Dagblaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 24
Ef st á baugi í athugunum ríkisstjómar og sérfræðinga
„Hratt gengissig” sem
þýddi veruleg gengis-
felling a stuttum tima
„Hratt gengissig", þannig aö
veruleg gengisfelling yrði á
skömmum tíma, ber nú hæst í
athugunum ríkisstjórnarinnar
og sérfræðinga hennar á því,
hvað sé til ráða í efnahagsmál--
um, samkvæmt áreiðanlegum
heimildum DB.
Gengið mundi þá látið „síga“
með miklu meiri hraða en vérið
hefur. Á nokkrum vikum mætti
þá fá fram töluverða gengisfell-
ingu. Gengisfellingunni yrði
ætlað að rétta hlut frystihús-
anna. Með því að kalla hana sig
og dreifa yfir nokkurt tímabil,
telja stjörnarliðar auðveldara
að fá verkalýðshreyfinguna tii
að sætta sig við hana án þess að
segja upp samningum. Þá þarf
heldur ekki samþykki Alþingis
og ekki þarf að mynda gengis-
jöfnunarsjóð.
Rétt er að undirstrika, að
þessar aðgerðir hafa enn ekki
verið samþykktar, heldur er
það þetta, sem hæst ber í
„spekúlasjónum" stjórnarinnar
nú. Enn gætu aðrar aðgerðir
komið til. En sérfræðingar
stjórnarinnar telja mikla erfið-
leika samfara öðrum leiðum,
sem þeim finnast koma tii
greina. Alþýðusambandið
mundi tæplega samþykkja
niðurfærsluleið, lækkun kaup-
gjalds og verðlags, og skatta-
hækkanir eru þegar orðnar svo
miklar, að erfitt er að höggva
meira í þann knérunn.
Við gengisfall mundi fé safn-
ast í verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins. Eitthvað fengist
fljótt á móti fyrirsjáanlegum
halla frystiiðnaðarins og í sjóði
saltfisks og loðnu mundi safn-
ast mikið fé. Kæmi þá enn til
greina að „færa á milli sjóða“,
þannig að loðnudeildin og salt-
fiskdeildin „lánuðu" frystiiðn-
aðinum af sínu, en til þess þarf
lagabreytingu. - HH
Ljósastaur féll f valinn
við Melavöll _tuttuguárekstrar
íReykjavík ígær
Ljósastaur við Melavöllinn
tafði umferð af Melatorgi inn á
Suðurgötu um dálítinn tíma í
ljósaskiptunum í gær. Ekki tók
staurinn upp á þessum óskunda'
upp á eigið eindæmi heldur mun
bóma af krana hafa rekizt í hann.
Ökumaður kranans lét sem ekk-
ert væri og hvarf af staðnum en
sjónarvottar sögðu til hans er lög-
reglan kom á staðinn. Engin slys
urðu vegna staursins.
Alls urðu um tuttugu árekstrar
í Reykjavík i gær. Enginn þeirra
var tiltakanlega alvarlegur. Einn
maður ók út af í Ártúns-
brekkunni en kann enga skýringu
á því atviki.
DB-myndir: R.TH. -ÁT-
Jarðfræðingarnirfamir frá Mývatni:
Það versta er liðið hjá
„Að áliti jarðfræðinganna er
nú það mesta afstaðið við Mý-
vatn og ■'í&ir eru allir farnir
þaðan,“ sagði Hafþór Jónsson
hjá Almannavörnum í samtali
við DB í morgun. „Það er svona
eitthvert millibilsástand en
gert er ráð fyrir að litið verði
eftir hlutunum reglulega.
Það hafa verið minni háttar
hreyfingar í gangi en eftir
stóru hrinurra í fyrrakvöld var
eins og allt róaðist verulega,"
sagði Hafþór.
Enginn var á' skjálftavakt-
inni í morgun en á simstöðinni í
Reynihlíð fengust þær upp-
lýsingar að allt væri með kyrr-
um kjörum og enginn órói hefði
komið fram á mælunum.
- A.Bj.
Nýbyggingum í miðbænum ákaf t mótmælt:
„Olöglegar að tvennu leyti
vn
— „ verðmæti húsa sem á að rffa um 200 milljónir”
— Rætt við Magnús Skúlason arkitekt
„Það er óneitanlega skrýtið
að á þessu svæði á að rífa niður
um 5 þúsund fermetra atvinnu-
húsnæði til þess að byggja upp
aftur sömu 5 þúsund fermetr-
ana, plús íbúðir og bílastæði,"
sagði Magnús Skúlason arki-
tekt aðspurður um nýjar bygg-
ingar sem reisa á við Austur-
stræti, Aðalstræti og Hafnar-
stræti. Magnús er i stjórn Ibúa-
samtaka vesturbæjar sem sent
hafa frá sér mjög harðorða mót-
mælaáætlun vegna hinna fyrir-
huguðu byggingarframkvæmda
á svæðinu.
„Varar stjórn íbúasamtak-
anna við því virðingarleysi er
lýsir sér í þeirri stefnu að
gömul mannvirki er segja
þróunarsögu borgarinnar með
minningum sínum og svipmóti
og hafa enn fullt notagildi, víki
án miskunnar fyrir nýsmíði",
segir meðal annars í ályktun
samtakanna.
Þar er einnig bent á að í
samþykktum Evrópuráðsins og
ráðherrafunda þess sé skýrt
kveðið á um það að vernd og
viðhald gamalla húsa skuli
verða að minnsta kosti jafn
mikilvæg 1 fjárlögum og ný-
smíði.
