Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 24
Háskólamenn með í verkfallinu en bankamenn ekki: 1EUUM ÞETTfl FALLA UNDIR NEYÐARRÉTT Launamálaráð Bandalags háskólamanna hefur ákveðið að BHM-menn taki þátt i ólöglega allsherjarverkfallinu 1. og 2. marz en Samband bankamanna verður ekki með að þessu sinni en kannski í aðgerðum síðar. Launþegasamtök með 65 þúsund félagsmenn standa því að verkfallinu. „Við teljum þessar aðgerðir falla undir neyðarrétt,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, á fundi með fréttamönn- um í gær. Hann nefndi dæmi frá Norðurlöndum og Þýzka- landi um að slíkur réttur skapaðist þegar almenningsálit- ið teldi stjórnvöld fara út fyrir takmörk sín. Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambandsins, nefndi að ekki hefði verið farið í mál við sjómenn þegar þeir f.vrir þrem árum sigldu flot- anum að landi og voru í verk- falli i 10 daga. Þá var sagt að engin dæmi væru þess frá hin- um Norðurlöndunum að mál- sókn hefði verið hafin út af verkfalli sem ekki stæði lengur en tvo sólarhringa, þótt ólög- legt væri. Kristján Thorlatius sagði að auðvitað yrði haldið uppi heilsugæzlu og öryggisþjónustu meðan verkfallið stæði. RUM MANAÐARLAUN TAPAST Snorri Jónsson, forseti ASÍ, sagði að þetta fyrsta sþref, alls- herjarverkfallið, miindi að sjálfsögðu ekki nægja til að knýja fram kröfur launþega- samtakanna undir kjörorðinu „Samningana í gildi". Enn væri ekki búið að ákveða hvert fram- haldið yrði. Þá var sýnt með útreikning- um að launþegar töpuðu rúmum mánaðarlaunum á 12 mánaða tímabili vegna kjara- skerðingar ríkisstjórnarinnar nú. Formennirnir, Kristján Thorlacius, BSRB, og Snorri Jónsson, ASl, á fundinum með blaðamönnum í gærdag — neyðarréttur sögðu þeir um aðgerðirnar sem boðaðar eru á miðvikudag og fimmtudag. — DB.-mynd Bjarnleifur. Útifundur verður, líklega á Lækjartorgi, 1. marz, í samráðsnefndinni, sem stendur að aðgerðunum, eru ASÍ, BSRB, háskólamenn, Far- manna- og fiskimannasam- bandið, auk Iðnnemasambands- ins. HH Vandræði Þorlákshaf narsjómanna f Aberdeen: „ENGINN VILDIAKA í fSLENZK A BÁTINN” frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 25. FEB. 1978, Ólðgleg verkföll BSRBogBHM: MATTHÍAS VARAR SÍNA MENN VIÐ Fjármálaráðherra hefur skorað á formenn BSRB og Bandalags háskólamanna að hætta við fyrir- hugaðar ólöglegar verkfallsað- gerðir á miðvikudag og fimmtu- dag í næstu viku. „Þessar aðgerðir eru ólöglegar og varða þá, sem taka þátt í þeim, bæði refsiábyrgð og frádrætti á launum,“ sagði ráðherra við for- mennina. í fréttatilkynningu frá fjár- imálaráðuneytinu segir að ráð- herra hafi bent á að í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væru ákvæði sem kvæðu á um frádrátt frá launum vegna óheimilla fjarvista starfs- manna, auk þess sem þær gætu valdið refsingum. Samkvæmt þessum sömu lögum er hægt að krefja ríkis- starfsmenn um tvöfalda þá vinnu, endurgjaldslaust, sem þeir hafa verið frá starfi án gildra forfalla, „eða hlíta því að dregið sé af launum þeirra sem því nernur," eins og segir I lögunum. -OV BLAÐAMENN SAMÞYKKTU Blaðamenn samþykktu á fundi sínum í gær að samþykkja kjarasamning þann sem gerður hafði verið við útgefendur dag- blaðanna þá um morguninn. Sjötiu og fjórir voru samþykkir samkomulaginu, sautján voru á móti og fimm fundarmenn greiddu ekki atkvæði. Öldubergið AR-18 væntanlegt til íslands á f immtudaginn Dráttarbáturinn Goði hélt frá Fredriðshavn í Danmörku í gær- kvöld áleiðis til Aberdeen í Skot- landi þar sem Þorkáshafnarskipið ölduberg ÁR-18 hefur beðið vélarvana siðan í byrjun þessa mánaðar. Er gert ráð fyrir að Goði komi með öldubergið í togi til Reykjavíkur á fimmtudaginn í næstu viku. Goði hélt utan til Svíþjóðar í byrjun mánaðarins með vélskipið Sigurð RE sem alvarleg vélarbil- un varð í. Atti Goðinn siðan að halda beint til Skotlands til að sækja öldubergið en þá bilaði ljósavél Goðans og varð hann að leita viðgerðar i