaflokkur, ráðið
lögum og lofum í neðri deild-
inni. Þar hefur ríkt tveggja
flokka kerfi að mestu og á það
raunar rætur sínar að rekja al-
veg aftur á átjándu öld.'
Nú er öldin önnur. Stjórn
Verkamannaflokksins hefur
hangið við stjórnvölinn á náð
hinna þrettán þingmanna
Frjálslynda flokksins síðan í
marz á þessu ári.
Þeir eru þar af leiðandi
ákveðnir í að hafa einhver
áhrif á stjórnarstefnuna og
ákveðnir i að sjá um að rödd
þeirra heyrist meira, það er
óneitanlega þeirra verk að
Callaghan forsætisráðherra
hefur komizt hjá að efna til
kosninga eða segja af sér.
Vegna hinnar jöfnu stöðu
stóru flokkanna tveggja á þing-
inu getur skozki þjóðernis-
sinnaflokkurinn einnig fært
sér ástandið í nyt og haft þar
mun meiri áhrif en þingmanna-
tala hans gefur til kynna.
Þeir hafa aðeins ellefu af 635
sætum í neðri deildinni.
Athyglisvert er að kosningar
tii þings Efnahagsbandalags
Evrópu og sjálfsstjórn lands-
hluta eru tvö aðalfrumvörpin,
sem búizt er við að stjórn
Callaghans beiti sér fyrir í vet-
ur.
Fyrrnefnda frumvarpið er
mikið áhugamál Frjálslyndra
og sjálfsstjórn héraða eitt höf-
uð stefnumál skozku þjóðernis-
sinnanna.
Ekki er þó talið, að frum-
vörpin séu komin fram vegna
þrýstings frá litlu flokkunum
en samt sem áður setur það
þeirra svip á stjórnarstefnuna.
Frjálslyndir Evrópusinnar
Ef litið er á afstöðu Frjáls-
lyndra þá er þeim mikið kapps-
mál að allir meðlimir ríkis-
stjórnarinnar fallist á beinar
kosningar til Evrópuþingsins.
Þeir geta látið sér nægja góðan
hluta af þingfylgi Verkamanna-
flokksins því í það minnsta stór
hluti íhaldsmanna mun vafa-
laust styðja málið.
Hætt er við að frumvarpið
verði sumum Verkamanna-
flokksmanninum erfiður biti í
háls.
Því fer fjarri að flokkurinn
sé búinn að ná sér eftir deilur
innan hans um hvort Bretland
ætti að gerast aðili að Efna-
hagsbandalaginu.
Margir meðlima þingflokks
hans eru langt frá þvi sáttir við
þá hugmynd að kosið verði
beint af hinum almenna kjós-
anda um fulltrúa á þing banda-
lagsins.
Skozkir þjóðernissinnar og
hinir áhrifaminni samstefnu-
menn þeirra í Wales hafa mik-
inn áhuga á að lög um heima-
stjórn þessara landshluta kom-
ist í lögbækur.
Verkamannaflokkur
veikur fyrir
þjóðernissinnum
Verkamannaflokkurinn, sem
nærri því frá stofnun hefur
haft mun meira fylgi í Skot-
landi en Ihaldsflokkurinn,
hefur þar af leiðandi einnig
• verið viðkvæmari fyrir upp-
gangi þjóðernissinna og
v___
körfum þeirra um sjálfstjórn.
Raunverulega nýtur stjórn
Callaghans ekki fylgis nema
312 þingmanna og er þar af
leiðandi í minnihluta því eins
og áður sagði eru þingsætin
samtals 625 f neðri deildinni.
En svo lengi sem Frjálslynd-
ir og þjóðernisinnar með sfn 27
sæti vilja að stjórnin sitji þá
situr hún.
Ihaldsmenn hafa nefnilega
aðeins 290 sæti og eru þá með-
taldir Sambandsþingmennirnir
frá Norður-Irlandi, sem ekki
eru alltaf svo auðveldir í
rekstri.
