Dagblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977. 7 Tripolifundur: Ekkert samkomulag, engar viðræður, engin viðurkenning Þjóðarleiðtogi Libyu Muammar Gaddafi setur í dag ráðstefnuna sem hann hefur boðað til í Tripoli. Höfuðverk- efni hennar er að Arabaleið- togar aðrir en Sadat ákveði' sameiginlega afstöðu og fram- tíðarstefnu eftir að beint samband er komið á milli Kairo og Tel Aviv. Andstaða Arabaleiðtoga gegn Sadat er ljós og stefnumark ráðstefnunnar verður vafalaust — engir friðarsamningar við tsrael. Á kröfu og áróðursspjöldum í Tripoli mátti í gær sjá yfirlýs- ingar um enga samninga við ísrael, engar friðarumleitanir og enga viðurkenningu á ísrael A fundinum í Tripoli verða þjóðarleiðtogar Sýrlands, Alsír og Suður-Jemen. Auk þess verða fulltrúar frá Palestínu- skæruliðum og fulltrúum palestínskra flóttamanna og. einnig sendincfnd frá írak. Iraksstjórn bauð Arabaleið- togum einnig til ráðstefnu fyrir nokkrum dögum og átti umræðuefnið að vera þaó sama og á Tripolifundinum. Talið er að með því hafi íraksstjórn viljað tryggja sinn sess i barátt- unni um hver eigi að teljast áhrifamestur innan samtaka Araba eftir að Sadat hefur snúið við blaðinu og komizt í andstöðu við flesta aðra leið- toga þeirra. staurblankt Fulltrúar stjórnar Afríku- ríkisins Zaire og sendi- nefndir frá vestrænum ríkj- um, sem lánað hafa ríkinu mikið fjármagn hittust í Brussel í gær. Til umræðu er hið slæma fjárhagsástand Zaire, sem hvorki getur greitt vexti né afborganir af skuldum sín- um. Fjármálaráðherra lands- ins sagði að Zaire þyrfti nauðsynlega lengri greiðslu- frest en samið hefði verið um. Sagði hann að heildar- skuldir ríkisins væru um það bil 2,1 milljarður dollara eða jafnvirði um það bil fjögur hundruð og fimmtíu milljarða íslenzkra króna. Fulltrúar eftirtalinna ríkja sitja fundinn í Brussel auk Zaire: Vestur-Þýzkaland, Belgía, Bretland, Kanada, Banda- ríkin, Frakkland, Italia, Japan, Holland, Svíþjóð, Sviss. fínnar geraaupair samning Finnar hafa gert sérstakt samkomulag við fyrirtæki. það í London sem ræður. ungar stúlkur sem aupair á brezk heimili. I samkomulaginu er ákvæði um að stúlkunum verði tryggður ákveðinn vinnutími, ekki meira -en þrjátíu klukkustundir á, viku. í skýrslu sem gefin var út í London í gær segir að er- lendar stúlkur sem koma sem aupair á brezk heimili séu ínargar látnar vinna allt of mikið fyrir of lítið kaup. Hafi þær því litlan sem engan tíma til að stunda enskunám, sem flestar þeirra ætli sér í byrjun. Alþjóöaverzlunarráöið: Ljóttaömúta imilliríkja- viöskiptunum Alþjóða verzlunarráðið skoraði á félaga sína að fá ríkisstjórnir sínar til að beita sér af fullri hörku gegn fyrirtækjum, sem beittu mútum í alþjóðlegum viðskiptum. Þing verzlunarráðsins sam- þykkti á þingi sínu, sem haldið er í París, að reyna að fá sett lög um mútustarfsemi eða gildandi lögum beitt ákveðnar. Einnig var ákveðið að nefnd yrði sett á fót til að kanna ásakanir um mútur og aðra óeðli- lega viðskiptahætti í viðskiptum milli þjóða. Á nefndin að skila áliti fyrir mitt næsta ár. Forseti Alþjóða verzlunarráðs- ins sagði að samtökin væru tilbúin til að gera sitt til að koma í veg fyrir spillingu í alþjóða- viðskiptum en ríkisstjórnir yrðu einnig að leggja hönd á plóginn ef árangur ætti að nást. Jafnvel þar sem lög eru nægilega skýr og ákveðin væri framkvæmdin á þeim of slæleg. Það minnsta sem opinberir aðilar gætu gert, sagði forsetinn, væri að hafa eftirlit með fjár- málum fulltrúa rikja og bæjar- félaga við gerð samninga. Erlendar fréttir IATA flugfélög: Hugleiöa aögeröir gegn Laker- félagi Flugfélög, sem fljúga áætlunar- flug yfir Norður-Atlantshafið og eru í IATA, alþjóðasamtökum flugfélaga. ræða nú möguleika á að bjóða upp á svipað verð fyrir flugferðir eins og Freddy Laker býður í hinum fljúgandi strætis- vögnum sínum. Laker selur farið frá London til New York og til baka fyrir 235 dollara og óttast mörg flugfélag- anna að hin lágu fargjöld muni beina fluginu til Lofidon frá öðrum borgum Evrópu. Brezka flugfélagið BEA og bandarísku félögin Pan Am og TWA lækkuðu fargjöld sin svipað og Laker síðastliðið sumar. Pan Am tilkynnti í byrjun nóvembcr að það mundi fljótlega gefa farþegum sínum kost á svipuðum kjörum á flugleiðinni Róm-New Y’ork. A fundi IATA flugfélaga sem stendur nú yfir í Los Angeles í Kaliforníu ræða fulltrúar hinna þrjátiu og fimm flugfélaga, sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið hvernig lægstu fargjiild eigi að verða næsta sumar og hvað eigi að gilda um þau. Við viljum benda á SÍGILDU KÖRFUSTÓLANA Á GÓÐA VERÐINU. Kr. 13.960 VIRKA Hraunhæ102b Sími 75707. Kr. 13.570. Kr. 24.870 Einnig avallt til margar gerðir af kiirfustólum, borðum, kist- um, bökkum, barnakörfustólum o.fl. o.fl. Hannyrðavörur, aukið úrval, t.d. smyrnavörur. saumaðir rokkokóstólar og mikið úrval af jóla hannyrðavörum. Flosnámskeið og hnýtinganðmskeið. Avallt úrval vandaðra gjafavara og leikfanga. Sendum i póstkröfu. OPIÐ LAUGARDAGA TIL KL. 6. Innflytjendur Vegna mikillar söluaukningar óskar verzlunarfyrirtæki eftir að hafa sam- band við traustan innflytjanda, sem gæti aðstoðað við að leysa út vöru- sendingar. Tilboð merkt „Y'erzlun 5555“ sendist á afgreiðslu Dag- blaðsins. Styrkir til vísindalegs sémáms íSvíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð. Boðnir eru fram fjórir styrkir til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Gera má ráð fyrir að stvrkfjárhæð verði a.m.k. 1.725 sænskar krónur á mánuði. Styrkirnir eru að öðru jöfnu ætlaðir til notkunar á háskólaárinu 1978-79. Umsóknum um stvrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 5. janúar nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. menntamAlaraðuneytið, 29. nóvember 1977. Póstsendum pumn Æfingaskór AVALLT EITTHVAÐ NYTT! Handboltar (mini, dömu- og herra) íþróttatöskur Fram, Valur, Liverpool, KR, Man. City o. fl. gerðir Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783 Póstsendum pumn íþróttatöskur pumn ■ -/-/»,. Karate-og júdóbúningar n -6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.