Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 2
\ t DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRtJAR 1978. Fjölbrautaskólamir útundan í spuminga- keppni Sjónvarpsins? Nemendur í Fjölbrautaskólan- um i Breiðholti skrifa: Að gefnu tilefni viljum vér nemar í Fjölbrautaskólanum Breiðholti vekja athygli á þvi við Ríkisútvarpið sjónvarp, og aðrar stofnanir sem eru ríkis- reknar, að fjölbrautaskólar eru framhaldsskólar samþykktir af Alþingi íslendinga. Brátt mun f sjónvarpi hefjast dagskrárliður sem ber nafnið „Menntaskólarnir mætast" og þar eigast við allir menntaskól- arnir á landinu auk Verzlunar- skóla íslands. Fjölbrautaskólunum hefur ekki verið boðin þátttaka í þess- ari keppni þó svo að megin- kjarni þessara skóla saman- standi af nemendum á mennta- skóla- og viðskiptasviði. Undirritaðir höfðu samband við Rikisútvarpið sjónvarp og spurðust fyrir um hvers vegna fjölbrautaskólunum hefði ekki verið boðin þátttaka i fyrirhug- aðri keppni. Fengust >au svör að þáttur- inn hefði orðið of viðamikill og kostnaðurinn við ferðir og gist- ingu of mikill. Þess má geta að. fjölbrautaskólarnir eru þegar orðnir fjórir og eru þeir allir á suðvesturhorninu, það er i Reykjavik, Hafnarfirði, Kefla- vfk og á Akranesi. I stað 7 þátta hefðu þættirnir orðið 11 að tölu með tilkomu fjölbrautaskólanna og því að öllum likindum orðið fjöl- breyttari. Það er von okkar nemenda úr Fjölbrautaskólanum i Breið- holti að þessi stofnun athugi sinn gang og sjái sér fært að bjóða fjölbrautaskólunum til væntanlegrar keppni. Virðingarfyllst, Gísli Hafliði Guðmundsson, Ingi Þór Hermannsson, Jón Jósef Bjarnason, Sigurjón Einarsson. HúnElínborg ogbörnin hennartvö Fyrir nokkrum dögum birtist í spurningu dagsins mynd og svar Elínborgar Friðgeirsdótt- ur. Með henni á myndinni áttu að vera börn hennar tvö, Elías Geir tveggja ára og Hafdís sjö ára. Því miður urðu okkur á þau mistök að klippa myndina þannig að þessi tvö myndar- börn sáust ekki með móður sinni. Við svo búið má ekki standa og því koma þau aftur á síðum DB, Elínborg, Elias Geir og Hafdís. Raddir lesenda Komduþáog kysstu mig Sigfús Jónsson hreppstjóri á Lauga- landi í Eyjafirði var kunnur hagyrðing- ur á fyrri hluta siðustu aldar, hefur hann verið óvenju frjálslyndur maður á sinni tíð. Góðum hjúum greiða ber gjald og að þeim hiynna. Verkamaðurinn víst því er verður launa sinna. Og er þessi kenning raunar sótt i heil- aga ritningu, en jafnvel prestarnir, hvað þá aðrir hafa viljað gleyma þessu. Hann segir, og er þá farinn út í aðra sálma: Þótt ýmsir dauðans óski sér, eymslum þjáðir kífsins, ef hann dyrnar upp á ber æskja flestir lífsins. Og enn lumar hann á fleiri heilræðum. Gott er að vera varfærinn, vill þá lukkan stoða. Ætti jafnan endirlnn i upphafinu skoða. Hollt er að vera hugarkyr, hamingjan sér þó róti. Einhverntima batnar byr, þó blási um stund á móti. Hentar ei nær hjálpin dregst hýrri von að farga. Eitthvað þelm til lfknar leggst, sem ljúfur guð vill bjarga. Þau Olína Jónasdóttir á Sauðárkróki og Stefán Vagnsson á Hjaltastöðum voru á sinum tima meðal bestu hagyrðinga i