Samkvæmt síðustu skoðana-
könnunum er fylgi Ihalds-
David Steel formaður Frjáls-
lynda flokksins i Bretlandi sér
nú möguleika á að flokkur hans
hafi einhver pólitísk áhrif með
samstarfi við Verkamanna-
flokkinn. Það tækifæri hefur
hann ekki haft í nærri fimmtiu
ár.
flokksins og Verkamanna-
flokksins nákvæmlega jafn
mikið. Er það mikil breyting
frá þvi fyrir einu ári, þegar
fylgi Verkamannaflokksins var
sem minnst.
En Callaghan forsætisráð-
herra er ósköp vel ljóst, að erf-
itt er að spá um fylgið í framtíð-
inni og þá er gott að geta átt
von á stuðningi hinna tveggja
litlu flokka.
tCÖ7
Tvennar aukakosningar
ó nœstunni
Um þessar mundir eru tvö
sæti laus í brezka þinginu.
Annað þeirra er talið öruggt
íhaldssæti en hitt var áður setið
af Verkamannaflokksmanni en
búizt er við mikilli baráttu um
þingsætið að þessu sinni.
Ekki þurfa fulltrúar Frjáls-
lynda flokksins að búast við ör-
uggri framtfð samkvæmt fyrri
reynslu.
Hneyksli, eða réttara sagt
orðrómur um hneyksli, sem
hrakti fyrrum leiðtoga flokks,-
ins, Jeremy Thorpe, frá völd-
um, kom aftur upp á yfirborðið.
Gerð var tilraun til að drepa
karlmann, sem sakað hafði
Thorpe um að hafa haft við sig
kynferðislegt samband fyrir
nokkrum árum.
Síðan sagði sá sem morðtil-
raunina gerði, að honum hefðu
verið boðnir peningar fyrir.
Var það núna nýlega en hvorki
Thorpe né núverandi formaður
Frjálslynda flokksins, David
Steel, sögðust neitt um þetta
leiðindamál vita.
Fylgi frjólslyndra
hefur minnkað
Steel er þó sagður óttast að
ekki muni þetta bæta úr fyrir
flokki sínum og reyndar féll
fylgi frjálslyndra niður í 8%
sem er mun minna en við sið-
ustu kosningar, þegar heildar-
kjörfylgi flokksins náði meira
en 12%.
David Steel er talinn hafa
hætt miklu, þegar hann gekk í
svo náið samband við Verka-
mannaflokkinn eins og raun
hefur verið á.
Ekki er víst að öllum
kjósendum frjálslyndra líki það
en markmiðið hjá Steel er að ná
ofurlitlu af þeim áhrifum við
stefnumótun, sem flokkurinn
hefur alveg misst af í meira en
hálfa öld.
Eins og venjulega eru auka-
kosningarnar væntanlega tald-
ar munu gefa góða vísbendingu
um fylgi flokkanna og þar sem
aðrar kosningarnar verða í
þéttbýli London og hinar i hefð-
bundnu íhaldsumhverfi á
suðurströnd Englands verða
þær sérstaklega eftirtektar-
verðar.
Callaghan foringi verka-
manna og forsætisráðherra og
David Steel formaður frjáls-
lyndra hafa báðir lýst því yfir
að báðir flokkarnir muni ganga
til kosninga einir, ekki komi til
greina nein samvir.na á milli
flokkanna.
Callaghan þarf ekki
að lóta kjósa fyrr
en haustið 1979
Callaghan gerir sér einnig
grein fyrir þvf að næstu al-
mennu kosningar þurfa ekki að
vera fyrr en í október 1979.
Það er Uallaghan sjálfur, sem
ræður kosningatímanum. Núna
er Callaghan bjartsýnn í ljósi
bjartari horfa I efnahagsmálum
Bretlands og ekki telja sérfræð-
ingar annað en hann megi
reikna með fekari bata á þvi
sviði.
Callaghan getur því gert sér
góðar vonir um að fylgi flokks
hans samkvæmt skoðanakönn-
unum muni halda áfram að
aukast svo að hann fari jafnvel
fram úr Margaret Thatcher for-
ingja Ihaldsmanna.
Rétt er að hafa 1 huga, að ef
Callaghan tækist að leiða flokk
sinn til sigurs I næstu almennu
þingkosningum I Bretlandi yrði
það I fyrsta skipti I sögu Verka-
mannaflokksins að hann sigraði
I þrem kosningum I röð.