Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 14

Dagblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Glæsibæ, sérverslun ■■með skíðavörur sími 30350 * ÓTRÚLÉGA HAGSTÆTTVERÐ Innbyggð fjttður íhæl — Meiri mýkt ASTRAL SURPRIES grár/rauður StKrðlr 35-46 kr. 13.160. SESTRIERE Litur: rauður Stærðir 35-46 kr. 9.210.- ALPINA Litur:blár Stærðir 35-47 kr. 8.560. TOURING Litir: rauðir-biáir Stærðir 28-35 kr. 6.940,- Stærðir 36-41 kr. 7.595,- VOGUE Litur: ijósgrár/blár Stærðir 35-42 kr. 9.870.- ASTKAL LADV Litur: beige/brúnn Stærðir 35-42 kr. 12.570,- BREEZE Litur: grár/biár, beige/brúnn Stærðir 35-42 kr. 19.740. Keppnisskór. RILSAN-plast. Leðurfóðraðir. M/hælfjöður. ASTRAL ELITE Litur: blár Stærðir 35-42 kr. 15.850,- Leðurfóðraðir. TEMPEST Litur: grár/rauður, beige/brúnn, blár/blár Stærðir 38-45 kr. 26.320.- Keppnisskór RILSAN-piast. M/hælfjöður. Leðurföðraðir. TYPHOON Litur: grár/grænn blár/blár Stærðir 35-16 kr. 20.400,- RILSAN-plast. M/hælfjöður. Leðurfóðraðir. TORNADO Litur: ijósgrár/blár Stærðir 39-45 kr. 23.685.- RII.SAN-plast M/ hælfjöður" l.eðurfóðraðir ASTRAL PRO Litur: blár Stærðir 35-46 kr. 15.850,- l.eðurföðraðir TANGO Stærðir 37-40 kr 6.780,- Stærðir 41-42 kr. 6.960. GRINGO Sta-rðir 35-46 kr. 5.735. Sta-rðir 28-30 kr. 4.890. Stærðir 31-36 kr. 5.180. Sta*rðir 35-42 kr. 6.625, FLOCKY Stærðir 37-40 kr. 12.650. Sta*rðir 41-42 kr. 12.990. NÝTT PLASTEFNI „RILSAN” 40% LETTARA BARNA- UNGLINGA- OG BYRJENDASKOR DOMU- OG UNGLINGASKOR - STÆRÐIR 35-42 BOOTS A ALLA FJOLSKYLDUNA - STÆRÐIR: 28-46 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977. 15 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir j m Verður Ali sviptur titlinum? „Látum þá bara gefa honum heims- meistaratitilinn — sama er mér," sagði Muhammad Ali við þeirri ákvörðun stjórnar alþjóðasambandsins í hnefaleik- um í gær að svipta Ali titli sínum ef hann undirritaði ekki samning um keppni við Ken Norton fvrir 5. janúar nk. Norton er efstur á lista yfir áskorendur Ali — en Ali hefur ákvcðið að keppa við Leon Spinks um heimsmeistaratitilinn i febrúar. Spinks er tiundi i röðinni. Ali hefur þrisvar keppt við Norton. Unnið tvisvar en einu sinni tapað. Það var í heimaborg Nortons og keppnin þá ekki um heims- meistaratitiiinn. „Ef þeir láta mig fá 12 milljónir dollara mun ég keppa við Norton — ég keppi ekki við hann fyrir minna en 12 miíljónir," sagði Ali ennfremur í gær og bætti við „ef Norton fær titilinn án þess að vinna til hans í hringnum mun ég halda áfram að keppa hér og þar fyrir 4 eða 5 milljónir dollara." Jóhannes aldreibetri „Eg hef aidrei séð Jóhannes Eðvaldsson leika betur — og eftir leik Celtic við Aberdeen sagði einn leikmaður Celtic við mig að langt væri síðan Celtic-leikmaður hefði sýnt slíkan leik,“ sagði séra Robert Jack í gær, Hann kom heim í fyrrakvöld eftir nokkra dvöl í Glasgow, þar sem hann m.a. sá leik Celtic og Aberdeen og fleiri leiki Celtic. „Sigurmark Celtic, sem Jóhannes skoraði, er eitt fallegasta mark, sem ég hef séð. Hreint frábært og þann tíma, sem ég var úti var það ekki sýnt sjaldnar en fjórum sinnum i sjónvarpinu. Svo hrifnir voru sjónvaTrpsmennirnir af markinu. Það var líka þess virði. Jóhannes er betri nú en nokkru sinni fyrr — eins og einhver spenna losnaði, þegar hann var settur á sölulista félagsins að eigin ósk, en ég hef ekki trú á að hann fari frá Celtic í bráð,“ sagði séra Röbert ennfremur. Víkingur og Framefst Staðan eftir sigra Fram og Víkings á Reykjavíkurmótinu í gærkvöld er þannig: Vikingur Fram Vaiur ÍR Leiknir Þróttur 6 5 0 1 149-112 10 6 5 0 1 131-110 10 4 3 1 0 85-70 6 3 0 3 132-131 6 2 1 3 148-165 Víkingurfór létt með Þrótt Ungu strákarnir í Viking, drifnir áfram af Páli Björgvins- syni, unnu stórsigur á Þrótti í gærkvöld á Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Allir leikmenn liðsins skoruðu nema mark- vörðurinn, Eggert Guðmundsson — en Eggert sýndi snilldartakta í markinu. Varði m.a. þrjú víta- köst, þegar Víkingar skoruðu 10 mörk í röð á 16 min. kafla en Þróttur ekkert. Lokatölur 29- 16. Víkingur komst fljótt í 7-2 og staðan i hálfleik var 14-8. f s.h. stóð ekki steinn yfir steini hjá Þrótti en Víkingur — án lands- liðsmanna sinna