Dagblaðið - 02.11.1977, Blaðsíða 12
12
r
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1977.
_ 1
Stærsti fískurínn í
hörðustu veiðarfærín
Af veiðieftirlitsmönnum
Hverjir hafa fiskað í sjóði
Matthíasar ráðherra? Hvað er
til í sögum um smáfiskadráp?
Hvernig er um einstök
veiðarfæri? Mælingar fiski-
fræðinganna segja sfna sögu
um þetta. I þessari siðari grein
um niðurstöður mælinganna er
fjallað um þau veiðarfæri sem
ekki voru rædd I fyrri
greininni. Stærsti fiskurínn
fæst í dragnót og flotvörpu,
sem eru þau veiðarfæri sem
margir andmæla. Veiðieftirlits-
mennirnir veita mikilvægar
upplýsingar sem nýta má við
stjórnun.
Handfœraveiðar
Handfæraveiðar hafa aldrei
verið undir neins konar stjórn,
og eru það raunar ekki enn,
þrátt fyrir reglugerð frá 9.
ágúst sl., þar sem kveðið er á
um að mest 40% af þorskafla
megi vera undir 58 cm og að
enginn fiskur megi vera undir
50 cm (lágmarksþorskstærð).
Umframafli (það sem er
umfram 40% undir 58 cm) skal
gerður upptækur.
Astæður fyrir þessu afskipta-
leysi eru margar. Hér er um að
ræða veiðar sem ekki teljast
afkastamiklar, þannig að vart
þykir taka því að skipta sér af
þeim. Þá er hér um að ræða
veiðiskap sem nánast heldur
lffi i ýmsum afskekktum
byggðarlögum. Þvf hefur verið
litið svo á að ekki sé ástæða til
að fetta fingur út f það þótt
fiskurinn sé stundum smár.
Ekki dugir þó að þegja það i
hel að handfæraafli hefur verið
15-20.000 lestir á ári. Þarf þá
5-7 skuttogara og sum ár fleiri
til þess að fiska sama magn af
þorski og fæst á handfæri.
Væntanlega mun þó ekki
hvarfla að neinum að loka
svæðum fyrir handfæraveiðum
né heldur takmarka sóknina,
a.m.k. ekki fyrr en aðrar leiðir
hafa brugðist. Svo vel vill jú til
við handfæraveiðar að
fiskurinn kemur lifandi upp og
kemst oftast lifandi niður
aftur. Þvf á að vera hægt að
stjórna handfæraveiðunum án
örðugíeika með virku eftirliti í
landi enda er áðurnefnd
reglugerð sjávarútvegs-
ráðuneytisins við það miðuð að
eftirlitið sé virkt.
Af handfærafiski- er til 101
mæling frá 8. júnf til 16.
september. Mælingarþessareru
frá Rifi norður og austur um að
Djúpavogi. Oftast var mælt I
landi af einum báti f senn.
Stundum var þó mælt af
mörgum bátum í einu og sömu
mælingunni og í nokkrum
tilvikum var mælt á sjó.
, Frá Snæfellsnesi eru 6
mælingar frá 17. ágúst. Um er
að ræða jafnan og nokkuð
stóran fisk og var meðallengd
tæpir 67 cm. Allar mælingarnar
hefðu staðist strangari kröfur,
enda var mest 27.9% undir 64
cm.
Frá Vestfjörðum eru 15
mælingar. I júní var mælt 5
sinnum og voru 3 mælingar
undir gildandi kröfum (um
togarafisk). Þegar verst lét var
85.7% aí fiskinum undir 58
cm og var meðallengd 52.0 cm. í
ágúst var 10 sinnum mælt.
Þrjár mælingar voru gerðar á
Patreksfirði og stóðust þær all-
ar kröfur; meðallengd 68.3-77.8
cm. Sjö mælingar eru frá nyrðri
fjörðunum og var ein þeirra
rétt undir vægari kröfum og
ein stóðst strangari kröfur.
