Dagblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 197T. HVERNIG BÆTA MÁ KJÖRIN I kjölfar samninga við opinbera starfsmenn hafa menn velt því fyrir sér hvort verkföll séu ekki óvenjutíð hér- lendis miðað við nágrannalönd okkar. Almennt er líka viðurkennt að sú óðaverðbólga, sem verið hefur við Iýði undan- farin ár, sé langt frá þvf æskileg sé á heildina litið. Einnig er ógnvekjandi sú skuldasöfnun við erlendar lána- stofnanir sem aukist hefur ár frá ári. Kaupmáttur launa, fastur kostnaður hverrar fjöl- skyldu við heimilishald og verðbólgan haldast I hendur. Til að fækka verkföllum og þá um leið að halda verðbólgunni eitthvað I skefjum er nauðsynlegt að koma á jafnvægi milli kaup- máttar launa og fasts heimilis- kostnaðar, þá væri möguleiki á þvf að laun héldust nokkurn veginn óbreytt milli samninga og minni óánægju gætti hjá lægstlaunuðu stéttum þjóðfélagsins. Aukinn heimilis- kostnaður kemur að sjálfsögðu harðast niður á lægstlaunaða fólkinu, því það getur minnst veitt sér utan brýnustu nauðsynja. Nú þegar, stuttu eftir nýgerða launasamninga, hefur þessi fasti kostnaður aukist verulega. Hækkanir hafa orðið á rafmagni og heitu vatni, ennfremur er stöðugt gengissig á íslensku krónunni og aukin álanging á flestum vörum, öðrum en landbúnaðaraf- urðum, hefur nýlega verið heimiluð. Eðlilegt má teljast að þegar kjarasamningar renna út fari launþegar fram á við vinnuveitendur slna að laun hækki það mikið að kaupmáttur þeirra verði sá sami og í byrjun útrunna samningstímabilsins. Ef stór munur er þarna á er erfiðara að ná samkomulagi um launa- hækkanir og meiri hætta er á verkföllum, sem eru yfirleitt öllum til tjóns. Þá vaknar sú spurning, sem æ ágengari verður með degi hverjum á meðal. almenings, hvaða aðrar efnahagsráðstafanir hægt sé að gera, til að halda kaupmætti stöðugum og bæta þjóðarhag. 1 því sambandi er einna nær- tækast að hætta öllum niður- greiðslum á umframfram- leiðslu á lambakjöti til út- flutnings. Framleiðsla þessi hefur verið seld úr landi fyrir aðeins brot af framleiðsluverði. Á þessu ári á ríkið að greiða um 2700 milljónir króna í út- flutningsbætur á landbúnaðar- affurðir og eru bændur jafnvel smeykir um að það dugi ekki til þess að fullt grundvallarverð fáist á alla umframfram- leiðsluna. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. A meðan ekki er hægt að selja þessa framleiðslu úr landi á hærra verði en nemur fram- leiðslukostnaði á skilyrðislaust að takmarka hana við innan- landsneyslu. Samt sem áður vaknar sú spurning hvort ekki sé hægt að selja okkar ágæta lambakjöt með hagnaði til annarra landa en þeirra sem fyrirfram eru búin að stimpla það sem lopakjöt. Eða að efna til vörukynninga erlendis og kynna kjötið í snyrtilegum neytendaum- búðum, jafnvel sem hálfgerða villibráð, því sauðféð gengur jú mikið til sjálfala á óræktuðu landi. Kynning þessi verður að fara þannig fram að áhersla sé lögð á að varan sé lúxusvara og verðið sé í samræmi við það. NÝTT FÓLK VIÐ STJÓRNVÖLINN Til að möguleiki sé á því að við íslendingar getum greitt fljótlega okkar erlendu skuldir, sem safnast hafa, er ekki nema eitt að gera. Það er að vinna að því að láta Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið greiða fyrir aðstöðu sína hér á landi. Greiðslu þessari yrði síðan eingöngu varið til sam- göngumála, þ.e.a.s. til