Dagblaðið - 20.01.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 20. JANUAR 1978.
r
9
RANNSÓKNARNEFNDIR
ALÞINGIS
Stjórnkerfi okkar er veikt og
nýtur lítillar almennrar
virðingar. Öðaverðbólga,
slælegt dómskerfi, fjársvik og
skattsvik eru ekki hvað sízt af-
leiðingar af veiku stjórnkerfi.
Óendanlegar skuldir erlendis
eru afleiðingar af veiku stjórn-
kerfi. Og úr því að stjórnkerfið
hefur brugðizt þá þarf að bæta
það.
Sennilega er Alþingi veikasti
hlekkurinn í stjórnkerfinu. Það
stafar af því, að Alþingi hefur
orðið afgreiðslustofnun fyrir
ríkisstjórnir, án verulegs frum-
kvæðis. Völd þingsins, bein
þátttaka í gerð laga, hefur hér
sem annars staðar farið minnk-
andi, vegna aukinnar sérþekk-
ingar. Við því er í sjálfu sér'
ekkert að segja. En raunveru-
leg starfshæfni hefur einnig
farið minnkandi. Kemur þar
fyrst og fremst til, að þorri
þingmanna er svo upptekinn
við að veita fyrirgreiðslur til
einstaklinga og smærri hópa, að
sjálf höfuðmarkmiðið, það að
setja samfélaginu aimennar
leikreglur, gleymist og týnist.
Flokksræði og fyrirgreiðslur
eru höfuðeinkenni og höfuð-
meinsemdir Alþingis.
FYRIRGREIÐSLULÝÐRÆÐIÐ
Fyrirgreiðslulýðræðið,
lýðræði, sem byggir fyrst og
síðast á fyrirgreiðslum til ein-
staklinga eða smærri hópa, er
séríslenzkt fyrirbrigði sem á
sér séríslenzka sögu. Þegar
lýðræði þróaðist hér á fyrstu
áratugum þessarar aldar voru
kjördæmi smá og fámenn. Þeir
'sem sátu á valdastólum og vildu
sitja sem fastast lærðu brátt, að
auðveldasti leikurinn var að
leita á mið hinnar persónulegu
fyrirgreiðslu. Ihaldssöm kjör-
dæmaskipan hlóð undir þetta
kerfi. Og sennilega hefur eng-
inn stjórnmálamaður skilið
þetta jafn bókstaflega, og
hegðað sér jafn kirfilega f sam-
ræmi við það, og Jónas heitinn
frá Hriflu. Hann hugsaði upp
og byggði upp heilan stjórn-
málaflokk í kringum fyrir-
greiðslurnar. Afsprengi fyrir-
greiðslunnar er meðal annars
vitlausasta landbúnaðarpólitík
gjörvallrar heimsbyggðarinnar.
Það er einnig ljóst að völd
stjórnmálaflokka eru og hafa
verið I merkilega nákvæmu
hlutfalli við tök þeirra á bönk-
um og öðru lánakerfi. Kjör-
dæmabreytingin 1959 var spor í
rétta átt, fráhvarf frá heimi
fyrirgreiðslunnar. Hún kóm
hins vegar of seint, það var
búið að laga valdakerfið að
hinni persónulegu fyrir-
greiðslu.
Og óðaverðbólga slðustu ára,
neikvæðir vextir og þess vegna
óheilbrigð sókn í lánsfjármagn
hefur aftur magnað þetta
ástand.Lykill vaidanna er í lána
kerfinu. Stjórnkerfið hagar sér
eftir því og árangurinn blasir
hvarvetna við. Bæði siðferðileg-
ur og efnahagslegur árangur.
STARFSHÆTTIR ALÞINGIS
ÚRELTIR 0G GANGSLITLIR
Stjórnarskráin er að stofni
til meira en hundrað ára gömul,
slðan 1874. Það segir sig sjálft
að um margt er hún orðin úrelt.
Deildaskipting Alþingis, sem
upphafiega var til þess að
tryggja konungi stöðvunarvald,
á engan rétt á sér lengur. Hún
aðeins þvælist fyrir. Langir
málfundir Alþingis eru einnig
úreltir. Nefndaskipan er állt of
flókin og þvæluleg. Raunar
hefur Benedikt Gröndal flutt
Itl i
M ! I P - ±J I
frumvörp um það, að í fyrsta
lagi starfi Alþingi í einni deild,
og í öðru lagi verði nefnda-
skipan Alþingis gerð
einfaldari. Hvort tveggja eru
sjálfsögð framfaramál.