Danmörku. Eins og frá var skýrt í DB á sinum tíma bilaði öldubergið á siglingu til Islands frá Þýzkalandi og velktist um i vondum sjó i nær tvo sólarhringa áður en brezkur dráttarbátur fékkst til að draga skipið til hafnar í Aberdeen. Þar virtist sem skipsmönnum mætti hinn mesti fjandskapur og fengu þeir enga fyrirgreiðslu, að mestu mállausir og fljótlega matar- lausir. Eftir nokkra daga veiktist skip- stjórinn, Jóhann Adolfsson, alvar- lega af lungnabólgu og var hann fluttur á sjúkrahús innan skamms. I bréfi sem DB hefur borizt frá eiginkonu annars eig- enda skipsins segir að skipstjór- innhafilétzt um 12-15 kg í veikind- um sínum um borð i skipinu. „Þrátt fyrir fádæma afskipta- leysi af hálfu ræðismannsins hér þorðu þeir ekki annað en að greiða fyrir þvi að maðurinn kæmist undir læknishendur,“ segir i bréfinu sem skrifað var daginn sem Jóhann var fluttur á sjúkrahúsið. „Sennilega hafa þeir verið orðnir hræddir um að hann hrykki upp af enda var útlitið orðið þannig i byrjun vikunnar. Ekki komu þeir þó með sjúkrabil heldur venjulegan leigubil." Siðar i bréfinu segir: „Við höll- umst helzt að þvi að fálæti ræðis- mannsins sé af pólitískum toga spunnið því við höfum orðið vör við að almenningi er i mun að láta okkur vita að við séum alls ekki' illa liðin hér. Ég hitti sjómann í gærkvöld sem vildi fyrir allan mun segja mér að sér og öðrum sjómönnum væri frekar vel við okkur. En i gær, þegar við komum hingað til Aberdeen, gekk okkur heldur illa að fá leigubíl frá járn- brautarstöðinni og niður í bát vegna þess að bilstjórarnir vildu ekki aka i „islenzka bátinn“ af einhverjúm ástæðum. Það var ekki fyrr en nokkrir ungir menn komu okkur til hjálpar að við fengum bíl. Einn bilstjórinn, sem ég talaði við, varð alveg æfur þegar hann vissi hvert átti að aka og var fljótur að skella aftur skottlokinu og henda í mig tösk- unni sem hann var um það bil að koma fyrir í skottinu! Ég er viss um að hefði verið hægt að drepa mig með augnaráðinu væri ég dauð núna! Áhöfninni kemur saman um að brezki dráttarbáturinn, sem dró þá hingað, hafi talið að þeir væru frá Færeyjum, annars hefðu þeir skilið þá eftir úti í hafi! Verðið á björguninni hefur til dæmis hækkað úr 2000 pundum í rúm 4000 pund síðan þeir komu hingað.“ Páll Sigurðsson, forstjóri trygg- ingafélags Öldubergsins, Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum, sagði I samtali við fréttamann blaðsins i gær að settar hefðu verið tryggingar fyrir öllum greiðslum og væri nú allt útlit fyrir að mál þetta leystist farsæl- lega. -ÓV Gekk á tengivagn dráttarbíls Tíu ára gömul telpa fótbrotnaði á Sundlaugavegi um miðjan dag í gær í glampandi fögru veðri og björtu. Vestur götuna fór dráttar- bifreið með tengivagni aftan í. Er hún var skammt fyrir austan Otrateig varð ökumaður þess var í baksýnisspegli að telpan gekk út á götuna og á tengivagninn. Telpan reyndist lærbrotin en um fleiri eða alvarlegri meiðsli var ekki vitað. DB-mynd Sveinn Þorm. Á fundinum voru samþykkt mótmæli gegn kjararánsstefnu ríkisstjórnarinnar. Tillaga sem gerði ráð fyrir stuðningi við hugsanlegar ólöglegar vinnu- stöðvunaraðgerðir var aftur á móti felld af fundarmönnum með nokkrum atkvæðamun. ÖG Framboð Samtakanna íReykjavík: Aðalheiður í öðru sæti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, verður i öðru sæti á lista Samtakanna í Reykja- vík í þingkosningunum. Magnús Torfi Olafsson al- þingismaður verður sem fyrr í fyrsta sæti. Kári Arnórsson skóla- stjóri skipar þriðja sætið og Sölvi Sveinsson kennari hið fjórða. t 5. sæti er Herdís Helgadóttir bóka- vörður, 6. Asa Kristín Jóhanns- dóttir skrifstofumaður, 7. Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður, 8. Anna Kristjánsdóttir náms- stjóri, 9. Jón Sigurðsson skrif- stofumaður, 10. Einar Hannesson fulltrúi, 11. Þorleifur G. Sigurðs- son plpulagningamaður og 12 Rannveig Jónsdóttir kennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.