Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978. 7 Risakrani lagjðist á Miðina í Hafnarfirði — bóman f éll á mannlausa dráttarvél skammt f rá hópi vinnandi manna Fyrr í vikunni varð óvenjulegt óhapp á vinnustað vestan Hafnar- fjarðar þar sem verið ér að undir- búa byggingu gróðurhúss við Garðaveg. Stór krani, einn af þeim stærstu á landi hér, var kominn á staðinn og átti að fara að koma honum fyrir með þvi að skjóta undir hann hliðarstuðningi og öðru sem til þarf. Vildi þá svo illa til að bóman slóst út á hlið og skipti engum togum að kraninn lagðist á hliðina I öllu sínu veldi. Kranabóman lagðist endilöng á jörð niður rétt utan við grunn gróðurhússins. Fáa metra frá voru margir menn að vinna og má mildi kalla að ekki tókst illa til. Við hlið kranans stóð traktor og fór bóma kranans á hann rétt framan við stýrið. Lagðist traktor- inn þar saman undan þunga bóm- unnar og telst ekki traktor lengur. Traktorinn var mannlaus á þvi augnabliki sem kraninn lagðist á hann. Var það önnur mildin við þetta óhapp. Miklar tilfæringar þurfti til að reisa kranaferlíkið við en það tókst þó með aðstoð kraftmikilla tækja. - ASt. „Borgaraleg handtaka” í söluturni Ungur maður á Langholtsvegi í Reykjavik sýndi mikið snarræði í fyrrinótt. Um þrjúleytið sá hann út um glugga heima hjá sér hvar tveir piltar voru að fara inn í söluturninn á Langholtsvegi 176. Brá hann skjótt við og vatt sér út. Var þá annar innbrotsþjófur- inn kominn inn í söluturninn en hinn stökk á brott og komst und- an. Sjónarvotturinn fór aftur á móti inn á eftir þeim sem á undan fór, handsamaði hann þar og hringdi á lögregluna. Innbrotsþjófarnir eru ungir að árum, fæddir 1961 og 1963. -ÓV Kranaferlíkið komið á hliðina. Sjá má hvernig bóman leggst yfir traktorinn. Ljósth. Hafnarfjarðarlög- reglan, Eðvar Ólafsson. saasf 17 KEPPA UM FIMM SÆTIÁ USTANUM — flokkurinn hefur nú fjóra fulltrúa í bæjarstjórninni ATKVÆÐASEÐILL í pnáfkjöri Sjálfslæðisfélagonna i Keflavik, 25. og 26. febrúar 1978. Til þess að afkvæðaseðill sé gildur þarf að kjósa fæst 5 menn, tölusetta i þeirri röð, sem óskað er, að þeir skipi sæti ó fromboðslistanum. Arni R. Ámoson, Votnsnesvegi 22a Ami Þór Þorgrímsson, Gorðovegi 1 Bjöm Stefónsson, Hóhoh-i 27 - Einor Guðberg, Hólabrout 10 </> Einor Kristinsson, Þverholti • 19 Elíos Á. Jóhonnsson, Miðgarði 20 -■* Gunnlaugur Korlsson, Hólabrout 7 </> Halldór Ibsen, Austurbraut 6 Ingibjörg Elíosdóttir, Sólvallagötu 16 o Ingibjörg Hofliðodóttir, Faxabrout 45 Ingólfur Folsson, Heiðarvegi 10a Ingólfur Holldórsson, Hólobraut 14 Jóhonn Pétursson, Þverholti 23 Jóhanna Geirlaug Pólsdóttir, Hótúni 20 Kristinn Guðmundsson, Miðgarði 11 Tómos Iþsen Halldórsson, Miðtúni 4 Tómos Tómasson, Langholti 14 -• —— .... . ATH. I auðu linurnar mó bæta við nöfnum og tilgrcina heimilisfang. Suðurnesin hafa verið undir- lögð í prófkjörum síðustu vikur og nú