Dagblaðið - 02.02.1978, Síða 9

Dagblaðið - 02.02.1978, Síða 9
I)A<;BI.Af>ÍÐ. FIMMTri)A(U B 2. FKBHFAH 1978. í skugga gengisfellingarinnar: Mikil sala á dýrari heimilis- tækjum og litsjónvörpum Miklir peningar í umferð og f ólk greiðir út f hönd Töluvert áberandi sala hefur verið í stærri heimilistækjum eins og ísskápum. frystikistum, þvottavélum og öðrum ámóta tækjum. Þá hefur sala litsjón- varpstækjanna verið mjög fjörug. Þetta er heldur ekkert undarlegt, — þvi nú telja flestir að gengisfelling sé á næsta leiti. DB ræddi við nokkra kaupmenn i gær. „Þetta er samt ekki sama æðið og var í gamla daga. '67 og '68 þegar stóru gengisfelling- arnar voru," sagði einn kaupmaðurinn. ,,Þá var engu líkara en að eitthvert æði gripi fólkið og það keypti og keypti. Þá kom oft fvrir að fólk kevpti stór og dýr heimilistæki sem það hafði ekki einu sinni pláss f.vrir og bað okkur um að ge.vma tækin fyrir sig. Ég minnist einnar konu sem keypti ísskáp sem hún bað okkur að gevma. Skápurinn var hjá okkur í tvö ár! Fólk áttar sig alls ekki á því hvað er raunverulega að gerast dagsdaglega með hinu sífellda gengissigi. Það gerir að verkum að hver ný vörusending er raunverulega á nýju verði. En ef stór gengisfelling, sem skellur á í einu lagi er væntanleg, þá hleypur fólk upp til handa og fóta. Ég minnist þess einu sinni að í vændum var 2% hækkun á söluskatti sem hafði sáralítil áhrif í verð- laginu. Þá greip eitt kaupæðið um sig! Sumar verð- hækkanirnar fara alveg fram- hjá fólki. Ein sjónvarpstækjaverzlunin þurfti að bæta við sig fólki til þess að ke.vra litatækin til viðskiptavinanna. Sjónvarps- tækjasalarnir sögðu að miklir peningar væru í umferð og meira um að fólk keypti gegn staðgreiðslu en vanalega. „Fólkið vill bara koma peningunum sínum í verðmæti áður en þeir missa meira af verðgildinu," sagði einn kaup- maðurinn. „Það er ekki nema skiljanlegt að fólk vilji heldur drifa sig í að endurnýja gömlu svart/hvítu tækin sín áður en litatækin hækka enn í verði. sagði kaupmaðurinn. -A.Bj. ÞAU FUNDU ALLA JÓLA-BOGGANA — ogfengu síðbúna en kærkomna brúðargjöf, Grundig- tækið f rá Dagblaðinu og Nesco „Verðlaunin í jólagetraun Dag- blaðsins komu eins og nokkurs konar brúðargjöf þvi það er ekki nema rúmur mánuður síðan við giftum okkur," sagði vinnings- hafinn í Boggagetraun Dag- blaðsins. Svan Aðalsteinsson. Snæfellsási 1. Hellissandi í sam- tali við DB. Svan og kona hans Kristjana Halldórsdóttir sendu inn allar fimrn Boggamyndirnar. sem þau áttu ekki í miklum erfiðleikum með að finna og var nafn þeirra dregið úr nokkur þúsund lausn- um sem bárust. Verðlaunin voru Grundig Supereolor litasjón- varpstæki frá Nesco, sem kostar hátt á f.jórða hundrað þúsund krónur! „Það eru nú samt ekki miklar likur til þess að ég liggi vfir nýja litatækínu okkar vegna þess að ég er verkstjóri í fiskverkunar- stöðinni Jökli og það er rosalega mikið að gera, vaðandi fiskur hér hjá okkur á Snæfellsnesinu." sagði Svan. Kristjana sagðist aftur á móti hugsa sér gott til glóðarinnar að stytta sér stundir á kvöldin. á meðan eiginmaðurinn er við vinnu. fvrir framan nýja lita- tækið sitt. — Að sjálfsögðu eru ungu hjónin áskrifendur að Dag- blaðinu rétt eins og flestir aðrir íbúar Hellissands. en þar er Dag- blaðið útbreiddara en nokkurt annað biað. Hafsteinn/abj. » Ungu hjónin Kristjana Halldórs- dóttir og Svan Aðalsteinsson hjá nýja litasjónvarpinu. sem er hinn mesti kjörgripur. DB-mynd Hafsteinn. \ SKRÍDDU...