Dagblaðið - 20.01.1978, Síða 8

Dagblaðið - 20.01.1978, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978. 1 Ml\ Utgefand Framkv^emdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Asgrimur Palsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmssón, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjorí: ÓlafCir Eyjólfsson, Gjaldkeri: Prainn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskrift 1600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 1 9._ Verðbólguspilið „Öll rök- og reynsla bæði íslendinga og annarra þjóða sýnir, að taumlaus verðbólga hlýtur að leiða bæði til greiðsluhalla út á við, minnkandi atvinnu og síðar atvinnuleysis,“ segir Geir Hall- grímsson forsætisráðherra í grein í nýútkomnu tímariti viðskiptafræði- nema. Þetta er rétt. En hvers vegna hefur núver- andi ríkisstjórn í ljósi þessara staðreynda beinlínis staðið fyrir óðaverðbólgu? Augljóst er, aö ríkisstjórnin ber höfuðsökina á veróbólgunni. Það sést á sífelldum greiðslu- halla hjá ríkinu, sem er einn aðalhvati verðbólgu. Það sést á því, að hækkanir á opinberri þjónustu hafa jafnan farið á undan og verið meiri en aðrar verðhækkanir. Forsætisráðherra nefnir eina orsök verðbólgu í grein sinni: „Fæstir vilja neinu til fórna í eigin kröfugerð í því skyni að lækna þessa þrálátu meinsemd íslenzks efnahagslífs,“ segir hann. Þar getur forsætisráðherra litið í eigin barm. Hverjir fengu ofsalegastar launa- hækkanir á síðasta ári? Fáir komust þar lengra en alþingismenn og ráðherrar sjálfir. Engum blöðum er að fletta um böl verðbólgunnar fyrir þjóðfélagið. Hún veldur minni framleiðslu en ella. Hún skapar mikið ójafnrétti í tekjuskiptingu. Hún bitnar harðast á lægst launuðum verkamönnum, hinum öldruðu og styrkþegum almannatrygginga. Hún stofnar útflutningsatvinnuvegum í hættu og skapar hvarvetna öryggisleysi í atvinnu- lífinu. Hún eyðileggur sparnað. Hún veldur spillingu. Svo mætti áfram telja. Þegar stjórn- málamennirnir taka sér penna í hönd, liggur þetta ljóst fyrir. En verk þeirra tala öðru máli. Lítum á ummæli helzta leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, Lúðvíks Jósepssonar, í sama tíma- riti. Lúðvík segir: „Það er staðreynd, sem ekki má framhjá líta, að hér á landi hefur sá háttur verið hafður á, að í hvert sinn, sem eitthvað hefur bjátað á í efnahagsmálum, þá hefur verið gripið til verðbólgumyndandi ráðstafana.“ Hann nefnir meðal annars gengislækkun, gengissig, hækkun söluskatts og vörugjalds. Þótt stjórnmálamenn spili talsvert á gleymsku kjósenda, getur L.úðvík ekki vænzt þess, að kjósendur hafi gleymt verkum vinstri stjórnar- innar, sem hann sat í. Sú stjórn beitti einmitt verðbólguhvetjandi aðgerðum í ríkum mæli og hratt af stað óðaverðbólgu, sem var meiri en menn höfðu þekkt. Fulltrúar ASÍ, sem rita í tímaritið, reyna að svara spurningunni, hvers vegna stjórnmála- menn hafa látið verðbólguna viðgangast. Þeir segja, að stjórnmálamenn hafi takmarkaða innsýn í vandann, en það sé ekki aðalskýringin. Stjórnmálamenn hafi látið ánetjast verðbólgu- hugsunarhættinum. Þeir reyni eins og aðrir að hagnýta sér ástandið til aö ná í verðbólgugróða. Þeir hafi veikleika gagnvart sjónarmiðum þeirra, sem telja sig græða á verðbólgunni. Við þetta má bæta, að samtryggingarkerfið telur sér hag að útþenslu ríkisbáknsins, sem eykur völd stjórnmálamannanna. Það kemur fram í uppsprengdum fjárlögum og halla hjá ríkinu og mögnuðum verðhækkunum á opinberri þjónustu. i Dagblaðið hf. IBIABIÐ frjálst, úháð dagblað AÐILD ÍTALÍU AÐ NAT0 ENDURSK0DUÐ — komist kommúnistar í ríkisstjórn Fall stjórnar Andreottis á Ítalíu sl. mánudag og háværar kröfur ítalska kommúnista- flokksins um þátttöku í ríkisstjórn hafa vakið forsvars- menn Norður-Atlants- hafsbandalagsins NATO, til umhugsunar. Stjórn Kristilegra demókrata á Ítalíu hefur verið í minnihluta á þingi en stjórnað í skjóli kommúnista og sósíalista. Kommúnista- flokkurinn á Italíu er annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur ekki verið í stjórn undanfarna þrjá áratugi. En það hefur skapað langvar- andi vandræðaástand