vega- gerðar, flugvalla og hafnar- mannvirkja. Allur þorri almennings virðist vera fylgjandi þessu aðstöðugjaldi og sást það best í nýafstaðinni skoðanakönnun, sem fór fram samhliða próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík. Þó eru uppi raddir um að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu og virðing sú sem er- lendar þjóðir beri fyrir okkur sigli hraðbyri niður á við ef Bandaríkin og Atlantshafs- bandalagið greiði fyrir veitta þjónustu. Þá vaknar sú spurning hversu mikils virði sé sjálfstæði þeirrar þjóðar er leyfir erlendum her afnot af landi sínu og færir honum ýmis þau fríðindi sem landsmenn fá ekki notið. Er ekki einmitt hlegið að okkur erlendis fyrir einfeldni og þýðlyndi? Æskilegast er að við Islendingar séum hlutlaus þjóð hernaðarlega og hafa verið uppi raddir um að við höfum ekkert erindi í NATO. Raddir þessar urðu háværari í síðasta þorskastríði er ein af NATO- þjóðunum ógnaði okkur með hervaldi sínu og eins er við áttum í stappi við Efnahags- bandalagið um að ákveðin bókun tæki gildi. Kjallarinrt EiríkurRósberg Þá sannaðist það eins og oft áður að á taflborði stórveld- anna er sjálfstæði og siðferðis- legur réttur smáþjóða til fárra fiska metið. Samt sem áður verðum við að horfast í augu við það að land- fræðilega er lega landsins hern- aðarlega mikilvæg og eins að litlar likur eru á því að Banda- ríkin kalli heim herlið sitt af íslandi í bráð. Dr. Joseph Luns fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins hefur og lýst því yfir að ef bandalagið missti aðstöðu slna á tslandi kostaði það miljarða dollara að koma upp annarri sambærilegri. Einnig er ljóst að herstöð á tslandi er ekki aðeins til að vernda tslendinga ef til ófriðar kæmi heldur virkar hún fyrst og fremst sem útvörður fyrir Bandarfkin. Þess vegna eigum við einmitt að styrkja sjálfstæði okkar og fara fram á aðstöðugjald af hernum á meðan hann er hér. Hér að framan hefur verið stiklað á nokkrum þeim helstu aðgerðum sem bætt gætu þjóðarhag og þá eins stuðlað að því að lægstlaunuðu stéttir þjóðfélagsins geti - lifað mannsæmandi lífi af launum fyrir átta stunda vinnudag og að yfir- og næturvinnuþrælkun verði úr sögunni. Undarlegt á fetjast, að þær ríkisstjórnir, sem verið hafa við völd undanfarin kjörtfmabil, hafa engar getað tekist al- mennilega á víð'verðbólguvand- ann^ sama hvaða flokkar hafa staðið að þeim. Tfmi erl>vf til kominn að fá nýtt fólk við stjórnvölinn sem þorir að takast á við vandamálin þvf landsmenn eru almennt orðnir óánægðir með getuleysi núver- andi stjórnar og kemur það fram f ýmsum myndum. Stór hópur fólks styður nýlega stofnuð landsmálasam- tök, sem nefnast Sterk stjórn, en tilgangur þeirra og markmið er m.a. eftirfarandi: 1. Að breyta stióraarskrá lýðveldisins íslands, m.a. á þann veg að löggjafarvald og framkvæmdavald verði aðskilin. 2. Að gjörbreyta skattafyrir- komulagi hér á landi og auðvelda f framkvæmd. 