Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978. Styður þu á réttu hnappana? ,.Með DtS 100 styður þú á réttu hnappana” DTS 100 sýnir heildarsöluverð fjögurra vöruflokka samtímis. DTS veit nákvæmlega hvaða upphæð á að vera í skúffunni. — (Meira að segja þegar vörum er skilað og greitt er úr kassa.) \ DTS 100 hefur sjálfvirkan margfaldara.. DTS 100 er greiðslureiknir. DTS 100 sýnir sjálfvirkt (með þvi að styðja á réttan hnapp) hve mikið gefa skal til baka Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu — Reykjavík Box 454 - Sími 28511 ,,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM í BIFR. SEM HAFA SKEMMZT í UMFERÐARÓHÖPPUM. Meðal annars: Tegund Árgerð V0LV0 144 1973 BLAZER 1974 LAND R0VER DÍSIL 1974 FIAT 127 1974 MERCURY C0MET 1974 MAZDA 1976 DATSUN 1978 Bifreiðarnar verða til sýnis aó Skemmuvegi 26 Kópavogi mánudag- inn 27.2. 78 kl. 12—17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygg- inga, Bifreiðadeildar, fyrir kl. 17 þriðjudaginn 28.2. 78. STARFSLAUN HANDA LISTAMÖNNUM ÁRIÐ 1978 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1978. Umsóknir sendist úthiutunarnefnd starfslauna, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 1. apríl nk. Umsóknir skulu auð- kenndar: STARFSLAUN LISTAMANNA. I umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafn- númeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta en eins árs hið lengsta og nema sem næst byrjunarlaunum mennta- skólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1976. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sc ekki i föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfs- launanna. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1977 gilda ekki i ár. Reykjavík, 22. febrúar 1978. ÚTHLUTUNARNEFND STARFSLAUNA Málningarverksmiðjan er fluttí Höfðatún4 STJÖRNU ☆ LITIR Vr Sími23480 Seljum eins ogáðurá verksmiðjuverði okkar viðurkenndu Stjörnumáiningu en raunar urðu ekki fleiri ferðir með henni þar sem norðaustan DB-mvndir Ragnar Th. Sigurðsson. Krakkarnir bíða eftir skíðalyftunnu kaldinn stöðvaði lyfturnar. Húrra, húrra, húrra — nú höldum við í Bláfjöll „Húrra, húrra, húrra, ómaði um skólastofurnar er við sögðum 12 ára börnunum að skíðaferðin yrði í dag en ekki á mánudag, eins og raunar var upphaflega gert ráð fyrir. Islenzk veðrátta er óút- reiknanleg svo við ákváðum að nota tækifærið meðan góða veðrið héldist," sagði Aslaug Brynjólfs- dóttir yfirkennari I Fossvogsskóla er blaðamenn DB hittu á annað hundrað káta krakka í Bláfjöllum ásamt kennurum sínum i gær. Sól skein I heiði — útsýnið frá Bláfjöllum fagurt og tært. Það var bærilega skjólsamt við skíða- skálann i kvosinni — en er kom efst i brekkurnar tók við norð- austan kaldinn. Þar ríkti vetur konungur — og svo sterkur var vindurinn að ekki var hægt að láta lyfturnar ganga. Krakkarnir létu það ekki á sig fá — þeir brunuðu kátir og fim- lega um brekkurnar. ,,Ég er ofsa efnilegur en nenni ekki að æfa,“ sagði Jóhannes Ingi Jóhannsson — ef til vill meir f gríni en alvöru. „Ég kem hingað stundum með foreldrum mínum,“ bætti hann við. Það var annað hljóð í Þórði Hjörleifssyni — hann æfir af kappi með Vikingi. „Ég hef sigrað í þremur innanfélagsmótum Vik- ings á skfðum — fer i skiðaskála Vikings svona fjórum sinnum í viku — þar er ákaflega gott að vera,“ sagði Þórður. „Iss, maður, skíðabrekkurnar í Austurrfki eru miklu betri, skíða- brekkurnar hér í Bláfjöllum eru ekki neitt í samanburði við þær.