Dagblaðið - 02.12.1977, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977.
27
lC útvarp
Sjónvarpj]
Sjónvarp íkvöld kl. 20,40:
Prúöu leikaramir
RICH UTTLE
KEMUR í HEIMSÓKN
Ahorfendur Prúóu leikaranna
tóku án efa eftir því í síðasta
þætti sem sýndur var aö form
þáttanna hefur breytzt nokkuð.
Sérlega var þó upphafsatriði
þáttarins öðruvísi en hingað tii
hefur verið. Litsjónvarpseigandi
hér á biaðinu segir að nýja upp-
hafið sé aldeilis alveg stórkostlegt
í litum. Við hin sem horfðum á
í svörtu og hvítu njótum upphafs-
ins þótt litina vanti.
í kvöld er eftirherman Rich
Little gestur Prúðu leikaranna.
- DS
Sjónvarp íkvöld kl. 21,15: Kastljós
ÞORSKLAUSU
DAGARNIR í
DESEMBER
Þekkt andlit kemur aftur á
skjáinn í kvöld eftir langa fjar-
veru þaðan. Það er andlit
Magnúsar Bjarnfreðssonar fyrr-
verandi fréttamanns hjá sjón-
varpinu. Magnús sér í kvöld um
Kastljós.
Aðspurður sagði Magnús að
meðal annars yrði fjallað um
friðunaraðgerðir þær sem grípa á
Matthías Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra situr með öðrum f.vrir
svörum í Kastljósi í kvöld.
til núna í desember til verndar
þorskstofninum. Rætt verður við
Matthías Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra og Kristján Ragnarsson
formann Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna.
Einnig verður rætt við nokkra,
fulltrúa á fiskiþingi sem staðið
hefur yfir og lýkur í dag. Rök-
semdir þeirra manna blandast inn
í umræðurnar.
Eins og getið var um í frétt í DB
síðastliðinn mánudag þykir út-
gerðarmönnum sem hvergi sé nóg
að banna þorskveiðarnar í 12
daga þar sem fiskifræðingar hafi
reiknað út að aflinn minnkaði
ekki nema um 10 þúsund tonn við
veiðibannið. Landssambandið
vildi því að veiðarnar yrðu stöðv-
aðar í að minnsta kosti 15 daga.
Það sagði Matthías að útgerðar-
mönnum væri frjálst að gera og
myndi hann á engan hátt standa í
vegi fyrir slikum aðgerðum.
Um þessi atriði og fleiri verður
rætt í kvöld og verður án efa
gaman að heyra í báðum aðilum í
einu um það á hverju standi og
hvað sé hægt að gera.
Kastljós hefst kl. 21.15 og er í
litum.
- DS'
Sjónvarp íkvöld kl. 22,20: Hermennirnir
Brando í hjólastól
Btómynd sjónvarpsins í kvöld
<t Uermennirnir (The Men). Sú
mynd fær fjörar stjörnur i kvik-
myndahandbókinni okkar, það
allra mesta sem hægt er að fá. og
sagt er að hún sé aldeilis frábær.
Seint verður þó of varað við því
að ckki er þar með sagt að ennþá
þyki mikið til myndarinnar koma
þvi bókin góða er nokkuð við
aldur og margt brevtist með árun-
tim.
Ilermennirnir eru fyrsta mynd-
in þar sem Marlon Brando lék
stórt hlutverk. Þykir hann
sýna frábæran leik og standa sig
með miklum ágætum. Enda var
þessi mynd upphafið að löngum
frægðarferli hans.
Brando leikur ungan hermann
sem særzt hefur í stríðinu. Hann
er lamaður í fótunum en reynir
samt að lifa eins og ekkert hafi í
skorizt en gengur vrtaskuld ekki
of vel. Hann hafði verið trúlof-
aður ungri stúlku en getur ekki
hugsað sér að halda sambandinu
áfram eftir bæklun sína og slítur
því trúlofuninni og heldur á
brott.
Myndin er gerð árið 1950 í
Bandaríkjunum. Með Brando
leika Teresea Wright og Jack
Webb. Leikstjóri er Fred Sinne-
mann og þýðandi Dóra Hafstems-
dóttir. Myndin er svörthvít og
klukkutími og 25 mínútur að
lengd. - DS
4€
Teresea Wright og Marlon
Brando i hlutverkum unga
mannsins bæklaða og unnustu
hans.
^ Sjónvarp
1
Föstudagur
2. desember
20.00 Fróttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 PrúAu leikararnir (L) Eftirherman
Rich Uttle heimsækir íeikbrúðurnar.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.15 Kastljós (L). Þáttur um innlend
málefni.
22.20 Hermennirnir. (The Men). Banda-
rísk bíómynd frá árinu 1950.
Leikstjóri Fred Zinnemann. Aðalhlut-
verk Marlon Brando. Teresa Wriííht
og Jack Webb. Unjíur hermaður hefur
særst illa og glatað lifslönííuninni.
Hann er heitbundinn ungri stúlku, en
slitur trúlofuninni og fer í burtu.
Þvðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.45 Dagskrárlok.