Meðallengd var 60.5 til 69.2 cm.
Frá Norðurlandi (Skaga-
strönd-Þórshöfn) eru 32
mælingar, þ.e. 31 f Agúst. Átta
inæxuigai voiu uiiun vægari
kröfum, engin þó gróflega.
Mest var 53.5% undir 58 sm.
Aðeins 3 mælingar hefðu full-
komlega staðist strangari
kröfurnar og voru þær allar
gerðar f Hrfsey þ. 13. ágúst.
Meðallengd reyndist 66.6-67.9
cm. Annars er fiskurinn
nokkuð jafn. Sex sinnum er
meðallengdin tæpir 60 cm (
minnst 59.0 cm). Langoftast
eða 17 sinnum, er meðallengdin
61-64 cm.
Frá Austfjörðum eru 48
mælingar, þar af hvorki meira
né minna en 28 sem ekki stand-
ast vægari kröfur. Þegar versl
Síðarígrein
lét voru 24% undir 50 cm, 80%
undir 58 cm og 95.7% undir 64
cm. Þetta var 5. ágúst. Ekki var
hægt að stöðva þetta smáfiska-
dráp þar sem sjávarútvegsráðu-
neytið hafði fyrirskipað með
reglugerð frá 6. júlf að komið
skyldi með allan þorsk (og
reyndar fleiri tegundir) að
landi en þó skyldi sá hluti
aflans, sem var undir 50 cm,
Kjailarinn
Guðni Þorsteinsson
gerður upptækur. Austfirðing-
ar virðast þvi hafa verið
drýgstir við að fiska f sjóði
Matthíasar! Að tillögu Haf-
rannsóknastofnunar var
reglugerð þessari breytt, þ. 9.
ágúst eins og áður var lýst. Við
þessa breytingu virtist draga
nokkuð úr smáfiskadrápinu,
þannig að 13 mælingar af 19
standast vægari kröfur frá 10.
til 17. ágúst. Hlutdeild fisks
undir 50 cm minnkar en kemst
þó upp í 8.8%. Rétt er þó að
geta þess, að á þessu tfmabili
var mælt á nyrðri fjörðunum,
þar sem fiskur var vænni, eða
sjómennirnir samviskusamari.
Má geta þess að úr 7 sýnum frá
Borgarfirði var ekkert handa
Matthíasi.
Aftur var mælt á ýmsum af
syðri fjörðunum 9.-16. septem-
ber. Af 13 mælingum stóðust
aðeins 4 veikari kröfurnar og
sums staðar var töluvert af
fiski undir 50 cm eða upp í
21,6%.
Þessar staðreyndir má skýra
á tvo vegu. Annars vegar að
Austfirðingum sé annara um
sjóði sjávarútvegsráðuneytisins
en öðrum landsmönnum eða að
eftirlit með lönduðum sjávar-
afla sé í molum á Austfjörðum.
Svo haldið sé áfram að
meöhöndla mælingarnar þá
er það að segja að engin hinna
48 mælinga hefði staðist strang-
ari kröfur. Þegar best lét var
53.4% undir 64 cm.
Meðallengd var einu sinni
undir 55 cm, 27 sinnum 55 til 60
cm og 20 sinnum yfir 60 cm,
mest 63,6 cm.
Lagnetaveiðar
Nota . má minnst 5'A
þumlungs eða 140 mm riðil í
lagnet. Oftast virðist riðils-
stærðin vera 5'A til 6 þumlung-
ar en þó upp í 7. Alls eru um 18
mælingar að ræða. Sem vænta
mátti stóðust þær allar vægari
kröfur, mest 21.2% undir 58
cm. Sexmælingareru af Norður-
landi og eru þar 2 sem ekki
standast strangari kröfur; 54.4
og 65.1% undir 64 cm og meðal-
lengd 62.0 og 63.0 cm. Meðal-
lengd hinna sýnanna reyndist
65.8-69.0 cm.
