Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 11
I DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRtJAR 1978. .11 stöðugum gjaldmiðli og verðlag helzt stöðugt. Fyrst eftir valdatöku komm- únista þágu Kinverjar aðstoð í formi lána frá Sovétrikjunum sem þá voru undir stjðrn Stalins. Þessi lán voru fengin til þess að hraða umbótum og blása lifi i efnahag landsins. Þessi lán voru endurgreidd að fullu árið 1965. A tímabilinu 1950 til 1958 gaf kinverska rikið út almennings- skuldabréf til að hjálpa til við fjáröflun til uppbyggingar. Þessi skuldabréf, ásamt þeim vöxtum sem lögðust á þau, voru úr sögunni árið 1968. Frá þvi hefur kfnverska rfkið hvorki búið við erlend né innlend lán. AUKIN SAMSKIPTI VK> ÖNNUR LÖND Við uppbygginguna, sem átt hefur sér stað i Kfna, hefur verið lögð áherzla á að treysta á eigið framtak en minna lagt upp úr aðstoð erlendra rikja. Kina hefur nú viðskiptasam- bönd við meira en hundrað lönd og landsvæði og grundvall- ast þau viðskipti á jafnrétti og gagnkvæmum hag. Kinverjar hafa flutt inn háþróaða tækni og útbúnað i nokkrum mæli f þeim tilgangi að innleiða eins fljótt og kostur er hið nýjasta í landbúnaði, iðnaði, landvörn- um, vfsindum og tækni. Er kin- versk verzlunarfélög gera samninga við erlend félög og fyrirtæki semja þau um afborg- unarskilmála eða greiðslufrest. Með þvi að haga utanrikisverzl- un sinni f samræmi við þarfir sínar og getu hafa Kínverjar auðveldlega getað greitt fyrir allan innflutning sinn og það hefur aflað þeim góðs orðstfrs á erlendum vettvangi. Auk þess hefur Kína aldrei beðið um er- lend lán eftir að lokið var við að greiða lánin frá Sovétrikjun- um. legir varasjóðir séu fyrir hendi ef bregðast þarf við náttúru- hamförum sem geta átt sér stað i hvaða landshluta sem er. Varasjóðir 1 Kina eru þrenns konar. t fyrsta lagi er almennur varasjóður sem verður til er ákveðnum hluta fjárlaganna er haldið eftir við gerð þeirra. t öðru lagi er sérstakur sjóður sem varið er til birgðasöfnunar. Ríkið á t.d. talsverðar birgðir af korni. t þriðja lagi er svo tekju- afgangur fjárlaganna sem safn- azt hefur saman á umliðnum árum. Það er sjóður sem ekki má eyða nema þegar mikið liggur við. VERDBÖLGA EKKI TIL i KÍNA Vegna þessa fyrirkomulags kemst Kina hjá þvi að biðja um erlend lán og er alveg laust við verðbólgu. Þjóðin nýtur góðs af FORYSTURÍKI ÞRIÐJA HEIMSINS Kinverska rikið er i þróun og tilheyrir þriðja heiminum. Efnahagsstyrkur landsins er takmarkaður og tæknikunnátta af fremur skornum skammti. Samt sem áður hefur Kina á undanförnum árum veitt öðrum þjóðum efnahags- og tækniaðstoð. Kina hefur ætið staðið af festu við hliðina á þróunarlöndum Asiu, Afriku, rómönsku Ameriku og annars staðar og veitt þeim stuðning i baráttu þeirra við að vinna SJblfstæði sitt, tryggja full- veldið eftir að það hefur náðst og efla efnahagslif landanna. Andi Maós formanns lifir enn meðal Kinverja. Reynt hefur verið að sniða þjóðinni stakk eftir vexti og framkvæma meira fyrir minni peninga. Það sem gert hefur aukningu rikisteknanna mögulega er stöðug þróun landbúnaðar- framleiðslunnar. Þessi