leggja sjálfstæðismenn í Keflavík til atlögu. Prófkjör þeirra til sveitarstjórarkosning- anna núna i vor fer fram núna um helgina og hafa sautján manns gefið kost á sér. Þeir eru: Árni R. Arnason framkvæmdastjóri, Arni Þór Þor- grímsson flugumferðarstjóri, Björn Stefánsson skrifstofustjóri, Einar Guðberg framleiðslustjóri, Einar Kristinsson framkvæmda- stjóri, Elias A. Jóhannsson banka- starfsmaður, Gunnlaugur Karls- son skipstjóri, Halldór Ibsen framkvæmdastjóri, Ingibjörg Eliasdóttír húsmóðir, Ingibjörg Hafliðadóttir húsmóðir, Ingólfur Falsson vigtarmaður, Ingólfur Halldórsson aðstoðarskóla- meistari, Jóhann Pétursson póst- meistari, Jóhanna Geirlaug Páls- dóttir póstfulltrúi, Kristinn Guð- mundsson málarameistari, Tómas Ibsen Halldórsson bankastarfs- maður og Tómas Tómasson spari- sjóðsstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra menn í bæjarstjórn, vann einn af framsóknarmönnum í síðustu kosningum .Þeir eru Árni Arnason, Ingólfur Falsson, Ingólfur Halldórsson og Tómas Tómasson. Þeir eru sjálfkjörnir á prófkjörslistanum. Kosningaþátttaka í prófkjörum sem fram hafa farið til þessa á Suðurnesjum hefur verið góð og yfirleitt I samræmi við það sem flokkarnir hafa fengið af at- kvæðum í undanförnum kosning- um. Búast sjálfstæðismenn við þvi að fá um eitt þúsund manns til þess að greiða atkvæði en framsóknarmenn og alþýðu- flokksmenn voru á bilinu sex til sjö hundruð. öllum stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem hafa kosningarétt, svo og flokksbundn- um mönnum, 16 ára og eldri, er heimil þátttaka 1 prófkjörinu. Prófkjörsseðillinn er ekki gildur nema greidd séu atkvæði með fimm mönnum minnst og skulu þeir merktir með tölustöf-- um. Þá er gert ráð fyrir því á kjörseðli að menn geti gert til- lögur um tvo menn og eru til þess auðar linur neðst á seðlinum. Kosið verður í JC-húsinh við Kirkjuveg í Keflavik, laugardag frá 14 til 19 en sunnudag frá 10 til 22. Að sögn Helga Hólm, formanns uppstillingarnefndar er búizt við að unnt verði að telja atkvæði strax á sunnudagskvöldi og ættu tölur því að liggja fyrir á mánu- dagsmorgun. HP Einar QuAbtrg. 30 ára, framlaiflalu- at|órí Elnar Kriatinaaon, 46 ára, fram- kvaamdaatjórí Ami R. Amaaon, 36 ára, fram- kvaemdaatjóri Ami Þór Þorgrímaaon, 46 ára. flug- umfarflaratjórí Bjflm Stafánaaon, 53 ára, akrif- atofuatjórí Ingóifur HaHdóraaon, 46 ára, aflatoflarakólamalatarí Jóhann Péturaaon, 58 ára, póat- malatarí Jóhanna Qaéríaug Páladóttk, 53 ára. póatfufttrúi mófllr Ingólfur Falaaon, 38 ára, vtgtar- maflur Knatinn Quflmundaaon, 38 ára, málaramaiatarí Tómaa Ibaan Halldóraaon, 24 ára, Tómaa Tómaaaon, 53 ára, aparí- bankaatarfamaflur ajóflaatjóri. Elíaa Jóhannaaon, 24 ára, banka- atarfamaflur Uunnlaogur Karíaaon, 55 ára, akipatjóri Halldór Ibaan. 53 ára. framkvamda- atjóri móflir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.