Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 10
10 BIAÐIÐ Útgefandi Dagblaftiðhf' Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþrottir: Hallur Simonarson. Aftstoftarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Palsson. Blaftamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hhllsson, Helgi Pétursson. Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurftsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, ' Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritsjjorn Siftumula 12. Afgreiftsla Þverholti 2. Áskriftir. auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 línur). Askrift 1 700 kr. á mánuði innanlands. inds. i lausasölu 90 kr. * i lausasölu 90 kr. eintakift. Setning og umbrot: Dagblaftift og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmir hf. Siðumula 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Ríkisstjórnin uppsker nú eins og hún hefur til sáð. Margar ríkis- stjórnir hafa skert vísitöluákvæði kjarasamninga. Slík skerðing gerðra samninga er forkastanleg, hver sem í hlut á. Því er skiljan- legt, að forystumenn launþega- samtakanna vilji fyrir hvern mun stöðva, ef takast mætti, í eitt skipti fyrir öll, að samningar séu að engu hafðir. Nú ætla launþegasamtökin að svara lögleysu með lögleysu. Ríkisstjórnin hóf þann gráa leik og stóð fyrir lögleysu, þótt það væri gert í nafni nýrra laga, samþykktra á Alþingi. Það er lög- leysa að ganga á gerða kjarasamninga, suma aðeins þriggja mánaða gamla og undirritaða af ráðherrum. Að sjálfsögðu er það einnig lög- leysa, sem launþegasamtökin fremja, þegar þau stofna til verkfalla, áður en samningar eru löglega út runnir. Þjóðin sem heild mun gjalda fyrir þessi átök. Vandinn í efnahagsmálum mun versna, fram- leiðslan minnka við verkföll og kaup launþega skerðast. Hætt er við, að enginn fagni sigri, heldur hafi allir tapað, þegar upp verður staðið. Og hverjum verður um að kenna? Svarið vió þeirri spurningu hlýtur að vera, að stjórnvöld, sem eiga að hafa forsjá þjóðarinnar, beri höfuð- sökina. Vissulega mátti ráðherrunum vera ljóst, hvernig færi. Forystumenn launþegasamtaka höfðu fyrir löngu lýst því yfir, að skerðingu verðbóta yrði svarað með uppsögn samninga og hörðum aðgerðum. Nú var skýrt ákvæði í kjara- samningum Alþýðusambandsfólks, sem veitti rétt til að segja upp samningum, ef verðbætur yrðu skornar niður. Ríkisstjórnin gat því að minnsta kosti reiknað með uppsögn samninga með mánaðar fyrirvara, yrðu þeir skertir, þótt hún hafi kannski ekki gert ráð fyrir ólöglegum aðgerðum aðeins nokkra daga eftir samþykkt frumvarps síns á þingi. Því mátti hverjum manni ljóst vera að ekki var vit í að ætla að draga úr verðbólgunni og bæta hag fiskvinnslunnar með því að skerða verðbætur nema þá að það væri gert í sam- vinnu við launþegasamtökin. Til að bæta gráu ofan á svart virtist ríkis- stjórnin leggja áherzlu á að æsa launþegasam- tökin gegn sér. Á síðustu stundu reyndist ríkis- stjórnin luma á enn einni skerðingunni, til viðbótar helmingun verðbóta. Óbeinir skattar skyldu teknir úr vísitölu um næstu áramót, en niðurgreiðslur verða þar eftir. Þetta furðulega ákvæði hefði þýtt, að ríkisstjórn hefði hvenær sem væri getað eytt kauphækkunum með því að hækka söluskatt og auka niðurgreiðslur að 'sama skapi. Ríkið hefði þá aukið tekur sínar jafnmikið og þær höfðu minnkað, en niður- staðan orðið afnám kjarabóta til launþega. Þetta furðuverk var látið fara í gegnum fjár- hagsnefnd Neðri deildar óbreytt, en loks lét forsætisráðherra sig í útvarpsumræðum og lýsti yfir, að niðurgreiðslur færu þá út líka. í lok umræðna á Alþingi dró stjórnin alla þessa grein til baka. Furðuverkið hafði þá aðeins þjónað þeim tilgangi að æsa til illinda. Þetta er dæmigert fyrir, hvernig ríkisstjórn- in hefur hafið stéttaófrið, þar sem lögleysu er nú svaraö með lögleysu. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1978. VERDBOLGA OÞEKKT FYRIRBRIGÐI í KÍN- VERSKA ALÞÝÐU- I VAl/ri l\IMII — ogrfkið tekurhvorki LIWCLI/lllU erlendnéinnlendlán Andi Maós formanns svífur enn yfir vötnunum í Kina en þrjú helztu stefnumið hans til þess að halda jafnvægi á milli tekna og útgjalda rikisins voru sparnaður, trygging varasjóða og aukning framleiðslu. Það er enn i gildi það sem Maó sagði fyrir löngu: „Kina er stórt land en það er enn mjög fátækt. Það mun taka nokkra áratugi að gera Kina að auðugu landi. Jafnvel þá verðum við enn að fara eftir reglunni um iðni og sparneytni.“ BREYTINGAR Á EFNAHAG LANDSINS Frá valdatöku kommúnista í Kína árið 1949 hafa miklar breytingar orðið á efnahagslífi landsins. í stað þess að afgreiða fjárlög með halla hefur komizt á jafnvægi milli tekna og gjalda. Nú á seinni árum hefur jafnvel orðið nokkur greiðslu- afgangur. Grundvallaratriði l kínverskri fjármálastefnu er að auka tekjur ríkisins með því að efla þróun efnahagslífsins. I M Markaður í Kína. Ný manngerð og and- leg mannúðarstefna Það viðhorf eða ímynd um manninn sem er ríkjandi á hverjum tíma er mjög mikil- vægt vegna þess að það hefur grundvallaráhrif á hvernig þjóðfélagið stýrir stofnunum sfnum, menntar hinayngri kyn- slóð og gerir aðra hluti er til- heyra starfsviði þess. Breyt- ingar á þessum hugmyndum verðskulda sérstaka eftirtekt nú á tímum þvl iðnríki Vestur- landa virðast vera á þröskuldi vlðtækra breytinga er beinast að sjálfum grunni þjóðfélagsins og þvl lffsmati sem almennt er viðurkennt. GOÐSÖGNIN UM MANNINN Þegar rætt er um ímynd um manninn og stöðu hans f al- heiminum er átt við þær skoð- anir sem gilda um-uppruna hans, eðli, hæfrleika og sam- skipti við annað fólk og náttúr- una f kringum hann. Heilsteypt ímynd um manninn getur verið sett fram af vissum einstaklingi eða þjóðfélagshóp, stjórnmála- kerfi, kirkju eða á ákveðnu menningartímabili.-Það mundi gefa svör við spurningum sem varða t.d. hvort við erum fyrst og fremst góð eða ill, hvort vilji okkar er frjáls eða ákveðinn af ytri öflum, hvort samvinna eða samkeppni er nær eðli okkar, hvort við erum einungis efnis- legar verur eða andlegar og framvegis. ímynd um manninn inniheldur bæði hvað hann er og hvað hann ætti að vera. Flest þjóðfélög eiga til dæmis ímynd um manninn sem útskýrir þjóð- félagseðli hans. En ólík sam- félög' byggja oft á gjörólfkri fmynd um manninn. Menning hinna norður-amerísku Hópi- indfána áleit til dæmis að sam- vinna væri hentugust mannin- um en Bandaríkjaþjóðfélag samtímans leggur hins vegar áherslu á samkeppni f sam- skiptum fólks. Þegnar hvers samfélags haga sér náttúrlega f samræmi við hina rfkjandi hug- mynd. Ef hinn vel heppnaði eða fyrirmyndarþjóðfélagsþegn er álitinn slunginn f viðskipt- um og fjármálaprangi og búinn þeim kostum að geta safnað að sér veraldlegum auðæfum eru börn, á meðan þau alast upp, hvött til þess að tileinka sér þann hæfileika. Persónuleiki þeirra er lagaður af gróða- og neyslusjónarmiði og gagn- kvæmu umburðarlyndi og sam- starfi gefinn lítill gaumur. Á sama hátt hefur hin viður- kennda skilgreining á mannin- um áhrif á þjóðfélagsþegn- ana, hvort sem þeir eru taldir eiga að leggja áherslu á sam- keppni eða samstarf, veraldleg gæði eða andlegan þroska, auð- hyggju eða félagshyggju eða fjölda annarra hegðunarmögu- leika. ÍMYNDIN UM MANNINN MÓTAR RÍKJANDI GILDISMAT Stjórnarákvarðanir hjá bæði einstaklingum og hinu opin- bera eru undir áhrifum frá 'þeirri f mynd um manninn sem samfélagið fóstrar. Menntamál og þau markmið f skólamálum sem keppt er að, þær leiðir sem valdar eru til þess að leysa

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.