þróun hefur ekki aðeins gert það mögulegt að allir Kinverjar, um 800 milljónir talsins, hafa nægan mat heldur hefur siauk- ið framboð á hráefnum aukið markað fyrir léttan iðnað en hann aflar rikinu tekna og sér fólki fyrir neyzluvörum. Tekjur kínverska rikisins felast eink- um í sköttum og hagnaði af fyrirtækjum í eigu ríkisins en um 90% teknanna fást á þenn- an hátt. Þegar veitt er fé til fram- kvæmda hafa stórverkefni á sviði efnahagsuppbyggingar, iðnþróunar og landbúnaðar for- gang. Þá er séð til þess að nægi- Kjallarinn GuðmundurS. Jónsson vandamál á réttlátri dreifingu neysluvarnings, hvernig vel- ferð hins almenna borgara er háttað og sú afstaða sem tekin er til hinna ólíku félagslegu þarfa — öll þessi mál og mörg önnur eru afgreidd I samræmi við ríkjandi skilgreiningu á persónuleika nútimamannsins. Ef við erum til dæmis álitin vera aðskilin eða æðri náttúr- unni mun arðránshyggja blómstra auðveldlega f sam- skiptum okkar við gæði jarðar- innar og að sama skapi ef við álitum okkur vera óaðgreinan- legan hlut af náttúrunni mun náttúruverndarsjónarmið ráða gerðum okkar. Sama gegnir ef við teljum manninn vera ein- ungis liffræðilega vél í efnis- legri veröld, þá er hætta á að lítil áhersla verði lögð á að þroska hin æðri svið mann- legrar tilveru. Ef við ályktum aftur á móti að maðurinn sé eingöngu andleg vera þá er lik- legt að hinir efnislegu þættir lffsins yrðu útundan. Ef við teljum hið mannlega eðli vera ákveðið og óumbreytanlegt þá mundum við reyna að fullnýta þá möguleika einstaklingsins sem eru fyrir hendi en ef við 'álitum að maðurinn sé í stöð- ugri þróun sem nær fullkomn- un í andlegum þroska og sam- runa við uppsprettu lffsins, þá mundum við hanna þjóðfélagið á þann hátt að það gæti veitt þessari viðleitni stuðning. Ákveðin ímynd um manninn getur verið framsækin og við- eigandi á einum tíma og við ákveðnar aðstæður en um leið og þjóðfélagið hefur náð ákveðnu þróunarstigi verður hún bæði úrelt og afturhalds- söm. Það gildismat sem imynd- in um manninn leggur áherslu 'á er þá ekki lengur f samræmi við raunveruleikann. STAÐNAÐ ÞJÓÐFÉLAG Ef vandamál lfðandi stundar eru skoðuð kemur í ljós að þannig er orðið I þjóðfélögum nútimans. Sú goðsögn um manninn sem hefur verið ráðandi siðustu tvær aldir er orðin úrelt og gegnir ekki lengur hlutverki sfnu. Hún hefur slitið sig úr tengslum við framþróun þjóðfélagsins og stuðlar að félagslegri ringulreið, ráðleysi og stefnuleysi í stjórnmálum, listum, trúmálum og almennum lífsháttum. Skipulagsleysi, afturhald og viðtæk menning- arleg deyfð er orðin ráðandi þáttur i þjóðfélaginu og nauðsyn er á nýrri framfara- sinnaðri skilgreiningu á eðli mannsins og hlutverki hans i lffinu. ÚRELT GILDISMAT Það er orðið ljóst að um leið og frumþörfum mannsins er fullnægt koma aðrar æðri þarfir upp á yfirborðið. Þessar æðri þarfir eru til dæmis þrá eftir mannlegri hlýju, ást, sjálfsþekkingu, traustum vinskap, samstarfi við aðra og andlegri uppfyllingu. Þessar vitrænu og andlegu langanir eru ákaflega mikilvægar fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Núverandi