Dagblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977. 9
-
Bifreiðaskoðun:
EBULEGRA AÐ VHHJRKENND
VERKSTÆÐISKODI
Bif reiðaeftirlitið fyrst og f remst
innheimtustofnun — Koma mætti
upp rauðu oggrænu hliði
Núverandi fyrirkomulag
bifreiðaskoðunar hefur sætt
nokkurri gagnrýni og hefur sú
gagnrýni, m.a. komið frá FÍB.
Bent hefur verið á að Bifreiða-
eftirlit ríkisins í þeirri mynd,
sem það hefur verið rekið, sé
fyrst og fremst innheimtu-
stofnun til þess að sjá um að
bifreiðaeigendur greiði lög-
boðin gjöld sín. Skoðunin sem
slík sé hrein málamyndaskoðun
enda skoðunarstöð ekki fyrir
hendi.
Þá bendir FlB og á að ónauð-
synlegt sé að festa fjármuni í
dýru húsnæði og tækjakosti
fyrir bifreiðaeftirlitið á sama
tíma og fjármunir liggi í
húsnæði, tækjum og starfs-
mönnum bifreiðaverkstæðanna
í landinu. Á þeim stöðum á
landinu, þar sem skortur væri á
verkstæðisaðstöðu nýttust fjár-
munir betur með því að styðja
að slíkri uppbyggingu.
FlB telur ábendingar
bifreiðaeftirlitsmanna, um að
kostnaður við bifreiðaskoðun
muni aukast stórlega við að
bifreiðaverkstæðin annist
hana, rangar. Þrátt fyrir ófull-
komna skoðun bifreiðaeftirlits-
ins eru bifreiðar landsmanna í
miklum meirihluta i góðu lagi.
Þvi sé augljóst að skoðunin ein
geri ekki ástand ökutækja
betra. Hér hafi verkstæðin og
starfsmenn þeirra komið til,
hvað varðar lagfæringu öku-
tækjanna. Meiri hluti bifreiða-
eigenda fer með ökutæki sín á
verkstæði til viðhalds og
athugunar áður en bifreiðin er
færð til skoðunar og fyrir þessa
þjónustu hafa þeir greitt. Það
er því augljóst að yfirlýsing frá
viðkomandi verkstæði um ásig-
komulag bifreiðar, sem búið er
að yfirfara, bætir litlu ofan á
þann kostnað, sem kominn er.
Það er því mismat að tala um
aukinn kostnað þeirra bifreiða-
eigenda, sem vilja hafa
bifreiðar sínar í lagi, því miklu
fremur er verið að taka af þeim
viðbótargjald fyrir algerlega
óþarfa yfirborðskennda skoðun
hjá bifreiðaeftirlitinu.
SKOÐUNARKOSTNAÐUR
342 MILLJÓNIR
í REYKJAVÍK
Björn Ömar Jónsson hjá
Lukasverkstæðinu hefur gert
útreikninga á kostnaði við
skoðun bifreiða í ReykjavíkT)g
kemur þar fram að mestur
kostnaður felst í vinnutapi
bifreiðaeigenda á meðan þeir
eru að koma bílum sínum í
gegnum skoðun hjá bifreiða-
eftirlitinu. Utreikningar hans
eru eftirfarandi:
1. Skoðunargjald (ríkið- 500
2. Ljósastilling (verkstæði) 800
3. Vinnutap (vinnuveitenda-
tap) 3V4 tfmi á 1800 kr. 6300
' 3!4tímiál800kr. 6300
7.600 kr.
I Reykjavík eru um 45
þúsund ökutæki og er
kostnaðurinn þvf 45000 x 7600
samtals 342 milljónir. Þar af er
skoðunargjald til ríkisins. 22.5
milljónir og ljósastillingar-
kostnaður til verkstæða 36
milljónir.
Björn Ömar telur að koma
eigi upp því kerfi hérlendis að
umráðamaður ökutækis geti
valið á milli verkstæðis og
bifreiðaeftirlits til að skoða
tæki sitt. Hann vill koma upp
svipuðu fyrirkomulagi og notað
er við tollskoðun á Keflavfkur-
flugvelli, þ.e. grænt og rautt
hlið. Ef ökumaður vill láta
bifreiðaeftirlitið skoða bifreið
sína, þá fer hann í gegnum
rauða hliðið og er skoðaður þar.
Sá sem fer í gegnum græna
hliðið á að fá að renna f gegn,
sýni hann gilda pappíra frá
viðurkenndu verkstæði. Sfðan
yrðu teknar ákveðnar stikk-
prufur á þeirri skoðun, sem
framkvæmd er á verkstæðun-
um t.d. athugaður þrítugasti
hver bíll. Með þessu raskast
ekki mikið það fyrirkomulag,
sem nú er á auglýstri aðal-
skoðun bifreiða, þar sem aðal-
atriðið er að innheimta lög-
boðin gjöld, en bifreiðin fengi
ekki skoðun fyrr en þau gjöld
hefðu verið greidd. Þarna
kemur þvf til samstarf bifreiða-
eftirlits og verkstæðanna.
