Dagblaðið - 02.12.1977, Side 2

Dagblaðið - 02.12.1977, Side 2
2 DAOBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977. t .... Myndin var ekki sæmileg heldur snilldarverk Á íslandi aka yfir 2900BÍLAR með Lumenition { Daglega fjölgar þeim bílum, sem aka með þessum búnaöi, enda er platínulausa transistorkveikjan frá LUMENITION örugg fjár- festing, sem margskilar hagnaði. Yfir 2ja ára reynsla íslenzkra ökumanna hefur staðfest tvennt: • Raunverulegur bensínsparnaður er a.m.k. kr. 8 pr. ltr. Meðaitai sem miðast við 88 pr. Itr. • Gangöryggi, sem tryggir stöðuga hámarksnýtingu vélaraflsins. AlgengUstu gangsetningarvandamál og rykkjóttur akstur með kaidri vél eru úr sögunni. Spyrjiö LUMENITION-eigendur um þeirra reynslu. M5ft ^gg£i ri UAni?p^ug Skeifunni 3e-Simi 3*33’4S „Friðarsinni" skrifar: ,,Ekki ber það vott um mikið vit eða skilning, að gefa því ádeiluverki meistarans Leslie Howard, sem sýnt var í sjón- varpinu lagard. 19. nóvem- ber, einkunnina „sæmilega fyndin". En þetta er sú ein- kunn er sérfræðingur Dag- blaðsins gaf myndinni. Ef rit- stjórar þessarar svokölluðu handbókar, sem sífellt er vitnað í, eiga sökina þurfa þeir greinilega á andlegri endur- hæfingu að halda. Það er vissulega rétt að myndni var fyndin. En það er einmitl sú aðferð er mönnum svíður sárast undan þegar þeir eru gagnrýndir. Það þarf meira en lítinn þurs til að skilja ekki inntak myndarinnar. Hinn menntaði og gáfaði prófessor dregur ómenntaða og heimska nasista-bjálfa sundur og saman í háði svo svínfeiti hershöfðinginn er að verða viti sínu fjæ>r af Itræði. Og til þess að bæta gráu ofan á svart tekst honum, ásamt nemendum sínum, að frelsa fjöida merkra manna úr klóm óargadýranna. Stórgóður texti og frábær leikur gerir kvik- mynd þessa ógleymanlega. Þrátt fyrir að þýzku nasist- arnir virtust firrtir allri mann- legri skynsemi voru þeir ekki þau flón að láta fram hjá sér fara hver tilgangur friðarsinn- ans Leslie Howards og fram- leiðenda myndarinnar var. A þann, er hefur aðeins ofbeldi, grimmd og dýrkun djöfullegra athafna að aðaltakmarki lífs síns, bítur aðeins eitt vopn — yfirburða mannvit. Svo eru hér nokkur orð til hinnar þýzk-islenzku frUar sem kvartaði í Velvakanda Morgun- blaðsins. Það er sannarlega sárt að þurfa að hata nokkra mann- eskju, hvað þá heila þjóð. Þjóð- verjar nUtímans verða að bíta i það súra epli að feður þeirra frömdu þann mesta glæp allrar mannkynssögunnar. Þau fórnarlömb þeirra, sem lifðu djöfulæðið af, og afkomendur, einnig skyldmenni barnanna sem sett voru lifandi í brennsluofn UtrýmingarbUð- anna. geta ekki gleymt eða fyrirgefið. Ég bið frUna að hugleiða þetta. HUn á ekki sök á því sem gerðist, vissuiega ekki. En hiin —við skulum ekki gleyma of beldisverkum f ortíðarinnar Leslie Howard var storkostlegur leikari. Þarna er hann í hlutverki sínu í myndinni Of human bondage, þar sem hann lék á móti Bette Davis. getur gert dálítið sem Þjóð- verjar hafa almennt vanrækt. HUn getur beðizt afsökunar eftir því sem það er unnt, það er vissulega erfitt. Ungt menntafólk í Banda- ríkjunum, sem stóð að sífelld- um mótmælaaðgerðum gegn stríðsrekstri þjöðar sinnar í Víetnam, var það sem vakti at- hygli bandarisku þjóðarinnar á þessari brjáiuðu morðárás á þjóð er aldrei hafði gert nokk- uð á þeirra hlut. Unga k.vnslóð- in í Þýzkalandi verður að koma í veg fyrir endurvakningu fas- ismans. Henni tekst það ef vilji er fyrir hendi. Samvizka fólks um allan heim verður sifellt að vera vak- andi. Það er í engu samræmi að hne.vkslast yfir mannránum, svo andstyggileg sem þau eru, en loka augum og eyrum þegar stríðsveldi hefja t.d. fyrirvara- laust loftárásir á saklaust fólk (N-Víetnamar og ísraelar á flóttamannabUðir Palestínu- manna). Við skulum aldrei gieyma glæpum Hitlers-Þýzkalands, Pearl Harbour, Stalíns- RUsslandi, Pentagon, CIA, glæpaverkum nýlenduveld- anna. Hér verður upptalningu víst að ljUka. Listinn gæti orðið endalaus. Homo sapiens er kannski vonlaust f.vrirbæri. , Það hvarflar oft að manni að svo sé. En e.t.v. á mannkynið sér einhverja von. Ef til vill." Athugasemd frá umsjónar- manni dagskrárkvnningar. Mér þykir leitt ef ég hef móðgað einhvern með því að gefa mynd Howards einkunn- ina sæmileg. En minna rná á að orðið sæmilegur þýðir sam- kvæmt gamalli merkingu þess orðs TIL SÖMA. - DS — Hugsið ykkur þetta. Jóiasveinninn getur bara sofnað þegar mest er að gera hjá honum. Hann kiárar áreiðanlega ekki allar jólagjafirnar. Hvað á ég að gera? Ég verð að segja jólasveinsstráknum frá þessu, hugsar JúIIi með sér. — Veiztu bara, jólasveinninn situr í stól og hrýtur. Hvað eigum við að gera fyrir öll börnin sem ekki fá •jólagjafirnar sínar? Þetta verða kannski leiðinleg- ustu jól í þúsund ár. — Hvað segirðu?! hrópar jólasveinsstrákurinn. Sefur jólasveinninn?! Ekki klára ég einn allar jólagjafirnar. — Ég skal hjálpa þér, segir Júlli. Þá klárum við þetta — það eru þó ennþá 22 dagar til jóla.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.