3. Að leggja á herstöðvar NATO hér á landi aðstöðugjald sem varið verði til vegagerðar, flugvalla og hafnarmannvirkja. Eiríkur Rósbeig tæknifræðingur. Bók menntir Skop er ekkertgrín Umskáldsögu GíslaJ. Ástþórssonar, Fífa, Almenna bókafélagið,202bls. ELTINGALEIKUR Nú ætla ég að segja frá leyndarmáli sem varðar sjálfan mig. Það fyrsta sem ég geri á morgnana (ja, næstfyrsta, skulum við segja) er að fletta, upp á Siggu Viggu Gísla J. Ast- þórssonar í Morgunblaðinu. Ég segi ekki að þetta sé óbrigðul aðferð til að laga skapið en býsna oft kemur hún mér að gagni. Kímni Gísla er sem sniðin fyrir myndasögu í þremur, fjórum pörtum, einkarlega þar sem hann sjálfur teiknar atburðarásina á sinn sérstæða og lauflétta hátt. Stíll hans hæfir einnig pólitísk- um athugasemdum í einum myndramma, þar sem hann getur stungið á kýli með því að snúa út úr einhverri fjarstæðu- kenndri athugasemd. Skringi- legheit tilverunnar eða „absúrdítet“ er höfuðbitbein Gisla og aðferð hans er ekki sú að lýsa aðstæðum hlutlaust og nákvaémlega og láta lesandann um að melta fyndnina smátt og smátt og vinna sig hægt að suðumarki. STÓRSKOTAHRÍÐ Hann gengur beint að efninu og hver atburður fæðir af sér nýjar samlíkingar, hver annarri öfgafyllri, og lesandinn má hafa sig allan við að fylgja honum eftir á fluginu. Langir textar eftir hann eru því tölu- verð áreynsla, samlíking fylgir samlíkingu uns hver blaðsíða verður eins og meiriháttar stór- skotahríð. Þessi hæfileiki Gísla sýnist mér því nýtast best í smáskömmtum, myndasögum hans og svo smásögunum þar sem honum tekst að kreista út úr hverju viðfangsefni það púður sem í því er án þess að þreyta lesandann um of. Ég er hins vegar hikandi þegar kemur að lengri verkum hans, eins og skáldsögunni Fífu sem Almenna bókafélagið hefur nýverið sent á prent, ekki einvörðungu vegna ummæla hans um gagnrýnendur i bók- inni : „Gagnrýnandinn er eins og tunna.... með krana á belgnum. Maður þarf að hella í hana glundrinu annað slagið svo hún tæmist ekki. Síðan opnar maður fyrir kranann og þá pissar hún.“ Persónurnar eru ekki óskyldar þeim sem koma fyrir í myndasögum Gísla — ungur oflátungur, stelpugála með gullhjarta, drykkfelldur forstjóri, skringilegir embættis- menn og ábúðarmiklar verka- konu — ekki endilega í þeirri röð. Oflátungurinn er auglýsinga- sérfræðingur og rekst f starfi sfnu á ráðherradóttur sem er í allsherjar andófi, og sú telur sig trúlofaða kauða við fyrstu sýn. Söguþráðurinn gengur sfðan út á einn allsherjar eltingaleik: stúlkan eltir tregan strákinn sem eltist við alls konar fólk út af tiltekinni auglýsingaherferð vegna rúss- neskra stígvéla. Allt þetta leiðir svo af sér nokkurn veginn „happy end“. Eins og f smásög- unum er Gfsli upp á sitt besta þegar hann lýsir ringulreið eða ærslum, eins og ljóðalestrinum og svo bardagasenunni í lögreglustöðinni þar sem atburðarásin beinlfnis kallar á ýkjur, en aftur á móti er lýjandi að rekast á sams konar spuna í tengiatriðum, þar sem ekkert gerir f raun og veru kröfu til þess arna og finnst manni þá Gfsli hafa of mikið fyrir þessu: „Fyrst byrjaði stóri vísirinn á úrinu mfnu að gófla f sig mínúturnar eins og skatt- lögreglan væri á hælunum á honum og þá byrjaði sekúndu- vfsirinn að láta eins og gang- ráðurinn f tfmasprengju sem vill fara að hespa þetta <af“, (bls. 125). En þegar öllu er á botninn hvolft kemur f ljós að Gísli er ekkert meinhorn — tónninn er allt að þvf góðlát- legur þrátt fyrir hýperbólurnar í mannlýsingunum og þau skot sem hann sendir samfélaginu eru ekki rakettur af þvf tagi sem meiða og eyða heldur sú tegundin sem skotið er upp í loft á gamlárskvöld. t þvf liggur bæði styrkúr Gfsla og veikleiki sem háðfugls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.