Skagafirði. Stefán mun oftast hafa litið inn til Ölinu, er hann kom á Krókinn. Glöddu þau sig við vfsur. Einhverju sinni fylgdi Ólína vini sínum á leið og kvaddi hann með þessari stöku: Ljóð að þylja um Ijós og vor löngum viljann ^eiðir. Þau hafa yljað þessi spor, þónú skilji leiðir. Ég get ekki stillt mig um að fara nokkrum orðum um þessa visu hinnar geðþekku alþýðukonu. Hún er orðin ein- mana i kotinu sínu á Sauðárkróki. Hennar yndi á langri ævi i fátækt og basli eru bækur og fyrst og siðast vel kveðnar vísur. Bestu gestir hennar eru þeir sem koma færandi hendi með nýjar visur eða rifja með henni upp gamiar. En Ólina hefur gert betri vlsu en þessa, ef meta á vísur eftir ströngum reglum, þar sem hver ljóðllna er ótvlrætt á slnum stað, bæði vegna efnis og forms. Hér eru orðin „löngum viljann seiðir“ dálitið utangátta. Þvl miður hafa vlsna- menn okkar verið haldnir ofurást á hringhendunni með hennar erfiða mið- rlmi, það form býður meðalmennskunni of oft heim. En þrátt fyrir þennan veik- leika er þetta ein af hinum elskulegustu vlsum, sem maður heyrir. Og myndin af þessum tveimur hagyrðingum ógleyman- leg. En þar sem við nú stöndum ósýnileg og sjáum bilið stækka á milli þeirra góðvinanna Olinu og Stefáns Vagns- sonar — bæði eru látin fyrir allmörgum árum — skulum við hafa yfir hjóna- bandslýsinguna frægu eftir Stefán: Stældu þrátt við strit og baks, stundum átti að glíma, en urðu sátt af erjum dags eftir háttatima. Hér er svo önnur vlsa eftir Stefán: Hrifinn brátt til helða snýr, hér eru áttir kunnar. Viljans máttur vex mér í veldi náttúrunnar. Svo er þá þagnarvisa eftir Óllnu: Samúð hægir hugans mein, hlýju fagnar sálin, samt á þögnin oftast ein innstu hjartans málin. ★ Ungu skáldin, sem kvöddu sér hljóðs á árunum eftir striðslokin, fóru flest nýjar leiðir. Bundu sig ekki fast við rlm og stuðla. Undantekning var bóndasonur I Skorradal I Borgarfirði, Sveiiibjörn Beinteinsson. Hann orti rlmur. En þegar Einar Bragi gaf út Birting sinn, tlmarit- ið, sem hann stóð einn að 1953-54, fyrir- rennara yngra Birtings, birti Sveinbjörn þar nokkrar stökur og kallaði rimað atómljóð. Þær voru svona: Snjailur góðan yrkir óð, eld I ljóðum kveikir. Eykur þjóðar orkusjóð andans Glóðafeykir. Læknar blinda lýðakind ieifturmyndaskólinn. Roðar yndislogalind Ijóða Tindastólinn. Rjúfa þjökun þróttar tök. Þrekið stökur glæða. Orðar vökull æðstu rök Eirlksjökull kvæða. Varð af hrelldum hryggðin felld. Hækkar veldi dagsins. Blysum heldur hátt í kveld Heklueldur bragsins. Aðalfyrirsögn kvæðisins var Braga- fjöll, enda gerir hinn rlmhagi höfundur sér leik að þvf að flétta inn I braginn alkunn örnefni. Laug á bak það ieiða hrak. Lastnæm staka flýgur. Eykur brak og orðaskak andans Lakagigur. En ætli einhverjum hafi ekki 1954 og eins nú, þótt og þyki allmyrkt ort, engu síður en ljóð hinna ungu skáldanna, sem brugðu fyrir sig háttleysunum. ★ Lokavlsan er svo úr allt annarri átt. Ef þú vilt ég yrki um þig ástarvisu bljúga, komdu þá og kysstu mig, kann ég ekki að ljúga. J.G.J. — S. 41046. \ y

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.