nema Páls — sýndi sinn bezta leik í mótinu. Mörk liðsins skoruðu Páll 6/1 þó Þre ‘ur reyndi að taka hann úr umferð, Jón Sigurðsson 5, Steinar Birgisson 5, Skarphéðinn Öskars- son 4, Magnús Guðfinnsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Þórður Hjaltested 2/1, Ólafur Jónsson, Sigurður Gunnarsson og Magnús Guðmundsson eitt hver. Fyrir Þrótt skoruðu Konráð Jónsson — eini góði leikmaðurinn hjá Þrótti í leiknum — 6/1, Sveinlaugur Kristjánsson 3, Jóhann Frímanns- son 2/1, Arni Einarsson 2 og Sigurður Sveinsson, Einar Sveins- son og Haraldur Jónsson eitt hver._________________ Manch. City gegn Arsenal Dregið var í átta-liða úrslit enska deildabikarsins i gær. Þessi lið ieika saman. Bury-Nottm.Forest Man.City-Arsenal Leeds-Everton Wrexham eða Swindon- Coventr.v eða Liverpool. Fram-liðið undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar sýndi bráðskemmtilegan leik í f.h. gegn KR á Reykjavikurmót- inu í gærkvöld. Lagði þá grunn að sigri sínum í leiknum, 26-22, en eins og svo oft áður gáfu ieik- menn Fram eftir undir lokin. KR- ingar minnkuðu þá muninn en nokkrir vafasamir dómar komu í veg fyrir, að spenna yrði mikil. Fram náði fljótt góðri forustu og hafði mest sjö mörk yfir í f.h. Staðan í hálfleik 15-8. I s.h. smá- saxaði KR á forskotið og þegar tvær mín. voru eftir var staðan 24-22 en Fram skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum. Greinilegt, að KR-liðið verður að taka sig veru- lega á ef ekki á illa að fara í 1. deild í vetur. Gjöfinsem serirgagn Sportvöruverslun Hafnarstræti 16 sími 24520 Þórir Lárusson var endurkosinn formaður IR á aðalfundi félagsins, sem fór fram fyrir nokkrum dögum. Aðrir í stjórn félagsins eru Július Hafstein, Reynir Ragnarsson, Walter Hjaltested og Agúst Björnsson. Starfsemi var mikil á árinu og ÍR ákaflega öflugt íþröttafélag i mörgum íþróttagreinum. Myndin að ofan var tekin á aðalfundinum. Frá vinstri Albert Guðmundsson, heiðursformaður ÍR, Þórir Lárusson og Reynir Sigurðsson, fyrrverandi formaður. Nánar verður sagt frá fundinum síðar. DB-mynd AB. NÍU STIGA KR Það var spenna í Hagaskóla í gærkvöld, þegar KR og Valur léku í 1. deildinni í körfuboltan- um. KR vann ákaflega þýðingar- mikinn sigur 86-77 — eftir að hafa haft nokkuð örugga forustu í leiknum nær allan leiktímann. Það var hraði og talsverð harka í leiknum, sem gerði það að verk- um, að sjö leikmenn urðu að vfir- Fram vann gefa vöilinn með fimm villur hver. Sigurinn kann að verða ör- Iagarikur fyrir KR, því tveir góðir ieikmenn liðsins, Kolbeinn Pálsson og Birgir Guðbjörnsson, meiddust. ! leiknum var mikið einvígi í stigaskoruninni milli Einars Bollasonar, KR, og hins banda- ríska þjálfara Vals, Rick Hockenos. Það mátti ekki á milli sjá hvor hitti betur en í lokin hafði Bandaríkjamaðurinn skorað 36 stig — Einar 33 og sjaldan hefur Einar sýnt meira öryggi í SIGUR körfuskotum en að þessu sinni. í hálfleik var staðan 39-31 fyrir KR og í s.h. mátti sjá tölur eins og 46-35, 48-43, 62-54 á töflunni. Stig KR í leiknum skoruðu Einar 33, Piazza 14, Jón Sigurðs- son 13, Bjarni Jóhannesson 12, Eiríkur Jóhannesson 8 og Kol- beinn Pálsson 6. Fyrir Val skor- uðu Hockenos 36, Þórir Magnús- son 12. Ríkharður Hrafnkelsson 9, Torfi Magnússon 6, Kristján Agústsson 6, Lárus Hólm 4, Haf- steinn Hafsteinsson 2 og Helgi Gústafsson 2. HqI|ó krciklcor! Hver haídiði að sé að svamla í jólabókaflóðinu? Já, það er ég, PÁLL VILHJÁLMSSON. Algjörlega ósyndur maðurinn. Maður getur ekki einu sinni hrokkið í — nei, haldið sér í kút. Ef ykkur er ekki alveg sama um mig, verðiði að kaupa mig í hvelli. Annars bara sekk ég. Globb .. . globb.....bb. Sko, þið farið í næstu bókabúð og segið: Er til bókin PÁLL VILHJÁLMSSON eftir Guðrúnu Helga- dóttur? Þá segir búðarfólkið kannski: Er það sú sem skrifaði JÓN ODD OG JÓN PJARNA og i AFA- HÚSI? Einmitt, segið þið. Þið getið líka gert annað: Biðjið mömmu ykkar eða pabba, afa eða ömmur frænkur og frændur að gefa ykkur bókina í jóla- gjöf. Krafan er: harðan pakka í ár. Ég rígheld mér í bakkann á meðan . . . globb. Ykkar Palli JiWm P.s. Munið að þakka fyrir ykkur. Bræóraborgarstíg 16, Sími 12923-19156

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.