En f þessum efnum krefjast
breyttir og flóknari þjóðfélags-
hættir þess samt, að gengið
verði miklum mun lengra.
Vandinn er sá, að Alþingi hefur
sett lög, en síðan ekki haft
minnsta áhuga á eða eftirlit
með, hvort þessum lögum hefur
verið hlýtt. Alþingi á að hafa
lofandi eftirlit með því, að
landslögum sé hlýtt, og að
stjórnarstofnanir starfi í
samræmi við lög og leikreglur.
Þetta eftirlit og aðhald hefur
gersamlega skort.
Nefndaskipan Alþingis á að
vera einföld og á að sníðast
nokkurn veginn eftir ráðuneyt-
um. Þessar nefndir eiga að vera
helzti starfsvettvangur þings og
þær eiga að starfa fyrir opnum
tjöldum. Þær eiga að hafa leyfi
til þess að kalla til embættis-
menn og aðra. Það ætti að vera
skylda embættismanna að
mæta, en öðrum þyrft'i að
greiða einhverja þóknun. Hlut-
verk slíkra nefnda ætti að vera
tvíþætt. I fyrsta lagi að afla
upplýsinga sérfróðra aðila, sem
er augljóslega grundvallarat-
riði varðandi alla löggjöf. Slík
upplýsingaskipti ættu auðvitað
að fara fram fyrir opnum
tjöldum, svo þeir borgarar sem
á þvi hefðu áhuga gætu fyigzt
með. 1 öðru lagi ættu slíkar
þingnefndir að hafa
rannsóknar- og eftirlitsvald.
Síðan ætti þing að geta sett
upp sérstakar nefndir, þegar
sérstaklega stendur á. Þingið
Kjallari á
föstudegi
Vilmundur Gylfason
ber beina ábyrgð á ríkis-
bönkunum. Það hefur ekki
spurt neins. Það er orðið hverju
barni ljóst að bankakerfið er
sundurrotið, og þess vegna ætti
það að vera verk þingsins að
afla sér allra fáanlegra
upplýsinga um baksvið óstjórn-
arinnar til þess að geta sett
nýjar reglur og lög um
bankana.
Dæmi um málaflokka þar
sem þingnefnd þyrfti að leita
upplýsinga sérfróðra aðila áður
en til löggjafar kæmi er fóstur-
eyðingar eða neytendavernd.
Aður en til sllkrar löggjafar
kæmi ættu að fara fram
skoðanaskipti þar sem sér-
fræðingar væru kallaðir til.
Slíkt stuðlaði aftur að upplýstri
umræðu út um allt samfélagið.
Dæmi um málaflokka þar
sem þingnefnd þyrfti að nota
eftirlits- eða rannsóknarvald er
til dæmis Krafla. Það er ljóst að
Kröfluævintýrið hófst þannig,
að Kröflunefnd sagðist hefja
framkvæmdir vegna upp-
lýsinga, sem Orkustofnun hefði
gefið. Orkustofnun sagðist hins
vegar aldrei hafa gefið þessar
upplýsingar. Síðan hefur verið
framkvæmt fyrir tíu milljarða.
Það væri hlutverk þingnefndar
að komast að því hvor laug og
hvor sagði satt. Slík upplýsinga-
öflun væri stjórnkerfinu
nauðsynleg.
Fyrir dómstólum hefur
mánuðum saman verið að
þvælast mál vegna læknis sem
hafði svikið stórfé út úr
tryggingum. Það væri hlutverk
þingnefndar að grafast fyrir
um hversu útbreidd svik úr
tryggingum eru, til þess að geta
þá breytt lögum í samræmi við
nýjar aðstæður. Það væri hlut-
verk þingnefndar að gera út-
tekt á þvi, sem raunar enginn
virðist vita, hvernig ágóða
íslenzkra aðalverktaka er
háttað. Hvort þeir græði ekki
óeðlilega í skjóli einokunar og
flokkaverndar og hvort ekki sé
kominn tími til að gerbreyta
þeim viðskiptum öllum. Það
væri verkefni fyrir slíka þing-
nefnd að athuga hvort Eimskip
er ekki raunverulega
einokunaraðili og samkeppni í
millilandasiglingum þess vegna
óeðlileg. Svo mikið er víst að
verkefni fyrir slíkar þing-
nefndir eru óendanleg.