það allt of mikil verðmæti til að
kasta á glæ fyrir utan siðferði-
legu hliðina af því að skemma
gömul menningarverðmæti og
eyðileggja það umhverfi sem
við hefðum haft fyrir augunum
í mjög langan tíma.
Magnús sagði að þeim 1 íbúa-
samtökunum þætti einnig
skjóta nokkuð skökku við að
ekkert hefði verið kannað
hvernig þau hús sem þarna á að
rífa væru á sig komin. Sig
minnti að samkvæmt bruna-
bótamati væru þau metin á um
200 milljónir króna og væru
Auk þessa sagði Magnús að
sér skildist að þessar fram-
kvæmdir væru ólöglegar að
tvennu leyti. í fyrsta lagi hefur
aðalskipulagið sem þetta er
byggt á ekki ennþá verið stað-
fest. I öðru lagi eru margar
ibúðirnar, sem gert er ráð fyrir
í tillögunum, ólöglegar þar sem
allir gluggar þeirra snúa í
norður. Kveðið er á um í bygg-
ingarsamþykkt að svo megi
ekki vera í Reykjavík þar sem
þá njóti ekki nægrar sólar til að
heilsu íbúanna sé borgið.
Magnús sagði að íbúasamtök
vesturbæjar væru einnig mjög
hneyksluð á þeim byggingum
sem hafnar voru við Lækjar-
torgið á dögunum í stað Smjör-
hússins gamla. Þar hefði verið
nákvæmlega eins að farið og
ætti að gera núna og það væri
algert hneyksli að bjóða fólki
upp á svona afgreiðslu. Eigend-
ur svæðisins sem nú á að
byggja á hefðu líklega þrátt
fyrir mótmæli sín á dögunum
svo mikilla hagsmuna að gæta
vegna aukinna verðmæta lóða
sinna að þeir létu líklega undan
um síðir. Þvi væri það eingöngu
á færi almennings að koma 1
veg fyrir þessa hneisu, sagði
Magnús.
- DS
frjálst, áháð dagblað
FÖSTUDAGUR 20. JAN. 1978.
Kvenréttinda-
félagið mótmælir
„BR0TÁ
LÖGUM”
„Stjórn Kvenréttindafélags'
íslands átelur harðlega þá
ákvörðun yfirnefndar í verðlags-
málum landbúnaðarins að meta
landbúnaðarstörf til mismunandi
launa eftir því hvort þau eru
unnin af karli eða konu,“ segir 1
fréttatilkynningu sem blaðinu
hefur borizt.
Kvenréttindafélagið telur að
ákvörðun yfirnefndar í verðlags-
málum brjóti lögin sem kveða á
um að körlum og konum beri
sömu laun fyrir sömu vinnu. En i
verðlagsgrundvellinum er konum
skammtað all miklu minna en
körlum án þess það sé rökstutt
með því að þær vinni minna eða
verr.
Kvenréttindafélagið hefur
einnig lýst fullum stuðningi við
þá fyrirætlun fulltrúa bænda í
sexmannanefndinni að láta þetta
mál fara fyrir dómstóla til úr-
skurðar. -DS
Landsbankamálid:
Frumrann-
sókn á f yrsta
þætti málsins
á lokastigi
— nöfn viðskiptaaðila
væntanleg
Rannsókn á þeim þætti Lands-
bankamálsins, sem lýtur að við-
skiptum Sindrastáls hf. við
ábyrgðadeild Landsbankans er nú
langt komin, samkvæmt heimild-
um, sem Dagblaðið telur áreiðan-
Iegar. Þá hefur einnig miðað vel
rannsókn á viðskiptum Hauks
Heiðar við nokkur fyrirtæki og
lánveitingum hans til þeirra.
Þegar þessum þætti lýkur
verður hafin rannsókn á gögnum
bankans með tilliti til hugsanlegs
misferlis fyrrum forstöðumanns
deildarinnar I tengslum við við-
skipti annarra fyrirtækja.
Ennþá hafa engar umtals-
verðar upplýsingar fengizt er-
lendis frá. Með hliðsjón af þeirri
vitneskju, sem fæst við rannsókn
á gögnum bankans hér, verður
knúið á um að fá þær eftir því
sem tilefni kann að gefast.
Þess er fastlega vænzt að rann-
sóknarlögregla ríkisins gefi út til-
kynningu um gang rannsóknar-
innar og þá um leið nöfn þeirra
fyrirtækja sem tengzt hafa rann-
sókninni á þessu stigi. * OV/BS
íbúarnir voru
vel á verði
og upp komst um
bílþ jófnaði í tíma
íbúar við Goðheima veittu lög-
reglunni og nábúum sínum góða
aðstoð í nótt. Tilkynnt var klukk-
an rétt fyrir þrjú að grunsamlegir
menn væru að fást við bíl í göt-
unni. Brá lögreglan skjótt við en
þeir grunsamlegu flúðu er að var
komið. Náðist þó annar mann-
anna.
I morgun kom í ljós að Bronco-
bíl hafði verið stolið úr Sólheim-
um. Fannst sá bíll litlu síðar í
Goðheimunum þar sem fyrst varð
vart við að hinir grunsamlegu
menn voru að kanna annan bíl. Er
það helzt álit lögreglunnar að
þessir grunsamlegu menn hafi
stolið Bronco-bílnum og fært
hann milli gatna og hafi jafnvel
ætlað að stela öðrum bíl þar.
Málið er allt í rannsókn. - ASt.
*
í
i
i
i
i
i
i
i
i
\
\