í ítölsk- um stjórnmálum að halda flokknum utan ríkisstjórnar og má bezt sjá það á því að frá stríðslokum hafa setið 39 ríkis- stjórnir. Meðallífdagar hverrar ríkisstjórnar hafa því aðeins verið tíu mánuðir. í yfirlýsingu frá NATO í desember sl. kom fram óánægja og kvíði vegna þess að minna er iagt til hermála á Ítalíu en áður og sérstaklega vegna fækkunar hermanna í hernum. HERNAÐARUPPLÝSINGUM HALDIÐ LEYNDUM Vegna þeirrar óvissu er nú ríkir um stjórnarmyndun á Italíu mun Atlantshafsbanda- lagið endurskoða afstöðu sína til aðildar Italíu að banda- laginu, þ.e. ef kommúnistar komast í stjórn. Þá verður einnig athugað hvaða hernaðar- afleiðingar það hefur ef Ítalía segir sig úr bandalaginu. Ef kommúnistar komast í ríkisstjórn verður tekið fyrir ýmsar hernaðarupplýsingar, sem Ítalíustjórn hefur "fengið eins og aðrar bandalagsstjórnir. Það á sérstaklega við hugsanleg skotmörk í Austur Evrópu, ef til kjarnorkustríðs kæmi. Þá yrði einnig tekið fyrir upplýs- ingar um áætlanir Bandaríkja- manna, Breta og Frakka um framleiðslu kjarnavopna. Gripið var til svipaðra ráðstafana hjá NATO fyrir nokkrum árum þegar leiðtogar kommúnista tóku við stjórn varnarmálaráðuneytisins þar. NATOSTÖDVAR FLUTTAR Sennilegt er að Atlantshafs- bandalagið flytti rannsóknar- miðstöð gegn kafbátum, sem nú er í herstöðinni í La Spezia á Italíu, ef kommúnistar kæmust til valda. Frá rannsóknarmið- stöðinni fá bæði land- og sjóher- ir bandalagsríkjanna vísinda- legar og tæknilegar upplýsing- ar. Þá er einnig líklegt að aðal- stöðvar NATO í Suður-Evrópu, sem nú eru í Napólí, yrðu flutt- ar þaðan en þetta er ein af þeim LLU7 stöðvum, sem bahdalagið telur hvað mikilvægastar. En fari svo að kommúnistar komist í stjórn og segi Italiu úr bandalaginu mun það veikja mjög varnir NATO á vestari hluta Miðjarðarhafsins, að þvi er heimiidir í aðalstöðvum NATO í Brussel herma. Atlantshafsbandalagið hafði jafnvel áður en núverandi stjórnarkreppa kom á daginn, varað ítölsk stjórnvöld alvar- lega við fækkun mannafla í ítaiska hernum, einmitt á þeim tíma sem hvað mest er fjallað um jafnvægi á milli herja Atlantshafs- og Varsjárbanda- laganna. Fækkun í her Ítalíu er vesturveldunum mjög í óhag var haft eftir talsmönnum NATO. En nú er ekki aðeins um að ræða fækkun í Ítalíuher, heldur mun alvarlegra ástand, sem upp getur komið að mati Atlantshafsbandalagsins, þ.e. úrsögn Ítalíu úr NATO. Hern- aðaryfirvöld bandalagsins verða að líta til þess að sjötti floti Bandaríkjanna er staðsettur á ítölsku hafsvæði. Þá nota bandarisk herskip þrjár ítalskar hafnir, í Napólí, Gaeta og La Maddalena. Þá nota brezk og frönsk herskip einnig ítalskar hafnir. Vitað er í aðalstöðvum NATO Æfingar hermanna NATO. Bandalagið hefur nú miklar áhyggjur af þróun mála á ftalíu. að kommúnistaríkin fá upp- lýsingar um allar ferðir þessara herskipa til og frá Italíu. Væru kommúnistar i stjórn á Italíu fengju kommúnistaríkin upp- lýsingar um ferðir þessara skipa þegar frá fyrstu hendi og einnig allar upplýsingar um stærð og breytingar á sjötta fiota Bandaríkjanna. Það er álit Atlantshafsbanda- lagsins að minnki tengsl Ítalíu og Atlantshafsbandalagsins verði það til þess að draga mjög úr styrk bandalagsins á Miðjarðarhafi. ÚRSÖGN FJARLÆGUR MÖGULEIKI ÞRÁTT FYRIR ALLT Þrátt fyrir þessar áætlanir NATO um ýmsar varnar- aðgerðir telja ráðamenn banda- lagsins úrsögn Italíu úr NATO nokkuð fjarlægan möguleika. Þeir svartsýnustu telja að ekki kæmi til harkalegri að- gerða en svo að 10 þúsund bandarískir hermenn, sem nú eru staðsettir á Ítalíu, yrðu látnir fara úr landi. Þeir her- menn yrðu þá væntanlega flutt- ir til annarra stöðva Atlants- hafsbandalagsins við Miðjarðar- hafið. Giulio Andreotti forsætis- ráðherra Ítaiíu og Giovanni Leone forseti takast í hendur eftir að stjórn Andreottis tók við völdum fyrir einu og háifu ári' síðan. Rikisstjórn hans hefur nú misst starfsgrundvöli ;sinn og vegna stjórnarkrepp- unnar eru ýmsar blikur á iofti, ni.a. hvað snertir áframhald- andi veru ftala í NATO. 'WU'

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.