ÞAÐ ER ÖRUGGASTA LEIÐIN Margþættur fróðleikurum eldvarnirkynnturaf félagsmönnum JuniorChambers Þnríárekstriá Vesturlandsvegi Þrír fólksbílar lentu í hörðum árekstri á móts við veitinga- staðinn Aningu við Vesturlands- veg á þriðjudag. Tilkynnt var um áreksturinn til lögreglunnar skömmu f.vrir kl. sjö í gærkvöldi, en hann mun hafa orðið með þeim hætti, að Fíat-bifreið, sem ekið var í átt frá Re.vkjavík tók að renna ti! á veginum. Skipti engum togum, að Volkswagen, sem ekið var á leið til Reykjavíkur lenti á Fíatbíln- um og hentist síðan aftur á bak á jeppabifreið, sem bar að í þessu augnabliki. Tveir ökumanna voru fluttir á slysavarðstofu. en að sögn lög- reglunnar voru meiðsli þeirra lítil. Bilarnir voru hins vegar allir mikið skemmdir og varð að fá kranabifreiðir til þess að fjar- lægja þá alla. -HP. Ungir menn í Reykjavík. sem sameinast hafa í félagsskap er nefnist Junior Chambers, hefja mikla Jierferð í eldvarnamálum á sunnudaginn og stendur her- ferðin til laugardagsins 11. febrúar. Tilgangurinn er að vekja almenning til sem mestrar um- hugsunar um eldvarnir og vinna á „Nei, ég þori ekkert að segja um hvort dregið hefur úr smygli — okkar tölur eru aðeins vfir það sém gert var upptækt," svaraði Kristinn Olafsson tollgæzlustjóri spurningu DB unt hvort skilja mætti fréttatilkynningu hans á þann veg að minni upptekt '77 en '76 þýddi minna smygl til landsins. A nýliðnu ári lagði tollgæzlan þann hátt að færri eldsvoðum og fræða fólk um hvernig bregðast skuli við eldum, sem verða. Stórum plakötum verður dreift um borgina. A þvi er táknmvnd af skríðandi ntanni og undir stendur eldrauðu stóru letri: „Skríddu.... það er undankomuleiðin þegar hald á 1451 flösku af áfengi. Þær voru 2225 árið áður. Lagt var hald á 6923 karton af sígarettum á móti 9141 kartoni árið áður. Þá var lagt hald á , 7158 dósir af áfengum bjór, sem er rúmlega 4000 dósum minna en árið áður. í fréttatilk.vnningu tollgæzlu- stjóra kemur einnig fram að lagt hafi verið hald á ýmsan annan varning sem reynt var að herbergi er fullt af reyk. Loftið er hreinna nálægt gólfi." Junior-Chamber félagarnir hafa svo eitthvað á dagskrá alla daga eldvarnavikunnar. þeir aug- lýsa í dagblöðum og útvarpi, fræðsluefni urn eldvarnir verður í sjónvarpi á föstudaginn. smygla inn í landið. Rannsókn á röngum aðflutningsskjölum vöru- innflytjenda leiddu - til hækkunar á tollum og aðflutningsgjöldum, eða um 44.7 milljónir. (Árið áður voru þetta tæp 31 milljón). Mest- megnis var þetta fyrir ranga vöruflokkun, eða 43,5 milljónir í 328 málum. -ÓV. Slökkvilið Reykjavíkur heim- sækir nokkra barnaskóla kveikir þar elda og sýnir hvernig slökkva á. Loks hefur verið efnt til rit- gerðasamkeppni i 6. bekk grunnskóla í Reykjavík. Fólk ætti vel að huga að þessu áhugastarfi um eldvarnir. -ASt. Athugasemd vegna Akraborgar Varðandi frétt um að sam- göngumálaráðuneytið hefði skorið úr um ráðningu stýri- manns á Akraborginni hafði Leif Halldörsson, stýri- maður samhand við DB og taldi ekki réttilega fjallað um réttindamál hans. Leif er ekki réttindalaus eins og skilja má af frétt- inni, heldur hefur hann hið meira skiþstjórnarpróf á fiskiskip. Það eitt nægir þö ekki til þess að stjórna með fullum réttindum skipi eins og Akraborginni, til þess þarf farmannapróf. sem Leif hefur ekki. Hann var því ráðinn á undanþágu, enda sótti enginn farmaður um starfið, er það var auglýst Minna smygl — eða minni árangur tollgæzlunnar? Tollgæzlan lagði hald á 4 flöskur á dagað meðaltali móti 6 á dag 1976

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.