Dagblaðið


Dagblaðið - 20.01.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 20.01.1978, Qupperneq 1
t t ‘ 4. ARG. — FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978 — 17. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11. — AÐALSÍMI 27022. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Egill Olafsson og Valgeir Gudjónsson, Spilverksfólk. Þarna er allt á útopnuðu i laginu um sirkusinn hans Geira Smart. Sigurður Bjóla, fjórði maðurinn i Spilverkinu var ófáanlegur til að taka þátt i stjörnuhátíðinni ásamt féiögum sínum. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Spilverk þjóðanna á glæsilegri Stjörnumessu Dagblaðsins og Vikunnar: KOMU, SÁU 0G SIGRUÐU —áttu bezta lag ársins, beztu hljómplötuna og beztu söngkonuna Spilverk þjóðanna var hljóm- sveitin og Spilverk þjóðanna var stjarna kvöldsins. Stjörnumessa Dagblaðsins og Vikunnar í gærkvöldi varð aðstandendum sínum til sóma. I tvo klukkutíma sátu gestir á Hótel Sögu og hlustuðu á blómann úr þeirri tónlist sem kölluð er létt tónlist. Líka má nefna hana þá tónlist sem er lifandi í dag. En Spilverk- ið átti kvöldið, þrenn verðlaun komu í þeirra hlut. Lag ársins, plata ársins, og hljómsveit ársins, allt kom í þeirra hlut. Auk þess var Diddú Sprengisands- leiðin í borgarmálum — Sjá kjallaragrein Jónasar Guðmunds- sonarábls. 10 ■ Fyrirgreiðslu- lýðræðið — Sjá föstudags- kjallara Vilmundar Gylfasonará bls. 9 kosin söngkona ársins. Enginn viðstaddra var í vafa um að gestirnir í gærkvöldi fögnuðu Diddú og þeir fögnuðu Spilverk- inu. Gunnar Þórðarson lagasmiður, útsetjari, tónskáld og svo fram- vegis kom fast á hæla Spilverkinu í kosningunni og var enda kjörinn lagasmiður árins 1977, hljóðfæra- leikari ársins, auk þess sem hann fékk aukaverðlaun sem útgefandi söluhæstu hljómplötu ársins 1977. Troðfullur Súlnasalur hyllti verðlaunahafana í vinsældavali Dagblaðsins og Vikunnar. Að lokinni matarveizlu hófust verð- launaveitingar og tónleikar og að því loknu var stiginn dans. Nákvæmar fréttir af úrslitum í fyrsta vinsældavali Dagblaðsins og Vikunnar eru á blaðsíðu þrettán til sextán. Undirleikur var í höndum Stjörnuhljómsveitar DB og Vikunnar. Þar voru að verki fær- ustu rokktónlistarmenn þjóðarinnar. Ragnar Bjarnason og hljómsveit lék síðan undir dansi til klukkan eitt. Fyrsta Stjörnumessa Dag- blaðsins og Vikunnar varð þeim sem að henni stóðu til ánægju. Þeir sem í gærkvöldi voru í Súlna- sal Hótel Sögu voru einnig ánægðir og létu margir i ljós óskir um að á næsta ári verði slík hátíð afturhaldin. -OG. Myndsjá og úrslit f rá STJÖRNUMESSUNNI eru í miðju blaðsins m Wn ■ 1 Þarna er flest .verðlaunafólk ársins 1977 allt samankomið á sviðinu í Súlnasal í gærkvöldi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.