imynd um hinn harðsoðna efnislega mann getur ekki fullnægt þessum hærri þörfum. Hið almenna lífsviðhorf gerir ráð fyrir að velgengni mannsins miðist við hvað hann getur hrúgað saman miklu af innanstókksmunum og glingri og f hvaða stöðu hann getur komið sér f þjóðfélaginu. Við erum álitin vera fyrst og fremst rökhyggju-manneskjur og tilfinningar eru settar skör lægra og taldar tilheyra óæðra eðli mannsins. Á sviði mannlegra samskipta veldur þessi afstaða almennu til- finningaleysi, hagnaðarstreitu og tortryggni. Hinum hug- spekilega heimi myndlistar, tónlistar, ljóðlistar og trúar- legrar upplifunar er visað á bug nema hann hafi eitthvert hagfræðilegt gildi á sölu- markaðinum. Sú afstaða að þjóðfélagsframfarir séu í réttu hlutfalli við peningagróða og aukna framleiðslu hefur orðið hindrun á vegi til andlegs þroska og ábatasjónarmið kemur i veg fyrir að einstaklingar geti sýnt hver öðrum ást og umhyggju. Sú skoðun að samkeppni og einka- framtak þjóni almenningi hefur stuðlað að sjúklegri eigingirni og gróðafikn. Mannleg samskipti einkennast ekki af gagnkvæmri ást og blfð- leika heldur tilhneigingu til að græða sem mest af öðrum. Sú- trú að við erum aðskilin náttúrunni og eigum að stefna að því að nýta hana okkur f hag hefur valdið skeytingarleysi í samskiptum okkar við gæði jarðarinnar og er undirrót gif- urlegra umhverfisvandamála. Þessar forsendur sem byggja upp núverandi imynd um manninn eru ekki lengur i sam- ræmi við raunveruleikann og geta ekki uppfyllt hinar dýpri þrár mannsins. MANNGILDI 0G ANDLEGT LÍFSMAT Ný ímynd um manninn er boðar nýtt gildismat og aðra heimsmynd er komin fram. Þessi nýja ímynd um manninn byggist á hinni yfirskilvitlegu eða andlegu hlið mannsins, svo sem löngum hefur verið höfð að engu af þjóðfélögum nútimans. Þessar nýju skoðanir afneita ekki afstöðum vfsindanna heldur víkka umfjöllunarsvið þeirra. Þær skapa samtengingu á „andstæðum" eins og t.d. efni anda, trú/visindum, róttækri þjóðfélagsafstöðu / andlegri viðleitni. Hin nýja fmynd um manninn kennir að hinn innri huglægi veruleiki og hinn ytri hlutlægi veruleiki skulu ávallt fylgjast að. Þjóðfélagsframfarir eiga að vera samfara einstaklingsþroska. Framsækin pólitfsk stefna hlýtur að hafa I för með sér einstaklingsþroska og andleg útvikkun hlýtur að leiða af sér þjóðfélagsfram- farir. Þessi nýja skilgreining á manninum leggur meiri áherslu á samvinnu á kostnað samkeppni, á náttúruverndar- sjónarmið frekar en arðráns- hyggju, á huglægan og andleg- an þroska frekar en auðsöfnun. Hún boðar einnig að við verðum að leggja jafna áherslu á tilfinningalegan þroska sem vitsmunalegan og stefna að þvf að auka innsæishæfileikann sem býr i öllum mönnum. Maðurinn er andleg vera sem býryfirþeim möguleikum að geta leyst öll vandamál heimsins og öðlast andlega full- komnun. Lif hans á hvorki að vera háð duttlungum hins almáttuga Guðs trúar- bragðanna né fram- leiðslutækjum þjóðfélagsins, heldur ætti samfélagið að stuðla að þróun og þroska hans á öllum sviðum. Guðmundur S. Jónasson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.