Dagblaðið - 02.12.1977, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977.
Ætla samvinnustarfs
menn út úr
alþýöusambandinu?
— „Ekki hrópað húrra fyrir hugmyndum okkar,”
segir formaður Landssambands samvinnustarfsmanna
„Það hefur komið til tals hjá
nokkrum sérsamböndum, eins og
t.d. Landssambandi samvinnu-
starfsmanna og Starfsmanna-
féláginu í Straumsvík, að þau fái
að taka viss mál í sínar hendur,
sem er auðvitað þvert á okkar
stefnu,“ sagði Snorri Jónsson,
framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bands íslands í viðtali við DB, en
á fundi sambandsstjórnar samtak-
anna núna um helgina var sam-
þykkt sérstök ályktun varðandi
þetta mál.
Segir þar, að sambandsstjórn
ASt vari sterklega við því, að
fyrirtækjafélög eða sambönd
þeirra seilist til þeirra verkefna,
sem verkalýðsfélögin hafa sam-
kvæmt venjum og hefðum helgað
sér.
„Við höfum rætt þetta mál við
fulltrúa frá samvinnustarfsmönn-
um og þær viðræður fóru ákaf-
lega vel fram.-Hins vegar er allur
varinn góður og því er þessi álykt-
un send út,“ sagði Snorri enn-
fremur.
„Umræðurhópur, sem hefur
fjallað um stöðu samvinnustarfs-
manna innan verkalýðshreyfing-
arinnar, er að ljúka störfum,“
sagði Sigurður Þórhallsson, for-
maður LÍS i viðtali við DB. „Þar
hefur verið fjallað mikið um þessi
mál og okkar sérstöðu, sem aðal-
lega er fólgin í ýmiss konar sér-
greiðslum og sérsjóðum, sem við
erum aðilar að, lífeyrissjóði,
fræðslusjóði og sjúkrasjóði, svo
eitthvað sé nefnt. Þá hefur at-
vinnulýðræði aukizt til muna inn-
an samvinnuhreyfingarinnar, við
erum með fulltrúa starfsmanna í
stjórnum fyrirtækjanna.
Við höfum átt viðræður við ASÍ
um þessi mál og lagt þar fram
hugmyndir okkar,“ sagði Sig-
urður ennfremur. „Þær viðræður
hafa verið vinsamlegar, en það er
auðvitað ekki verið að hrópa
húrra fyrir hugmyndum okkar
um samningsrétt í sérmálum okk-
ar.“ - HP
AUKIÐ VÍNVEITINGA-
LEYFIRÆTT í EYJUM
ÍTALSKARNÚTÍm-
KLUKKUR
Við höfum aldrei
boðið stærra úrval
Kinkaumhoð
&MRWnd»Mil
lönaöarluisiö
Ingóll'sslradi
Tikin Píla í heimsókn hjá Dagblaðinu. Hún kunni vel við sig hjá
útiitsteiknaranum okkar, honum Ragnari Lár. — DB-mynd Bj.Bj.
HVAR ERU EIGENDURNIR?
Með þessa fallegu tík var komið
hingað á DB eftir að hún hafði
verið í óskilum í rúma viku. Tíkin
birtist allt í einu eins og þruma úr
heiðskíru lofti í tíma í viðskipta-
deild Háskóla íslands og hefur
ekki viljað yfirgefa nemendur
þeirrar deildar siðan.
Tíkin loit ekki út fyrir að vera
mjög svöng er hún fannsl þannig
að ekki er talið aö hún liafi verið á
flækingi lengi. Hún er sérlei
hlýðin og ógeltin og þykir vi
skiptafræðingunum tilvonan
synd að láta drepa hana. Ef ei
andinn finnst ekki er tíkin þvi 1
sölu á kostnaðarverði hjá Hund
vinafélaginu.
Eins og sést að nokkru leyti
myndinni er tíkin svört mi
hvítan háls og brjóst og hvítar (
gular lappir.
ÍTALSKAR
KLUKKUR
Fomargerðir
lokun hótelsins
Fyrir fundi bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja í gær lá meðal annars
umsókn um viðbót við núgildandi
vínveitingaleyfi Hótels Vest-
mannaeyja. Blaðið Brautin í
Eyjum spáði fjörugum umræðum
um málið.
Birgir Viðar Halldórsson hótel-
eigandi sagði í viðtali við DB að
það sem hótelið leitaði nú eftir
væri leyfi til diskótekshalds þrjá
daga í viku, fimmtudaga, föstu-
dag og laugardaga, og þar mætti
hafa vínveitingar um hönd.
Núgildandi vínveitingaleyfi
kveður á um vínveitingar aðeins
með mat og fyrir hótelgesti.
Birgir sagði að viðbótarleyfisins
væri leitað einungis af því að
hótelreksturinn væri ókleifur
annars yfir vetrarmánuðina. Lítið
væri að gera yfir veturinn og
hefði t.d. hallinn í október numið
700 þúsund krónum. Aðeins kynd-
ingarkostnaður hússins yfir
vetrarmánuðina væri 1-200 þús-
udn krónur á mánuði. Spurningin
væri því um hvort loka ætti eða
ekki.
Kvaðst Birgir hafa lagt fram
sundurliðaða rekstursreikninga
hótelsins fyrir þrjú sl. ár og teldi
þá sýna hverja nauðsyn bæri til
að auka reksturinn ef á annað
borð ætti að hafa hótel í Eyjum.
