Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.02.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978. 1 Utvarp Sjónvarp Sjónvarp í kvöld kl. 21,25: Óvenjulegur vestri um ástir og afbrýði Bíómynd sjónvarpsins í kvöld, Astir og afbrýði, Johnny Guitar, er vestri en dálítið óvenjulegur og öðruvfsi en hinir dæmigerðu vestrar sem kvikmyndahúsagestir eiga að venjast, segir íkvikmynda- handbókinni okkar. Er það talið myndinni til lofs. Myndin er frá árinu 1954 og leikararnir ekki af verri endanum, Joan. Crawford, Sterling Hayden og Scott Brady. t myndinni segir frá konu nokkurri sem á spilavíti sem hún hefur reist 1 járnbrautarbæ einum. Hún er upp á kant við bæjarbúa. Johnny Guitar er gftar- leikari sem býðst starf í spila- vitinu. Brátt fer allt f bál og brand. Myndin fær þrjár stjörnur f kvikmyndahandbókinni. Sýningartími hennar er ein klukkustund og fjörutfu og fimm mfnútur. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. A.Bj. Guðmundur Gunnarsson og Asa Finnsdóttir stjórna. Það má benda Guðmundi á að óþarfi er að biðja Ásu að vera sífellt að segja hvernig stigin standa. Það blasir greinilega við áhorfendum. Útvarp annað kvöld kl. 21,30: Opinskáar umræður um kyntíf Tilf inningalega hliðin vanrækt og nánast engin fræðsla í skólum „Það hefur lengi verið ætlun okkar að taka fyrir hugtakið ást- ina og höfum eiginlega verið að velta þvf fyrir okkur hvernig hægt væri að ræða þetta á opin- skáan hátt,“ sagði Gfsli Helgason í samtali við DB. Hann stjórnar þætti er nefnist „Kynlíf“ ásamt Andreu Þórðardóttur. Þátturinn er á dagskrá útvarpsins annað kvöld kl. 21.30. „Við fengum Asgeir Sigurgests- son sálfræðing til þess að spjalla við okkur en hann hefur gert könnun á þvi meðal 14 ára skóia- barna hvenær þeir hefja kynlff. Einnig kemur f þáttinn Helga Gunnarsdóttir félagsráðgjafi á kynfræðsludeild Heilsuverndar- stöðvarinnar og ræðir hún um helztu vandamálin sem þar koma upp og á starfsemina á kyn- fræðsludeildinni. Þá kemur fram Jón Hilmar Alfreðsson kvensjúk- dómalæknir. Auk þess koma fram fjórir aðilar sem ekki eru nafn- greindir og ræða um reynslu sfna af kynlífi. Þetta fólk er á aldrin- um frá tvftugu til sextugs og hefur flest átt við einhver vanda- mál f sambandi við kynlff að strfða. Þetta fólk tekur þátt f að spyrja þrjá áðurnefnda aðila og þar fengust góðar og opinskáar um- ræður um kynlíf," sagði Gfsli Helgason. „I þættinum kemur fram mjög athygiisverður hlutur en það er að tilfinningarnar f sambandi við kynlífið virðast skipta miklu máli en talið er að sá þáttur hafi verið mjög vanræktur meðal þeirra sem eiga að uppfræða unglingana um kynlffið. Einnig kemur fram að nánast engin fræðsla er f skólum um kynlíf," sagði Gfsli. Þátturinn er fjörutíu og fimm mfnútna langur. A.Bj. / r Sjónvarp annað kvöld kL 22y10: Annað kvöld kl. 22.10 er þáttur í sjónvarpinu er nefnist Jass. A myndinni eru, frá vinstri: Arni Scheving, Jón Páll Bjarnason, Gunnar Ormslev og Alfreð. Alfreðsson. Þeir eru allir meðal kunnustu jassleikara landsins en myndin er tekin í október '76 þegar þeir léku ásamt öðrum jass- leikurum á jasskvöldi á Hótel Sögu. Aðrir jassleikarar sem koma fram i þættinum annað kvöld eru Halldór Pálsson, Magnús Ingimarsson og Viðar Alfreðsson. Stjórn upptöku annaðist Egill Eðvarðsson. Þátturinn er sendunút í.litum. A.Bj. Sjónvarps- og útvarpsdagskrá næstu viku er á bls. 14-15 Veiólaunahafar í7. og8. þætti Gestaleiks Gestaieik bárust þúsundir bréfa. 4. Birna Gfsladóttir Mánagötu 12, Reyðarfirði. 