“ sagði Már Mixa þar sem hann gæddi sér á nesti sínu. „Ég hef farið fjórum sinnum til Austur- ríkis en fer stundum hingað upp- eftir á skfði,“ sagði Már ennfrem- ur. Við hittum úti fyrir þær Svan- hildi Kaaber og Sólveigu Thor- oddsen kennslukonur ásamt Dani- el Hansen kennaranema — og eftir miklar fortölur tókst okkur loks að fá mynd af þeim. — „Þegar við komum hingað i fyrra lentum við i afskaplega vondu veðri. Nú er hins vegar allt í blóma, hreinasta paradis," sagði HESTAMENN MeÓ einu símtali er áskrift tryggó SÍMAR 85111 -28867 Svanhildur. Og Sólveig sagði að krakkarnir væru mun fimari nú en fyrir um 10 árum. Utbúnaður hefði batnað gffurlega og krakk- arnir næðu þvi meira valdi á skíð- unum. Fyrir utan hittum við Sturlu- syni — unga skáta er fóru í gönguferð og settu á svið björgun. „Við björguðum Aslaugu yfir- kennara úr bráðum háska, dróg- um hana upp gil. Hún stóð sig eins og hetja — æfing auðvitað — og slðan æfðum við okkur í með- ferð áttavita. Við fórum að leita að hellum — fundum marga,“ Daníel — Sólveig og Svanhildur: „Það er allt annað að vera með krökkunum i stilltu veðri." Þetta eru Sturlusynir — nýkomnir frá „björgunarafrekinu í Bláfjöll- um“ þar sem þeir björguðu Áslaugu yfirkennara. sögðu strákarnir f Sturlusonum. „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir fjórum árum var aðsókn sáralítil — hún hefur aukizt hreint ótrúlega. Sjálfsagt eru það hinar ágætu brekkur, svo og færið, sagði Guðjón Guðmunds- son starfsmaður í Bláfjöllum, á vegum Reykjavfkurborgar „A næsta ári er reiknað með stórri skíðalyftu austan við skáiana. Aðstaðan er þannig smám saman að batna — þó ef til vill fari hægt. Það er mikið um að skólar komi hingað, nú og svo kemur fólk mikið af Suðurnesjum. Áhugi á skíðagöngu hefur og aukizt hreint ötrúlega, sér i lagi með hækkandi sól,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Já, það var lif og fjör i Bláfjöll- um i gær er blaðamenn DB komu þangað — næstum beint úr verk- fallinu nýafstaðna. Bláfjöll — paradfs, steinsnar frá þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Vinsældir svæðisins fara nánast dagvaxandi ■— „verst að maður kemst svo sjaldan á skiði. Það er svo mikið að gera hjá okkur, helzt þegar vont er veður,“ sagði Guðjón Guð- mundsson — en margur skyldi ætla að einmitt hann og félagar hans i Bláfjöllum bókstaflega skildu ekki skiðin við sig, en svo er þó greinilega ekki. H. Halls. Fúlgum stolið úr mannlausum íbúðum Það getur verið varasamt að geyma peningafúlgur heima hjá sér, þótt aðeins sé yfir nótt. Það reyndi fólkið i Kleppsholtinu sem í vikunni varð fyrir því að brotizt var inn í íbúðina og þaðan stolið 235 þúsund krónum. Þrjóturinn náðist daginn eftir með megnið af peningunum. Þar var um að ræða „vanan mann“. Vanur maður var einnig að verki í Smáíbúðahverfinu þar sem brotizt var inn í Ibúð og stolið 80 þúsund krónum i peningum, segulbandstæki, vasaúri og nokkrum fingurbaugum. Sá þjófur er ófundinn. Um siðustu helgi var brotizt inn í fyrirtæki i Sfðumúla i Reykja- vik. Þar var engu stolið — en þrjóturinn skeytti skapi sínu á innanstokksmunum og olli tals- verðu tjóni. Hann náðist daginn eftir. Loks voru brotnar margar rúður I Flataskóla i Garðabæ um sfðustu helgi. Skemmdarvargarn- ir eru ófundnir skv. upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins. -OV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.