Birgir Viðar kvaðst allar leiðir
vilja reyna til að hafa hótelið opið
allt árið. Hins vegar hefði komið í
ljós að það vínveitingaleyfi sem
fékkst hafi ekki reynzt nægilegt
til að tryggja að svo yrði.
Bæjarstjóri hefur áður lýst
þeirri skoðun sinni að hótel-
reksturinn mætti ekki leggjast
niður og fyrir forgöngu hans
hefur meirihluti bæjarstjórnar
verið hlynntur þvi að greiða fyrir
rekstri hótelsins.
- ASt.
— Diskótek með vínveitingaleyf i gæti forðað
Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuðurinn vestur-islenzki (lengst til
hægri) ásamt tveim vísindamönnum Karlukleiðangursins, lff-
fræðingnum Johansen og mannfræðingnum Beuchat.
Karluk—fylgzt með
Vilhjálmi Stefánssyni í
norðurhöfum
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Karluk, sem
sagt er, að fylli I eyður annála um
rannsóknarleiðangra í norðurhöf-
um og Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuður hafi látið liggja í
þagnargildi. Höfundur er William
Laird McKinlay, sem var einn af
leiðangursmönnum með Vil-
hjálmi Stefánssyni árin 1913-
1918, en fyrir þann leiðangur var
Vilhjálmur sæmdur æðstu orðu
bandaríska landfræðifélagsins.
Karluk var forystuskip í leiðangri
þesgum, brotnaði og sökk í ísnum.
Tuttugu og fimm menn voru
skildir eftir skipreika á ísnum,
meðan foringi þeirra fór í fimm
ára ferð norður. í bókinni er lýst
örvæntingarfullri baráttu mann-
anna. Harmleikar urðu miklir.
Atta létust á leið yfir ísinn, einn
skaut sig, tveir sultu í hel. í bók-
inni eru einstakar ljósmyndir,
teknar í leiðangrinum. — Verð
4440 krónur.
„Faðir minn, presturinn”
— f rá Skuggsjá
Faðir minn presturinn heitir
ný bók frá Skuggsjá. í henni eru
þrettán þættir um þjóðkunna
kennimenn og leiðtoga islenzkrar
kirkju, skráðir af börnum þeirra.
Prestarnir sem sagt er frá eru
þessir: Sr. Arni Jónsson, sr. Sig-
tryggur Guðlaugsson, sr. Þórar-
inn Þórarinsson, sr. Jón Finns-
son, sr. Haraldur Níelsson, sr.
Stefán Baldvin Kristinsson, sr.
Friðrik Hallgrímsson, sr. Sigur-
björn Á. Gislason, sr. Bjarni Jóns-
son, sr. Asmundur Guðmundsson,
sr. Sigurgeir Sigurðsson, sr.
Sveinn Víkingur og sr. Sigurður
Stefánsson.
Bókin kostar kr. 4.320 með sölu-
skatti.
• BS
Breiðf irzkir sjómenn
tóku sjávarháska
með karlmennsku
Bókaútgáfan Skuggsjá gefur út
bókina Breiðfirzkir sjómenn eftir
Jens Hermannsson. Þar er rakin
að nokkru saga sjósóknar á
Breiðafirði á opnum bátum við
erfiðar aðstæður.
t bókinni er sagt frá veður-
glöggum, þrautseigum vikingum
sem tóku illviðrum og sjávar-
háska með karlmennsku. Þeir
stækkuðu í stormi og stórsjó og
sýndu djörfung í dauðanum enda
var llf þeirra helgað hættum, eins
og segir á bókarkápu.
Bókin kostar 4980 kr. með sölu-
skatti. A.Bj.
Skýrsla frá nr.
Skuggsjá gefur út bókina
Skýrsla frá nr. 24 eftir Norð-
manninn Gunnar Sönsterby.
Höfundurinn stjórnaði fjölda
árása andspyrnuhreyfingarinnar
norsku á hendur Þjóðverjum á
stríðsárunum. Eftir námskeið í
Englandi varð hann yfirmaður
24
allra slikra aðgerða í Noregi.
Hann lýsir í þessari bók ýmsum
sþellvirkjum hreyfingarinnar. Að
loknu stríðinu var Gunnar
Sönsterby sæmdur æðstu heiðurs-
merkjum og útnefndur yfirmaður
lífvarðar Noregskonungs. — Verð
3444 krónur.
Loftbrúin til Berlínar bland-
■ r *■■■* sem ógnar lífi margra manna og
21 Cf I mHilO nær hámarki i sambandi við loft-
brúna til Berlínar.
Bókaútgáfan Iðunn hefur sent
frá sér skáldsöguna Loftbrúna
eftir Hammond Innes. Þýðingu
hennar annaðist Álfheiður
Kjartansdóttir. Loftbrúin er
ellefta bók Innes á íslenzku. Sem
dæmi um fyrri bækur má nefna
Ofsi Atlantshafsins, Silfurskipið
svarar ekki og Kóngsríki
Campbells.
I Loftbrúnni segir frá fyrrver-
andi herflugmanni, sem forðast
af sérstökum ástæðum að hitta
lögregluna, því að þá þyrfti hann
að svara sérstökum spurningum,
sem hann langar ekki til.
Hann lendir því flugvél sinni á
auðufn og yfirgefnum flugvelli á
afskekktum stað í Englandi. En
staðurinn sá er ekki eins
afskekktur og ætla mætti, — þar
heyrast raddir sem tala þýzku.
Nauðugur viljugur flækist flug-
maðurinn i örlagaríkt samsæri.