Dagblaðið - 02.02.1978, Page 13

Dagblaðið - 02.02.1978, Page 13
DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAGl'R2. FEBRUAR 1978. 13 Éþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D ifaatriði voru I Dðnum í hag! mpel eftir leik Póllands og Danmerkur. m eftir sigurinn, 25-22, og stef na nú aunin í heimsmeistarakeppninni. verja. Þaö getur þó veriö tvíeggj- aö, því með sigri gætu Pólverjar náð efsta sæti í 2. riðli — ef Danir gera jafntefli eða tapa fyrir Sví- um. 1 tveimur síðustu leikjum Póllands og Sovétríkjanna hafa Pólverjar borið sigur úr býtum. Danir eru í sjöunda himni með sigurirín gegn Pólverjum — og dönsku blöðin eiga vart nógu sterk lýsingarorð til að lýsa leik danska liðsins og einstökum leik- mönnum þess. En Pólverjar eru gramir — reiðir út í rúmensku dómarana. Þá sömu dómara og voru Dönum svo hagstæðir gegn íslendingum — og dæmdu einnig leik íslands og Spánar: Kunnasti leikmaður Póllands, Jerzy Klempel, sagði eftir leikinn: ,,Þetta var hneyksli. Við vorum sjö á móti níu — og það er ekki réttlátt í íþróttakeppni. ÖU vafaatriði voru dærnd Dönum í hag. Þegar þeir áttu misheppnuð skot hljómaði flautan — og Danir fengu aukakast. Fengu nýtt tæki- færi. Enginn vissi hvers vegna en það er svo létt að blása bara í flautuna og dæma aukakast." unda Kvrópumeistaratitil í riið í með núverandi eiginmanni sinum. ííu sinnum orðið heimsmeistari og og þau höfðu alg.jöra vfirhurði í sagði Klempel og varð að taka á öllu til að stilla sig. Og hann var spurður hver úr- slit hefðu orðið með öðrum dóm- urum. „Um það er ekkert hægt að segja. Leikurinn hefði vissulega orðið mjög jafn. Ég þori þó ekki að fullyrða, að Pólland hefði sigrað.“ En gáfu dómararnir Dönum sigur? ,,Já, það er öruggt. Danir eiga það gott iið að þeir þurfa ekki á slíkri hjálp að halda. Við höfum sigrað Sovétríkin í tveimur síðustu leikjum okkar við þá — og enn höfum við möguleika á verð- launasætum á HM. Við munum því leggja okkur alla fram gegn þeim sovézku," sagði Klempel ennfremur. Það kemur grernilega fram í dönsku blöðunum, að rúmensku dómararnir hafa verið Dönum hagstæðir — hafa verið heima- dómarar í keppninni. Dæmt ein- kennilega marga leiki Dana. Á einum stað skrifaði Poul Prip, hinn kunni íþróttafréttamaður hjá Berlingi, í frásögn sinni af leik Danmerkur og Póllands. „Aldrei þessu vant féll einn dóm- ur Dönum í óhag í leiknum.“ En hvað um það. Danir hafa góða möguleika í HM, þó svo Svíar hafi oft verið þeim erfiðir mótherjar — og gætu orðið það í kvöld. Úrslitiní parakeppni „Ég get auðvitað ekki spáð um framtiðina en ég vona að ég geri mitt bezta á næstu Olympíuleik- um — í Moskvu 1980“, sagði Irena Rodnina eftir að hún vann sinn tiunda EM-titii i gær. Hún og eiginmaður hennar, Alexander Zaitsev, höfðu að venju algjöra yfirburði. (Jrslit. 1. Rodnina-Zaitsev, Sovét, 148.54 2. Teherkasova-Shakrai, Sovét. 141.74 3. Mager-Bewersdorf, A-Þýzkal. 140.08 4. Baesz-Thierbaeh, A-Þýzkal. 138.04 , 5. Spieglova-Spiegl, Tékk. 135.90 6. Stolfig-Kempe, A-Þýzkai. 134.52 Armenningar voru Valsmönnum ouðveld Itráð i leik liðanna á laugar- daginn. A DB-invnd Harðar Vilhjálmssonar er knötturinn á leið fra körfunni og tveir Valsmenn tilhúnir uppi að ná frákastinu. 1 kviild verða tveir leikir á dagskrá íslandsmótsins. I 1. deild karla leika stúdentar við íslandsmeistara ÍR og í meistaraflokki kvenna leika ÍS og KR. Sá forvstumaður íþrótta- hreyfingarinnar á Akranesi, sem bezt og lengst allra manna starfaði á sviði íþróttamála var Guðmundur Sveinbjörnsson (d. 9.1 ’71). íþróttafólk og allir sem viðurkenna nauðs.vn íþróttaiðk- ana standa í þakkarskuld fvrir þessi störf hans. Þau verða bezt þökkuð með því að standa vörð um þau málefni, og halda uppi því merki, sem hann vann svo dvggilega að og láta það aldrei falla. Fvrir nokkru var stofnaður MINNINGARSJÖÐUR UM HELZTA IÞR0TTAFR0MUÐ AKURNESINGA