EKKI DÝRT 0G
EKKIFLÓKIÐ
Þessar breytingar kosta ekki
mikla peninga og þær eru ekki
flóknar. En þær gætu borið
verulegan árangur. Ljónin i
veginum eru annars vegar
íhaldssamt valdabákn og hins
vegar sú hætta að störf slíkra
nefnda færu um of niður á
flokkspólitíska planið, planið,
þar sem allt réttlæti er lagt
undir mælistiku flokksins.
Subbulegur fréttaflutningur
Þjóðviljans undanfarna daga af
Landsbankamálinu lofar vissu-
lega ekki góðu. Þar er svo að
segja á hverri síðu að finna
hina táknrænu afstöðu flokks-
þræla til réttlætis. Og það er
nákvæmlega umfjöllun af
þessu tagi sem á undanförnum
árum hefur gert fjölda fólks
ónæman fyrir spillingu og
umræðu um hana.
Þetta er vissulega hætta, en
þó þarf það ekki að vera neitt
náttúrulögmál að þingnefndir
fari í þetta far. Það er svo fyrst
og fremst vegna þess að öll
þróun virðist vera í þá átt að
kosningar verði persónulegri.
Það þýðir aftur, að þó að þing-
menn skipi sér eftir sem áður i
flokka eftir hugsjónum og hug-
myndafræði, þá ættu þingmenn
að verða óháðari flokksmaskín-
um í almennum velsæmis-
málum.
I íslenzku stjórnarskránni er
ákvæði um að setja upp
rannsóknarnefndir. Þvi ákvæði
hefur ekki verið beitt árum
saman. Sighvatur Björgvins-
son, alþingismaður, lagði til fyr
ir tveimur árum, að slik nefnd
yrði sett upp vegna svokaliaðra
Klúbbmála, enda full ástæða
til. Það strandaði sem kunnugt
er á dómsmálaráðherra og
flokki hans. Hann sagði efnis-
lega, að slíkar nefndir væru
einungis fyrir lýðskrumara
(sem er orðið kunnuglegt orð)
til þess að láta á sér bera og
minnti í þeim efnum á banda-
ríska öldungadeildarþing-
manninn Jósef McCarthey, sem
hefði orðið afl i bandarískum
stjórnmálum i gegnum störl sín
í slíkri þingnefnd. Þetta var
auðvitað byggt á annaðl vort
misskilningi eða vanþekkingu
hjá ráðherranum. Þvi þó það sé
rétt að McCarthey hafi starfað í
þingnefnd og þó það sé einnig
rétt að McCarthey og allt hans
hyski sé eitthvert viðurstyggi-
legasta fyrirbrigði bandarískr-
ar sögu þá er slíkt hvorki rök
með eða móti þingnefndum.
Adolf Hitler þurfti enga þing-
nefnd. Hins vegar hafa glæsileg
ustu og árangursrfkustu störf
Bandaríkjaþings iðulega verið
unnin í slíkum nefndum.
Kjarninn er sá að slíkar þing-
nefndir ættu að verða
uppistaðan i störfum þingsins.
Þingið á ekki einungis að setja
lög. heldur einnig að hafa lif-
andi áhuga á því að lögum sé
framfvlgt. Eina eftirlitskerfið
er nú dómskerfið. Dómskerfið
fjallar hins vegar um meint
sakamál. Fjölmörg mál sem
upp koma í stjórnsýslunni eru
þannig vaxin, að þau þarf að
athuga án þess verið sé að gefa
í skyn að framið hafi verið sak-
næmt athæfi. Þess vegna eru
þessar nefndir nauðsynlegar.
En fyrst og síðast gerði þetta
að verkum. að fólkið sjálft
fylgdist með op tæki þátt I
mótun laganna meðan þau eru
að verða til. Þaó yrði nýtt sam-
band milli þings og þjóðar.
Ekki samband þar sem menn
ýja vfxli að vinum sínum.
Heldur samband, sem tekur til
sjálfrar löggjafarinnar.