Tólf mælingar eru frá Aust-
fjörðum og stóðust allar nema
ein strangari mörk, en þá var
52.1% undir 64 cm og meðal-
lengd reyndist 63.1 cm. Annars
var meðallengd oftast um 67 cm
en einu sinni yfir 70, eða 73.5
cm, en þá var um 6V4 og 7
þumlunga net að ræða. Ekki er
unnt að segja með vissu um
áhrif riðilsstæröar á fiskstærð
þar sem oft er verið með margs
konar riðilsstærð í einu (og
mælt I Iandi).
Þess skal getið að
meðalþorskstærð úr mælingum
af Austfjöröum er 67.0 cm en
65,7 cm úr mælingunum af
Norðurlandi og er þetta I
töluverðu misræmi við stærð
handfærafisksins á þessum
svæðum.
Dragnótaveiðar
Ur dragnót eru til 8 mæling-
ar. Þrjár voru gerðar í Ólafsvík
þ. 1. júli og stóðust allar strang-
ari kröfur, meðallengd, 68.3 cm.
Frá Patreksfirði eru 3 mæling-
ar frá 11. ágúst. Stóðust þær
allar vægari en engin strangari
kröfur. Að meðaltali var 49.1%
undir 64 cm. Meðallengd var
65.4 cm. Loks eru aftur 2
mælingar frá Ólafsvík þ. 16.
ágúst. Stóðust þær báðar
strangari kröfur þótt misjafnar
væru. Meðallengd var 67.7 og
79.4 cm. Ekki er ástæða til að
óttast mikið smáfiskadráp 1
dragnót ef notaður er réttur
pokariðill, sem er hvorki meira
né minna en 170 mm.
Línuveiðar
Af línuþorski eru til 9
mælingar. Þrjár erufrá miðjum
júní frá Patreksfirði ogTálkna-
firði. Allar mælingarnar
stóðust vægari kröfur og voru
mjög nálægt því að standast
þær strangari, 44.5-48.7% undir
64 cm. Meðallegnd var 65.4 cm.
Ein mæling var gerð á
línufiski af Grímseyjarsundi þ.
9.9. Sú stóðst vægari kröfur en
var nokkuð frá þeim strangari
(59% undir 64 cm) Meðallengd
var 62,6 cm. Sama dag voru
gerðar 3 mælingar á fiski veidd-
um á Skagagrunni. Engin
þeirra stóðst vægari kröfur, 50-
66% undir 58 cm. Meðallengd
var 56.6 til 61.4 cm. I tveimur
sýnanna bar töluvert á fiski
undir 50 cm, eða 16.2 og 23.1%.
Loks eru 2 mælingar frá
Seyðisfiröi frá 17. september.
Stóðust þær báðar strangari
kröfur og var meðallengd 66.0
og 67.1 cm.
Yfirlit.
Eins og fram kemur hér að
framan eru mælingarnar ekki
alltaf sambærilegar. Ur sumum
veiðarfærum eru mælingar það
fáar að hæpið er að draga af
þeim of ákveðnar ályktanir. Þá
hefur verið bent á það að
mælingar á togurum sýna fisk-
inn væntanlega eitthvað
smærri en hann er í raun. Þá
eru mælingarnar heldur ekki
gerðar á sama tíma. T.d. er enn
ekki búið að fá allar mælingar
af togurunum í september
(vegna verkfalls BSRB) en þær
mælingar, sem fyrir hendi eru,
benda til þess að þorskurinn úr
botnvörpunni sé smærri en í
sumar en flotvörpufiskurinn
hins vegar stærri.
Þrátt fyrir þessa annmarka
er ekki ástæða til að fela
mælingarnar og gefur eftirfar-
andi tafla yfirlit um þær. Um er
að ræða meðallengd þorsks
eftir veiðarfærum og lands-
hlutum. Rétt er að taka fram að
um er að ræða meðaltöl
mælinganna án tillits til afla-
magns. V merkirVesturlandeða
Snæfellsnes — Strandagrunn.