minningarsjóður um Guðmund Sveinbjörnsson í virðingar- og þakklætissk.vni fyrir hin veiga- miklu störf hans í þágu íþrótta- bandalags Akraness og íþrótta- og menningarmála. Sjóðurinn er stofnaður af íþróttabandalági Akrane,ss og er í vörzlu þess. Formaður ÍA skal vera sjálfkjör- inn formaður sjóðsins en tveir meðstjórnendur eru kosnir árlega í þingi ÍA. Stjórn sjóðsins ákveður styrkveitingu og ræður því hvort auglýsa skulj eftir um- söknum eða ekki. St.yrki má veita efndegum íþróttamönnum til náms. Einnig má styrkja íþróttaþjálfara sem sýnt hafa sérstakan áhuga í starfi til náms í íþróttaþjálfun og aðra þá sem vinna að æskulýðs- og bindindisstörfum i bænum. Á 33. ársþingi ÍA í nóv. sl. kom fram tillaga sem var samþykkt, þess efnis að gerð yrðu minningarkort fyrir sjóðinn honum til eflingar. Nú hefur stjórnin látið gera þessi kort og verður hægt að fá þau í verzlun- inni Oðni, Kirkjubraut 5, Akra- nesi. Einnig hefur stjórn sjóðsins og stjórn í A mikinn hug á að meistaraflokkur ÍA leiki í sumar leik til fjáröflunar fyrir ntinningarsjóðinn þannig að hann geti starfað undir því merki er til hans var stofnað. Stjórn sjóðsins skipa: Form. Þröstur Stefánsson. Meðstj. Arsæll Valdimarsson og Kristján Sveinsson. Stjórnin var kosin á 33. ársþingi ÍA í nóvember sl. (Fréttatilkvnning frá ÍA) Það er ekki píáss í heiminum fvrir) Hvað kemur það kn Eg hef bvggt upp lið mitt með súpermönnum Ef Sparta tapar er það vegna þess að leikmenn Iiðsins HMíkvöld Sex leikir verda háðir í kvöld í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik i Danmörku. í riðli 1 leika Rúmenía og Vestur- Þýzkaland í Helsingör, og Júgó- slavía og Austur-Þýzkaland i Kalundborg. í milliriðli 2 leika Pólland og Sovétríkin í Arósum, og Danmörk og Svíþjóð í Herning. Leikirnir hefjast kl. 18.30 að íslenzkum tíma. í keppninni um sætin frá 9.-12. leika Spánn og Tékkóslóvakía i Hróarskeldu. Ungverjaland og Japan í Nyköping. Þeir leikir hefjast einnig kl. 18.30. Jerzy Klempel markhæstur Markahæstu leikmenn á HM i Danmörku eftir leikina á þriðju- dag voru þessir: Klempel, Póllandi, 34 Birtalan. Rúmeníu, 33 Kovaes, Ungverjalandi, 31 M. Berg, Danmörku, 2(i Gamo, Japan, 24 Böhme, A-Þýzkalandi. 22 Kaluzinski, Póllandi, 18 Pavieevie, Júgóslavíu, 18 Novoa, Spáni, 17 Gassij, Sovétríkjunum. 1« Meistaramót í badminton Meistaramót TBR í tvíliðaleik og tvenndarleik verður haldið í TBR-húsinu sunnudaginn 19. febrúar nk. og hefst mótið kl. 14.00 síðdegis. Keppt verður í tvíliða- og tvenndarleik í eftirtöldum flokk- um karla og kvenna: Meistaraflokki A-flokki B-flokki. Þátttökurétt hafa allir, fæddir 1902 eða fyrr. Þátttökutilkvnningar þurfa að hafa borizt tii félagsins fyrir 15. fehrúar nk. Dortmund vann Tékkóslóvakíu Borussia Dortmund, sem leikur i 1. deild í knattspyrnunni í Vestur-Þýzkalandi, sigraði tékk- neska landsliðið — núverandi Evrópumeistara — (i-2 í Dort- mund á þriðjudag. Staðan í leik- hléi var 3-0. Lippens, tvö, Burg- miiller, tvö, Voege og Huber skoruðu f.vrir Dortmund en Panenka og Kroupe fyrir Tékkó- sióvakíu. Þrjú lyftinga- met í ungl- ingaflokki Á innanfélágsmóti hjá l.vftinga- deild KR sl. mánudag voru sett þrjú ný unglingamet í Ivftingum. Guðgeir Jónsson Armanni snar- aði 123.5 kílóum í 90-kíIóa þyngdarflokknum og fékk saman- lagt 275 kg. Hvort tveggja met. Ágúst Kárason KR jafnhattaði 145 kílóum í 100 kilóa- þvngdarflokknum. Afmælismót Júdósam- bandsins Sunnudaginn 5. febrúar kl. 14.00 verður seinni hluti afmælis- móts Júdósambands fslands í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Verður þá keppt í opnum flokki karla (án þvngdartakmarkana) og einnig í unglingaflokkum og í kvennaflokki. Afmælismót JSf er haldið árlega um mánaðamótin janúar- febrúar. Afmælisdagur JSf er 28. janúar, og varð Júdósambandið 5 ára á laugardaginn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.