Ekki náðist í Guðna Karls-
son forstjóra Bifreiðaeftirlits
rikisins til þess að bera undir
hann þessar skoðanir, þar sem
hann var fjarverandi úr
Reykjavík. Samkvæmt upplýs-
ingum fulltrúa bifreiðaeftirlits-
ins mun þó engin breyting á
fyrirhugaðri skoðunarstöð
bifreiðaeftirlitsins, sem
væntanlega yrði dýr fram-
kvæmd
JH
✓
...
Báturíbobba
F.ins og skýrt var frá í DB i
gær fór Hringur GK á hiiðina i
Hafnarfjarðarhöfn, enda var
bæði búið að taka úr honum
ballest og vél, þar sem hann er í
lengingu.
Tveir kranar réttu bátinn
siðan við og hér má sjá hvar
stór krani heldur við bátinn í
gærmorgun, en hann hallaðist
þó nokkuð. -JH/DB-mynd Sv.Þ.
Bolvíkingar geta yljað sér
á umf ramorku gúanósins
— er niðurstaða frumathugunar. Frekari
athugunað Ijúka.
Frumathugun verkfræðiskrif-
stofu Sigurðar Thoroddsen á þvf
hvort nýta megi umframorku
loðnubræðslunnar í Bolungarvík
til fjarhitunar húsa bendir til
þess að svo sé, að sögn Guð-
mundar Kristjánssonar, bæjar-
stjóraf Bolungarvík.
„Samkvæmt þessari skýrslu,"
sagði Guðmundur, ,,má fá um 4,7
megavött með þvf að nota um-
framorku bæði frá þurrkurum og
sogkjarnatækjum verksmiðj-
unnar. Áætluð aflþörf fjarvarma-
veitu fyrir alla Bolungarvfk er
um 5 megavött."
Frekari athugun er nú í gangi
hjá Ásgeiri Sæmundssyni verk-
fræðingi f Reykjavík og er von á
niðurstöðum hans innan skamms
tíma. Guðmundur Kristjánsson
sagði að athugun Ásgeirs beindist
fyrst og fremst aó tveimur at-
riðum: hvort þessi möguleiki væri
fyrir hendi, eins og slegið væri
föstu f frumskýrslu Sigurðar
Thoroddsen, og í öðru lagi hvort
rekstrargrundvöllur fyrir slfka
fjarvarmaveitu væri fyrir hendi.
Engar viðræður hafa enn farið
fram f Bolungarvfk við væntan-
lega seljendur orkunnar, loðnu-
bræðsluna, sem er í eigu Einars
Guðfinnssonar og sona hans.
Sem stendur nota Bolvfkingar
olíu og rafmagn til hitunar húsa
sinna, en loðnubræðslan notar
svartolíu. Guðmundur Kristjáns-
son bæjarstjóri gizkaði á, að
heildarorkukostnaður bæjarbúa
1977 yrði 60—70 milljónir, þannig
að augljóslega er um mikið hags-
munamál að ræða. íbúar í
Bolungarvfk eru um 1100.
Það hefur sitt að segja f þessu
sambandi, að um áramót tekur
Orkubú Vestfjarða við rekstri
allra raforkustöðva og dreifikerf-
is á Vestfjörðum.
-ÓV
BSRB jól?
Opinberir starfsmenn
fá margvíslegan glaðning
ASÍ-fólk fær 14.319 krónu hækkun
„Þetta verða BSRB jól,“ segja
gárungarnir. Opinberir starfs-
menn hafa að undanförnu verið
að fá launahækkun sfna greidda
aftur í tímann fyrir síðustu fimm
mánuði. Menn hafa fengið þannig
frá 20 þúsundum og jafnvel upp i
200 þúsund. Og svo fá þeir
hækkun í dag.
Meðalkaupið f BSRB verður
eftir daginn í gær orðið 50 þúsund
•crónum hærra en það var í júlí,
komið úr 121 þúsundi i 171
þúsund, miðað við 11. launaflokk.
Haraldur Stcinþórsson, fram-
kvæmdastjóri BSRB, sagði að lík-
lega hefðu margir verið orðnir
aðþrengdir i biðinni eftir kaup-
hækkun. Þvi hefði mikið af
hækkuninni sennilega farið i
greiðslur skulda og þess háttar.
En eitthvað vcrður eftir til jóla-
halds.
Hjá BSRB er hækkunin i
prósentum, þannig að þcir launa-
hæstu fá flestar krónurnar í
hækkun. ASl-fölk fær hins vegar
í dag allt sömu hækkunina, 14.319
krónur á mánuði.
IIH
ÞESSIR
MUNIR,
Þessir munir, ásamt mörgu fleira, verða til sölu á
jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á
laugardaginn 3. des. kl. 13,30 í Lindarbæ.
Ennfremur úrval jólaskreytinga, kökur og hið vin-
sæla skyndihappdrætti með fjölda góðra vinninga.
Sjálfsbjörg, félagfatlaðra
Hátúni 12, Reykjavík