Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 8

Dagblaðið - 02.12.1977, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 197/. Frá Ragnari Th. Sigurðssyni í Gautaborg: STÓR HLUTIGAUTABORGAR STENDUR Á SAMS KONAR JARDVEGIOG TUVE nær 100 hús óíbúðarhæf, þar af 40 gjörónýt. Hús héldu áf ram að síga í leireðjuna ígær Sænsku blöðin voru í gær undirlögð frásögnum af náttúru- hamförunum í Gautaborg. Sum voru með allt að soxtán síður af frásögnum og myndum — sem sumar hverjar þættu heldur glannalegar á tslandi. FJÖLMENNT LIÐ Fjölmennt lið lögreglu- og hermanna hefur haldið strangan vörð um svæðið og engum blaða- mönnum hleypt þar nærri. en með smávægilegum brögðum tókst mér að komast þar inn í stutta stund í gær. Undir kvöla höfðu fundizt tvö lik til viðhótar þeim fjórum sem fundin voru i gærmorgun. Voru það kona og barn. þannig að fundin eru nú lík þriggja kvenna og þriggja barna. Lögreglan í Gautaborg hefur ekki treyst sér lil að segja til um hver margra er saknað. 72 liggja á sjúkrahúsi með meiðsli og af völdum losts, en aðeins cinn var alvarlega slasaður.Talið er að tekizt hafi að bjarga flestum íbúum Tuve- hverfisins úr rústum húsa sinna og upp úr leireðjunni. Lögreglan leitar týndra með aðstoð sporhunda. Undanfarið hafa verið miklar rigningar í Gautaborg og nágrenni. Þær hafa valdið því að leirinn hefur losnað og runnið undan, niður eftir dalshlíðinni, með þeim skelfilegu afleiðingum sem lýst hefur verið. Ekki er ljóst hvaða — eða hvort — einstakur atburður varð þess valdandi að jarðvegurinn tók á hafi komið af stað jarðhlaupinu 1951. Faiþegar í öftustu vögnum lestarinnar skýrðu frá því eftir atburðinn að þeir hefðu séð húsin byrja að skjálfa og hreyfast þegar lestin fór fram hjá. jarðraskið varð i fyrradag, varð sjúkrahús í nágrenninu óvirkt um tíma og sömuleiðis skóþ þar skammt frá. Hvort tveggja ér hins vegar óskemmt og var að komast í gang síðdegis í gær. Þá voru nokkrir íbúar í nágrenninu að flytja aftur heim, en fjölmargir íbúar í grennd við Tuve voru fluttir á brott þegar hamfarirnar dundu yfir. -ÓV/Ragnar Th. Sig. Gautaborg. fyllilega ljóst hversu djúpt er niður á klöpp, sem vitað er að undir er. Stór hluti Gautaborgar — og allur gamli miðbærinn — er byggður á samskonar jarðvegi og Tuve á Hissingen-evju, þ.e. leir Tuve-hverfið stendur efst á dalbrún, en um þennan dal rann Götaálven fyrir þúsundum ára, á' járnöld, að talið er. Niður á klöppina er 30-100 metra þykkt leirlag og var byggðin þéttust þar sem einbýlishúsahverfið í Tuve /5 UOSMYNDIR HAGNAR IH SIGUROSSON trrie Tfliooiwto rfAW VELTMAú Þetta kort sýnir hvað gerzt hefur i jarðveginum i Kvilledalen, en svo heitir dalurinn sem liggur fyrir neðan Tuve-hverfið. Efri teikningin sýnir húsin efst í siakkanum og þá stefnu sem ieirinn tók eftir margra vikna votviðri, en sú neðri ástandið eins og það er eftir hamfarirnar. Húsin stóðu á 20-30 metra þykku leir- og sandlagi. Talið er mögulegt að óvenjumikil umferð um götur Tuve hafi komið jarðskriðinu af stað. u Fremst i hægra horni myndarinnar er vegkanturinn. 20 metrum neðar vinna björgunarmenn við leit í húsarústum. klóp p Rafmagnsleiðslur slitnuðu í hamförunum og götur hreinlega slitnuðu, eins og sjá má í vlnstra horni myndarinnar. Björgunarstarf hefur verið miklum erfiðleikum bundið af þessum sökum og auk þess hefur ekki verið hægt að koma við stórvirkum vinnuvélum við björgunarstarfið. Þá varð einnig samskonar jarðrask í nágrannaþorpinu Surté 1957, þegar verksmiðja rann út > Götaálv. Þá biðu þrír bana. Einbýlishúsahverfið Tuve var byggt í lok síðasta áratugs. Hafa einkum búið þar betur stöndugir borgarar. Flest húsanna voru timburhús. Byggingarfyrirtækið. sem byggði húsin, á fjölda auðra ibúða í Gautaborg og hafa íbúar Tuve nú fengið þær til afnota. Trvggingarfélagið mun greiða skaðann og treysti fulltrúi þess, scm ég ræddi við í gær, sér ekki til að fullyrða hvort félagið myndi höfða skaðabótamál á hendur byggingarfélaginu eða arkitektum þess, enda var bygging húsanna samþykkt af bæjarfélaginu á sínum tima. Tjónið á húsunum einum hefur lauslega verið metið á 40-50 milljón sænskar krónur, eða um tvo milljarða íslenzkra króna. Þar sem rafmagn og vatn fór af hverfinu og næsta nágrenni þegar Aðkoman er ljót — tugir húsa gjörónýtir og aðrir tugir mikið skemmdir. Óneitanlega minnir þetta nokkuð á myndir frá Heima- eyjargosinu 1973. I gær héldu húsin áfram að síga mður i eðjuna. Eru nú nær hundrað hús óíbúðarhæf, þar af fjörutiú gjörónýt. Þá var i gær rcynt að bora niður á fast á því svæði sem rifnaði og sökk niður þvi-ekki er rás í þetta sinn. en 1951 gerðist hliðstæður atburður nærri Gauta- borg. Afleiðingar hans voru ekki eins alvarlegar og nú: þá fórst aðeins einn, gömul kona, sem ekki komst út úr húsi sínu. Talið er að titringur frá járnbrautarlest

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.