N merkir Norðurland eða
Skagagrunn — Langanes og A
merkir Austurland eða Langa-
nes — Stokksnes. Fjöldi
mælinga er sýndur I sviga
Mjög athyglisvert er að
stærsti fiskurinn fæst i dragnót
og flotvörpu sem eru einmitt
þau veiðarfæri sem hvað flestir
hafa ímugust á.
Lokaorð
Vmsir halda þvl fram að starf
veiðieftirlitsmannanna sé unn-
ið fyrir gýg, a.m.k. miðað við
núverandi viðmiðunarreglur.
Þetta er að rnfnu mati alrangt
og kemur þar margt til. í fyrsta
lagi hefur ýmsum veiði-
svæðum verið lokað þrátt fyrir
væg viðmiðunarmörk og hafa
slfkar lokanir haft nokkur
verndunaráhrif. Þá hefur það
oft komið fyrir að smáfisk-
svæðum hefur verið lokað 1
reynd með tilmælum til
skipstjóra sem yfirleitt hafa
tekið slíku vel og kippt snar-
lega á önnur mið. Sllkar
aðferðir hafa lfka haft sitt að
segja og eru mun geðfelldari en
blátt bann frá bákninu.
Þá hafa mælingarnar í sumar
leitt I ljós að eftirlit með stærð
þess fisks, sem landað er, er
vfða mjög bágborið. Svo er að
sjá að lftill vandi sé að landa
ólöglegum þorskafla án þess að
hann sé gerður upptækur eins
og reglur kveða á um.
I heild má segja að veiðieftir-
litsmennirnir hafi lagt á borðið
mjög mikilsverðar upplýsingar,
þótt enn sé varað við þvf að éta
þær hráár. Þessar upplýsingar
verður að nota til þess að fá
betri stjórnun á veiðarnar. Ef
það á að takast verða allir að
leggjast á eitt til þess að málið
leysist eins farsællega og unnt
er. Til þess að svo megi verða
þarf hlutfallið á milli fisk-
veiðireglna og fiskveiðireglna
sem farið er eftir að komast
sem næst einum (1). Utungun-
arhraðinn skiptir minna máli.
Varla verður varist nýrri
bylgju af orðaskaki og spái ég
því að ýmsir hafi vitað þetta
allt fyrirfram og að aðrir telji
mælingarnar lftt marktækar.
Ekki megum við þó láta
ágreining hagsmunaaðila koma
1 veg fyrir gifturlk málalok. Vlð
verðum og við getum bætt
okkur en ekki með sturlunga-
aðferðum heldur með vilja og
samstöðu.
Guðni Þorsteinsson
fiskifræðingur.
Leiðin
til
himna
Hvaða leið á að fara til himna?
Endinn á þessum óvenjulega
kirkjuturni veitir svarið: beint
upp. I stað krossins sem er efst á
flestum kirkjuturnum er manns-
hnefi á þessum og bendir vfsifing-
urinn beint upp.
Skrautið er á kirkju I Milton
Hills f New Hampshire 1 Banda-
rfkjunum. Kirkjan er f eigu
meþódistasafnaðar og var byggð
fyrir 106 árum. Höndina gerði
Aratus B. Shaw.
- DS þýddi.
— V — — N — — A — meðal
Botnvarpa 65.48(63) 62.37(11) 72.98(24) 66.97 ( 98 )
Flotvarpa 67.95(23) 67.95( 23 )
Handfæri 61.83(21) 62.41(32) 59.61(48) 60.96(101)
Lagnet 65.67 ( 6 ) 66.98(12) 66.54 ( 18 )
Lína 63.02 ( 9 )
Dragnót 68.05 ( 8 ) 68.05 ( 8 )