5. Þuríður Björnsdóttir Birki- lundi 4, Akureyri. Gestaleikur hefur nú runnið skeið sitt á enda og hefur m.a. sannazt á þætti þessum að íslend- ingar eru langt frá þvf að vera pennalatir. Þættinum bárust nefnilega þúsundir bréfa með alls kyns ábendingum, góðum óskum og jafnvel ferskeytlum. En það má segja að einn komi þá aonar fer. í sjónvarpinu sl. laugardagskvöld hófst nýr spurningaleikur, talsvert ólfkur gestaleik, en frá honum er nánar greint í dagskrárkynningu blaðsins í dag. RK Okkur hafa borizt nöfn þeirra sem hlutu verðlaun fyrir rétt svör f 7. og 8. þætti Gestaleiks. I 7. þætti lék Sigfús Halldórsson tón- skáld Smaladrenginn eftir Skúla Halldórsson og í 8. þætti söng Jónas Arnason gamlan amerfskan slagara „Embracable you“ með „Frank Sinatra áherzlum". Magnús Ingimarsson annaðist undirleik. Þeir sem hlutu verðlaun 7. þáttar eru: 1. Þórunn Björnsdóttir Karfavogi 22, Reykjavík. 2. Marfa L. Eðvarðsdóttir Hrisdal, Miklaholtshreppi, Snæf. 3. Dóra Ingólfsdóttir Hörgslundi 9, Garðabæ. 4. Sigurjón Vilbergsson Fffu- hvammsvegi 3, Kópavogi. 5. Asdfs Viggósdóttir Bræðrabýli, ölfusi, Árnesss. I 8. þætti hlutu verðlaun: 1. Ingibjörg Kristjánsdóttir Suðurvangi 14, Hafnarf. 2. Hjörtur Hannesson Herjólfs- stöðum, Alftaveri, V.-Skaft. 3. Ásmundur Guðjónsson Aðal- stræti 22, Akureyri. Sjónvarp í kvöld kl. 20,30: Spumingakeppni alltaf vinsæl Menntaskólinn við Hamrahlíð ogSundineigastvið Spurningakeppni sem f taka þátt fulltrúar allra menntaskól-' anna f landinu auk Verzlunarskól- ans hófst á laugardaginn var. Þá mættust Menntaskólinn á tsafirði og Verzlunarskólinn. Lauk viður- eigninni með glæsilegum sigri Verzlunarskólans. Stjórnendur keppninnar eru Guðmundur Gunnasson frá Akureyri og Ása Finnsdóttir sem þekkt er úr sjón- varpinu frá gamalli tíð. Upptöku annaðist Tage Ammendrup. í kvöld eru það fulltrúar Menntaskólans við Hamrahlfð og Menntaskólans við Sund sem eig- ast við. t hverju liði eru tveir nemendur og tveir kennarar. Spurningarnar eru miðaðar við aimennan fróðleik og gert ráð fyrir að nemendur hafi fylgzt vel með fréttaflutningi sjónvarpsins. Fréttamyndir af myndsegulbönd- um sjónvarpsins eru óspart notað- ar f þættinum. Þátturinn er hálftfma langur og er hann sendur út í litum. A.Bj. Raðhús til sölu Á einum bezta stað í Árbæjarhverfi er til sölu raðhús sem á að fara að. hefja byggingarframkvæmdir við Glæsileg- ar teikningar. Allar nánari upplýsingar á kvöldin og um helgar í símum 40092 og 43281. 29555 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 9—21 UM HELGAR FRÁ 13 — 17 LJÓSHEIMAR, 70 FM 2ja hb. stórfalieg íbúð, þak- hæð, 20 fm svalir. Verð 9 m. Utb. 7 m. GOÐHEIMAR, 140 FM 5— 6 hb. sérhæð + bílskúr. Verð 21 m. Ibúðin er laus. ENGJASEL, 216 FM fokhelt raðhús, 7-8 hb„ 2 hæðir og kjailari. Húsið selt pússað utan með tvöföldu gleri. Ofnar og einangrun f.vlgir. Verð 14 m. Utb. 8,5 m. MJÓAHLÍÐ, 120 FM 6- 7 hb. mjög faiieg íbúð á tveimur hæðum, 35-40 fm bílskúr. Verð tilboð. FLATAHRAUN HFJ., 138 FM 4-5 hb. mjög vönduð enda- íbúð, útb. 10-11 fm. GAUKSHÓLAR, 138 FM 5 hb. mjög góð endaíbúð, 3 svalir + biiskúr. Verð 17 m. VANTAR: VIÐ HÖFUM KAUPENDUR MEÐ ALLT AÐ STAÐGREIÐSLU Á 4- 5 HB. GÓÐUM ÍBÚÐUM AÐ ESPIGERÐI 4. VANTAR: LÍTIÐ EINBÝLIÍ HAFNARFIRÐI. HÖFUM GÓÐAN KAUPANDA að 4-5 herb. sérhæð með bíl- skúr í Reykjavík — Kópa- vogi. Mikil útborgun. HÖFUM KAUPENDUR að góðum 2-3ja herb. ibúð- um í Re.vkjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. MIKIL ÚTBORGUN, VESTURBORG, í 3ja herb. helzt sérhæð + bílskúr. HÖFUM KAUPANDA með mjög mikla útborgun fyrir góða 4-5 herb. jarðh. eða 1. hæð + bílskúr í Heima- eða Laugaráshverfi. SELTJARNARNES, 150 FM 2 fokheld einbýlishús + 50 fm bílskúrar, glerjað, teikn- ingar á skrifstofunni. HÖFUM FJÁRSTERKAN kaupanda að Viðlagasjóðs- húsi i Breiðholti 3. ÁVALLT NÝ SÖLUSKRÁ EIGNANAUST Laugavegi 96 (vi5 Stjörnubíó) Síml 2 95 55 SÖLUM.: Hjörtur Gunnarsson. Lárus Helgason. Sigrun Kröyer LOGM.: Svanut- Þór Vilhjálmsson hdl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.