Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 22
22 1 GAMLA BÍÓ I S<mi 11475 I AUSTURBÆJARBÍÓ > Sími 11384 VILLTA VESTRIÐ SIGRAÐ i DALEIDDI HNEFALEIKARINN Nýtt eintak af þessari frægu og stórfenglegukvikmyndognú með íslenzkum texta Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð Bönnuð innan 12 ára. ÖSKUBUSKA Disney-teiknimyndin vinsæla. Barnasýning kl. 3. HAFNARBÍO I TÁKNMÁL ÁSTARINNAR Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. (Let’s Do It Again) Bráðskemmtileg og fjörug, nýl. bandarísk gamanmynd í litum. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Bill Cosby, Jimmie Walker. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TÓNABÍO SimJ 31182 BLEIKI PARDUSINN BIRTIST Á NÝ Aðalhlutverk: Peter Sellers. Endursýnd kl. 5, 7.30 og 9.30. ÓVENJULEG ÖRLÖG Islenzkur texti HEFND KARATEMEISTARANS Hörkuspennandi ný karatemynd, um hefnd meistarans Bruce Lee. Aðalhlutverk: Bruce Li. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978. (i Útvarp Sjónvarp > Ahöfn Geysis við komuna til Reykjavíkur. Talið frá vinstri: Dagfinnur Stefánsson flugmaður, Bolli Gunnarsson loftskeytamaður, Einar Runóifsson vélamaður, Magnús Guðmundsson flugstjóri, Ingigerður Karlsdóttir flugfryja, Guðmundur Sivertsen leiðsögumaður. Utvarp kl. 19,35 íkvöld: AHOFN GEYSIS VAR TAUN AF — einstætt æ vintýri f lugáhaf nar á Vatnajökli 1950 — spjallað viö flugf reyjuna og einn björgunarmanna ítölsk úrvalsmynd, gerð af einum frægasta og umtalaðasta leik- stjóra ítala, Linu Wertmúller, þar sem fjallað er um í léttum dúr uppáhaldsáhugamál hennar — kynlíf og stjórnmál. — Aðalhlut- verk: Giancarlo Giannini og Mariangela Melato. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. MY FAIR LADY Hin frábæra stórmynd í litum og Panavision eftir hinum víðfræga! söngleik. Audrey Hepburn * Rex Harrison. Leikstjóri George Cukor. Sýnd kl. 3, 6.30 og 10. salur SJÖ NÆTUR í JAPAN Sýnd kl. 3,05, 5,05, 7,05, 9 og 11.10. j >salur THE GRISSON-BÓFARNIR Sýnd kl. 3,10 5.30, 8 og 10.40. > salur DAGUR í LÍFI IVANS DENIS0VICHS Sýnd kl. 3.20, 5.10, 7.10, 9.05 og 11.15. 9 BÆJARBÍÓ 81011,50184 FANGINN Á 14. HÆD Frábær ný kvikmynd. Aðalhlut- fcerk Jack Lemmon. Sýnd kl. 5 og 9. An Excursion into the Erotic. Mjög djörf brezk kvikmvnd. Sýnd kl. 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. Síðustu sýningar. STJÖRNUBÍÓ ODESSASKJÖLIN íslenzkur texti. Æsispennandi ný amerísk-ensk stórmynd. Aðalhlutverk Jon Voight, Maximilian Schell, Maria Schell. Sýnd kl. 2,30, 5,7,30 og 10. Ðönnuð innan 14 ára. Ath. breyttan sýningartíma. Hækkað verð. SJmi 22 >40 Sýnd kl. 5, 7 og 9. Laugardagur: 0RUSTAN VIÐ ARNHEM (A Bridge too far) Stórfengleg bandarísk stórmynd, er fjallar um mannskæðustu orustu síðari heimsstyrjaldar- innar þegar Bandamenn reyndu að ná brúnni yfir Rín á sitt vald. Myndin er í litum og Panavision. Heill stjörnufans leikur í mynd- inni. Leikstjóri: Richard Atten- borough. ísl. texti. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð. Bönnuð börnum. Sunnudagur: 0RUSTAN VIÐ ARNHEM (A Bridge too far) Sýnd kl. 5 og 9. Sunnudagur: ÞJÓFURINN FRÁ BAGDAD Sýnd kl. 3. Þriðji þáttur Tómasar Einars- isonar um Vatnajökul er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 19.35. Nefnist hann „Hrakningar og slysfarir". Rætt verður við Ingi- gerði Karlsdóttur sem var flug- freyja á flugvélinni Geysi sem nauðlenti á Vatnajökli i septem- ber 1950. Einnig verður rætt við Þórarin Björnsson hjá Timbur- verzlun Árna Jónssonar, en hann var í björgunarleiðangrinum sem bjargaði áhöfn Geysis af jöklin- um. „Það var hátt í viku sem áhöfn Geysis var á Bárðarbungu og í áttatiu og sjö klukkutíma alveg sambandslaus við umheiminn," sagði Tómas Einarsson kennari í samtali við DB. „Flugvélin var á leið frá Ev.rópu en villtist af leið og nauð- lenti á jöklinum. Áhöfnin vissi ekki hvar flugvélin hafði lent nema að þeir voru staddir á jökli. Þrem sólarhringum eftir að flug- vélin nauðlenti stytti upp blind- byl . sem verið hafði og áhöfn- inni tókst að finna neyðartalstöð flugvélarinnar og senda út neyðarskeyti. Þá voru þeir Geysis- menn miðaðir út af varðskipi sem statt var norðaustur af Langanesi. Var það upp úr hádeg- inu sem skeytið heyrðist og tóku þá Akureyringar að ferðbúast I björgunarleiðangurinn. Þá var Þórarinn Björnsson ásamt sjö öðrum Reykvíkingum að leita að nýjum bilaslóðum fyrir norðan Hofsjökul. Þeir félagar komu niður f Bárðardal þegar Akureyr- ingarnir voru þar á ferð og slóg- ust í björgunarleiðangurinn. Þórarinn var meðal þeirra nfu sem fóru á jökulinn á skíðum. Þá þurfti ekki aðeins að bjarga áhöfn Geysis heidur einnig bandarísk- um björgunarmönnum sem fest höfðu skíðavél sína á jöklinum. Þeir voru mjög illa útbúnir því þeir bjuggust við að hafa aðeins stutta viðdvöl á jöklinum. Síðar Flakið af Geysi á jöklinum. Annar vængurinn er brotinn af og flugvélin iiggur á bakinu. (Myndirnar eru teknar af Guðna Þórðar- syni, úr bókinni Geysir á Bárðarbungu). tókst flugvél frá Reykjavik að lenda á söndunum fyrir norðaust- an Vatnajökul og þar fór bæði áhöfn Geysis og bandarísku björg- unarmennirnir um borð og var flogið með fólkið til Reykjavík- ur,“ sagði Tómas. Ahöfnin hafði verið talin af 1 fyrstu. Því rikti almennur fögn- uður um allt land þegar í ljós kom að allir sem um borð höfðu verið voru heilir á húfi. Þegar fólkið kom til Reykjavíkur voru fánar' dregnir að húni. Geysisslysið svokallaða hefur síðan orðið rithöfundum tilefni til spennandi skáldsagna. Andrés Kristjánsson skrifaði bók um slysið er nefndist Geysir á Bárðar- bungu. Farmur vélarinnar voru grænlenzkir hundar, efnisstrang- ar og armbandsúr. Auk þess var lik „i lestinni“. Tómas Einarsson er kennari í Hlíðaskóla. Hann tók þátt f þátta- gerðarnámskeiði sem haldið var á vegum útvarpsins f vetur. Sagðist hann hafa gaman af gerð útvarps- þátta en ekki hafa uppi neinar ráðagerðir um reglulegt áfram- hald á henni. - A.Bj. Sjónvarp kl. 20,30 á sunnudagskvöldið: AMMA RAULAR í RÖKKRINU Þáttur um Ingunni Bjarnadóttur tónsmið Amma raular í rökkrinu nefnist þáttur um Ingunni Bjarnadóttur sem er á dagskrá sjónvarpsins á sunnudags- kvöldið. Ingunn fæddist árið 1905 í Skaftafellssýslu og var húsmóðir og átti mörg börn. Hún samdi lög í tómstundum sínum sem líklega hafa ekki verið margar. Afköstin voru hins vegar mikil og samdi Ing- unn einkum lög við texta eftir íslenzkt skáld. 1 þættinum í kvöld verður rætt við fólk sem þekkti Ingunni og einnig verður brugðið upp myndum af æskustöðvum hennar. Ýmsir landskunnir listamenn munu koma fram í þættinum og syngja lög eftir Ingunni, s.s Kristinn Hallsson, Hallgrímur Helgason, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Eddu-kórinn. Umsjónarmaður þáttarins er Vésteinn Ólason lektor og stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. Þátturinn er um 40 mínútna langur. RK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.